Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
Þessar stundir á Víðivöllum
eru mér ógleymanlegar sem og
Unnur með sína glaðværð og
jafnaðargeð.
Ég votta fjölskyldu Unnar
samúð.
Skúli Brynjólfur
Steinþórsson.
Það var sunnudagur, ég átti
erindi á hótelið í Varmahlíð, lítil
stúlka kom hlaupandi á móti
mér.
Það geislaði af henni og ég
hugsaði: Hver á þetta fallega
barn? Ég gekk inn í salinn og
við afgreiðsluborðið stóð glæsi-
leg ung kona. Þarna sáumst við
Unnur í fyrsta sinn, og litla
stúlkan var Gullý. Unnur flutti í
Víðivelli 1960, hún lýsir komu
sinni þannig:
„Um kvöldið er komið var í
Víðivelli, þar sem gamli bærinn
beið, var sem álfkona birtist
mér í dyrunum, það var Lilja í
Ásgarði sem tók á móti mér.
Engin manneskja reyndist mér
betur en hún.“ Þetta eru falleg
orð og lýsa Unni vel.
Kynni okkar Unnar hófust
vorið 1960 er við lágum saman
á sæng á gamla sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki.
Það var engin lognmolla í
litlu sængurkvennastofunni
þessa fögru daga í maí. Á þeim
árum er Unnur flutti í Blöndu-
hlíðina má segja að þar hafi
orðið kynslóðaskipti. Víða voru
ung hjón að hefja búskap. Sagt
er um sum heimili að þau séu
„á hvers manns vegi“. Þannig
var með Víðivelli og það var
sérgrein Unnar að taka á móti
gestum og þess nutu margir.
Oft var boðað til veislu á Víði-
völlum.
Aldrei lagði Unnur öðrum
illt, en gerði gott úr öllu.
Unnur féll vel inn í samfélag-
ið í Blönduhlíðinni. Hún var í
spilaklúbbi, saumaklúbbi að
ógleymdu kvenfélaginu. Á
kvenfélagsfundum var alltaf
mesta fjörið þar sem Unnur
sat. Hún var mjög snjöll eft-
irherma og hefði vel getað sett
á svið einleik og kallað fram
suma sveitunga. Unnur hafði
ótrúlegan hæfileika til að aðlag-
ast breyttum aðstæðum. Þegar
hún var komin á Dalbæ sagði
hún við mig:
„Nú er að fara að byrja nýr
kafli í lífi mínu og nú má fara
að skrifa ævisöguna og það átt
þú að gera.“ En ég skrifaði
aldrei ævisögu Unnar. Í stað
þess minnist ég og þakka fyrir
þá gæfu að hafa fengið að eiga
hana að, þakka fyrir vináttu
hennar í garð minnar fjöl-
skyldu.
Minning hennar laðar alltaf
fram bros á vör.
Farið var að líða að brottför
til Kópavogs. Við sjáum Unni
fyrir okkur í eldhúsinu sínu á
Víðivöllum, hún horfir út um
gluggann og tjáir hugsanir sín-
ar þannig: „Náttúrufegurðin,
fjöllin, Vötnin og slétturnar og
allt þetta frábæra fólk í sveit-
inni. Er þetta ekki líf sem alla
getur dreymt um að búa við?
Svo sannarlega segi ég.“ Þann-
ig er hennar kveðja. Þetta er
Unnur.
Við þökkum vináttu þína,
þig umluktu skagfirsk fjöll.
Guð láti þér ljósið skína
og launi þér brosin þín öll.
Við þökkum þér fyrir árin
þín í Blönduhlíðinni, elsku Unn-
ur okkar.
Samúðarkveðjur til fjölskyld-
unnar.
Helga Bjarnadóttir
og fjölskylda frá
Frostastöðum.
Komið er að kveðjustund.
Margar kærar og ljúfar minn-
ingar eigum við hjónin um Unni
Gröndal frá Miklabæjarárum
okkar og við þökkum af alhug
fyrir þær minningar. Víðivalla-
hjónin reyndust okkur mjög vel
og það var vissulega krydd í til-
veruna að koma að Víðivöllum
og njóta gestrisni þeirra hjóna.
Dætur okkar töluðu um að það
væri eins og að koma í höll þeg-
ar við klæddum okkur upp og
fórum í jólaboð til Unnar og
Gísla á Víðivöllum. Unnur tók á
móti okkur brosandi og ekki
leið á löngu þar til Gísli dró
fram tinstaupin og við skáluð-
um fyrir góðum vinskap og
hagsælli tíð.
Já, það er margs að minnast
þegar hugurinn reikar aftur í
tímann til þessara ára og það er
vissulega bjart yfir þeim minn-
ingum. Við erum þakklát fyrir
að hafa kynnst Unni og átt vin-
áttu hennar og fjölskyldunnar.
Við sendum aðstandendum
okkar dýpstu samúðarkveðjur
og biðjum góðan Guð að taka á
móti Unni Elísabetu Gröndal í
kærleiksríki sitt og blessa fjöl-
skylduna í lengd og bráð.
Elsa og Þórsteinn.
Ellefu ára fór ég fyrst í sveit
á Víðivelli í Blönduhlíð til Unn-
ar og Gísla. Á þessum árum
voru sveitaheimili oft fjölmenn
og voru um 12 manns þetta
sumarið þar. Bæði aðkomubörn
í sumardvöl í sveit og svo fjöl-
skyldan.
Það ríkti góður andi á heim-
ilinu og var Unni mjög annt um
velferð aðkomubarna jafnt sem
annarra og var vel hugsað um
þarfir þeirra. Unnur stjórnaði
heimilinu af mikilli röggsemd
og var að frá morgni til kvölds
en mér telst til að fimm mál-
tíðir hafi verið yfir daginn að
öllu jöfnu. Ég entist ansi vel
þarna og var fimm sumur í
sveit á Víðivöllum. Dvölin þar
víkkaði mjög skilning minn á
lífinu og lífsbaráttunni og stælti
þrótt manns til verklegrar
vinnu.
Eftir þessi sumur hélt ég
alltaf miklu sambandi við þau
hjón og börn þeirra og síðar
tengdabörn.
Hefur Víðivallafjölskyldan
orðið talsvert stór hluti af mínu
nánasta fólki og kann ég vel að
meta þá tryggð sem haldist hef-
ur okkar á milli. Stundum er
sagt að Unnur sé sveitamamma
mín og finnst mér það fallegt.
Unnur var húmoristi og glað-
vær. Hún hafði góða frásagn-
argáfu og oft sátum við lengi
við eldhúsborðið að hlusta á
lýsingar og sögur hennar af
ýmsum uppákomum og atburð-
um.
Unnur var borgarbarn eins
og ég en fluttist í Skagafjörðinn
um 1960. Hún aðlagaðist fljótt
sveitasamfélaginu og varð virk-
ur þátttakandi í því. Samt sakn-
aði hún alltaf bæjarlífsins og
naut þess að koma til Reykja-
víkur. Hún var dönnuð kona
sem ólst upp á broddborgara-
heimili.
Hún hafði þann eiginleika að
geta blandað geði við fólk af öll-
um stigum samfélagsins og
hafði talsverða víðsýni til að
bera.
Skagfirðingar kunnu vel að
meta rausnarlegar móttökur og
góðar veislur á Víðivöllum og
var heimili Unnar og Gísla róm-
að fyrir gestrisni og komu þar
líka margir við á ferðalögum
sínum norður í land.
Það var alltaf tími til að
bjóða gestum inn í kaffi og með
því eða mat ef komið var ná-
lægt matmálstímum.
Stundum var fólki líka boðin
gisting. Stundum fannst okkur
„heimamönnum“ nóg um allar
gestakomurnar en eftir á að
hyggja þá lífguðu þær bara upp
á dagana og bættu mannlífið.
Skagfirðingar voru drjúgir
við söng og hestamennsku á
þessum árum og oft var lagið
tekið og jafnvel boðið upp á
dreitil í silfurstaupin fínu. Við
Martha kveðjum þig elsku
Unnur með söknuði og þökkum
þér samfylgdina.
Snorri Aðalsteinsson.
✝ Erling Andr-eassen fæddist í
Reykjavík 30. sept-
ember 1936. Hann
lést á Landspít-
alanum á Hring-
braut 23. september
2020.
Foreldrar hans
voru Ole Christian
Andreassen vél-
stjóri, f. í Tønsberg
í Noregi 1894, d.
1980, og Inga Lovísa Þorláks-
dóttir húsmóðir, fædd á Ísafirði
1901, d. 1970. Systkini Erlings
voru fimm: Sofie, fædd og dáin
1923, Erna, fædd og dáin 1926,
Sofie Marie, f. 1925, d. 2019,
Hugo, f. 1928, d. 1999 og Sverre,
f. 1930, d. 1938.
Erling giftist Kristínu
Egilsdóttur og áttu þau þrjú
börn saman. Leiðir þeirra skildi
árið 1984. Börn þeirra eru: 1)
Ásta Andreassen, fædd 1960,
eiginmaður hennar er Ásgeir H.
Bjarnason, synir þeirra eru: a)
Bjarni Þór, fæddur 1983; eig-
inkona hans er Hjördís Sigur-
björnsdóttir, börn þeirra eru
Foreldrar Erlings fluttu með
fjölskylduna til Reykjavíkur
seint á 3. áratugnum og bjuggu
þau á nokkrum stöðum í gömlu
Reykjavík en lengst af á Þórs-
götu 21. Að loknu gagnfræða-
prófi starfaði Erling meðal ann-
ars sem sendill hjá Olíufélaginu
Esso og hjá Loftleiðum í flug-
afgreiðslunni. Þar fangaði flug-
ið hug hans sem gerði það að
verkum að árið 1958 hélt hann
til Bandaríkjanna í nám í flug-
virkjun. Eftir námið starfaði
hann sem flugvirki hjá Flug-
félagi Íslands og stuttu síðar
flugvélstjóri hjá Loftleiðum.
Þegar nýtískulegri flugvélar
tóku við og flugvélstjórastarfið
var lagt niður starfaði hann sem
deildarstjóri hreyfladeildar
Flugleiða allt fram til eft-
irlaunaaldurs. Eftir að Erling
fór á eftirlaun tók hann við við-
haldi gamla þristsins DC-3 fyrir
Þristavinafélagið og sinnti því
starfi til 82 ára aldurs.
Útför Erlings fer fram frá
Digraneskirkju, 2. október
2020, klukkan 13. Athöfninni
verður streymt á vefslóðinni
www.facebook.com/groups/
erlingandreassen/. Virkan
hlekk á streymi má nálgast á
https://www.mbl.is/andlat/.
Hekla Rán, Kristín,
Ýmir Tryggvi, Al-
dís Embla og Mýra
Björk, b) Egill,
fæddur 1989 og c)
Friðrik Örn, fædd-
ur 1992; unnusta
hans er Jónína
Kristjánsdóttir,
sonur þeirra er
Bjarni William. 2)
Erna Andreassen,
fædd 1962, eig-
inmaður hennar er Þráinn Jó-
hannsson, börn þeirra eru: a)
Bjarki, fæddur 1984; unnusta
hans er Rakel Gísladóttir, börn
þeirra eru Nóel, Máni og Bóas,
b) Ásta, fædd 1991 og c) Karen,
fædd 1995; unnusti hennar er
Michael. 3) Sverrir Andreassen,
fæddur 1970, eiginkona hans er
Brynja Andreassen Sigurð-
ardóttir, börn þeirra eru: a)
Rakel, fædd 1990, b) Orri, fædd-
ur 1996; unnusta hans er Guð-
björg María og c) Aron, fæddur
2003.
Erling var um tíma í sambúð
með Ingu Sigurgeirsdóttur og
leiðir þeirra skildi árið 2008.
Til elsku pabba.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kölluð á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða,
svo gestrisin, einlæg og hlý.
En örlög þín ráðin - mig setur hljóða,
við hittumst ei framar á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú
geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(SHL)
Þínar dætur,
Ásta og Erna.
Pabbi minn átti litríka ævi.
Ungur að árum vann hann í
servisnum hjá Loftleiðum á
Reykjavíkurflugvelli þegar hon-
um bauðst að fara til Ameríku
og læra flugvirkjun. Eftir námið
fékk hann vinnu sem flugvirki
hjá Flugfélagi Íslands en staldr-
aði þar stutt við því til Loftleiða
fór hann þegar honum bauðst
flugvélstjórastaða á DC-6,
gamla Monsanum og síðar DC-8
þotum Loftleiða. Hann bar alla
tíð Loftleiðahjartað í brjósti sér.
Eftir meira en 20 ára starf
sem flugvélstjóri langaði hann
að breyta til og hætti í fluginu
og stofnaði innflutningsfyrir-
tækið Ísvík sem flutti inn lag-
erhillukerfi frá Þýskalandi.
Hann langaði alltaf aftur í flugið
og réð sig til Flugleiða þar sem
hann tók við deildarstjórastöðu
hreyfladeildar flugfélagsins og
vann þar til 67 ára aldurs.
Pabbi var góður maður, yf-
irleitt glaður, mikill húmoristi
og mikill handverksmaður.
Hann hafði svo gaman af því að
dunda sér í skúrnum bæði við
viðgerðir og smíðar. Hann var
einstaklega lausnamiðaður og
hætti ekki fyrr en hann var
kominn með einhver ráð um
hvernig leysa ætti verkefnin.
Oft dreymdi hann lausnirnar.
Hann byggði hús í Garðabænum
ásamt mömmu minni og leystu
þau það verkefni með sóma.
Hann endurbyggði sumarbú-
stað við Þingvallavatn sem hann
gerði að algjörum sælureit.
Hann vildi alltaf hafa eitthvað
fyrir stafni því þá leið honum
vel.
Þegar ég kláraði grunnskól-
ann var ég óviss hvað ég vildi
verða þegar ég yrði stór. Pabbi
hringdi í mig einn daginn og
sagðist vera búinn að finna nám
í flugvirkjun í Svíþjóð fyrir mig.
Hann studdi mig heilshugar í
náminu og fannst skemmtilegt
þegar ég var búinn að ná tökum
á flugvirkjalingóinu. Þá gátum
við talað saman um fagið. Það
var mér mikill heiður að vinna
með honum hjá Flugleiðum um
nokkurra ára skeið. Hann var
mikill fagmaður í sinni grein og
kenndi mér mikið. Ég á honum
margt að þakka.
Það eru margar góðar minn-
ingar sem ég á um hann pabba
enda höfum við nánast alltaf
verið í góðu sambandi, sama
hvar við höfum búið. Þegar ég
og fjölskyldan mín bjuggum í
Svíþjóð náði hann að koma í
heimsókn og kynna sér okkar
nýju heimkynni. Það var okkur
dýrmætt. Stuttu eftir eina heim-
sóknina varð hann fyrir fyrsta
heilsuáfallinu þegar hann fékk
heilablóðfall. Hann sótti sér
sjúkraendurhæfingu hjá Grens-
ásdeild sem hann kallaði alltaf
„að fara í ballett“ en það bjarg-
aði því að lífsgæði hans minnk-
uðu hægar en þau annars hefðu
gert. En smátt og smátt fjaraði
hann út, eins og gangur lífsins
er. Nú er hann kominn í sum-
arlandið til mömmu sinnar og
pabba, Sossenar systur, Hugos
og Sverre bræðra sinna. Í föðm-
um þeirra á hann eftir að una
sér vel.
Hvíldu í friði, elsku pabbi, ég
elska þig. Sjáumst síðar.
Þinn
Sverrir.
Að geta ekki verið viðstaddur
þegar Erling tengdapabbi verð-
ur jarðsettur í dag er erfitt, en
svona er þetta bara þegar al-
heimsvírus er.
Mér þótti óskaplega vænt um
Erling en einhvern tímann kem-
ur að leiðarlokum. Það sem
stendur helst upp úr er allt það
spjall sem við áttum einir saman
og hvað hann kenndi mér margt.
Allt það sem við gerðum saman
var yndislegt, já og nákvæmt
skyldi það vera. Var hann alltaf
glaður og þakklátur fyrir mín
verk þó mér fyndist þau aldrei
jafnast á við allt sem hann snill-
ingurinn gerði.
Alltaf gat maður leitað til Er-
lings ef mann vantaði t.d. batt-
erí í borvél eða hvar ódýrasta
eða besta efnið væri að finna.
Hann hugsaði vel um sína og í
næstu heimsókn kom: „Heyrðu,
ég er búinn að panta þetta sem
við vorum að tala um.“ Erling
var einn sá slungnasti á tölvu
sem ég hef hitt, kominn á efri
ár.
Ég hef verið búsettur erlend-
is sl. misseri þannig að ég kveð
þann mann sem ég hitti síðast,
sprækan og hressan Erling, og
það þykir mér vænt um.
Ég vildi geta verið viðstaddur
hans hinstu kveðjustund en nýti
mér tæknina og verð með í huga
og hjarta hjá fjölskyldunni hans
heima.
Takk fyrir allt kæri tengda-
pabbi.
Þinn
Þráinn.
Minn kæri tengdafaðir hefur
nú kvatt okkur í síðasta sinn.
Eftir sitjum við hljóð en þakklát
fyrir lífið sem hann gaf okkur.
Erling var ljúfur maður, bæði
hógvær og kurteis með góðan
húmor og grínaðist fram á síð-
asta dag. Það sem einkenndi
hann sterkt var að hann blótaði
aldrei sama hversu mikið niðri
fyrir honum varð. Hann hafði
enga þörf fyrir að trana sér
fram og var rólegur að eðlisfari
og einstaklega dagfarsprúður.
Okkur varð vel til vina. Þegar
ég fór að vera með einkasyni
hans fann ég hvað þeir feðgar
voru nánir. Þeir deildu sama
áhugamáli enda báðir flugvirkj-
ar. Spjallið þeirra á milli fór
mjög gjarnan út í eitthvað sem
tengdist fluginu og á því var
enginn stopptakki. Ég fann að
honum fannst vænt um að son-
urinn fetaði í sömu fótspor og
hann.
Við fjölskyldan áttum góðar
stundir með afa Erling og vor-
um svo heppin að fá hann oft í
heimsókn þar sem hann bjó rétt
hjá okkur. Hann var líka tíður
gestur í bílskúrnum til skrafs og
ráðagerða en þar fannst þeim
feðgum gott að vera. Úrræða-
góður var hann með eindæmum
og við eigum eftir að sakna þess
að geta ekki spurt hann um álit.
Honum fannst gaman að fylgj-
ast með ef einhverjar fram-
kvæmdir voru í gangi og kom þá
oft við til að taka verkin út.
Við fjölskyldan bjuggum um
tíma í Svíþjóð og þangað kom afi
Erling líka í heimsókn. Það var
notalegt að hafa hann inni á
heimilinu og við upplifðum sam-
veruna svo sterkt í útlöndunum.
Erling var mjög tæknivædd-
ur og elskaði græjur. Það kom
alltaf glampi í augun á honum
þegar hann kynnti til leiks nýtt
dót eins og ég kallaði það. Hann
sannfærði mig um að þetta væri
bráðnauðsynlegt. Heimilið hans
var allt fjarstýrt og ég beið eftir
því að skjótast upp úr stólnum
einn daginn.
En fyrst og fremst var heim-
ilið hans hlýlegt og bar þess
merki að þar byggi mikill
snyrtipinni og nákvæmnismað-
ur. Það var notalegt að koma við
í kaffibolla til hans og ekki
klikkaði hann á bollastellinu fyr-
ir vandlátu tengdadóttur sína.
Hann passaði upp á að eiga allt-
af til hnetutopp í frystinum því
hann vissi að það væri mitt
uppáhald.
Elsku tengdapabbi, takk fyrir
samfylgdina og þær góðu stund-
ir sem við áttum saman. Við eig-
um eftir að sakna þín mikið en
ég þakka fyrir lífið sem þú gafst
mér og fjölskyldunni minni.
Þín tengdadóttir,
Brynja.
Nú kveð ég góðan vin Erling
Andreassen flugvirkja. Þótt vin-
átta okkar spannaði ekki langan
tíma var eins og við hefðum
þekkst alla ævi. Við kynntumst
þegar Erling tók að sér að hafa
umsjón með fyrrverandi land-
græðsluflugvélinni Páli Sveins-
syni. Þar var hann vakinn og
sofinn og þristurinn átti hug
hans allan. Ég gat átt von á sím-
tölum á öllum tímum sólar-
hringsins þegar eitthvað þurfti
að gera og hvenær ég hefði
tíma. Þær voru ófáar ferðirnar
okkar saman milli Reykjavíkur
og Akureyrar og þá oftast fljúg-
andi. Þegar svo heilsan brást og
hann hætti umsjón sinni á þrist-
inum þá fylgdist hann samt með
öllu sem gerðist í kringum hann.
En nú er hann floginn til sólar-
landsins og eftir situr söknuður
vegna allra góðu stundanna sem
við áttum saman. Við Hrefna
sendum fjölskyldu hans innileg-
ar samúðarkveðjur.
Karl Hjartarson.
Erling Andreassen
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát