Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020
Nýlega kom í bóka-
verslanir bókin Brosað
gegnum tárin. Þar rek-
ur Bryndís Schram
lífssögu sína. Sú lífs-
saga er löng og kemur
víða við. Þetta er saga
eins lífs – en saga
margra æva, sem hver
um sig eru hinum ólík-
ar. Um margt heillandi
lesning, fróðleg lesning
en einnig dapurleg og
nístandi.
Ástríkt uppeldi
Bryndís ólst upp í borgaralegu
umhverfi í Reykjavík. „Í borg-
aralegu umhverfi“ er ekki sagt í
niðrandi merkingu heldur í ljósi
þeirra viðhorfa, að fjölskylduna
skorti hvorki fæði né klæði, foreldr-
arnir nutu þess að geta veitt börnum
sínum öruggt og gott skjól og for-
eldrarnir voru hvarvetna og einatt
nærri til þess að geta veitt stuðning
Þannig var ekki umhverfi allra
barna í Reykjavík. En þannig um-
hverfi vildum við jafnaðarmenn fá
skapað fyrir hverja og eina fjöl-
skyldu. Öryggi, samheldni, samúð
og traust. Auðvitað naut Bryndís
þessara aðstæðna. Hún dregur enga
dul á það í frásögn sinni.
Hæfileikar nýttir
Við þessar aðstæður naut Bryndís
þess að geta nýtt til fullnustu hæfi-
leika sína. Hún nýtti þá vel og náði
góðum árangri. Þannig skapaði hún
sér sína sjálfstæðu tilveru þar sem
framtíðin beið björt og brosandi –
þangað til hún þurfti að velja á milli
tveggja kosta. Sinna eigin framtíð-
ardrauma og hins, að fylgja á veg-
ferð þeim maka, sem hún nafði valið
sér sem lífsförunaut. Um það val
segir hún sjálf í lífssögu sinni að
hún: „Hefði verið hrifin úr sinni
sjálfstæðu tilveru“. Það gerðist,
þegar hún kaus að fylgja eiginmanni
sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni,
frá höfuðborgarumhverfinu, þar
sem hún hafði skapað sér sína „sjálf-
stæðu tilveru“ og til
Ísafjarðar. Ísafjörður,
umhverfi mitt. Hún tel-
ur sig hafa verið af-
skipta á Ísafirði. Verið
litið svo á að hún og
þau hjón bæði væru að-
komnir broddborgarar
sem lítið ættu sameig-
inlegt með íbúunum.
Ekki var það mín upp-
lifun af veru þeirra
hjóna þar vestra. Man
ekki betur en að Jón
Baldvin hafi verið kjör-
inn sem bæjarfulltrúi
og hafi stýrt bæjarfélaginu um
skeið. Það getur enginn gert sem
ekki hefur haft stuðning almennings
á Ísafirði. Og Bryndís tók við starfi
skólameistara í forföllum Jóns örfá-
um árum eftir að hún fluttist vestur.
Gegndi því með sóma og við góðan
orðstír. Mikil breyting hafði á orðið
á hennar „sjálfstæðu tilveru“. Ný
tilvera risin. Nýtt æviskeið fram-
undan.
Kynnin
Jóni Baldvin og Bryndísi kynntist
ég fljótlega eftir að þau hjónin sett-
ust að í heimabæ mínum – og okkar
Jóns Baldvins beggja. Árið 1974
heimsóttum við Vilmundur heitinn
Gylfason þau hjónin í íbúð þeirra í
Sundstrætinu og ræddum að sjálf-
sögðu pólitík. Leiðir okkar Jóns
Baldvins á Ísafirði lágu þó ekki sam-
an. Vorum vorið 1974 í framboði
hvor fyrir sinn flokk. Tókumst síðan
hressilega á í prófkjöri fyrir kosn-
ingarnar 1978. Þar tókst ég á við
mann, sem naut góðs álits samferða-
manna og ég heyrði aldrei neitt mis-
jafnt sagt um fyrr en mörgum árum
síðar. Heyrði þá hvorki né sá neitt af
því, sem á hann var svo borið ára-
tugum síðar.
Æviskeið tvö
Tilvera þeirra hjónanna sem
skólameistarahjón vestur á Ísafirði
– tilvera, sem flestum nægir í heilt
æviskeið – varð ekki langæ. Þau
hurfu bæði þaðan en hvorugt þó til
algerlega nýrrar tilveru. Jón Bald-
vin til þess að helga sig alfarið
stjórnmálaþátttöku; fyrst sem rit-
stjóri og svo sem þingmaður, flokks-
formaður og ráðherra. Bryndís tók
upp aftur þráð sinnar fyrri tilveru
sem sviðslistamaður auk þess sem
hún fetaði nýjar brautir sem virkur
þátttakandi í borgarmálum. Nýtt
æviskeið þar sem ég og þau hjónin
vorum samferða. Á því tilveruskeiði
kynntist ég þeim hjónum persónu-
lega, einkum þó Jóni Baldvin. Við,
sem höfðum hildi háð á síðustu árum
hans vestra, gerðust fyrst sam-
herjar, svo samstarfsmenn og loks
vinir.
Æviskeið sigra
Næsti ævikafli í frásögn Bryndís-
ar er ævikafli sem ég vel þekki,
minnist með hlýju og stolti. Í
skammvinnri fjármálaráðherratíð
Jóns Baldvins þegar hann á örfáum
misserum innleiddi staðgreiðslu-
kerfi skatta og tilurð virðisauka-
skatts. Og farsælt starf hans sem ut-
anríkisráðherra þar sem hann leiddi
þjóð sína inn í EES-samstarfið, sem
allir eru nú sammála um að hafi fært
íslensku þjóðinni mestu og stærstu
tækifærin í viðskiptasögu hennar og
tryggt sjálfsögð mannréttindi eins
og neytendavernd. Mikilsverðast frá
utanríkisráðherratíð hans er þó þeg-
ar hann í óþökk stjórvalda margra
bandalagsþjóða tók að sér að vera
fyrsti evrópski stjórnmálaforinginn
sem léði frelsismálstað Eystrasalts-
þjóðanna liðsinni. Fyrir þá ein-
dregnu og hugrökku afstöðu hefur
Jón Baldvin hlotið meira lof á er-
lendri grundu en nokkur annar ís-
lenskur stjórnmmálamaður hefur
nokkru sinni hlotið – og líklega held-
ur enginn íslenskur stjórnmála-
maður þegið jafn litla viðurkenningu
fyrir meðal eigin þjóðar þar sem ill-
mælgin kæfir alla aðra umræðu.
Nýtt æviskeið
Svo lauk þessu æviskeiði í lífs-
hlaupi þeirra hjónanna og nýtt ævi-
skeið tók við – í nýju umhverfi, við
gerbreyttar aðstæður. Dvöl þeirra
hjóna sem sendiráðshjóna í Wash-
ington. Þá sögu þekki ég lítt enda
víðs fjarri þeim vettvangi. Hins veg-
ar þótti mér og félögum mínum ým-
islegt vera með öðru sniði eftir þá
sendiráðsævi en fyrrum. Við tókum
t.d. vel eftir því, að sósíaldemókrat-
inn Jón Baldvin varð ennþá
ákveðnari í þeirri afstöðu eftir en
áður var. Norræna módelið, sem
hann nefndi svo, var ekki bara æski-
legast allra samfélagsgerða heldur
margfaldlega langbest. Þetta er sag-
an um lífsreynslu þeirra hjóna á
þessu æviskeiði. Sagan um lífs-
reynslu sósíaldemókrata við gerólíkt
umhverfi.
Og enn nýtt æviskeið
Að loknum sendiráðsstörfunum
tók svo við allt annar heimur, ger-
ólíkt æviskeið. Ferðalög borga,
landa og heimsálfa á milli þar sem
Jón Baldvin fór um m.a. til þess að
ræða stjórnmál og stjórnmálastefn-
ur en Bryndís til þess að hitta fólk,
mæta fólki, upplifa umhverfi og
menningu og skoða gerólíkt mannlíf.
Í bókinni heldur Bryndís á penn-
anum. Hún er þar ekki að lýsa við-
fangsefnum bónda síns, sem höfðu
markað sterkt alla þeirra tilveru,
heldur að segja frá því, sem hún
sjálf hafði séð, heyrt, kynnst, skilið
og skoðað í mörgum og miklum
ferðalögum þeirra hjónanna. Þessi
frásögn hennar er ekki bara
skemmtileg og fróðleg heldur einnig
skilmerkileg og greinargóð frásögn
af gerólíku umhverfi, gerólíkum
samfélagsháttum – og gerólíku fólki.
Og svo harmleikur
Lokafrásögn bókarinnar er harm-
leikur. Grófar ásakanir um barnaníð
gegn eigin afkvæmum eru ítrekaðar
og endurteknar af ókunnugum eins
og sannað væri og notaðar sem rök-
stuðningur fyrir æruráni – þó ekk-
ert slíkt hafi gerst, þrætt hafi verið
fyrir það m.a. af þeim, sem fullyrt
hefur verið að hlut eigi að máli. Lát-
ið er duga sem sönnunarfærsla að
einstaklingur í nánu fjölskyldu-
sambandi við sökunaut hafi borið
fram þær ásakanir, þó öll önnur
skyldmenni, sem sökunautur á að
hafa níðst á, hafni því með öllu og
lýsi hreina lygi og uppspuna. Geð-
sveiflur eru sjúkdómur sem ég hef
reynslu af sem vinur sökunauta –
annarra en fjölskyldu Jóns Baldvins
Hannibalssonar. Þegar sú var tíðin
að illa sjúkur einstaklingur sem ótt-
ast væri að gæti skaðað sjálfan sig
eða aðra og þurfti að áliti geðlæknis
tafarlaust á líknandi meðferð að
halda þá var slíkt ekki hægt nema
náið skyldmenni – foreldri eða maki
– féllist á að viðkomandi yrði lagður
inn á geðdeild til meðferðar. Oftar
en ekki urðu það viðbrögð sjúklings-
ins, að kenna foreldri eða maka um
ekki bara innlögnina heldur jafn-
framt um alla erfiðleika, sem sjúk-
lingur hafði þurft að mæta – og hinn
sjúki jafnvel búið til hrein ósannindi
um hversu ámælisvert framferði
makans eða foreldrisins hefði verið
gagnvart sér og sínum. Stundum
var þeim ásökunum trúað, jafnvel af
nánum vinum, og ásakanir hins
sjúka endurteknar til níðs og lasts
yfir þeim, sem veitt hafði geðlækni
heimild til þess að takast á við alvar-
legan sjúkleika nákomins. Ég hef
sjálfur orðið fyrir því að þurfa að
horfast í augu við slíka reynslu í
mínum vinahópi og ég hef fundið
mikið til með þeim vinum mínum,
sem þurft hafa að mæta slíkum við-
brögðum. Lokin á sögu Bryndísar
um langt líf og margar ævistundir
eru einmitt saga af slíkri lifan.
Hörmuleg, sárgrætileg og skelfileg.
Merki um nýjan tíma, sem engu og
engum eirir. Þar sem óttinn ræður
för, sviptir sundur vináttu og vænt-
umþykju og þar sem reglur réttar-
ríkisins um sakleysi nema annað sé
sannað eru smánaðar. Flestir þora
svo ekki öðru en að þegja. Í ríki ótt-
ans.
Eitt líf – mörg æviskeið
Eftir Sighvat
Björgvinsson » Þetta er saga eins
lífs – en saga margra
æva, sem hver um sig
eru hinum ólíkar. Um
margt heillandi lesning,
fróðleg lesning en einn-
ig dapurleg og nístandi.
Sighvatur
Björgvinsson
Höfundur er fv. ráðherra.
EES-samningurinn
er samstarfssamn-
ingur til að efla við-
skipta- og efnahags-
tengsl samningsaðila,
28 ESB-ríkja og
þriggja EFTA-ríkja.
Til að ná markmiðum
samningsins felur
samstarfið í sér
frjálsa flutninga fólks,
vöru, fjármagns og
þjónustu innan EES,
innri markaðar ESB og EFTA-
ríkjanna þriggja.
Með EES-samningnum tók Ís-
land þátt í samstarfi en gekkst
ekki undir þátttöku í samruna-
þróun ESB í orkumálum, sem felst
í innleiðingu á orkustefnu ESB
með orkupökkunum og aðild að
orkusambandi ESB. Innleiðing
orkustefnu ESB felur í sér valda-
afsal sem er fyrir utan ramma
EES-samningsins.
Í meginmáli EES-samningsins
er rétt minnst á orkumál, einungis
sagt að sérstök ákvæði og fyr-
irkomulag varðandi orkumál sé að
finna í IV. viðauka. Þriðji orku-
pakkinn fól í sér breytingu á IV.
viðauka sem var mun víðtækari en
samstarf og var hornsteinn að
orkusambandi ESB með stofnun
sem skerðir fullveldi Íslands í
orkumálum. Það fól í sér óum-
samda grundvallarbreytingu sem
mikilvægt var að Al-
þingi hafnaði.
Er EES-samning-
urinn var undirritaður
1992 (tók gildi 1994)
var ESB ekki orðið að
veruleika og hét Evr-
ópubandalagið (EB).
Grundvöllur ESB
byggist á röð milli-
ríkjasáttmála á milli
aðildarríkjanna með
Rómarsáttmálann
(1957) sem stofnsátt-
mála. Samrunaþróun
ESB var mikil 1993-
2009 með sáttmálum kenndum við
Maastricht (1993), Amsterdam
(1999), Nice (2003) og Lissabon
(2009).
Maastricht-sáttmálinn (formlega
sáttmáli um ESB) tók við af Róm-
arsáttmálanum og EB varð að
ESB. Þar var ákveðið að marka
nýjan áfanga í aðlögunarferli Evr-
ópu sem hófst með stofnun EB.
Með Maastricht falla undir ESB í
fyrsta sinn ráðstafanir á sviði
orkumála og þar er stefnt að þró-
un samevrópskra neta á sviðum
samgöngu, fjarskipta- og orkuinn-
viða.
Lissabon-sáttmálinn hefur það
yfirlýsta markmið að þróa enn
frekar þann samruna sem hófst
með stofnun EB. Þar er í fyrsta
sinn fjallað um orkumál í sérstöku
ákvæði, 194. gr, sem segir að með
tilliti til stofnunar og starfsemi
innri markaðarins og með skír-
skotun til þarfarinnar á að varð-
veita og bæta umhverfið skuli
stefna ESB í orkumálum miða að
því, í anda samstöðu aðildarríkj-
anna, að: a) tryggja starfsemi
orkumarkaðarins, b) tryggja ör-
yggi í orkuafhendingu í ESB, c)
auka orkunýtni og orkusparnað og
stuðla að þróun nýrra og end-
urnýjanlegra orkugjafa og d)
stuðla að samtengingu orkuneta.
Þessar ráðstafanir eru með fyr-
irvara um rétt ESB-ríkja til að
ákvarða með hvaða skilyrðum
orkulindir þess eru nýttar, val
orkugjafa og tilhögun orku-
afhendingar. Lagalegur grundvöll-
ur orkustefnu ESB og orkupakk-
anna er 194. gr., sem er 15 árum
yngri en EES.
Öll ESB-ríkin greiddu atkvæði
um Maastricht-sáttmálann og
Lissabon-sáttmálann og tóku
þannig afstöðu til þessara mik-
ilvægu sáttmála. Nokkur ríki
gerðu það í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Danir höfnuðu Maastricht-
sáttmálanum í þjóðaratkvæða-
greiðslu 1992 og í kjölfarið voru
gerðar breytingar á sáttmálanum
með viðbótum í svokölluðum Edin-
borgarsamningi, sem veitir Dönum
undanþágur. Þeir samþykktu sátt-
málann síðan í þjóðaratkvæða-
greiðslu 1993. Írar höfnuðu Lissa-
bon-sáttmálum í þjóðaratkvæða-
greiðslu 2008 en samþykktu í
annarri þjóðaratkvæðagreiðslu
2009.
Ef Íslendingar hefðu greitt at-
kvæði um Lissbon-sáttmálann
hefði þjóðin getað hafnað honum
og í kjölfarið krafist undanþága í
orkumálum. Ísland fékk undan-
þágur í EES-samningnum vegna
sjárvarútvegs. EFTA-ríkin þrjú
greiddu ekki atkvæði um þessa
sáttmála enda ekki aðildarríki
ESB. Aðild þeirra að EES byggist
á EES-samningnum og það er í
gegnum hann sem þau eiga að
gæta hagsmuna sinna. Ísland get-
ur gert það á vettvangi sameig-
inlegu EES-nefndarinnar og með
því að Alþingi nýti sér hinn stjórn-
skipulega fyrirvara við upptöku
ESB-gerða í EES-samninginn.
Mjög ríkar skyldur eru þar á sam-
eiginlegu EES-nefndinni á að finna
lausn sem aðilar geta sætt sig við
komi upp vandamál á sviðum sem
falla undir valdsvið löggjafans í
EFTA-ríkjunum. Ef ekki er unnt
að komast að samkomulagi skal
sameiginlega EES-nefndin kanna
alla frekari möguleika á því að
tryggja áframhaldandi góða fram-
kvæmd samningsins og taka nauð-
synlegar ákvarðanir þar að lút-
andi, meðal annars að viðurkenna
sambærilega löggjöf.
Samstarf Íslands í orkumálum
innan EES á að grundvallast á
legu landsins í Norður-Atlantshafi.
Raforkuflutningur frá Íslandi til
ESB er enginn vegna skorts á inn-
viðum, skorts á sæstreng. Raforka
er verðmætasta náttúruauðlind
okkar og hefur verið notuð til at-
vinnuuppbyggingar, með stóriðju-
og byggðastefnu. Í EES-samn-
ingnum var samið um samstarf,
ekki samrunaþróun sem felst í
orkustefnu ESB og orkusambandi
ESB. Hefði það legið fyrir í upp-
hafi hefðu Íslendingar gætt hags-
muna sinna og tryggt sjálfstæði
sitt og stjórn á orkumálum sínum
líkt og gert var með sjávarútveg.
Með upptöku orkustefnu ESB
með orkupökkunum og aðild að
orkusambandi ESB er Ísland að
ganga inn í ESB hvað varðar
orkumál. Um það var aldrei samið
í EES-samningnum. Ísland sam-
þykkti í EES-samningnum sam-
starf í orkumálum. Ef Alþingi vill
að Ísland taki þátt í samrunaþróun
ESB í orkumálum með aðild að
orkusambandi ESB verður að bera
það undir þjóðina.
Frá orkusamvinnu til orkusambands
innan ramma EES-samningsins
Eftir Eyjólf
Ármannsson » Ísland samþykkti
með EES-samn-
ingnum samstarf í orku-
málum, ekki inngöngu í
orkusamband ESB.
Orkustefna ESB fer
langt út fyrir ramma
EES-samningsins.
Eyjólfur
Ármannsson
Höfundur er lögfræðingur LL.M. og
formaður Orkunnar okkar, samtaka
um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í
orkumálum.
eyjolfur@yahoo.com