Morgunblaðið - 02.10.2020, Page 12

Morgunblaðið - 02.10.2020, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Vikan hefur verið annasöm hjá fé- lögum í Feldfjárræktarfélaginu Feldfé en þeir hafa komið saman í fjárhúsum í Vestur-Skaftafellssýslu til feldfjárskoðunar og valið bestu lömbin til áframhaldandi undan- eldis. „Við vorum að skoða eiginleika skinnsins og háragerðina á lamb- inu, því þegar verið er að rækta fé til skinnaframleiðslu þarf að vera lítið þel og mikið, fíngert og hrokk- ið tog. Þetta er tímafrekt en skemmtilegt,“ sagði Kristbjörg Hilmarsdóttir, bóndi á Þykkva- bæjarklaustri í Álftaveri. Þar voru valin þrjátíu lömb til ásetnings. Kristbjörg segir að feldfjárrækt- endur á Íslandi séu ekki margir en þeim fari þó fjölgandi. Og það tekur tíma að ná árangri, Kristbjörg hef- ur ræktað feldfé í áratug og segist nú í fyrsta skipti virkilega ánægð og stolt af lambahópnum sínum. Ís- lensku feldfjárræktendurnir rækta eingöngu grátt fé en það er sjald- gæfur litur á heimsvísu og því eru gráu skinnin verðmætari en mó- rauð eða flekkótt svo dæmi sé tek- ið. Skinnaframleiðslan á Þykkva- bæjarklaustri er ekki stór í sniðum og skinnin eru ekki ódýr enda eru þau flest send til Svíþjóðar þar sem þau eru krómsútuð og fylgt sé ströngum gæðastöðlum við fram- leiðsluna. Kristbjörg segist einkum selja skinnin til ferðamanna og þau eru til ýmissa hluta nytsamleg. Þannig sé til dæmis gott að leggja þau í barnavagna því þau haldi vel hita á börnunum og einnig sé hægt að þvo krómsútuðu skinnin í þvotta- vél. Stofninn næstum útdauður Upphaf feldfjárræktar á Íslandi má að sögn Kristbjargar rekja til ofanverðrar 20. aldar þegar reynt var að brydda upp á nýjungum í sauðfjárrækt. Í kjölfarið var leitað að gráu íslensku fé sem hentaði til skinnaframleiðslu að sænskri fyr- irmynd. Slíkir fjárstofnar fundust í Skaftafellssýslu, á Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Tilraunin mistókst og feldfjárstofnarnir voru nánast horfnir um aldamótin. „Þegar ég byrjaði á þessu árið 2010 voru ef til vill til um 200 ær eftir af þessum stofni á nokkrum bæjum í Vestur-Skaftafellssýslu,“ segir Kristbjörg og bætir við að það sé einkum Guðna Má Sveins- syni á Melhól á Meðallandi að þakka að stofninn lifði af. Það feldfé, sem nú er verið að rækta sé að mestu leyti ættað þaðan, „þar er vaggan,“ segir Kristbjörg. Ferðamenn koma aftur Þau Kristbjörg og Sigurður Arn- ar Sverrisson, maður hennar, reka fjárbú og ferðaþjónustu á Þykkva- bæjarklaustri. Kristbjörg segir að vissulega hafi verið minna að gera í vor og sumar en undanfarin ár. „En þegar maður hefur verið svona lengi í þessu er í aðra rönd- ina gott að fá smá frí. Og ég held að þegar ferðamaðurinn fær að koma til Íslands aftur fyllist allt hér um leið. Fólk er svo heillað af landinu.“ Annasöm vika hjá feldfjárræktendum  Grár feldfjárstofn var næstum útdauð- ur hér á landi en dafnar nú vel Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Lömbin metin Kristbjörg Hilmarsdóttir, Þórdís Bjarnleifsdóttir, Elísabet S. Jóhannsdóttir, Sigurlaug Steingrímsdóttir og Guðmundur Gíslason, öll félagar í Feldfjárræktarfélaginu Feldfé, skoða álitlegan feldfjárlambhrút í fjárhúsinu í Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri í Vestur-Skaftafellssýslu. Fíngert tog Heppilegur feldur til skinnaframleiðslu þarf að hafa lítið þel og mikið, fíngert og hrokkið tog. Fyrir líkama og sál L augarnar í Reykjaví k w w w. i t r. i s „Það kom mér skemmtilega á óvart að þótt þetta væri gert núna, eftir að önnin er hafin, eru samt sjö ung- menni að flytja inn í kvöld. Mér finnst það segja heilmikið um þörf- ina,“ sagði Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps og formaður starfshóps Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, í samtali í fyrradag um opnun heimavistar við Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. Skólinn samdi við Valdimar Árna- son, eiganda Selfoss Hostel, um að rekin verði heimavist fyrir skólann í hluta af húsnæði ferðaþjónustu hans að Austurvegi 28. Fram til áramóta verða 10 herbergi ásamt tilheyrandi aðstöðu og 15 eftir áramót. Eigandi Selfoss Hostel tekur einnig að sér gæslu. Einar Freyr segir að ungmenni af austurhluta starfssvæðis skólans, Rangárvallasýslu og Vestur-Skafta- fellssýslu, eigi vegna fjarlægðar frá Selfossi ekki kost á að nýta sér al- menningssamgöngur til að sækja skólann. Til að tryggja aðgang þeirra þurfi að vera hægt að bjóða upp á heimavist. Heimavist hafi ver- ið rekin lengi vel en fyrir nokkrum árum hafi samningi um hana verið sagt upp. Síðan hafi verið mikill þrýstingur á að bjóða upp á þetta úr- ræði á ný. Starfshópur sveitarfélaganna sem Einar var í forsvari fyrir kannaði vilja sveitarstjórna og samþykktu allar ályktun þar sem skorað var á skólann og ráðherra að beita sér í málinu. Einnig var fundað með Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Að undangenginni þarfagreiningu var ákveðið að taka húsnæði á leigu. Einar á von á því að full þörf verði fyrir þau 15 herbergi sem samið hef- ur verið um en ekki sé víst að þörfin komi að fullu í ljós fyrr en eftir tvö til þrjú ár. helgi@mbl.is Heimavist rekin á ný á Selfossi  FSu leigir hluta hostels fyrir nema Ljósmynd/Valdimar Árnason Heimili Heimavistin verður í hluta Selfoss hostel við Austurveg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.