Morgunblaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2020
Maður hrekkurstundum í kútvið lestur„fornald-
arsagna Norðurlanda“. Í
Hrólfs sögu Gautrekssonar
er t.d. eftirfarandi sprettur
þar sem lýst er framferði
Þornbjargar, dóttur Eiríks
Svíakonungs (sjá Fornaldar
sögur Norðurlanda í útgáfu
Guðna Jónssonar 1954, 2.
bindi). Hrólfur Gautreksson
konungur Gautlands er
hvattur til að biðja um hönd
Þornbjargar en hann hefur reyndar heyrt „að hún vilji að enginn mað-
ur kvenkenni hana“; hennar hafi beðið nokkrir konungar „og hafi [hún]
suma látið drepa, suma hafi hún látið klækja á einhvern hátt, suma
blinda, gelda, handhöggva eða fóthöggva, en valið öll orð hæðileg með
svívirðu og vilji hún svo af venja að þessara mála sé leitað“ (bls. 70).
Ekki að undra þótt Hrólfur konungur hafi óttast að hann myndi „fá
af þessari ferð sneypu og ævinlegt athlægi“.
Þornbjörg lét taka sig til konungs í hluta Svíaríkis og kalla sig Þór-
berg; „skyldi og enginn maður svo djarfur að hana kallaði mey eða
konu, en hver er það gerði skyldi þola harða refsing“.
Hvernig skyldi nú hafa farið fyrir þessum meykóngi? Þórbergur var
ekki látinn komast upp með þetta framferði. Hrólfur Gautakonungur
yfirbugaði hann (þ.e. hana) og sendi til föðurhúsa þar sem hann (þ.e.
hún) „settist til sauma með
móður sinni“ – og varð
Þornbjörg á ný. Hrólfur
gekk skömmu síðar að eiga
hana. Hjónabandið var far-
sælt.
Einhverra hluta vegna
leiðir þessi saga hugann að
því sem ég hef leyft mér að kalla „hina nýju íslensku“ en Þórarinn Eld-
járn nefnir því lýsandi nafni „málvönun“ („öll velkomin“/ „margt er
knátt þótt það sé smátt“/ „það eru flest ánægð með þetta“). – En viti
menn! Ég sé nú og heyri merki þess að fólk ætli ekki að láta gabba sig
lengra út á þessa braut. Það er sannarlega gleðiefni.
Góður félagi benti mér á fyrirbæri sem einnig snertir íslenskt málfar
nútímans: Nú táknar það „að fá högg“ ekki heimilisofbeldi, heldur
faðmlag (e. hug): „viltu fá högg?“/ „gefðu mér högg“.
Annað málfræðitengt atriði læt ég fylgja. Ég fékk það í hendur
næstum milliliðalaust frá norðlenska kórmanninum: Það kom eist-
neskur kór til að syngja með söngfélögum hans á Akureyri. Þegar
hann lýsti uppákomunni eftir á sagði hann: „Fyrst sungu þeir, svo
sungum við. Og svo sungum við með eistunum, og þá ætlaði þakið af
húsinu.“
Að lokum, lesandi góður, verkefni í orðflokkagreiningu: Greindu orð-
in „hver“ í eftirfarandi spurningu í orðflokka og ef um er að ræða for-
nöfn þarftu að greina þau í undirflokka:
Hver segir að hver sem er megi baða sig í hver sem er í þessum dal?
(Svar í lok pistils.)
Aukaspurning í lokin: Hvað er athugavert við röksemdafærslu
Skagfirðingsins í eftirfarandi romsu?: „Ég hef nú aldrei drukkið bjór
og þar að auki fer hann illa í mig.“
Svar við spurningu um orðflokka: Hver (spurnarfornafn) segir að
hver (óákveðið fornafn) sem er megi baða sig í hver (nafnorð) sem er í
þessum dal?
Viltu
högg?
„Gefðu mér högg“
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
Ljósmynd/Unsplash, Hean Prinslo
Það hefur lengi ríkt ákveðin feimni við umræðurum innflytjendur og hælisleitendur hér.Stjórnmálamenn forðast þessi mál eins og heit-an eldinn og almennir borgarar halda sig til
hlés. Enginn vill láta kalla sig „rasista“. En stöku sinn-
um ofbýður fólki framganga „kerfisins“ og það gerist nú
aftur og aftur vegna hælisleitenda, fyrst og fremst þegar
börn eru annars vegar.
Málefni innflytjenda hafa lengi verið viðkvæm deilu-
efni í nálægum löndum. Á Norðurlöndunum hafa Svíar
staðið verst að vígi í allmörg undanfarin ár og raunveru-
lega misst stjórn á gangi þeirra mála í suðurhluta lands-
ins. Fyrir nokkrum árum virtist Angela Merkel, kanslari
Þýzkalands, hafa misstigið sig með alvarlegum hætti,
þegar hún virtist vilja taka við flóttamönnum með opnum
örmum, en hún hefur lifað þá yfirlýsingu af pólitískt séð.
Bretar hafa lengi búið við þá sterku hefð að taka vel á
móti fólki frá samveldislöndum sínum þannig að innflytj-
endur hafa ekki verið jafn mikið deilumál þar og í sum-
um öðrum Evrópulöndum.
Þótt trúfrelsi ríki í vestrænum lýðræðisríkjum er aug-
ljóst að fordómar ríkja í garð múhameðs-
trúarmanna. Þegar að þeim kemur virðast
hugmyndir um trúfrelsi ekki njóta mikils
skilnings. Það er ekki bara vegna trúar-
bragðanna, heldur líka vegna hryðjuverka,
sem lengi hafa verið fastur þáttur í lífi fólks í
Mið-Austurlöndum.
Í Bandaríkjunum hafa lengi ríkt miklir
fordómar í garð fólks af öðrum litarhætti en
hvítum. Eitt sinn stóð greinarhöfundur á götu í borg í
Alabama fyrir meira en hálfri öld og ræddi við konu sem
hafði alizt þar upp. Hún sagði frá því að á þeim tíma,
snemma á 20. öldinni, hefði ekki verið litið á svart fólk
sem „fólk“.
Hér á Íslandi má sums staðar finna andúð á öðru fólki,
ýmist vegna litarháttar eða trúarbragða. Það er þó ekki
almenn afstaða. Þess verður fremur vart að fólk hafi
áhyggjur af fjölda fólks frá öðrum löndum, sem hefur
kosið að setjast hér að. Og að þær áhyggjur snúist fyrst
og fremst um fámennið hér og áhrif þess á okkar sam-
félag að mikill fjöldi fólks frá öðrum löndum flytji hingað
og festi hér rætur.
Þær áhyggjur eru út af fyrir sig skiljanlegar. Hvenær
er komið að þolmörkum í þeim efnum? Eru þau kannski
að nálgast?
Það uppnám, sem hér hefur orðið reglulega síðustu ár
þegar ákvarðanir hafa verið teknar um að vísa hælisleit-
endum úr landi, snýst þó fyrst og fremst um börn. Fólki
ofbýður þegar barnafjölskyldum er vísað úr landi, sem
hér hafa kannski dvalið í nokkur misseri, börn gengið í
skóla hér, eignast vini, lært íslenzku og notið öryggis,
kannski í fyrsta sinn á ævinni.
Það er kominn tími til að við ræðum þessi málefni opið
hér, án ásakana hvert í annars garð um „rasisma“ og
eitthvað þaðan af verra, og reynum að finna einhvern
grundvöll fyrir víðtæka samstöðu um þessi málefni.
Ásókn fólks sem býr sunnar á hnettinum í að flytja sig
norður á bóginn á eftir að aukast verulega á næstu árum,
m.a. vegna loftslagsbreytinga. Svartsýnustu spár ganga
út á að syðsti hluti Evrópu, næst Miðjarðarhafi, geti
breytzt í eyðimörk vegna loftslagsbreytinga. Skógar-
eldar í Ástralíu og Bandaríkjunum benda til hins sama.
Hvað ætlum við að gera hér á norðurslóðum, ef fólk
leitar hingað vegna þess að það verður óbærilegt að búa
sunnar á hnettinum vegna hita? Ætlum við að segja nei?
Getum við sagt nei?
Fyrir nokkrum dögum lýsti ég þeirri skoðun á heima-
síðu minni (styrmir.is) að brottvísun egypsku fjölskyld-
unnar, sem hefur verið í fréttum að undanförnu, væri
brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en þar segir
m.a.: „Það sem barni er fyrir beztu skal ávallt hafa for-
gang …“
Samdægurs fékk ég tölvupóst, þar sem
ég var borinn þeim sökum að tala eins og
„einfaldur vinstrimaður“.
Ég hef að vísu ekki gert mér grein fyrir
að málefni barna sé hægt að flokka undir
hægri eða vinstri í pólitík en er sammála
því sem fram kemur í Barnasáttmálanum.
Og það er hægt að færa mjög sterk rök fyr-
ir því að í brottvísun þeirrar fjölskyldu felist brot á
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem við erum að-
ilar að og höfum fullgilt hér á landi.
En að mörgu leyti erum við mannfólkið enn í frum-
skóginum. Það er ekki allt jákvætt sem fylgir fólki sem
vill setjast hér að. Þegar ég spurði „fréttamann“ úr und-
irheimum Reykjavíkur fyrir skömmu, hverjir væru
helztu sölumenn á fíkniefnum hér, var svarið „rússneska
mafían“. Áður hafði ég fengið áþekkt svar frá öðrum að-
ila, sem taldi þá vera frá „mafíum“ í Eystrasaltsríkj-
unum.
Og ekki fór á milli mála fyrir nokkrum árum þegar
fjölgun varð á fólki frá sunnanverðri Evrópu, sem hingað
leitaði, að þar voru á ferð mafíur sem tóku hátt gjald fyr-
ir að koma fólki hingað.
Tilgangurinn með þessum hugleiðingum er ekki að
lýsa einhverri ákveðinni skoðun á því, hvernig við eigum
að taka á þessum flóknu vandamálum, heldur að hvetja
til opnari umræðu um þessi mál en hér hefur tíðkast. Það
er leiðin í lýðræðisríki til þess að finna lausn á sameigin-
legum vandamálum eða verkefnum.
Okkur finnst sjálfsagt að Íslendingar sem leita til ann-
arra landa og vilja setjast þar að fái heimild til þess. En
hvers vegna á það sama ekki að gilda um fólk í öðrum
löndum, sem vill koma hingað?
Reynum að ræða þessi mál efnislega og með rökum en
látum hrakyrði á borð við „rasista“ eða „einfalda vinstri-
menn“ liggja á milli hluta.
Hér hefur ríkt
„feimni“ í
umræðum um
þau málefni.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Opnari umræður um inn-
flytjendur og hælisleitendur
Guðmundur Finnbogason lands-bókavörður benti á það fyrir
löngu, að verulegur samhljómur
væri með siðfræðikenningu Arist-
ótelesar og boðskap Hávamála.
Kristján Kristjánsson heimspeki-
prófessor hefur tekið upp þennan
þráð í nokkrum fróðlegum ritgerð-
um. Kristján hefur sérstaklega
rætt um dygðina stórlæti, sem
Aristóteles lýsir í Siðfræði Níko-
makkosar. Í íslenskri þýðingu Sið-
fræðinnar eftir Svavar Hrafn
Svavarsson er þessi dygð kölluð
„mikillæti“ og sagt af nokkurri lít-
ilsvirðingu, að hún stangist á við
siðferðishugmyndir okkar daga.
Ég tel þýðingu Svavars Hrafns
hæpna, enda á henni neikvæður
blær. Mikillæti er annað nafn á
drambi. Dygð Aristótelesar var
hins vegar fólgin í því, að maður
væri stór í sniðum, vissi af því og
væri fús til að viðurkenna það.
Hún væri meðalhófsdygð, en á
öðrum jaðrinum væri yfirlæti og á
hinum vanmetakennd.
Eins og Guðmundur og Kristján
benda á, var stórlæti mikils metið
á Íslandi að fornu, en andstæðu
þess var lýst í Hávamálum: Lítilla
sanda, lítilla sæva, lítil eru geð
guma. Ég er hins vegar ósammála
Svavari Hrafni um, að stórmenni
eða afburðamenn séu ekki lengur
til, þótt ef til vill tali þeir ekki allir
djúpri röddu eða stígi þungt til
jarðar, eins og Aristóteles lýsti
þeim. Sumir bregða stórum svip
yfir lítið hverfi. Bestu dæmin að
fornu um stórlæti eru tvær land-
námskonur. Auður djúpúðga fór
við tuttugusta mann til bróður
síns Helga, en hann bauð henni og
helmingi liðs hennar vetrarvist.
Hún hvarf frá hin reiðasta og fór
til annars bróður síns, Björns, sem
bauð þeim öllum til sín, enda vissi
hann af veglyndi systur sinnar.
Steinunn hin gamla fór til frænda
síns Ingólfs Arnarsonar, sem vildi
gefa henni Rosmhvalanes. Hún
vildi kaupa jörðina, en ekki þiggja,
og gaf fyrir heklu flekkótta.
Í skáldsögum Ayn Rands, Upp-
sprettunni og Undirstöðunni, eru
hetjurnar stórlátar í skilningi Ar-
istótelesar og Forn-Íslendinga.
Howard Roark lætur aðra ekki
segja sér fyrir verkum. John Galt
neitar að vera þræll múgsins.
Hank Rearden vill uppskera eins
og hann sáir. Hvarvetna eru til
menn, sem geta orðið afburða-
menn. En þar eru líka til menn,
sem vilja verða afætur. Skáldsög-
ur Rand eru um afburðamenn,
sem vinna fyrir sjálfa sig, ekki
afæturnar. Stórlæti er ekki úrelt
dygð.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Stórlæti að fornu og nýju
HRINGIÐ OG PANTIÐ SKOÐUN
Hamraborg 12
200 Kópavogur
416 0500
www.eignaborg.is
ÁRANGUR
Í SÖLU
FASTEIGNA
Dvergshöfði 27, 110 RVK Verð 600 m.
Upplýsingar gefur
Óskar Bergsson lgfs. sími 893 2499, oskar@eignaborg.is
TÆKIFÆRI FYRIR BYGGINGARAÐILA OG ÞRÓUNARFÉLÖG
Iðnaðar-, verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Húsið stendur á norðurhorni Dvergshöfða
og Höfðabakka. Stórt port með aðkomu frá Smiðshöfða. Stærð lóðar er 2.275 fm.
Gert er ráð fyrir auknu byggingarmagni. Húsnæðið er í útleigu.
Atvinnuhúsnæði - Stærð 2.480 m2