Morgunblaðið - 02.10.2020, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
✝ TheodórSnorri Ólafs-
son fæddist í Vest-
mannaeyjum 14.
maí 1933. Hann lést
á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
í Vestmannaeyjum
16. september
2020.
Foreldrar hans
voru Ólafur Guð-
mundsson Vest-
mann sjómaður, f. 1905, d. 1970,
og Þorbjörg Guðmundsdóttir
húsmóðir, f. 1905, d. 1960.
Hálfsystir Theodórs sam-
mæðra var Rósa Guðmunda
Snorradóttir, f. 1927, d. 2015.
Alsystkini Theodórs eru Sig-
urveig Þórey, f. 1935, d. 1935,
Snorri Sigurvin Vestmann, f.
1938, Ingi Steinn, f. 1942, Ellen
Margrét, f. 1943, og Þór Guð-
laugur, f. 1947.
Theodór kvæntist hinn 25.
desember 1956 eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Margréti E. Sig-
urbjörnsdóttur frá V-Stafnesi á
113. Hann var í því plássi næstu
fimm árin, fyrst sem háseti og
síðar vélstjóri. Hann lauk vél-
stjóraprófi frá Vélskólanum ár-
ið 1950, þá 17 ára gamall. Næstu
fimm árin var hann vélstjóri hjá
Helga Benediktssyni útgerð-
armanni, m.a. á Frosta VE og
Gullþóri VE.
Árið 1959 hóf Theodór útgerð
í Eyjum ásamt mági sínum
Hilmari Rósmundssyni, með
kaupum á bát sem þeir nefndu
Sæbjörg. Eignuðust þeir þrjá
báta með þessu sama nafni í út-
gerðarsögu sinni, sem lauk í árs-
lok árið 1984.
Theodór var einn af stofn-
endum Eyjaíss árið 1986 og
starfaði þar í fáein ár. Síðustu
ár starfsævinnar starfaði Theo-
dór hjá Fiskimjölsverksmiðju Ís-
félagsins í Vestmannaeyjum.
Árið 1987 var Theodór heiðr-
aður á sjómannadag af Vél-
stjórafélagi Vestmannaeyja.
Theodór var virkur í félagi eldri
borgara í Vestmannaeyjum á
meðan heilsan leyfði.
Útför Theodórs fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 2. október 2020, klukkan
13. Athöfninni verður streymt á
www.landakirkja.is/. Virkan
hlekk á slóð má nálgast á
https://www.mbl.is/andlat/.
Reykjanesi, f. 10.
febrúar 1934.
Börn Theodórs
og Margrétar eru:
1) Þorbjörg, f.
1959. Maki Haukur
Logi Michelsen.
Börn þeirra eru
Theodór Aldar, Ív-
ar Áki, Rakel Lind,
Hrefna og Elvar
Aron. 2) Sigur-
björn, f. 1960, d.
2020. 3) Hafþór, f. 1961. Maki
Hanna Ragnheiður Björns-
dóttir. Sonur þeirra er Jóhann
Birnir. 4) Júlíanna, f. 1962. Maki
Ingólfur Ingólfsson. Dætur
þeirra eru Margrét Rós og
Alma. 5) Bára, f. 1966. Maki
Tommy Westman. Dóttir þeirra
er Embla Míra. 6) Björk, f. 1971.
7) Harpa, f. 1975. Maki Örvar
Guðni Arnarson. Börn þeirra
eru Salka Sól, Klara og Högni.
Theodór var barnungur, ein-
ungis 14 ára gamall, er hann hóf
sjómennskuferil sinn. Það var á
sumarsíld á bátnum Voninni VE
Elskulegur pabbi minn er fall-
inn frá. Öll orð virðast of ómerki-
leg til að hægt sé að lýsa og
minnast pabba með réttu. Ég er
afar þakklát fyrir að hafa átt
hann að og hann var alltaf til
staðar fyrir mig.
Ég minnist pabba sem lífs-
glaðs athafnamanns sem elskaði
að uppgötva nýja hluti í gegnum
ferðalög, lestur eða daglegt
amstur. Hann var vinnu- og
uppátækjasamur með eindæm-
um og það má segja að aldurinn
hafi þvælst fyrir honum en það
var ekki í hans eðli að hlífa sér í
neinum verkum. Það kom afar
skýrt fram síðustu daga hans, að
hann reyndi eins og hann gat við
öll verk þar til líkaminn brást
honum alfarið.
Mér finnst eins og máltækið
„að koma til dyranna eins og
maður er klæddur“ hljóti að hafa
verið samið um pabba. Hann
sagði það sem hann meinti og
gat orðið heitt í hamsi þegar
honum lá eitthvað á hjarta.
Hann þoldi ekki að sjá óréttlæti
og heiðarlegri mann vart hægt
að finna.
Það var aðdáunarvert að sjá
hvernig pabbi náði að varðveita
barnið í sér við leik. Hann elsk-
aði að taka þátt í lífinu af fullum
krafti og leika sér með barna-
börnunum. Það var ekki hóll of
hár eða aparóla of löng sem hann
taldi sig ekki ráða við þrátt fyrir
hækkandi aldur.
Pabbi hafði gaman af því að
segja sögur, bæði frá sínu lífi og
þær sem hann hafði lesið. Hann
var afar minnugur á ártöl og
smáatriði sem gerðu sögurnar
enn skemmtilegri fyrir vikið.
Hans lífssaga var þó enginn eft-
irbátur annarra sagna, svo við-
burðaríku lífi lifði hann. Ég var
ung þegar ég heyrði fyrst sög-
una um þegar hann kynntist
mömmu í samkomuhúsinu í
Sandgerði og varð undir eins
ástfangin af henni. Það var fal-
legasta sagan.
Elsku hjartahlýi pabbi minn,
ég mun sakna þín og minnast allt
mitt líf.
Þín ástkær dóttir,
Björk.
Þá hefur elsku hjartans pabbi
minn siglt sína síðustu sjóferð.
Verkefnin í lífinu eru misjöfn og
mörg og ekki fáum við alltaf að
velja þau, en þetta síðasta verk-
efni sem þú fékkst í hendurnar
gast þú ekki leyst, þótt þú hafiir
fram að þessu staðið frammi fyr-
ir mörgum áskorunum og sigr-
ast á þeim. Sagt er að hverjum
finnist sinn fugl fagur og sann-
arlega fannst mér að pabbi minn
væri langbestur. Þú varst haf-
sjór af fróðleik og elskaðir að
miðla þeim fróðleik til annarra.
Og ef erlendir ferðamenn urðu á
vegi þínum þá vafðist ekkert fyr-
ir þér að gera þig skiljanlegan og
segja þeim ýmsar fróðleikssög-
ur, frásagnargleðin þín var slík
að ekki var hægt annað enn að
hrífast með.
Pabbi var alltaf boðinn og bú-
inn að aðstoða okkur öll í fjöl-
skyldunni og var sannarlega
kletturinn okkar allra. Sorgin er
því mikil en minningarnar eru
margar og ómetanlegar sem
munu ylja okkur um ókomna tíð.
Efast ekki um að Sibbi bróðir,
sem kvaddi okkur svo snöggt í
sumar, hafi tekið vel á móti þér.
Takk fyrir allt elsku pabbi, þín
dóttir Þorbjörg
Þorbjörg Theódórsdóttir
Elsku hjartans einstaki pabbi
minn er fallinn frá. Ég veit að
allir sem þekktu pabba eru sam-
mála mér um að hann var ein-
stakur. Hann sá svo sannarlega
það góða í öllu og öllum, mann-
gæska hans átti sér engin tak-
mörk. Hann snerti við fólki með
einstakri nærveru sinni. Hann
var gegnumheill.
Að aldur sé bara tala átti svo
sannarlega við um pabba. Hann
var eyjapeyi sem elskaði lífið og
allt sem það hafði upp á að bjóða.
Hann var alltaf svo fróðleiksfús,
vildi sífellt vera að læra eitthvað
nýtt. Hann las mjög mikið, sagn-
fræði og önnur fræði og vildi
hann ávallt segja öðrum frá því
sem hann hafði lesið. Hann sá
nefnilega alltaf eitthvað áhuga-
vert við allt sem hann las og vildi
koma því á framfæri við aðra.
Orð sem pabbi notaði oft, þegar
hann var að segja frá einhverju
sem hann hafði lesið, voru að
eitthvað var alveg einstakt, mjög
merkilegt og virkilega áhuga-
vert. Mér hefur oft verið hugsað
til þess að hans eigið líf var ein-
stakt, mjög merkilegt og virki-
lega áhugavert.
Pabba var mjög umhugað um
fjölskyldu sína. Honum leið best
þegar við vorum öll stórfjöl-
skyldan samankomin og fannst
afar leitt ef allir gátu ekki verið
með. Mér er minnisstæður eins
árs afmælisdagur dóttur minnar
fyrir rúmum tveimur áratugum
og við litla fjölskyldan búsett í
Norður-Svíþjóð, þá eins og nú.
Pabbi var þá staddur í Dan-
mörku og tók skyndiákvörðun að
mæta óvænt í afmælið hennar í
dagsferð. Svona var pabbi, sýndi
kærleikinn í verki. Að auki komu
pabbi og mamma ávallt í allar út-
skriftir dóttur minnar á hennar
grunnskólagöngu. Fyrir nokkr-
um árum kom hann sárveikur í
útskrift hennar úr menntaskóla
því ekkert var mikilvægara en
að upplifa daginn með henni og
stórfjölskyldunni.
Seinustu árin þurfti pabbi að
berjast við ýmis veikindi en sein-
asti skellurinn kom fyrir um
tveimur mánuðum og útséð um
að það mein væri hægt að berj-
ast við. Það var ólýsanlega sárs-
aukafullt að heyra. Pabbi tók
fréttunum eins og öllu öðru í
sínu lífi, með einstöku æðruleysi.
Það er tómlegt núna hjá okk-
ur í fjölskyldunni. Söknuðurinn
er óbærilegur. Huggunin er all-
ar fallegu minningarnar, þær
munu lifa að eilífu í hjarta mínu
og huga. Ástarþakkir fyrir allt
elsku hjartans kærleiksríki
pabbi minn.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín dóttir
Bára.
Elsku pabbi minn.
Mikil hetja er fallin frá sem
við söknum gríðarlega á hverj-
um einasta degi.
Pabbi menntaði sig til vél-
stjóra og var á sjó mestallt sitt
líf. Ævi pabba á sjónum var æv-
intýraleg sem og í landi. Hann
var ríkur maður, gekk að eiga
fallegustu konu sem hann hafði
augum litið eins og hann sagði
okkur svo oft. Þau giftu sig árið
1956 og byggðu fallegt heimili á
Hólagötu 24 og eignuðust sín 7
börn.
Eftir að ég og mín fjölskylda
fluttum til Eyja árið 2011 má
segja að krakkarnir mínir hafi
verið hjá pabba og mömmu nán-
ast daglega. Mikið er ég glöð að
hafa flutt og hafa fengið að upp-
lifa þennan tíma með þeim.
Pabbi var besti afi í heimi. Hann
gaf sig allan í það hlutverk og
gerði það svo vel. Hann fylgdist
vel með íþróttaiðkun stelpnanna
minna og hafði mjög gaman af.
Skráði niður tíma þeirra í hlaupi
og stökki en þær æfðu báðar
frjálsar íþróttir. Honum þótti
mjög leiðinlegt að frjálsar
skyldu hætta í Eyjum því að frá
Eyjum hafa komið svo margir
flottir frjálsíþróttamenn. Nú
undir það síðasta í veikindum
pabba hvatti hann stelpurnar til
að starta sínu eigin félagi og
koma frjálsum aftur á kortið hér
í bæ. Samband pabba við son
okkar hann Högna var alveg ein-
stakt. Pabbi gaf sig allan fram í
að skemmta honum, leikrænir
tilburðir og allt gert til að gleðja
strákinn. Enda sá Högni ekki
sólina fyrir afa sínum sem og
ömmu á Bessó. Söknuðurinn er
mikill.
Þetta ár hefur verið átaka-
mikið hjá okkur í fjölskyldunni.
Eftir að birti til í vor var mikill
kraftur í pabba, hann var á fullu
í að dytta að húsinu. Maðurinn
var 87 ára en úti um allt, var
kominn upp í stiga að laga hitt
og þetta. Mér og mömmu leist
ekkert á blikuna en hann var
fullur af orku og kátur. Í júní
fellur Sibbi bróðir frá skyndi-
lega og heimurinn fór á hvolf hjá
okkur. Svo sterkur karakter og
yndislegur bróðir var allt í einu
tekinn frá okkur. Það tók veru-
lega á pabba.
Pabbi tók sínum veikindum
eins og hetja eins og einkenndi
allt hans líf. Hann talaði um það
að honum fyndist hann ekki vera
neitt veikur heldur bara linur.
Veikindin ágerðust fljótt og
hann lét lífið þann 16. september
í faðmi fjölskyldu sinnar. Ég veit
að það var vel tekið á móti hon-
um og ég veit að þeir feðgarnir
hafa það gott saman. Báðir tveir
sannar hetjur sem við elskum
svo mikið og söknum.
Stuttu eftir andlát pabba
hlustuðum við mæðgurnar á
hljóðupptöku sem tekin var af
þeim dætrum mínum og pabba
nú um jólin síðustu. Þar voru
þau að segja draugasögur og
pabbi var með tvær frábærar frá
því hann var strákur í sveit und-
ir Eyjafjöllum. Við bókstaflega
grenjuðum af hlátri hann var svo
fyndinn og sagði svo skemmti-
lega frá. Hann var mikill sögu-
maður og þótti mjög gaman af
því að fræða fólk um gömlu tím-
ana, bátana og sína fallegu
Heimaey.
Elsku pabbi minn, takk fyrir
samfylgdina í gegnum lífið og
allt sem þú gafst mér og minni
fjölskyldu. Við yljum okkur við
yndislegu minningarnar sem þú
gafst okkur. Verður alltaf hjarta
okkar næst.
Þar til við hittumst á ný, hvíl í
friði. Þín dóttir,
Harpa.
Tengdapabbi minn var ein-
staklega vel liðinn maður. Það
fékk maður staðfest reglulega,
hvort sem það var frá fyrrum
starfsfélögum í FES-inu eða
hjúkrunarkonunni á spítalanum
síðustu daga hans. Það hafa allir
talað einstaklega vel um hann,
meira en maður ætti almennt að
venjast. Enda var hann flottur
maður með yndislegan persónu-
leika. Afi Teddi, eins og ég hef
líklegast langoftast kallað hann,
var fullkominn afi barnanna
minna og gleðst ég nú yfir þeim
stundum sem þau hafa átt með
honum. Í mínum huga var hann
oft ákveðin einkennismynd fyrir
„hetjur hafsins“ enda reiknuð-
um við okkur til að hann hafi
dregið að landi afla fyrir vel yfir
10 milljarða að verðmæti á nú-
virði, og það á bátum sem seint
myndu teljast til stórskipa í dag.
Þín verður saknað en minningin
mun lifa.
Örvar Guðni Arnarson.
Teddi tengdafaðir minn lést
16. september sl. eftir stutta og
harða baráttu við erfið veikindi.
Það var ákaflega mikið áfall fyr-
ir fjölskylduna þegar hann
greindist með illvígan sjúkdóm
aðeins stuttu eftir að Sibbi sonur
hans og mágur minn var borinn
til grafar.
Það var fyrir rúmum tuttugu
árum, sem ég kynntist tengda-
föður mínum. Hann tók mér sem
tilvonandi tengdadóttur og syni
mínum óskaplega vel strax frá
upphafi og sýndi okkur þá og
ætíð síðan einlæga vinsemd og
hlýhug. Tedda og Jóhanni syni
mínum kom vel saman og það
var mikið spilað og teflt. Við
fyrstu kynni fór ekki framhjá
mér að þarna fór einstakur mað-
ur, ljúfur og hlýr. Teddi var
traustur, með eindæmum hjálp-
samur, hreinskiptinn, viðræðu-
góður og hreint frábær sögu-
maður. Við vorum ekki alltaf á
sömu skoðun um hlutina, en
hann bar alltaf virðingu fyrir
skoðunum annarra og hafði ég
gaman af að ræða við hann. Ég á
eftir að sakna þess mikið að sitja
við eldhúsborðið á Bessó, hlusta
á Tedda og rökræða við hann.
Teddi var að eðlisfari mikill
sögumaður og var unun að
hlusta á hann segja sögur af sér
og samferðamönnum sínum.
Sögur af sjó og landi voru svolít-
ið kryddaðar af hans hálfu, sem
gerði þær bara skemmtilegri.
Eitt sinn var báturinn hans í
stoppi í Hafnarfirði í nokkra
daga. Áhöfnin fór heim til Eyja,
en Teddi var einn eftir að vakta
bátinn eins og vélstjórar þurftu
oft að gera. Honum leiddist eitt-
hvað og ákvað að skreppa til
Reykjavíkur eitt kvöldið og kíkti
þá inn á Hótel Borg. Þar stóð yf-
ir ljóðakvöld. Teddi var ljóða-
unnandi og var Káinn hans
uppáhald. Hann gerði sér lítið
fyrir og skellti sér í pontu og fór
með vísnastúf eftir Káin við mik-
inn fögnuð og lófatak áheyrenda.
Það var ekki fyrr en hann kom
úr pontu að hann áttaði sig á því
að þarna voru skáld í skipulagðri
dagskrá að flytja frumort ljóð.
Þó að Teddi hætti að vinna
sökum aldurs rúmlega sjötugur
féll honum sjaldan verk úr
hendi. Hann fann sér ávallt
verkefni heima við, dyttaði að
húsinu og garðinum og réðst oft
í verkefni sem mörgum varð um
og ó að hann væri að fram-
kvæma. Hann framleiddi harð-
fisk í bílskúrnum úr ýmsum fisk-
tegundum, eins og lúðu, hlýra og
öfugkjöftu. Lúðan og hlýrinn
voru hreinasta lostæti, en öfug-
kjaftan var ekki mitt uppáhald.
Teddi var virkur í Félagi eldri
borgara í Eyjum og var púttið
hans uppáhald. Var gaman að
fylgjast með fréttum af því, en
oft var keppt og mikill metnaður
hjá Tedda að standa sig vel.
Ég þakka Tedda tengdapabba
fyrir samfylgdina. Ég kveð hann
með söknuði og sorg í hjarta.
Hans verður sárt saknað.
Elsku Magga, Tobba og
Haukur, Haffi, Júlla og Ingó,
Bára og Tommy, Björk, Harpa
og Örvar, afabörn og langafa-
börn. Innilegar samúðarkveðjur
til ykkar allra á þessum erfiða og
sorglega tíma.
Minning þín er mér ei gleymd, –-
mína sál þú gladdir; –-
innst í hjarta hún er geymd, –-
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Hanna.
Elsku besti afi minn, ég kveð
þig með miklum söknuði en með
þakklæti í huga fyrir að hafa
fengið að njóta þeirra forrétt-
inda að eiga þig að í allan þennan
tíma. Hjartað mitt er brotið og
eftir situr tómarúm. Tómarúm
sem fyllist þó hægt og rólega af
góðum minningum. Mér finnst
erfitt að hugsa til baka yfir síð-
ustu vikur. Í enda júlí þegar ég
fékk fréttirnar um hversu alvar-
leg veikindi þín væru fannst mér
lífið ekki geta orðið ósann-
gjarnara, lífið var rétt að komast
í eðlilegt horf eftir fráfall Sibba.
Lífið er óútreiknanlegt og við
höfum aldeilis fengið að finna
fyrir því síðustu mánuði. Ég veit
að þú vilt ekki að ég sé reið, en
ég er það, ég er reið yfir að fá
ekki meiri tíma með þér því þú
varst okkur öllum svo mikilvæg-
ur. En ég er ekki reið út í þig. Þú
varst besti afi í heimi. Gerðir allt
fyrir alla og sást það góða í öll-
um. Ég er svo ólýsanlega stolt af
því að þú varst afi minn!
Ég er staðráðin í því að halda
uppi minningu þinni um ókomna
tíð og tileinka mér alla þína góðu
kosti.
Takk fyrir hlýjuna. Takk fyrir
stuðninginn. Takk fyrir hrósin.
Takk fyrir að bæði sýna og
segja það hversu stoltur þú varst
af okkur.
Þín
Alma.
Elsku Teddi afi.
Það er með sorg í hjarta sem
ég, nafni þinn, skrifa þessi minn-
ingarorð. Þú sem varst alltaf svo
sterkur, fróður og ódauðlegur í
mínum augum. Það er eflaust
eðlilegt að finnast afar sínir hálf-
gerðar hetjur, sérstaklega þegar
maður er barn. Mér fannst afi
minn vita og kunna allt og finnst
það enn.
Hann kynntist ömmu á unga
aldri og á efri árum kallaði hann
hana enn fegurstu konu sem
hann hafði nokkurn tímann aug-
um litið. Það er furðulegt til þess
að hugsa að eiga ekki eftir að
heyra hann segja aftur við
ömmu: „Jæja, vina mín.“ Amma
og afi bjuggu saman á Bessó í
tæp 42 ár og má með sanni segja
að húsið sem þau byggðu hafi
orðið hálfgert hjarta fjölskyld-
unnar. Allar leiðir hafa ávallt
legið á Bessó.
Sem barn eyddi ég miklum
tíma á Bessó og var það eins og
annað heimili mitt. Þar sem ég
var heimalningur þar gat það
stundum verið pínu ruglingslegt
og fyndið hvorn Teddann var
verið að tala um eða biðja um í
síma. Því fengum við viðurnefnin
Teddi stóri og Teddi litli sem
héldust við okkur ansi lengi.
Ég hef ótal góðar minningar
um hann afa. Mér eru minnis-
stæð öll þau skipti sem hann fór
með mig að veiða við gamla
Skansinn eða uppi á landi. Hann
sýndi mér alltaf mikla þolinmæði
og skilning þegar hann var að
kenna mér á veiðistöngina.
Stundum gat ég verið pínu óþol-
inmóður en þá hló afi bara sínum
einstaka hlátri yfir óþolinmæð-
inni í peyjanum.
Einnig man ég vel eftir þeim
skiptum sem ég fékk að fara með
honum í vinnuna á Ísstöðina. Ég
fékk að aðstoða hann og var
spenntur að fá að hjálpa honum
því mér fannst ég vera svo full-
orðinn við að gera það. Afi vakti
einnig áhuga minn á að safna frí-
merkjum sem krakki. Hann
hafði mikinn áhuga á frímerkj-
um og átti sjálfur mjög flott
safn. Ekki get ég heldur gleymt
sölvunum hans afa sem maður
laumaðist alltaf í úti í bílskúr.
Núna mun ég ávallt hugsa til
hans þegar ég fæ mér söl.
Svo eru það allar sögurnar og
frásagnirnar sem hann sagði í
gegnum árin – t.d. sögur af því
þegar hann var yngri, þegar
hann var á sjónum og hvað hann
gerði þegar gosið hófst. Hann
var mjög fróður um sögulega
viðburði og hafði gaman af að
segja frá þeim. Mér fannst alltaf
gaman að hlusta á sögurnar
hans í hvert skipti sem ég hitti
hann.
Það er því skrýtið að hugsa til
þess að fá ekki að heyra fleiri
sögur frá honum. Þekkjandi
hann þá er hann samt eflaust að
segja sínar sögur þar sem hann
er núna fyrir alla þá sem vilja
hlusta. Elsku afi, ég mun ávallt
hlusta.
Afi var ekki bara afi minn,
heldur líka eins og pabbi minn
þar sem hann var alltaf til staðar
fyrir mig og ég lærði svo mikið
af honum. Það voru mikil for-
réttindi að fá að hafa hann í mínu
lífi jafn lengi og raun bar vitni.
Ég er mjög þakklátur fyrir það
og fyrir að hafa fengið að alast
upp með svona yndislegum afa.
Ég veit að núna er Teddi stóri að
líta eftir Tedda litla sínum, fjöl-
skyldu og ástvinum.
Það er búinn að vera mikill
heiður og ánægja að vera nafni
þinn og barnabarn. Takk fyrir
allt, elsku Teddi stóri afi.
Ástarkveðja, þitt barnabarn,
Teddi litli.
Theodór Aldar Tómasson
Theodór S.
Ólafsson