Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 22

Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 ✝ HrafnhildurGarðarsdóttir viðskiptafræð- ingur fæddist í Hafnarfirði 9. mars 1962. Hún lést á líknardeild Landspítalans 17. september 2020. Hún var dóttir Garðars Sigurðs- sonar, f. 27.2. 1933, d. 7.11. 2019, og Erlu Elísabetar Jónatans- dóttur, f. 16.10. 1934. Systkini: Jónatan, f. 1955, Jenný, f. 1958, Erla Björg, f. 1959, Kristín, f. 1966, Sigurður, f. 1968, d. 1977, Drífa, f. 1969. Hrafnhildur giftist Sigurjóni Þórðarsyni, f. 8.3. 1963, syni Þórðar M. Adolfssonar, f. 14.11. 1938, og Hönnu Jónu Margrétar Sigurjónsdóttur, f. 13.2. 1942, d. 6.5. 2005. Börn Hrafnhildar og Sigurjóns eru: 1) Garðar Hrafn, f. 12.3. 1985, kvæntur Önnu Ósk Stefáns- dóttur, f. 2.5. 1990, 2) Kristinn MLM og stjórnun veturinn 2015. Hún starfaði hjá Glitni frá 2005 til 2008 og var við- skiptastjóri hjá Íslandsbanka frá 2009 til 2020. Hrafnhildur æfði handbolta með Haukum og lagði stund á skíði og sund á sínum yngri ár- um. Hún var varaformaður skíðadeildar KR á tíunda ára- tug síðustu aldar. Hún var mik- ill göngugarpur og var í stjórn gönguklúbbs Íslandsbanka. Hún stundaði mikla útivist. Fjölskyldan ferðaðist um lág- og hálendi Íslands, oftar en ekki í þjónustu við erlent ferða- fólk. Hún var líka í golfi sem átti hug hennar allan í seinni tíð. Hrafnhildur var einn af stofnendum foreldrafélags Lækjarskólakórs og formaður félagsins í nokkur ár. Hún sinnti alls konar félagsmálum og lét víða til sín taka. Jarðarförin fer fram í Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 2. októ- ber 2020, kl. 11. Takmarkað verður við gestalista í kirkjuna vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Athöfninni verður streymt á Facebook á þessari slóð: https://youtu.be/ H_PE7ORDcDw/. Virka slóð á streymi má nálgast á https://www.mbl.is/andlat/. Örn, f. 29.8. 1992, í sambúð með Rakel Hjelm Jónsdóttur, f. 28.8. 1996, 3) Hanna Jóna, f. 20.8. 1999, í sam- bandi með Stefáni Birni Björnssyni f. 6.11. 1997. Hrafnhildur ólst upp í Hafnarfirði, stundaði nám í Öldutúnsskóla og Flensborgarskóla. Hún lauk prófi sem framreiðslumaður og þjónn 1989 og vann við hótel- og veitingageirann í tvo ára- tugi, fyrst á Hótel Sögu og Ho- liday Inn og seinna í Þjóðleikhúskjallaranum. Hún rak Hótel Hvolsvöll með manni sínum frá 1985 til 1987 og Hót- el Flókalund í áratug eftir það. Á sama tíma var hún í stjórn ferðamálasamtaka Vestfjarða. Hrafnhildur söðlaði um og lauk námi í viðskiptafræði í Við- skiptaháskólanum á Bifröst 2005 og lauk meistaranámi Elsku besta Habba mín, ég hugsa um þig og minningarnar streyma fram, sorginn hellist yf- ir mig og nístir hjarta mitt. Síð- ustu dagar hafa einkennst af reiði og þrúgandi sorg. Ég á svo erfitt með að sætta mig við að fá aldrei að hitta þig aftur, spjalla um allt mögulegt fara í göngu- túr eða á kaffihús. Ég gleymi mér enn þá, tek upp símann og ætla að hringja í þig. þú varst alltaf fyrsta mann- eskjan sem ég hringdi í ef það var eitthvað, hvort sem mig vantaði ráð eða bara einhvern til að slúðra við, þú hafðir ráð við öllu. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera, það sem hefði orðið en verður aldrei. Við létum okkur stöðugt dreyma um framtíðina saman, ferðalög og samveru, þegar þú værir búin að sigrast á krabba- meininu. Við áttum eftir að upp- lifa svo margt saman og ég á erfitt með að sætta mig við kom- andi ævintýri saman en ég veit þú verður alltaf hjá mér þótt það sé ekki eins og okkur dreymdi um. Ég er og verð alltaf þakklát fyrir þig, allt sem þú hefur kennt mér og allar stundirnar sem við áttum saman. Þú verður alltaf í huga mér og hjarta elsku besta systir og vinkona. Kristín Garðarsdóttir. Árið 1977 kemur pabbi okkar úr einni af sínum fjölmörgu vinnuferðum af landsbyggðinni og segir við mig: Ég er búinn að ráða ykkur Höbbu í vinnu í sum- ar í fiskvinnu á Flateyri, ég 18 ára og Habba 15 ára. Þegar við mætum svo á Flateyri, þá vita allir að þessar tvær komu að sunnan. Þegar mætt er í verbúð- ina stendur þar aðalgæinn og tjáir okkar það að við kæmum ekki innfyrir þessar dyr nema við kynnum að skemmta okkur, við bara horfðum hvor á aðra og hugsuðum: „Á hvaða stað erum við eiginlega komnar?“ en kink- uðum bara kolli. Síðan hófst vinnan og það urðu ófáar ferð- irnar til Júlla verkstjóra að fá plástur því við vorum jú ekki vanar að snyrta fisk. Síðan hafa Habba og Sigurjón farið á hina ýmsu staði úti á landi til að vinna, vegalengdir voru heldur ekkert vandamál. Eitt skipti hringdi hún og bað mig að koma með Garðar Hrafn til sín en þá voru þau að vinna á Mývatni, það var ekki málið og skaust ég bara með hann til hennar. Nú hefur Habba lagt af stað í sitt hinsta ferðalag og í þetta skiptið fylgjum við henni ekki og leiðir okkar skilja, hvíldu í friði, elsku Habba. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér (Vatnsenda-Rósa.) Erla Björg Garðarsdóttir. Hrafnhildur systir mín var sjö árum yngri en ég, en við systk- inin vorum sjö alls. Sigurður bróðir okkar dó níu ára gamall árið 1977 og nú hefur Habba kvatt okkur. Hún var fallegt barn, brosmild, skemmtilega uppátækjasöm og drífandi. Habba fór sínu fram, var fljót að eignast vini og átti auðvelt með að umgangast alla. Mér er minn- isstætt þegar fjölskyldan fór í sumarleyfi til Mæjorka 1974. Habba kynntist stelpu sem var á sama hóteli og við. Þær töluðu hvor sitt tungumálið en það var engin fyrirstaða, þær voru óað- skiljanlegar þennan tíma. Habba byrjaði snemma að vinna fyrir sér, sinnti skrifstofu- störfum áður en hún lærði til þjóns á Hótel Sögu. Hún kynnt- ist mannsefni sínu, Sigurjóni Þórðarsyni matreiðslumanni, og voru þau fljót að finna hvað þau vildu gera. Þau ráku hótel á Hvolsvelli um tíma og voru með Hótel Flókalund í nokkur ár. Þau voru úti á landi á sumrin og sinntu veitingastörfum í bænum á veturna. Þetta gerðu þau í nokkur ár þar til þau tóku sig upp og skiptu alveg um gír. Habba stundaði háskólanám á Bifröst og Sigurjón var kennari á Varmalandi í Borgarfirði. Þeg- ar Habba hafði lokið prófi í við- skiptafræði fékk hún vinnu í banka. Þar naut hún trausts yf- irmanna sinna og var í trún- aðarstöðu í bankanum. Þar eign- aðist hún góða og trausta vini. Habba var mikil útivistar- kona, stundaði skíði á veturna og göngur, hjólreiðar, kajaksigl- ingar og golf á sumrin. Hún var alltaf að, fékk ótal hugmyndir og hrinti þeim hiklaust í fram- kvæmd. Það var aldrei nein lognmolla í kringum hana. Hún var samt ekki með nein læti eða hamagang því allt fór fram með þeim hætti að hlutirnir virtust gerast af sjálfu sér. Þegar stór- fjölskyldan hittist tók Habba gjarnan stjórnina enda vön að halda utan um stórar veislur og alls konar viðburði. Þar var hún í essinu sínu. Hún tengdi fólk saman á einstakan hátt, átti fjöl- marga vini og skapaði þannig andrúmsloft að öllum fannst eðlilegt að taka þátt í því sem hún lagði til að væri gert. Eftir að hún greindist með krabba- mein lét hún fátt stöðva sig. Hún tók þátt í Reykjavíkur- maraþoninu undir slagorðinu Habba fer út að labba. Á liðnu sumri tók stór hópur vina og ættingja þátt í þessum viðburði, til styrktar Ljósinu. Það safn- aðist ágætis fjárhæð til styrktar þessum frábæru samtökum, sem veittu henni mikinn styrk í veik- indunum. Það gladdi Höbbu ólýsanlega hvað margir tóku þátt og hversu vel söfnunin tókst. Habba barðist við sjúkdóminn sem lagði hana að lokum að velli af einstöku hugrekki og já- kvæðni. Hún ætlaði að ná bata en sjúkdómurinn var ótrúlega skæður. Habba skilur eftir stórt skarð í hópi okkar systkinanna, vinanna og samstarfsfólks sem studdi hana til hinsta dags. Stærsta skarðið er hjá eigin- manni, börnum og tengdabörn- um, sem hafa misst svo mikið. Megi almættið vernda og styrkja Sigurjón, Garðar Hrafn, Kristin Örn, Hönnu Jónu og tengdabörnin Önnu, Rakel og Stefán. Minningarnar um ein- staka konu veita styrk á þessari erfiðu stundu. Far í friði elsku systir og mágkona. Jónatan (Jonni) og Rósa. Ég man eins og það hafi verið í gær þegar ég spurði þig hvort ég mætti mynda þig í lyfjameð- ferðinni og segja þína sögu í ljósmyndum. Það eru ekki margir sem myndu samþykkja að láta mynda sig inni á spítala í þessum aðstæðum en þú hleypt- ir mér inn í þitt líf og ég er ótrú- lega þakklát fyrir þessa stundir sem við áttum. Ég horfði með aðdáun á þig ganga í gegnum þetta stóra verkefni með já- kvæði og hugrekki að vopni. Elsku besta frænka þú ert og verður alltaf stærsta fyrirmynd mín. Þú kenndir mér að þótt líf- ið sé kannski ekki alltaf sann- gjarnt þá er allt auðveldara ef maður er jákvæður. Sjáumst seinna. Irma Hlynsdóttir. Vinkonur í áratugi, sumar frá barnæsku, aðrar seinna. Sam- einaðar í saumaklúbbi sem hitt- ist reglulega allan ársins hring. Gleði og leikir bernskunnar, djammið á unglingsárunum, stofnun heimilis, börnin okkar, lífið okkar og kærleikurinn. Í öllu þessu höfum við notið styrks og leiðsagnar hver ann- arrar. Habba okkar deildi með okk- ur góðum ráðum við matargerð, prjónauppskriftum og óendan- legum tillögum að því hvernig við gætum auðgað lífið okkar með útivist. Sigla á kajak, fara í leiki, ganga og njóta lífsins eins og henni einni var lagið. Óþrjót- andi hugmyndir að heilsusam- legra lífi, útivist og gleði. Já- kvæðni, hugrekki, lífsgleði og að gefa af sér voru aðalsmerki Höbbu. Allt sem hún gaf okkur og öllum öðrum í kringum sig varðveitist nú í ljúfri minningu. Eftir að vinkona okkar veikt- ist styrktust böndin á milli okk- ar enn frekar, við urðum allar nánari og pössuðum betur hver upp á aðra. Ástandið í þjóðfélag- inu undanfarið gerði það að verkum að við nýttum tæknina, höfðum rafræna saumaklúbba og gátum þá hist oftar með lítilli fyrirhöfn. Habba okkar passaði upp á að við fengjum upplýs- ingar frá fyrstu hendi. Við feng- um að taka þátt í hennar bar- áttu sem hún háði af miklu æðruleysi. Hetjan okkar allra og fyrirmynd. Við ætluðum ekki að kveðjast svona snemma. Habba og allir sem að henni standa gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það. Við kveðj- um hana með miklum söknuði og um leið staðráðnar í að fara áfram að hennar ráðum og halda hennar lífsgildum á lofti. Elsku Sigurjón, Garðar Hrafn, Kristinn Örn, Hanna Jóna, Erla og fjölskylda Höbbu, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Við skiljum sorgina og söknuðinn og munum halda áfram að lifa í anda elsku vin- konu okkar, með hugrekki, kær- leik og lífsgleði að leiðarljósi. Saumaklúbburinn, Björk, Guðbjörg, Guðný, Guðrún, Hildur, Sirrý og Þórhildur. Við Íslandsbankafólk fengum Hrafnhildi til liðs við okkur haustið 2006 og var samstarfið gjöfult í öll þessi ár. Hrafnhildur var sannkallaður leiðtogi sem fékk samstarfsfólk sitt með sér. Hún átti einstakt samband við viðskiptavini sem þótti vænt um hana enda úrræðagóð og hlý. Það er langur listi að telja upp kosti Hrafnhildar en dugnaður, seigla og jákvæðni eru þau orð sem koma efst í huga okkar nú þegar við minnumst hennar. Í lok árs 2017 veiktist Hrafn- hildur en í gegnum öll veikindin barðist hún hetjulega með já- kvæðnina að vopni. Ég átti nokkur samtöl við Hrafnhildi í gegnum veikindin þar sem við ræddum um sameiginlega reynslu. Hvert samtal við hana var gefandi og hvatning um að meta lífið, lifa því og njóta hvers andartaks. Við kveðjum einstaklega góð- an samstarfsfélaga og góðan vin. Hennar verður sárt saknað og við þökkum fyrir að hafa fengið að verða samferða henni þennan tíma. Birna Einarsdóttir. Það var dimmt úti og snjóföl í garðinum þegar þau Garðar og Erla settust við eldhúsborðið og drukku kaffi að loknum löngum vinnudegi 8. mars 1963. Vænt- anlega hafa þau rætt saman um daginn og veginn en ekki síst um afmælið hennar Hrafnhildar sem yrði eins árs daginn eftir. Þau höfðu auðvitað ekki hug- mynd um að á sömu stundu var drengur að koma í heiminn við Eiríksgötu í Reykjavík. Drengur sem seinna átti eftir að verða tengdasonur þeirra og lífsföru- nautur hennar Hrafnhildar dótt- ur þeirra. Ég vissi hins vegar allt um að Síi væri að koma í heiminn því að ég var búinn að liggja í minni vöggu á sama stað frá því um morguninn og bíða eftir honum. Þar sem við svo lágum þarna hlið við hlið ný- fæddir var vináttan innsigluð. Reyndar sáumst við lítið fyrstu fimm árin því að það var langt úr Stigahlíð út í Skerjafjörð á þessum árum. Frá 5 ára aldri bjuggum við báðir í Skerjafirðinum og fylgd- umst að í grunnskólanum. Það var margt brallað á þessum ár- um og vináttuböndin voru sterk þó að auðvitað slettist stundum upp á vinskapinn eins og gengur en entist ekki nema til kvölds! Að loknum grunnskólanum fór ég í nám við MR og Síi fór að læra til kokks í næsta húsi í Torfunni, lengra hvor frá öðrum gátum við ekki verið. Á þessum árum kom það stöku sinnum fyrir að menn lyftu sér örlítið upp og færu út á lífið, það var þá helst að farið væri í Klúbbinn á fimmtudögum, í Sigtún á föstudögum og í Hollywood á laugardögum! Það var í Klúbbn- um sem Síi kom auga á dökk- hærða yndisfagra snót en þorði ekki að yrða á hana. Kvöldið eft- ir í Sigtúni voru menn svo að- eins búnir að smyrja sig og því mannaði hann sig upp þegar hann sá dömuna aftur og bauð henni upp í dans. Örlögin voru ráðin og næstu 40 árin voru þau Sigurjón og Hrafnhildur sam- ferða í lífinu, fyrst sem par og síðar sem hjón. Á þessum árum vann Hrafnhildur á skrifstofu en eftir að Síi kláraði kokkanámið þá fóru þau að vinna saman við hótel- og veitingarekstur og Hrafnhildur lærði til þjóns. Ég var svo heppinn að fá að vinna undir þeirra stjórn á sumum þessara hótela og veitingastaða og þar fór ekki á milli mála að Hrafnhildur kunni vel til verka og var harðdugleg. Ung fóru þau að huga að barneignum, fyrst fæddist Garðar Hrafn þeg- ar þau ráku Hótel Hvolsvöll, seinna Kristinn Örn á Flóka- lundsárunum og loks hún Hanna Jóna. Á Flókalundsárunum þeirra kynntist ég konunni minni henni Dóru Eydísi sem að vann um tíma hjá þeim hjónum. Eftir að Dóra kom inn í líf mitt áttum við margar góðar stundir saman, ýmist við fjögur eða með börnunum okkar beggja. Upp úr aldamótum ákváðu þau hjón að mennta sig frekar og bjuggu m.a. um tíma á Varmalandi með- an Hrafnhildur lærði viðskipta- fræði á Bifröst. Eins og annað sem Hrafnhildur tók sér fyrir hendur kláraði hún námið með sóma og fór svo að vinna við góðan orðstír í Íslandsbanka. Árið 2017 greindist Hrafnhildur með krabbamein og þrátt fyrir hetjulega baráttu varð hún að játa sig sigraða að lokum. Elsku besti vinur minn Síi, börn og tengdabörn, við Dóra sendum ykkar okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Pétur Gunnarsson Kæra Habba, við sendum þér hinstu kveðju með eftirfarandi ljóði. Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla og fölva haustsins sló á sumarskraut. Þú hafðir gengið götu þína alla og gæfu notið hér á lífsins braut. Það syrtir að og söknuðurinn svíður. Hann svíður þó að dulin séu tár. En ævin okkar eins og lækur líður til lífsins bak við jarðnesk æviár. Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla og fölva haustsins sló á sumarskraut. Þú hafðir gengið götu þína alla og gæfu notið hér á lífsins braut. Það syrtir að og söknuðurinn svíður, hann svíður þó að dulin séu tár en ævin okkar eins og lækur líður til lífsins bak við jarðnesk æviár. Og tregablandin hinsta kveðjan hljóm- ar svo hrygg við erum því við söknum þín, í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar, sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er. (GEV) Hafðu þökk fyrir allt og allt – minning þín mun ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Við erum svo þakklátar fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við höfum átt saman í yfir 50 ár eft- ir að leiðir okkar lágu fyrst sam- an, 6 ára hnátur í Öldutúns- skóla. Við eigum eftir að lyfta glasi fyrir þér í hvert skipti sem við hittumst. Kæri Sigurjón, Garðar Hrafn, Kristinn Örn, Hanna Jóna, Erla og fjölskylda, megi góður guð veita ykkur styrk og minning Hrafnhildar lýsa ykkur veginn. Hafnarfjarðarskvísurnar, Björk Pétursdóttir, Guðbjörg Hjálm- arsdóttir, Bergþóra Ragnarsdóttir, Hafdís Stefánsdóttir, Þórhildur Þórðardóttir, Hildur Bjarnadóttir og Sigrún Traustadóttir. Elsku hjartans Habba. Vinátta okkar til næstum fjörutíu ára er samofin sögu okkar Kristins. Við hjónin höf- um verið samferða ykkur Sía um lífsins ólgusjó – alið upp börnin okkar saman, ferðast saman, fagnað saman, lært sam- an og þessar síðustu vikur grát- ið saman. Samferða í fjörutíu ár. Á loft- belg um vínekrur Napa. Á hjól- um um Suður-Frakkland. Á ka- jökum um Jökulfirði. Á gönguskóm um óteljandi fjöll og firnindi. Á skíðum á Norður- landi. Á golfbílum á Spáni. Á jeppum upp jökla og yfir ár. Á línuskautum um Skerjafjörðinn. Á hestum meðfram Þjórsá með stelpurnar okkar. Á flúðabátum undir stjórn Kidda. Á blæjubíl- um með strákunum um stór- borgir. Á tjaldvögnum um landið í þrjár vikur í þrjátíu og eitthvað ár. Alltaf með gleðina og forvitn- ina í farteskinu. En merkilegt nokk – í bak- sýnisspeglinum er okkur alveg ljóst að besta farartækið um lífið er vináttan. Samveran. Ferða- lagið sjálft. Við minnumst þín fyrir ein- staka vináttu, djúpan og inni- legan hlátur og skemmtilega samveru og samtöl. Það er svo merkilegt þegar við horfum til baka að þú hefur aldrei gert til- kall um athygli en varst sjálf- krafa í leiðandi hlutverki í öllum hópum. Mér er svo minnisstætt þegar við gengum Reykjaveginn á tveimur sumrum. Spússurnar skokkuðu frá Reykjanestá að Nesjavöllum á þriðjudagskvöld- um þegar heimilin voru komin í ró. Þá steigst þú inn í hlutverk leiðsögumannsins klár með kort- ið og áttavitann og nestið – en umfram allt varst þú klár með ábyrgðina þegar á reyndi. Leyfðir mér að stríða þér þegar ein dagleiðin endaði í bíl björg- unarsveitamanna – við vorum allar jafn áttavilltar – en þú tókst ábyrgðina á að koma okk- ur á leiðarenda. Aldrei beðin en alltaf boðin og búin. Við minnumst þín fyrir dugn- að þinn og atorku. Sem fram- kvæmdastjóra og frumkvöðul í 10 sumur í Flókalundi – leiðtoga í lífi svo margra starfsmanna á sama tíma og þú stýrðir fjöl- skyldunni og vinahópnum. Ólst upp Garðar Hrafn og Kristinn Örn umvafin náttúru Vatnsfjarð- ar á sama tíma og þú tókst á móti tugum hótelgesta í mat og gistingu og skemmtir villtum liðsmönnum Veiðireglunnar á láði og landi. Hvernig fórst þú að því að hafa auga með gestum, starfsmönnum, fjölskyldu, fjár- málunum og vinum á sama tíma Hrafnhildur Garðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.