Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt þú hafir mikið að gera máttu
ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta
efasemdunum frá þér og minna þig á að
þú átt allt gott skilið.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú heldur inni í þér tilfinningu sem
þarf að komast út. Gefðu þér tíma fyrir
sjálfan þig og njóttu þess að upplifa nýja
hluti.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur unnið mikið undanfarið
og langar nú að hvíla þig. Finndu einhvern
til að sjá um þín mál meðan þú ert í burtu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Taktu ekki allt bókstaflega sem þú
heyrir heldur sannreyndu það sjálfur. Líttu
á það sem tækifæri til að læra eitthvað
nýtt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er yndislegt þegar fólk kann að
meta og samþykkir einstaka kosti þína.
Allt sem þú þarft að vita um viðkvæmt
fjölskyldumál kemur í ljós.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Mótspyrna sem þú hefur fundið
fyrir undanfarið hverfur um leið og þú eyk-
ur kraftinn. Þér mun ganga vel að greiða
úr flækjum næstu daga.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur öðlast margt sem þú hefur
látið þig dreyma um árum saman. Haltu
áfram á sömu braut því það mun færa þér
viðurkenningu í starfi.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú átt auðvelt með að ýta
þínum eigin þörfum til hliðar í dag og
sinna þörfum annarra. Kannski færðu
yndislegt hrós.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Stundum er heppilegast að
halda sig utan við atburðarásina þegar
aðrir eru að takast á um hluti sem þér
koma ekkert við.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér verður að öllum líkindum
falin aukin ábyrgð sem verður til þess að
þú verður í sviðsljósinu á næstu vikum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú tekur það upp hjá sjálfum
þér að vera aðeins betri við fólk en nauð-
synlegt er. Hristu af þér doðann og taktu
þátt í leik og starfi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ykkur hafa gefist mörg tækifæri að
undanförnu til að kynnast nýjum hlutum
og hitta skemmtilegt fólk. Það kemur sér
vel að þú hefur mikla aðlögunarhæfni.
svo að bæta aðeins við mig í náminu
og fór til Finnlands í tvígang sama ár-
ið. Þar var ég í hópi valinna náms-
manna frá hinum norrænu löndunum
og lauk náminu með prófi í utanrík-
isverslunarfræðum.“ Eftir tvö ár hjá
Þjóðhagsstofnun réð Yngvi sig til Fé-
lags íslenskra iðnrekenda, en Ólafur
Davíðsson, þá framkvæmdastjóri fé-
lagsins, síðar ráðuneytisstjóri og
sendiherra, réð hann í greiningar og
úttektir. Á sama tíma var Yngvi að-
junkt við Viðskipta- og hagfræðideild
HÍ um tveggja ára skeið. Eftir þrjú
útskrifaðist með mastersgráðu í hag-
fræði með áherslu á hagrannsóknir
og peningamálahagfræði í bland við
fjármál við MBA-deild skólans. En
þá var kominn tími til að fara heim.
„Við komum heim til Íslands vorið
1988 og þá hef ég störf hjá Þjóðhags-
stofnun. Á meðan ég hafði verið í há-
skólanum hafði ég verið að aðstoða
prófessora að fara yfir verkefni og
vinna rannsóknir, bæði í Queen‘s
University og í HÍ og ég var fenginn
til þess að sinna smá kennslu í þjóð-
hagfræði við Háskóla Íslands. Ákvað
Y
ngvi Harðarson fæddist
19.9. 1960 í Reykjavík.
Hann gekk í Hlíðaskóla
og síðar í Mennta-
skólann við Hamrahlíð.
„Ég hef alltaf verið forvitinn að eðlis-
fari, hneigðist til alls kyns pælinga og
fékk snemma mikinn áhuga á allri
tækni,“ segir Yngvi sem segist hafa
haft gaman af skólanum. „Yngvi, afi
minn heitinn, sem ég var mjög hænd-
ur að, var mikill grúskari og ég smit-
aðist af þessum eldmóði hans.“
Á menntaskólaárunum var Yngvi
mest spenntur fyrir raungreinunum
og útskrifaðist af eðlisfræðibraut
skólans og lærði eiginlega ekkert um
viðskipta- eða efnahagsmál á þeim
árum. Lögfræðingurinn Hörður, fað-
ir Yngva, var virkur í viðskiptalífinu
og gaf m.a. út Dagblaðið Vísi um
tíma. Yngvi telur að grunnurinn að
viðskiptaáhuga hans hafi verið lagður
á heimilinu. Það hafi þó ekki verið
fyrr en á áttunda og níunda áratugn-
um sem hann fann að hagfræðin væri
hans vettvangur.
„Það voru miklir ólgutímar á átt-
unda áratugnum. Gífurlega mikil
verðbólga og sveiflur í hagkerfinu,
svo það ástand fannst mér afar for-
vitnilegt. Mér fannst merkilegt að
læra meira um hvað veldur þessum
hræringum og hvernig hagkerfin
virka.“ Þar með var teningunum
kastað og Yngvi hóf nám í Háskóla
Íslands og útskrifaðist frá viðskipta-
og hagfræðideild skólans.
„Ég hafði mikinn áhuga á hagrann-
sóknum og fékk ég ábendingu um
Queen‘s University í Kanada, en þar
var mjög góð deild á hagrannsókna-
sviðinu og það sem gerði útslagið var
að þeir buðu mér svolítinn náms-
styrk. Það varð úr að Yngvi og kona
hans, Vilborg, ákváðu að slá til og sáu
ekki eftir því. „Það var alveg frábært
að vera þarna í Kanada. Kingston,
bærinn sem við vorum í, er á bökkum
Ontario-vatns og menningin er svolít-
ið evrópsk og mjög ólík því þegar
maður fer aðeins sunnar og yfir
landamærin til Bandaríkjanna. Við
kunnum miklu betur við okkur Kan-
adamegin við landamærin, því þar
var menningin meira eins og við átt-
um að venjast og svo er líka gífurleg
náttúrufegurð á þessu svæði. Yngvi
ár í starfi hjá iðnrekendum stofnaði
Yngvi fyrirtækið Ráðgjöf og efna-
hagsspár ehf. í félagi við Sverri
Sverrisson en það sérhæfði sig í
óháðri fjármálaráðgjöf og áhættu-
stýringu. „Hjá Félagi iðnrekenda
starfaði ég mikið í tengslum við mál
tengd stofnun Evrópska efnahags-
svæðisins og sá tækifæri í tengslum
við það. Hjá Ráðgjöf og efnahags-
spám kom ég á fót og ritstýrði dag-
legu fréttabréfi, Gjaldeyrismál, sem
kom út frá 1993-2007. Á árunum
2007-10 vorum við fengin af hópi fjár-
festa til að ganga til liðs við Askar
Capital og virtist það góður kostur
þar sem allt virtist verða að gulli í
fjárfestingargeiranum á þessum
tíma. En eins og flest önnur fjármála-
fyrirtæki þessa tíma fór Askar Capi-
tal í þrot. Þetta var gríðarlega lær-
dómsríkur tími, en mjög dýr skóli,“
segir Yngvi sem keypti út hugbúnað
og fleira úr slitabúinu og hóf starf-
semi Analytica. „Við erum mikið í
greiningarvinnu og rannsóknum fyrir
stærri fjárfesta, fyrirtæki, sveit-
arfélög og hið opinbera,“ segir Yngvi.
Yngvi og Vilborg eiginkona hans
hafa gaman af útivist og hreyfingu.
Þegar vinnunni sleppir má stundum
sjá þau á fjöllum. Þar hefurYngvi
sameinað tvö sín helstu áhugamál:
útivist og rafeindatækni. „Yngvi afi
hafði keypt einingar frá Þýskalandi
til að setja saman og búa til útvarps-
tæki eða annað og ég man að ég
fylgdist með þessu af miklum áhuga
og það endaði með að afi gaf mér ein-
ingarnar og ég bjó til mitt fyrsta út-
varpstæki. Svo rakst pabbi á auglýs-
ingu um námskeið í rafeindatækni og
morsi og ég fór á það 12 ára gamall,
en gat ekki útskrifast og fengið sér-
stakt leyfi sem radíóamatör fyrr en
14 ára vegna aldurstakmarkana.“
Yngvi segir fátt betra en að fara á
fjöll og setja upp loftnet og reyna að
ná sambandi við umheiminn. „Þegar
maður er kominn upp í fjöllin þá
heyrist allt svo vel, því þar er ekkert
suð frá öllum þessum lélega raf-
eindabúnaði sem er í borginni.“
Fjölskylda
Eiginkona Yngva er Vilborg Hjart-
ardóttir, ráðgjafi hjá Origo, f. 8.6.
1962. Foreldrar hennar eru hjónin
Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica – 60 ára
Á fjallinu Hér er Yngvi að gera fjarskiptatilraunir í kyrrðinni uppi á fjalli.
Alltaf verið forvitinn
Radíóamatör 14 ára og byrjaður að morsa á tæki sem hann smíðaði sjálfur.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Vinirnir Noel Viktor Rún-
arsson, Ísak Kristófer Rúnarsson og
Stefán Grímur Þórisson héldu tom-
bólu í Hlíðahverfinu og söfnuðu með
því 5.491 kr. til styrktar Rauða kross-
inum. Við þökkum þeim kærlega fyrir
þeirra framlag til mannúðarmála.
Tombóla
- meira fyrir áskrifendur
Lestumeira
með vikupassa!
Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang
að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga.
- Fréttir
- Ritstjórnargreinar
- Menning
- Íþróttir
- Daglegt líf
- Viðskipti
- Fastir þættir
- Aðsendar greinar
- Aukablöð
- Viðtöl
- Minningargreinar
- Umræðan
Vikupassi er auðveldari
leið til að lesaMorgunblaðið
á netinu.
Fáðu þér vikupassa af
netútgáfu Morgunblaðsins.
75 ára Jón Rafns
fæddist á Akranesi en
býr núna í Reykjavík.
Jón Rafns var for-
stöðumaður Jónshúss í
Kaupmannahöfn í 16
ár, en alls bjó Jón í
Danmörku í 22 ár.
Maki: Inga Harðardóttir framhaldsskóla-
kennari, f. 1948.
Börn: Þórhallur Rafns rekstrarstjóri í
Kaupmannahöfn, f. 1969, Bergþóra, f.
1974, hjá markaðsdeild Icelandair og
Þórhildur Rafns, deildarstjóri, f. 1976.
Foreldrar: Runólfur Ólafsson, f. 1904, d.
1991, bólstrari og módelsmiður, og Mál-
fríður Þorvaldsdóttir, f. 1914, d. 2006,
húsfreyja og baðvörður við íþróttahúsið
á Akranesi.
Jón Rafns
Runólfsson
40 ára Inga Rún ólst
upp á Flateyri, Reykja-
vík og í Hafnarfirði.
Hún stundaði nám og
störf í Kaupmanna-
höfn í rúman áratug.
Nú býr hún í Reykjavík
og starfar sem tauga-
sálfræðingur á endurhæfingardeild
Landspítalans. Inga hefur áhuga á menn-
ingu og mannsheilanum.
Maki: Bragi Ólafsson, f. 1981, leikskóla-
kennari á Miðborg.
Börn: Ólafur, f. 2009, Björn Ingi, f. 2011
og Lilja, f. 2013.
Foreldrar: Björn Ingi Bjarnason, f. 1953,
fiskverkandi og fangavörður, og Jóna G.
Haraldsdóttir, f. 1956, snyrtifræðingur.
Þau búa á Eyrarbakka.
Inga Rún
Björnsdóttir