Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 23

Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 og þú settir mark þitt á íslenska ferðaþjónustu og samfélagið á Vestfjörðum – rétt rúmlega þrí- tug? Allt með bros á vör. Við minnumst þín sem ein- stakrar móður – það var unun að fylgjast með þér hlúa að vel- ferð Garðars, Kidda og Hönnu í nútíð og framtíð. Þú varst fyrst af okkur öllum mamma og þú varst líka alltaf fyrst af öllu móðir. Hvað það var gott að eiga þig að í mömmuhópnum í Skerjó. Hvað þú varst natin við að prjóna og föndra, elda, rækta og græja. Og hvað það var lær- dómsríkt að fylgjast með þér læra með börnum ykkar í gegn- um allar hindranir í skóla, lífi og leik. Leirandi stafrófið. Á kafi í handboltanum með Hönnu Jónu, í háloftunum með Kidda og lifðir þig af hjartans lyst inn í mögnuð ævintýri Garðars. Og fagnaðir innlega tengdabörnunum sem hluta af teymi ykkar fjölskyld- unnar. Við minnumst þín sem nem- anda lífsins. Alltaf klár í næsta slag. Tókst námið á þínum for- sendum – frumgreinarnar, há- skólanámið og þjóninn allt á þín- um takti. Óhrædd við að taka önn í skiptinámi í Finnlandi. Ekkert mál að flytja fjölskyld- una á Bifröst. Aukakúrs í Bost- on. Alltaf töff. Oft á móti vindi – en nýttir mótvindinn til að fleyta þér á næstu mið. Og færa okkur hinum þannig byr undir báða vængi. Meira: mbl.is/andlat Guðrún Högnadóttir. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinkvennahópinn Goll- urnar eins og við köllum okkur. Elsku Hrafnhildur okkar er komin inn í ljósið eilífa, laus við þjáningar krabbameinsins sem yfirtók líkama hennar svo skyndilega og allt of hratt. Við ótímabært fráfall Hrafn- hildar, kærrar vinkonu okkar, látum við hugann reika og hvernig við kynntumst. Flestar kynntumst við í Hress, en þar myndaðist sterkur hópur sem var saman í leikfimi og fór síðan að stunda golf og hafa gaman saman. Á þessum árum hefur myndast góður vinskapur og ýmislegt aðhafst, farið í sum- arbústaðaferðir, göngutúra, haldin Gollugleði og svo mætti lengi telja. Alltaf mætti Hrafn- hildur og var tilbúin að rétta fram hjálparhönd ef eitthvað stóð til eða koma með einhverjar kræsingar sem runnu ljúft nið- ur. Hrafnhildur var mikið nátt- úrubarn og fannst ekkert skemmtilegra en að vera úti í náttúrunni og lét ekki veikindi sín stoppa sig enda dugleg að fara út að labba þrátt fyrir að vera svona mikið veik. Hún stofnaði gönguhópinn „Habba fer út að labba“ og var yndislegt að fylgjast með henni þar enda var Hrafnhildur einstök persóna með sitt fallega bros og já- kvæðnina að leiðarljósi. Það var ótrúlegt að fylgjast með Hrafn- hildi berjast við sjúkdóminn ill- víga. Aldrei fundum við fyrir vonleysi eða vorkunn heldur styrk og baráttu eins og henni var tamt með alla hluti sem hún tók sér fyrir hendur. Það er með miklum söknuði og trega sem við kveðjum góða vinkonu. Minningin um magnaða og geislandi fallega konu lifir áfram í hugum okkar. Elsku Sigurjón, börn og aðrir aðstand- endur. Megi guð styrkja ykkur í sorginni sem þið takist á við núna. Minning um einstaka konu mun lifa með okkur öllum. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Þínar golfvinkonur Arna, Áslaug, Ása, Ásta, Berglind, Erna, Fríða, Halldóra, Ólafía, Kristín, Rósalind, Sig- ríður, Sigurlaug. Elsku Habba. Þegar fregnar bárust okkur um að þú hefðir greinst með krabbamein fyrir tæpum þrem- ur árum var það algjört reið- arslag fyrir okkur sem alltaf gerðum ráð fyrir að þú myndir lifa okkur öll, ímynd heilbrigðis, dugnaðar og ábyrgra lífshátta. Þú varst fljót að átta þig og ná tökum á stöðunni og á tímabili leit út fyrir að þú hefðir sigur. En meinið eirði þér ekki og meðferðin var engin skemmti- ferð hvorki fyrir þig né aðstand- endur, en þín einstaka eðlislæga jákvæðni og seigla leiddi þig með glans í gegnum þessa áskorun allt til enda og gerði okkur, sem stóðum á hliðarlín- unni og horfðum á ráðlaus og hjálparvana, auðveldara fyrir. Ég er þakklátur fyrir allar stundirnar sem við áttum saman í gegnum tíðina. Samvistir við þig og Sigurjón hafa verið sam- ofin lífi okkar Gunnu nánast frá því við byrjuðum saman sem nú telur hátt í 40 ár. Það var ógleymanlegt að heimsækja ykkur á sumrin í Flókalund, stunda kajaksiglingar og sjósk- íði á Vatnsfirðinum og leggja í lengri kajakleiðangra á Jökul- fjörðum. Við tóku barneignir og basl því tengt í Skerjafirðinum og það voru ekki mörg sumrin sem ekki var farið í lengri og skemmri útilegur og önnur æv- intýri. Þú varst frábær ferða- félagi, alveg einstök. Alltaf yf- irveguð, jafnt þegar Sigurjón flaut niður jökulána þegar hann var að kanna vaðið og þegar þið glímduð við að róa tveggja manna kajak með bilað stýrið og aldan gekk yfir ykkur. Þú varst alltaf með veislu í farangrinum, köflóttan dúk og kerti, gómsæta köku og heimagert múslí sem gerði hafragrautinn að veislu- mat. Ég kveð þig með sorg í hjarta og sárum söknuði. Eftir stendur ljóslifandi minn- ingin um einstaka hetju, ósér- hlífinn dugnaðarfork sem lærði til þjóns og rak kornung hótel á sumrin og sinnti öðrum tilfall- andi störfum á veturna. Reynsl- unni ríkari hóf hún nám í við- skiptafræðum á Bifröst. Lesblinduna lét hún ekki stoppa sig og kláraði BS-prófið með glans og hélt síðan áfram og lauk meistaraprófi. Eftir námið hóf hún störf hjá Íslandsbanka sem viðskiptastjóri og næmni hennar, heilindi og hæfni í mannlegum samskiptum tryggði henni einstakt orðspor. Hún sýndi okkur hvað hugrekki og seigla getur fært okkur. Hún sannaði það fyrir okkur að jafn- vel illvígur sjúkdómur getur ekki hrifsað frá okkur það vald að kjósa okkur afstöðu. Hún kenndi okkur að við getum alltaf valið með hvaða hætti við lítum á hlutina, þótt við stjórnum ekki öllu í lífinu. Og þannig færði hún okkur ljósið, ljósið sem lýsa mun okkur hinum sem eftir stöndum. Sigurjóni, Garðari Hrafni, Kristni Erni, Hönnu Jónu og að- standendum öllum sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Kristinn Tryggvi Gunnarsson. Það er haustið 2001, haustið sem tvíburaturnarnir hrundu og heimurinn breyttist. Það voru líka miklar breytingar hjá okk- ur, ekki hrun heldur uppbygg- ing og ný heimssýn. Við vorum að setjast á skólabekk á Bifröst í Borgarfirði. Sumar rétt að hefja fullorð- insárin, aðrar hoknar af reynslu, já það voru móðir, kona og meyja sem sátu saman í Að- albólinu og þreyttu saman vetur í frumgreinadeildinni. Sá vetur átti eftir að breyta ýmsu, ný þekking, meiri víðsýni, nýjar minningar og ný vinátta. Allt stendur þetta enn og hefur dýpkað fremur en hitt, hittingar, gönguferðir og spjall allt jafn- kærkomið. Við kölluðum okkur Sprell- urnar. Þar sem fer hópur má finna einn leiðtoga. Leiðtoginn okkar var Hrafnhildur, klár, ákveðin, drífandi, styðjandi og fann alltaf réttu leiðirnar. Hrafnhildur að minna okkur á afmælin okkar eða tækifæri til að hittast. Hrafnhildur að kryfja þjóðfélagsmálin, Hrafnhildur sem innti okkur eftir fréttum og hvernig okkur liði. Nú sitjum við og syrgjum okkar kæru vinkonu. Það hefur verið erfitt að fylgjast með bar- áttu hennar við veikindin síðustu þrjú ár og þá þungu bagga sem á hana voru lagðir. En það var líka aðdáunarvert að fylgjast með hennar baráttuanda og þreki í gegnum verkefnið, hún nýtti sinn styrk af fullum krafti til þess að koma auga á leiðir og halda í vonina, ekki bara fyrir hana sjálfa heldur líka fyrir þá sem í kringum hana voru. Leið- toginn fylgdi henni alla leið. Því drúpum við höfði í virðingu og þökk. Vonlaust getur það verið, þótt vörn þín sé djörf og traust. En afrek í ósigrum lífsins er aldrei tilgangslaust. (GIK) Við Sprellurnar horfum eftir henni þakklátar fyrir að hafa átt með henni samleið um stund og biðjum alla góða vætti að vaka yfir minningu elsku Hrafnhildar og hugga fjölskyldu hennar í sárri sorg. Halla Signý, Bertína, Ósk, Guðný Anna, Svan- hildur, Rannveig, Rósa, Agnes og Hulda. Í dag er borin til hinstu hvílu ein úr HRESS-vinkvennahópn- um okkar, hún Hrafnhildur. Við kveðjum þessa dásamlegu kjarnakonu og dugnaðarfork með miklum trega, en við erum heppnar að geta yljað okkur við góðar minningar, sem snúa ansi margar að samverustundum okkar í líkamsræktarstöðinni HRESS í Hafnarfirði. Þar kynntumst við, þar höfum við „tekið á því“ saman og þar höf- um við spjallað um heimsmálin eftir æfingar í ansi mörg ár. Við höfum oft rætt okkar í milli um hve mikilvægar þessar morgun- og helgarstundir okkar eru. Að það sé í raun ómetanlegt að geta sest niður í góðra vina hópi og rætt það sem okkur liggur á hjarta, áður en haldið er út í eril dagsins. Nú er stórt skarð hogg- ið í þennan góða hóp og það verður aldrei fyllt. Hrafnhildur var góður vinur, hún var róleg og yfirveguð og kunni svo vel að hlusta. Hún var réttsýn og hreinskilin, en setti skoðanir sínar þó alltaf fram af yfirvegun og kurteisi. Hrafnhild- ur kvartaði aldrei yfir veikind- um sínum, hún tókst á við þau af æðruleysi og dugnaði og ætlaði sér alltaf að vinna baráttuna sem harðnaði sífellt eftir því sem leið á. Það er erfitt að kveðja þig, elsku Hrafnhildur, en við vitum að þér líður betur núna svífandi um í sumarlandinu án veikinda og verkja. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Bless bless, elsku vinkona, og takk fyrir samfylgdina. Inga, Hulda, Júlíana og Hilda. ✝ ÞorsteinnGísli Ósk- arsson Laufdal fæddist 8. nóv- ember 1930 á Hnappsstöðum á Skagaströnd. Hann lést 19. sept- ember 2020 á Eir hjúkrunarheimili. Foreldrar hans voru Helga Vil- helmína Sigurð- ardóttir, f. 1902, d. 1974, og Óskar Janorínus Laufdal, f. 1885, d. 1946. Þorsteinn var einn af 8 systkinum, en þau voru: Berg- ljót Björg, f. 1924, d. 2004, Sigurbjörg, f. 1926, d. 2016, Sigtryggur Helgi, f. 1928, d. 1986, Ósk Sigríður, f. 1935, d. 1935, Hreinn, f. 1938, d. 1940, Ásdís, f. 1940, d. 1994, og Helgi Óskar, f. 1945 d. 1946. Eiginkona Þorsteins var Jó- hanna Guðbjörg Tómasdóttir, fædd 13.7.1931 í Vestmanna- eyjum. Þau kynntust þegar Jó- hanna var í Kvennaskólanum á Blönduósi veturinn 1950- 1951. Þau giftu sig 6.6. 1954. Hansdóttir, maki Tómas Orri Einarsson, synir Ívar Orri Tómasson, Einar Orri Tóm- asson og Ragnar Orri Tóm- asson d) Geir Hansson, maki Guðný Vilmundardóttir, dóttir Ragnhildur Helga Geirsdóttir. Ósk Laufdal f. 1958, maki Ólafur J. Kolbeins. Sonur þeirra er Þorsteinn Ólafsson, maki Thelma Rut Morthens, börn Birta Dís Þor- steinsdóttir og Björn Óli Þor- steinsson. Steini og Hanna hófu bú- skap í Reykjavík og bjuggu einnig í Vestmannaeyjum frá 1968 til 1973 þar til eldgosið hófst í Eyjum. Fyrstu hjúskaparárin barð- ist hann við berkla í 5 ár. Hann var á Berklahælinu á Vífilsstöðum en var heppinn að ný lyf komu honum til bjargar. Steini var mikill fjölskyldu- maður. Þau hjónin voru sam- rýnd og samhent. Helsta áhugamál hans var að spila bridge og skilur hann eftir sig fjölda bikara og við- urkenninga. Lengst af vann hann hjá Sólargluggatjöldum og síðustu starfsárin í Landsbankanum í Langholtsútibúi. Útför Þorsteins fór fram 24. september 2020, í kyrrþey að hans ósk. Foreldrar Jó- hönnu voru Njála Guðjónsdóttir, f. 1909, d. 1997, og Tómas Bjarnason, f. 1908, d. 1950. Seinni maður Njálu var Hrólfur Kr. Sigurjónsson, f. 1911, d. 1991. Dætur Þor- steins og Jóhönnu eru þrjár: Njála Laufdal, f. 1954, maki Friðrik Baldursson. Dætur þeirra eru a) Jóhanna Laufdal Friðriksdóttir, maki Ólafur R. Ólafsson, börn Frið- rik Ýmir Ólafsson og Embla Ósk Ólafsdóttir b) Fanný Friðriksdóttir. Helga Laufdal f. 1956, maki Hans Ragnar Þor- steinsson. Börn þeirra eru: a) Linda Laufdal, maki Sigurður Guðmundsson, synir Guðmar Hauksson og Guðmundur Sig- urðsson b) Tómas Hansson, maki Erla Steinunn Árnadótt- ir, dætur Katla Hlökk Tóms- dóttir og Etna Rannveig Tóm- asdóttir c) Heba Laufdal Elsku pabbi minn, nú kom að því að kveðja og ég veit að þú varst ekki tilbúinn að fara alveg strax. Pabbi átti eftir að halda upp á 90 ára afmælið sitt sem er í nóv- ember og hlakkaði hann mikið til að fagna því með fjölskyldu og vinum. Hann hafði gaman af að spila bridge, sem var hans líf og yndi, enda flinkur og vann til fjölda verðlauna svo bikarar þekja nokkrar hillur hjá pabba sem og verðlaunapeningar, en covid ein- angraði foreldra mína frá um- heiminum þetta ár og lítið um fjölskyldusamkomur. Mamma og pabbi, Hanna og Steini, eru eitt fallegt par og fluttu bæði á sama tíma inn á Eir. Pabbi var mikill atorkumaður, vinnusamur og endalaust boðinn og búinn að hjálpa öðrum. Hann varð stoltur þegar hann fékk nafna og sonur minn eign- aðist góðan afa og góða ömmu og barnabörnin mín fengu að kynn- ast yndislegum langafa og lang- ömmu og ekki má gleyma fjöl- skylduhundinum sem fékk ótal harðfiskpakka. Þegar ég hélt í höndina á pabba síðustu andartökin var ekki hægt að sjá að þarna lægi gamall maður, hann var klæddur í röndóttan bol, líkt og hann væri að fara að sigla seglskútu um heimsins höf. Ég minnist þess þegar pabbi og mamma komu með okkur Óla til Flórída og hvað þau voru glöð að vera með okkur, heimsækja Disneygarðana, versla í Walmart og ferðast um á stórum bíl og skoða ævintýrin í Flórída. Ég vil minna á hve handlaginn pabbi var og listrænn og málaði hann nokkur gullfalleg málverk á sínum yngri árum. Síðasta sem pabbi spurði mig um var: „Ertu með eitthvað nýtt á trönunum að mála?“ Bless elsku pabbi, takk fyrir allt og allt. Ósk. Besti afi í heimi! Elsku afi Steini er fallinn frá, 89 ára að aldri, eftir snörp veik- indi. Betri manneskju var ekki hægt að eiga að og þessi orð koma strax upp í hugann; hlýr, fórnfús, jákvæður, húmoristi, ræðinn, áhugasamur, duglegur, hjálpsamur, gjafmildur og ekki síst maður orða sinna. Þessi orð eru engar ýkjur en virðast lítilfjörleg svona sett nið- ur á blað. En þetta eru allt orð sem hafa svo mikla þýðingu fyrir mig og mína. Afi Steini lét sig aðra varða og sérstaklega sína nánustu. Hann kenndi mér ótrúlega margt sem ég hef tekið mér til fyrirmyndar í minni hegðun, hugsun og gjörð- um. Afi Steini var mér pabbi, afi og vinur. Í hjarta sér fannst honum ég vera dóttir hans og hann sagði mér það oft. Mér fannst gott að vera í návist hans og var mikill heimalningur hjá ömmu og afa. Það er gott að minnast góðu stundanna sem við áttum saman. Afi Steini náði háum aldri og átti gott og innihaldsríkt líf með fólki sem elskaði hann og hann elskaði á móti. Honum fannst ekkert skemmtilegra en að vera boðinn í veislu og var yfirleitt fyrsti maður á staðinn og síðasti maður út. Takk elsku afi, fyrir tímann sem við áttum saman. Ég lofa að það verður veisla þegar við hitt- umst aftur. Ég bíð þér upp á reyktan lax á rúgbrauði og app- elsín í gleri með lakkrísröri, eða kannski sláum við þessu upp í al- gjört kæruleysi og fáum okkur „einn lítinn bjór“ með, en bara einn samt! Þú varst nefnilega alltaf „prin- sip“-maður. Þegar ég syng afmælissönginn þá hugsa ég til þín! Ég elska þig alltaf! Linda Laufdal. Elsku besti afi minn er látinn, alveg að verða 90 ára gamall og allar góðu minningarnar um þennan yndislega afa hellast yfir. Ég hef oft hugsað þegar að kallið hans kemur hvernig það verði hægt að setjast niður og skrifa minningarorð um hann án þess að það fylli heila bók, það er erfitt því hann var stórkostlegur persónuleiki, afi og vinur. En nú er sú stund komin og ég finn fyrir söknuði og sorg en jafnframt svo innilegu þakklæti að hafa átt þennan mann að allt mig líf, bæði allan þann kærleik og hugulsem- ina sem hann sýndi mér og mínu fólki ásamt hjálpsemina og fyr- irmyndina sem hann var. Afi fór í gegnum mikla þrauta- göngu í lífinu enn hann var alltaf jákvæður og glaður. Ef hann var með fólkið sitt hjá sér þá var það nóg, enda var hann duglegur að passa upp ömmu, dætur, barna- börn og barnabarnabörn ásamt mökum okkar allra. Hann gerði aldrei upp á milli og lét okkur öll finna hvað við skiptum hann miklu máli. Við afi vorum alltaf tengd og hann var ótrúlega stoltur að ég skyldi fæðast á afmælisdaginn hans þann 8. nóvember. Sagðist skilja mig svo vel og allan asann og óþolinmæðina sem fylgir mér því það fylgdi bara þessum af- mælisdegi, ég væri bara eins og hann, við afi áttum það sameign- legt að hafa þá sýn að hlutirnir ættu bara að gerast strax. Elsku afi, ég veit ekki hvernig þetta líf á að vera án þín, á eftir að sakna að koss á enni finna kærleikan og stoltið frá þér. Takk fyrir að hafa verið besti afi í heimi. Elska þig og við skul- um passa vel upp á ömmu. Þín Jóhanna Laufdal Jóhanna Laufdal Friðriksdóttir Elsku afi. Það sem ég á eftir að sakna þess að heyra í þér á afmælisdag- inn minn. En þú mundir alla af- mælisdaga og hringdir í alla til þess að óska þeim til hamingju með daginn og þegar ég var yngri þá söngstu alltaf afmælis sönginn í símann. Eða þegar þú mættir alltaf 1. desember með skjalatöskuna og sagðir: ég er kominn til þess að útrétta. Á svo margar dýrmætar minn- ingar með þér og ömmu. Sum- arbústaðarferðirnar í Selvík, þegar við barnabörnin gistum öll saman hjá ykkur, þegar þú kenndir mér að spila kana og fé- lagsvist, fjölskylduhittingana hjá þér og ömmu, þvílíka veislan sem þar var alltaf, þegar við fluttum í stærra húsnæði og þú mættir fyrstur til þess að mála. Þú varst einfaldlega bestur. Þið amma hafið klárlega kennt mér hvernig amma ég ætla að verða. Takk elsku afi fyrir allt. Sakna þín óendanlega mikið. Heba Laufdal Hansdóttir. Langafi var einstakur maður, aldrei höfum við kynnst jafn líf- legum, jákvæðum og yndislegum manni. Hann var alltaf svo hjálpsam- ur og góður við alla í kringum sig og hann var dýrkaður af öllum. Allaf litum við upp til hans og við dáðumst að gleðinni í honum þrátt fyrir allt sem hann hafði gengið í gegnum. Hann hefur og mun alltaf vera fyrirmyndin okkar, þessi yndis- lega sál. Þín barnabarnabörn, Friðrik Ýmir og Embla Ósk. Þorsteinn Ó. Laufdal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.