Morgunblaðið - 02.10.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
✝ Unnur ElísabetGröndal fædd-
ist í Reykjavík 12.
febrúar 1927. Hún
lést á Dalbæ, Dal-
vík, 10. september
2020. Foreldrar
hennar voru hjónin
Benedikt Gröndal
Þórðarson verk-
fræðingur og for-
stjóri Hamars, f.
27.8. 1899, d. 11.9.
1984, og Halldóra Gröndal, f.
17.7. 1899, d. 11.5. 1997.
Unnur var önnur í röð fimm
systkina, hin eru Inga, Helga,
Þórður (látinn) og Þórunn.
Unnur giftist Birni Sveins-
syni Bjarman lögfræðingi og
kennara, f. 23.9. 1923, d. 19.4.
2005. Börn þeirra: 1) Benedikt,
f. 25.10. 1950. 2) Guðbjörg, f.
14.9. 1954, d. 14.12. 1991. Hún
var gift Teiti Gunnarssyni.
Börn þeirra eru: a) Björn, í
sambúð með Unu Kristínu Jóns-
dóttur. b) Ásthildur. c) Stúlka
(látin). d) Baldur, í sambúð með
Eygló Ýri Hrafnsdóttur.
Seinni maður Unnar var Gísli
Jónsson bóndi á Víðivöllum í
Skagafirði, f. 21.11. 1917, d.
11.1. 1989. Þau giftust 19. apríl
1960. Börn Unnar og Gísla eru:
1) Halldóra, f. 30.4. 1960, gift
Sigurði Ragnari Sverrissyni.
Börn Halldóru með fyrri eig-
inmanni, Sigurði Kristjánssyni
Nanna, sem er dóttir Júlíusar.
Unnur ólst upp ásamt systk-
inum í foreldrahúsum á Berg-
staðastræti 79 í Reykjavík. Hún
sótti nám í Austurbæjarskóla
og síðan í Kvennaskólanum. Í
framhaldi af því fór hún til
Danmerkur og lauk prófi frá
merkum hússtjórnarskóla; An-
kerhus í Sorø, þar var lögð
áhersla á að undirbúa stúlkur
fyrir lífsstarfið sem að miklu
miðaðist við húsmæður í sveit,
þetta var skemmtileg tilviljun
fyrir Unni. Þegar heim var
komið starfaði hún við ýmislegt
tilfallandi og hún giftist árið
1949. Fyrsta heimili hennar var
við Grenimel 31, síðan átti hún
eftir að búa á Akureyri og
Keflavík í fyrra hjónabandi.
Eftir skilnað vann hún m.a. við
þjónustustörf í Fornahvammi í
Borgarfirði og í Varmahlíð í
Skagafirði. Árið 1960 gerðist
hún húsmóðir í sveit er hún
giftist bóndanum á Víðivöllum.
Þar bjó hún í 38 ár. Hún kunni
vel við sig í Skagafirði. Þar tók
hún þátt í ýmiss konar félagslífi
og –starfi. Eftir að hún varð
ekkja bjó hún áfram á Víðivöll-
um í tæpan áratug, uns hún
flutti suður í Kópavog þar sem
hún bjó meðan heilsan leyfði.
Síðasta áratuginn dvaldi hún í
Dalbæ.
Útför Unnar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 2. októ-
ber 2020, klukkan 13. Í ljósi að-
stæðna verður útförinni jafn-
framt streymt á
https://tinyurl.com/y5pjltv6/.
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á https://www.mbl.is/
andlat/.
(látinn), eru: a)
Gísli, sambýlis-
maður Rafn Karls-
son. b) Kristján,
dóttir hans er
Kristjana Sum-
arrós. c) Lilja, gift
Gunnari Sean Egg-
ertssyni. Börn
þeirra eru: Alex-
andra Líf, Sig-
urður Sean og
Unnur Bára. 2)
Gísli, f. 13.5. 1961, d. 31.5. 1961.
3) Gísli Sigurður, f. 14.4. 1962,
hann er giftur Karólínu Gunn-
arsdóttur. Börn þeirra eru: a)
Gunnar (látinn). b) Már, sam-
býliskona Guðrún Sigurlín
Ólafsdóttir. c) Gunnar Breki.
Fyrir átti Gísli Helga Pál, móð-
ir hans er Kristín Pálsdóttir.
Sambýliskona Helga Páls er
Barbara Dittmar. 4) Hólmfríður
Amalía, f. 10.11. 1964, gift Júl-
íusi Baldurssyni. Börn Hólm-
fríðar eru: a) Unnur Ólafs-
dóttir, faðir Ólafur
Guðmundsson, gift Thomas
Skaanes, börn þeirra eru Elías,
Sara og Hanna. b) Eva María
Matthíasdóttir. c) Guðbjörg
Matthíasdóttir, sambýlismaður
Klemenz Karl Guðmundsson,
börn þeirra eru Matthías og
óskírður drengur. Faðir Evu
Maríu og Guðbjargar er fyrri
eiginmaður Hólmfríðar, Matt-
hías A. Þorleifsson. d) Amalía
Elsku mamma!
Þá er komið að kveðjustund.
Það er bæði sárt en líka á viss-
an hátt gott að kveðja. Þú varst
búin að fá nóg af þessari jarð-
vist og tilbúin að kveðja. Það
væri eigingirni að vilja hafa þig
hér lengur. Ég sit eftir með
yndislegar minningar. Æðru-
leysi og jákvæðni einkenndi
þig, þú horfðir alltaf fram veg-
inn og bættir við nýjum köflum
í lífið þitt. Þú hafðir gaman af
lífinu, sást gjarnan það spaugi-
lega við hlutina og sást oft hlut-
ina í anda. Alltaf var stutt í
hlátur og gleði og hnyttin til-
svör. Elsku mamma takk fyrir
allt og allt, ég mun sannarlega
sakna þín.
Þín dóttir,
Hólmfríður (Hósa).
Tómarúmið verður alltaf
mikið þegar maður kveður þá
sem manni eru kærir. Það varst
þú svo sannarlega elsku
mamma mín. Þú kenndir mér
að horfa alltaf fram á veginn,
horfa ekki of mikið í baksýnis-
spegilinn og taka bara það
besta með mér áfram út í lífið.
Þú lifðir svo sannarlega í þeim
anda og með húmorinn í lagi
allt til enda. Ég geri mitt besta!
Við bjuggum í mikilli nálægð
stóran hluta af mínu lífi. Þú
varst ekki bara besta mamma í
heimi heldur varstu líka besta
vinkona. Oft beiðstu með kaffi
og eitthvert bakkelsi (varst oft
að prófa nýjar uppskriftir) þeg-
ar ég kom frá vinnu. Stundum
fórum við í bíltúra, heimsóknir
eða út í náttúruna, t.d. til berja-
eða sveppatínslu, göngutúra,
spjölluðum um allt og ekkert og
gátum líka notið nálægðar án
orða.
Auðvitað hélstu uppeldishlut-
verkinu áfram fram eftir öllum
aldri. Stundum fannst mér nú
um of en í dag hugsa ég oft til
þinna leiðbeininga og finnst
þær hafa verið hárréttar.
Þú elskaðir ferðalög og gast
leyft þér að ferðast allnokkuð,
sérstaklega síðari ár og meðan
heilsan leyfði.
Við fengum þig með okkur í
eina góða fjölskylduferð til
Spánar, leigðum raðhús og bíl.
Auðvitað varst þú fyrst allra til
að kynnast öllum í raðhúsa-
lengjunni. Búin að eignast
fjölda vina strax á öðrum degi
ferðarinnar og allir orðnir sem
ein stór fjölskylda. Við keyrð-
um heilmikið um og skoðuðum,
borðuðum góðan mat og
smökkuðum alls kyns nýjungar.
Við systur lifum líka lengi á
mæðgnaferðum okkar til Mall-
orca og Portúgals. Þar varstu,
eins og alls staðar sem þú
komst, orðin málkunnug öllum
á hótelunum, a.m.k. þeim sem
töluðu íslensku, og það var sko
sannarlega glatt á hjalla og líka
góðar kósístundir á svölunum.
Það eru ekki allir sem taka
mömmu/tengdamömmu með sér
í brúðkaupsferðina en það gerð-
um við Siggi á sínum tíma (seg-
ir mikið um þinn persónuleika).
Þú gast endalaust hlegið í þess-
ari ferð, t.d. þegar einungis eitt
herbergi var laust á Hrollaugs-
stöðum í Suðursveit. Það var
ekkert vandamál. Bara fyndið,
bæði nafnið á bænum og að
sofa öll á beddum í sama her-
berginu. Settumst á rúmstokk-
inn með kakó og aðeins út í fyr-
ir svefninn. Áfram héldum við
hringinn sæl og glöð öll þrjú
með viðkomu hér og þar.
Það var oft glatt á hjalla hjá
okkur en auðvitað allrahanda
uppákomur líka.
Ég gæti endalaust rifjað upp
sögur af okkur en ætla að láta
þetta gott heita að sinni.
Líf með þig við hlið er gott
líf. Takk fyrir allt elsku
mamma mín – Siggi biður að
heilsa.
Þín dóttir,
Halldóra (Dóra).
Við Unnur Elísabet Gröndal
kynntumst fyrir mörgum árum.
Ég hitti hana fyrst um jól 1979.
Gísli bauð mér í heimsókn á
Víðivelli og þar hitti ég foreldra
hans í fyrsta skipti. Þar heyrði
ég þá frægu setningu: „Má ekki
bjóða þér meira – finnst þér
þetta vont?“
Það var alveg sama hvað
maður gat í sig látið, Unni
fannst aldrei komið nóg. Hún
var gestrisin og það skipti máli
fyrir hana að allir færu saddir
og ánægðir frá borðum. Hún
var stolt af sínu heimili, sem
var glæsilegt. Ég veit svo sem
ekki hvað henni fannst um
þessi fyrstu kynni af verðandi
tengdadóttur en með tímanum
kynntumst við betur og voru
þau samskipti með ágætum.
Hún fylgdist vel með og vildi
vita hvað hennar fólk var að
gera, ekkert var of smátt, hún
vildi vita allt.
Unnur og aðrir í fjölskyld-
unni gengu í gegnum erfið ár.
Á stuttum tíma dóu barnabarn,
dóttir og eiginmaður Unnar.
Miklar breytingar á hennar
högum urðu í kjölfarið. Hún
hætti að vera bóndakona í sveit
og flutti í Kópavoginn. Þar átti
hún góð ár þangað til heilsunni
fór að hraka og hún fór til Dal-
víkur, á Dalbæ.
Þrátt fyrir miklar breytingar
á sínu lífi var hún einhvern veg-
inn alltaf eins í mínum huga,
aðlagaðist breyttum aðstæðum
ótrúlega vel og tók hlutskipti
sínu með æðruleysi.
Kæru systkini, Benedikt,
Gísli, Halldóra og Hólmfríður,
tengdabörn, barnabörn og vin-
ir, innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Karólína Gunnarsdóttir.
Elsku Unnur!
Mig langar að þakka okkar
kynni sem voru yndisleg. Það
er ekki oft sem maður fær að
kynnast fólki á lífsleiðinni sem
er svo gjörsamlega það sjálft og
laust við kynslóðartímabil eins
og þú. Það var svo gaman að
horfa á bíómynd með þér og
hlusta á dillandi hlátur þinn og
hlæja með þér. Það var aldrei
hægt að vera í fýlu í návist
þinni. Ég og við öll munum
minnast góðu stundanna og
örugglega munum við horfa á
„Home Alone“ fyrir jólin þótt
þú sért farin á æðra svið. Takk
fyrir samveruna og mundu að
þú varst elskuð af okkur öllum,
þinn tengdasonur
Júlíus (Júlli).
Í dag kveð ég yndislegu
ömmu mína með þakklæti en
einnig söknuði í huga. Amma
var líklega ein af þeim mann-
eskjum sem hafa mótað mig
hvað mest á lífsleiðinni frá unga
aldri, enda ólst ég upp á sama
heimili frá fæðingu og til sextán
ára aldurs. Ég var alltaf rosa-
lega mikill ömmu strákur og
kannski ein ástæðan fyrir því
að við náðum svona vel saman
er sú að við vorum bæði smá
furðufuglar. Þegar ég var
krakki þótti mér nefnilega allt
merkilegt sem amma kenndi
mér.
Til dæmis hvernig maður
ætti að heilsa fólki, spjalla við
ókunnuga, borðsiðir, blessuð
hjátrúin og hvernig maður ætti
nú að tala íslensku. Ég gæti
sko ekki látið spyrjast út um
mig að kunna hana ekki, hjá því
fólki sem ég væri kominn.
Eftir að amma flutti suður
urðu tengsl okkar enn sterkari
og hún varð þá líka besti vinur
minn.
Líklega hékk ég ekkert
minna með henni heldur en vin-
um mínum öll mín mennta-
skólaár. Þær minningar skjót-
ast sterkt upp núna þegar við
hlógum saman út af öllu og
engu, allt sjónvarpsglápið okk-
ar, vikulegu ferðirnar þínar í
lagningu og öll matarboðin sem
við héldum. Það verður seint
sagt að hún hafi hangið mikið
heima og látið sér leiðast þessi
ár.
Elsku amma burtséð frá öll-
um virðulegum siðum sem þú
kenndir mér þá er ég innilega
þakklátur fyrir hvernig fyrir-
mynd þú varst okkur öllum. Þú
varst svo jákvæð, æðrulaus,
lífsglöð, þakklát, kurteis, fram-
sýn, talaðir aldrei illa um aðra
og blótaðir aldrei nokkur tíma.
Ég kveð þig með ljóði sem ég
orti fyrir þig. Þar sem ég sá þig
fyrir mér rölta þinn hinsta
kvöldgöngutúr síðsumars í
sveitinni, njótandi fegurðar
ljósaskiptanna og kyrrðarinnar.
Sólarlag
Úti á engi um stund ég stóð
og starði á himininn loga.
Umvafin rauðgylltri geislaglóð,
af guðdómlegum toga.
Í fjarska heyri ég fossins nið,
með sinn fagra þunga hljóm.
Innra finn ég fegurð og frið,
við fuglasöngsins óm.
Af austri blæs að mér andvari,
sínum undurblíðu orðum.
Sem segja mér hvernig ég styrkari,
söng af gleði forðum.
Nú syng ég mitt litla lokalag
og leiðir skilja að sinni.
Sjáumst aftur eitt sólarlag,
sæl í paradísinni.
Syrgið ei þótt sól mín sé sest,
skálið í minningu mína.
Lifið lífinu ávallt sem best
og látið ljós ykkar skína.
Gísli Sigurðsson Gröndal.
Elsku amma Unnur, það er
skrítið að hugsa til þess að þú
sért farin. Að fá aldrei aftur að
heyra hláturinn þinn og finna
ömmulyktina þegar maður
knúsaði þig. Ég var svo heppin
að fá að alast upp fyrstu níu ár-
in mín með þig í sama húsinu.
Sterk minning frá Víðivöllum er
þegar þú hringdir bjöllunni í
hádeginu á sunnudögum, sem
þýddi að þá var kominn matur
og ég hljóp spennt niður stig-
ann til að fá sunnudagssteikina
hjá ömmu. Ég man að í stof-
unni átti allt að vera fínt. Þú
varst oft með nammi í skálum á
borðum inni í stofu og ég mátti
stundum fá einn mola, en bara
einn mola því það mátti aldrei
liggja í namminu. Og alls ekki
leggjast í sortir, eins og þú
sagðir.
Þegar ég flutti til Reykjavík-
ur 17 ára gömul var gott að
geta kíkt í heimsókn til ömmu í
Kópavoginn. Þaðan á ég mjög
sterkar minningar um okkur
sitjandi að spjalla í eldhúsinu,
og við fengum okkur oft Finn
crisp með kotasælu og tómötum
og kakó með. Þú vildir alltaf
bjóða gestunum þínum upp á
eitthvað að borða og ef maður
vildi ekki meira þá sagðir þú:
„Hvað, finnst þér þetta vont?“
Ég fór stundum með þér í
Hagkaup í Smáralind svo þú
gætir verslað, það var ekkert
alltaf auðvelt því þú talaðir við
alla sem þú hittir. Þetta fannst
mér bæði frekar vandræðalegt
og svo var ég ansi feimin. Í dag
finnst mér þetta dásamlegur
kostur og öfunda þig mikið af
þessu.
Það sem stendur kannski
mest upp úr þegar ég hugsa um
þig er jákvæðnin, gleðin og allir
frábæru frasarnir þínir. Þú
varst svo brosmild og það
þurfti sko ekki mikið til að þú
færir að hlæja. Og þegar þú
byrjaðir að hlæja var ekki ann-
að hægt en hlæja með.
Elsku amma takk fyrir allt.
Lilja Sigurðardóttir.
Það er sérstök tilfinning að
aka yfir Vatnsskarðið í Skaga-
fjörð. Við blasa Akrafjall,
Skarðið og Sólheimafjall. Við
fjallsræturnar glittir í Víðivelli.
Bæinn sem ófá sveitabörnin
hennar Unnar þekkja svo vel. Á
stóru sveitaheimili voru störfin
mörg. Mjaltirnar biðu kvölds og
morgna. Heyskapurinn var
tímafrekur og tækin öllu minni
í sniðum en nú til dags.
Það voru því margir munnar
sem þurfti að metta, veita um-
hyggju og alúð. Unnur Gröndal
var sveitamamma okkar allra.
Á þeim tíma sem við vorum í
sveitinni þótti okkur sjálfsagt
að hafa alltaf nóg að bíta og
brenna en ef þessi tími er skoð-
aður í nútímaljósi leikur ekki
vafi á að Víðivellir voru öðrum
þræði þokkalega stór veitinga-
staður og gistiheimili þar sem
Unnur var hótelstjórinn.
Víðivellir eru glæsilegt bæj-
arstæði í miðjum Skagafirði.
Þar reistu Gísli og Unnur sér
tveggja hæða hús sem blasir
víða við. Þangað þótti fólki
gaman að koma. Veislurnar
voru annálaðar í sveitinni og
þegar tinstaupin voru tekin
fram var það merki um að nú
væri gaman og rétt að taka lag-
ið, enda Gísli annálaður söng-
maður.
Unnur var hrókur alls fagn-
aðar því gestrisnari konu var
varla hægt að finna, alltaf var
hægt að bjóða gestum og gang-
andi veitingar af bestu gerð,
söngvatn, kaffi og með því,
sama hvað klukkan var.
Það hafa eflaust verið mikil
umskipti fyrir unga konu af
Bergstaðastrætinu í Reykjavík
að flytja í sveitina og gerast
bóndakona en Unnur var dugn-
aðarforkur, ákveðin og létt í
lund og skapaði sér sitt orðspor
í sveitinni.
Mörgum úr okkar móðurfjöl-
skyldu auðnaðist að fá að fara í
sveitina og eyða þar sumrum
við leik og störf.
Við vorum þar hvert á sínum
tímanum og kynntumst því ólík-
um aðferðum við sveitastörfin
auk þess að vera þar með mis-
munandi ættingjum og öðrum,
því fleiri en ættingjar voru vel-
komnir á Víðivelli til að vinna,
læra, þroskast og leika sér.
Margir ógleymanlegir einstak-
lingar eru samofnir Víðivöllum
og nægir þar að nefna Rúnu,
Fidda og Gunnar Óskarsson.
En lífið var ekki bara dans á
rósum fyrir Unni.
Það var mikill missir fyrir
hana að missa Gullý dóttur
sína, langt um aldur fram. En
hún var svo vel gerð að henni
tókst einhvern veginn að líta
fram á veginn og halda áfram,
enda átti hún frábær börn og
barnabörn sem öll hafa hjálpast
að við að gera henni lífið eins
gott og unnt var.
Síðustu æviárin dvaldi Unnur
í góðu yfirlæti á Dalbæ og þó
að minnið hafi smám saman
minnkað hélt hún góða skapinu
sínu og húmornum þar til yfir
lauk.
Við systkinin lítum til baka
og erum innilega þakklát fyrir
að hafa fengið að njóta þess að
vera í sveit á Víðivöllum og er-
um ekki í vafa um að tíminn
þar var dýrmætur og gerði
okkur að betri manneskjum.
Þar átti Unnur stóran hlut að
máli.
Far þú í friði kæra frænka.
Halldóra (Dóra),
Björn og Benedikt
(Bensi) Sveinsbörn.
Þegar við Unnur móðursystir
mín hittumst fagnaði hún mér
gjarnan með þeim orðum að ég
væri fyrsti sveitadrengurinn
hennar.
Mér fannst þetta notalegt og
vissulega var ég fyrstur af
frændsystkinum mínum sem
naut sumardvalar á Víðivöllum í
Blönduhlíð.
Ég var 10 ára gamall þegar
ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að fara í sveit til
þeirra heiðurshjóna Gísla og
Unnar. Það var mikið ævintýri
fyrir ungan strák að fara í
Skagafjörðinn og ekki síst fyrir
það að búa í torfbæ fyrsta sum-
arið því glæsilegt íbúðarhús var
þá enn í byggingu.
Sumrin urðu fjögur og þá
kynntist ég þessari ljúfu og
góðu móðursystur minni vel.
Ég get með sanni sagt að Unn-
ur var einhver jákvæðasta
manneskja sem ég hef kynnst.
Alltaf var stutt í brosið og hún
stráði glaðværðinni ævinlega í
kringum sig.
Þó ég væri ungur að árum og
oftast úti við leik og störf fór
það ekki fram hjá mér hve
Unnur var mikil og góð hús-
móðir sem stjórnaði öllu innan-
húss af mildi en ákveðni.
Rausnarskapurinn á Víðivöllum
var víðfrægur og oft voru veisl-
ur miklar sem gjarnan stóðu
fram á nótt við söng og gleð-
skap þegar tekið var á móti
góðum gestum. Þá naut hús-
freyjan sín vel og lagði sitt
fram svo allir nutu vel þeirra
glæsilegu veitinga sem reiddar
voru fram.
Á sumrum var oft gestkvæmt
á Víðivöllum og aldrei voru
veitingar skornar við nögl. Það
mæddi því oft mikið á húsmóð-
urinni en allt lék í höndunum á
Unni og hún gat ævinlega
galdrað fram hinar ljúffengustu
veitingar.
Sumrin á Víðivöllum eru í
huga mér sveipuð ævintýra-
ljóma. Á þessum árum þótti
sjálfsagt að börn tækju þátt í
bústörfum og þeim voru
snemma kennd réttu handtökin.
Ég hafði gaman af þessum
störfum og naut þess vel að
vera í sveitinni. Ekki spillti fyr-
ir að Benedikt sonur Unnar og
jafnaldri minn var þarna einnig
og margt brölluðum við frænd-
urnir sem ekki verður rakið
hér.
Þá hefur notaleg nærvera
móðursystur minnar eflaust
aukið enn á ánægju mína af
sumardvölinni.
Minningin um Unni frænku
mína með brosið fallega og
gleði og jákvæðni í allri fram-
göngu mun lifa með mér.
Skúli Jónsson.
Ég vil minnast Unnar Grön-
dal með þakklæti fyrir fjöl-
margar stundir með henni og
Gísla á Víðivöllum oft með gleði
og söng þegar „Þokubönd þýð
sveipuðu vorgróna hlíð“ og
skálað var með gömlum tin-
staupum.
Eftirfarandi vísa er eftir Sig-
urð Hansen og birti ég hana, þó
án sérstaks leyfis höfundar og
vona ég að það fyrirgefist.
Eitt kvöld á Víðivöllum
ég vinargreiða naut,
við komum framan af fjöllum
og fengum þar í staup.
Og Unnur var sem andinn
svo ung og spengileg,
en svo kom norðan nóttin
og næddi um okkar veg.
Unnur Elísabet
Gröndal