Morgunblaðið - 02.10.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.10.2020, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 ✝ Finnur Þor-valdsson var fæddur 15. apríl 1931 í Hnífsdal. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 26. sept- ember 2020. Foreldrar hans voru Þorvaldur Pétursson, sjómað- ur í Hnífsdal, f. 12. maí 1897, d. 10. jan. 1956, og Guðrún J. Guðjóns- dóttir, f. 18. júlí 1896, d. 6. júlí 1996. Systkini Finns: Sesselja El- ísabet f. 3. apríl 1925, Níelsína f. 18. ágúst 1927, d. 8. maí 2012, Margrét Guðný f. 23. sept. 1928, Pétur f. 26. mars 1930, d. 6. okt. 2014, Halldór f. 9. júní 1932, d. 18. maí 2000, Jón Arnór f. 10. ágúst 1933, d. 30. jan. 2012, Gunnar f. 15. nóv. 1934 og Jó- hanna Stella f. 30. apríl 1938. Hálfbróðir Finns sammæðra var Guðmundur Skúlason f. 22. júlí 1921, d. 25. júní 2005. Finnur kvæntist 26. des. 1955 Rún f. 12. apríl 1998, í sambúð með Ásgeiri Jónssyni. 4) Guð- björg Sigríður f. 20. ágúst 1967, kvænt Kjartani Hauki Kjart- anssyni. Börn þeirra: Guðrún Ísabella f. 27. júní 2000, Fríða Sylvía f. 15. sept. 2002 og Kjart- an Már f. 14. júlí 2006. Finnur kom veturinn 1951 til vinnu í Sandgerði. Hann var m.a. háseti á Víði II hjá Eggerti Gíslasyni skipstjóra. Einnig var hann í beitningu. Finnur og Guðrún opinberuðu trúlofun sína 1953. Þau stofnuðu heimili á Túngötu 15 í Sandgerði og bjuggu þar í áratugi. Sumarið 2002 fluttu þau á Aðalgötu 1 í Keflavík. Finnur var vélamaður í nokkur ár hjá Íslenskum aðal- verktökum á Keflavíkurflug- velli. Hann byrjaði að keyra leigubíl um 1970, fyrst hjá Leigubílastöð Sandgerðis en síð- ar í áratugi hjá Aðalstöðinni í Keflavík. Finnur átti fyrst ensk- an Ford Zephyr og síðar marga bandaríska bíla, m.a. Dodge, Oldsmobile og Chevrolet Nova. Síðast var hann á Toyota í leigu- akstrinum. Finnur fór flest sum- ur vestur á sínar æskuslóðir. Útför Finns fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 2. októ- ber 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Hvalsneskirkjugarði. Guðrúnu Guð- mundsdóttur, f. 17. ágúst 1934 á Borg í Sandgerði. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson bifreið- arstjóri í Hlíð (Tjarnargötu 12) í Sandgerði, f. 5. júlí 1898, d. 24. maí 1971, og Guðbjörg Sigríður Þorgils- dóttir, f. 4. feb. 1904, d. 16. okt. 1964. Guðrún lést 14. júlí 2004 í Keflavík. Börn Finns og Guðrúnar: 1) Guðmundur f. 19. maí 1956, kvæntur Sigríði Aradóttur. Syn- ir þeirra: Finnur Sigurður f. 6. júní 1984 og Arnar Páll f. 29. sept. 1987. 2) Þorvaldur f. 14. des. 1959. 3) Ævar Már f. 30. jan. 1963, kvæntur Guðrúnu Einarsdóttur. Dætur þeirra: Anna María f. 21. mars 1987, Helena Ösp f. 24. jan. 1993, í sambúð með Guðmundi Daða Guðlaugssyni. Dóttir þeirra: Júl- ía Rós f. 30. júlí 2020, og Elva Í dag kveð ég föður minn, Finn Þorvaldsson. Nú á kveðju- stund vil ég minnast hans með nokkrum orðum. Við vorum báðir lengi leigu- bifreiðastjórar á Aðalstöðinni í Keflavík. Pabbi var góð fyrir- mynd fyrir mig, hann var jafn- lyndur maður og vinnusamur svo af bar. Með vissu keyrði hann um 80.000 km á ári að meðaltali í vinnunni. Aðeins 7 km eru á milli Sand- gerðis og Keflavíkur og yfirleitt ekki lengi ekið. Hér vil ég nefna eina ferð okkar pabba yfir heið- ina til Sandgerðis. Ofsaveður var og mikil snjókoma gerði það að verkum að ferðin tók 2½ klukkustund. Reynsla og þraut- seigja pabba kom sér vel þannig að við náðum heim heilu og höldnu. Við höfðum þann hátt- inn á að skiptast á að vera á undan hvor öðrum. Í áratugi fór pabbi til berja vestur á firði. Stundum fór mamma með. Við bræðurnir fór- um oft með. Ein ferð er sér- staklega minnisstæð, líklega haustið 1969. Við gistum í skýl- inu á Þorskafjarðarheiði. Ofsa- veður skall á, mikil úrkoma og veðurhæð en ekki snjókoma. Á leiðinni suður varð mér ljóst að pabbi var afburðagóður bílstjóri. Eins kann ég vel að meta hvað pabbi var alltaf viljugur að leiðbeina mér þegar ég var reynslulítill að gera við mínu fyrstu bíla. Þá var hann eins og oft áður besti maðurinn í verkið. Það var mikill missir fyrir pabba og okkur systkinin þegar mamma lést sumarið 2004. Pabbi tók því af yfirvegun og innri styrk. Mörg síðustu árin kom ég alltaf í mat til pabba á sunnu- dagskvöldum. Hann fór létt með að elda steikina. Ég mun sakna þessarar samveru. Takk fyrir allt elsku pabbi minn. Ég trúi því að þú sért núna kominn til mömmu og að hún hafi tekið vel á móti þér. Þinn sonur, Þorvaldur Finnsson. Elsku pabbi nú er komið að kveðjustundinni, stund sem ég vissi að nálgaðist hratt og við búin að búa okkur undir. Þegar slík stund rennur upp þá rifjast upp margar góðar minningar og gott að leyfa huganum að reika fram og til baka um liðna tíð. Mér eru ógleymanlegar þær ferðir sem þið mamma fóruð með okkur systkinin vestur í Hnífsdal á þínar æskuslóðir og gist var á Bakkaveginum. Þarna sagðir þú okkur margar sögur frá þínu lífshlaupi og fannst okk- ur mikið til þess koma. Þegar komið var vestur vildir þú fara með okkur á alla firðina og það var mikið ævintýri að fara alla þessa háu fjallvegi sem ein- kenna Vestfirðina. Þú þessi öruggi bílstjóri fannst þetta held ég ekkert minna ævintýri heldur en okkur. Þið mamma voruð mjög dugleg að ferðast með okkur um landið og fara í úti- legur, þá urðu oft fyrir valinu Þingvellir, Þjórsárdalur og margar aðrar gersemar sem landið okkar hefur. Mér er mjög minnisstætt þegar ég fékk bílprófið og þú leyfðir mér að fara á rúntinn á leigubílnum þínum sem var þitt atvinnutæki, eina skilyrðið sem þú settir mér var að nægt bens- ín yrði á bílnum til þess að kom- ast til Keflavíkur. Þú varst mik- ill bílakall og vildir hafa hlutina í lagi, til að mynda þegar bílarnir hjá mér biluðu þá varst þú mjög úrræðagóður og gafst ekki upp þótt bilunin væri jafnvel flókin. Að gefast upp var ekki til um- ræðu alla þína tíð, þú varst þol- inmóður með eindæmum og allt lék í höndunum á þér. Góð er minningin þegar við Sigga keyptum raðhúsið að Norðurvöllum og þegar þú komst með bros á vör og tilbú- inn að hjálpa og leggja á ráðin með framhaldið. Þú vildir að sjálfsögðu hafa allt í röð og reglu, engar óhreinsaðar spýtur eða drasl hér og þar á staðnum. Þegar ég og Þorvaldur byrj- uðum að keyra laxveiðimenn var gott að leita til þín. Þú vissir alltaf hvað hver ferð myndi taka langan tíma og hvar við þyrftum að sýna aðgæslu og passa upp á að veiðimennirnir yrðu á réttum tíma í stöðina. Það var mikið gæfuspor hjá ykkur mömmu að flytja á Aðal- götuna í Keflavík árið 2002. Þú losnaðir þannig við viðhaldið á Túngötunni og mamma gat hvílt sig á garðinum og notið sín meira á golfvellinum. Eftir að mamma kvaddi vor- um við Sigga ánægð með þig hvað þú varst duglegur að mat- reiða og hafa allt í röð og reglu, þar sem mamma sá um þessa hluti. Þarna sýndi það sig að þú varst ekki hræddur við að til- einka þér ný vinnubrögð. Jóla- dagurinn verður alltaf sá dagur sem mér verður hvað mest hugsað til þín, það var alltaf svo hátíðlegt þegar fjölskyldan var saman komin á Aðalgötunni. Þú vildir alltaf sjá um að sjóða hangikjötið og taka til meðlætið og við bræðurnir tókum að okk- ur að leggja á borð og sáum til þess að allir kæmust fyrir með góðu móti. Okkur Siggu fannst alltaf gott að koma á Aðalgötuna og fá kaffi hjá þér og spjalla um dæg- urmálin, þessar stundir eru okk- ur dýrmætar. Elsku pabbi ég veit að núna ertu kominn í hlýja fangið henn- ar mömmu sem leiðir þig inn í ljósið, þaðan sem þið fylgist með hópnum ykkar um ókomin ár. Guðmundur (Gummi) og Sigríður (Sigga). Nú er ég búin að kveðja elsku pabba minn. Pabbi var svo mik- ill dugnaðarforkur enda Vest- firðingur og ég er svo sannfærð um að styrkleiki minn og góð heilsa komi mikið frá pabba. Þegar mamma dó 2004 tók pabbi því með miklu æðruleysi og lífið hélt bara áfram eins og hann sagði ávallt. Þau voru ný- flutt í fallega íbúð í Keflavík og hélt pabbi þar heimili til dauða- dags. Hann varð fyrirmyndar- kokkur, bakaði bestu vöfflurnar og alltaf var hann með gott kaffi og meðlæti þegar komið var í heimsókn. Þegar ég hugsa til baka þá sér maður hvað hann var ótrúlega duglegur. Alltaf með sitt jafnaðargeð og aldrei að hann kvartaði eða þegar ég spurði hann hvort væri nú ekki erfitt lífið án mömmu. Lífið er bara svona og það heldur áfram. Pabbi var eini afi barnanna minna og hann var sá sem kom og passaði þegar við hjónin fór- um erlendis í helgarferðir. Það var lítið mál fyrir hann að elda og sjá um heimilið. Afi eldaði besta hakkið, sagði Kjartan Már. Ég sá hvað pabbi var ánægður með hlutverkið. Fékk að heyra hvað börnin mín væru nú góð og þessar samverustund- ir þeirra skipta þau miklu máli. Alltaf fengu þau alla athygli hans óskipta. Sumarbústaðaferðirnar með pabba og Kristbjörgu vekja góð- ar minningar. Hann fór allt á bílnum sínum enda atvinnubíl- stjóri. Ég minnist heimsóknar sem hann kom í hér í ágúst í Garðabæ, hress og glaður. Ánægður að fara heim með ný- veiddan silung sem hann flakaði að sjálfsögðu sjálfur. Þá talaði hann um að halda jólaboðið á jóladag, heitt hangikjöt sem hann sá um og öll fjölskyldan saman. Sáttur að geta boðið okkur og sat rólegur í stólnum meðan við spiluðum við hring- borðið eftir matinn. Pabbi kenndi mér að bóna bíl- inn rétt, enginn gerði það betur en pabbi. Hann hafði lag á öllu og sýndi það með þolinmæði og yfirvegun. Ég hef það frá pabba að fara aldrei frá saumavél í flækju. Þessi þrautaganga var stutt en pabbi var raunsær og vissi í hvað stefndi og sagði við mig hann væri sáttur við guð og menn, orðinn 89 ára og með kollinn í lagi. Kveðjustundin var í senn tregafull og falleg. Síð- ustu orðin sem hann sagði: Mér líður bara vel. Takk elsku pabbi, ég er svo þakklát fyrir þig og stolt að vera stelpan þín. Fagra haust þá fold ég kveð faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. (Steingrímur Thorsteinsson) Guðbjörg Sigríður Finnsdóttir. Finnur tengdafaðir minn hef- ur kvatt þessa jarðvist eftir skammvinn veikindi. Það verður skrýtið að fara ekki í heimsókn á Aðalgötuna lengur og koma í kaffi og bakkelsi sem Finnur bauð jafnan upp á. Ég var einkar lánsamur að hafa Finn sem tengdaföður enda tók hann verðandi tengdasyni sínum mjög vel þegar ég og dóttir hans, Guðbjörg, hófum sambúð. Margar góðar minning- ar á ég með Finni þegar við Guðbjörg fórum í sumarbústaða- ferðir hér á árum áður. Finnur var jafnan með í för og þægi- legri ferðafélaga en hann var ekki hægt að hugsa sér. Hann þekkti landið eins og lófann á sér eftir áralangan tíma sem leigubílstjóri. Finnur var dásam- legur afi og voru börn okkar Guðbjargar svo lánsöm að fá að njóta hans. Finnur hafði ein- stakt lag á börnum og duglegur að leika við þau og passa þegar svo bar undir. Finnur missti eiginkonu sína, Guðrúnu Guðmundsdóttur, árið 2004 eftir stutt veikindi. Þau höfðu þá nýverið flutt af Tún- götunni í Sandgerði til Keflavík- ur. Ég var svo lánsamur að hafa komið til þeirra hjóna þegar þau bjuggu í Sandgerði og ná aftur í þann tíma þegar það var hádeg- ismatur á sunnudegi með öllu tilheyrandi. Sérstaklega var gaman á jóladagskvöld þegar stórfjölskyldan hittist á Túngöt- unni og svo síðar á Aðalgötunni. Alltaf var Finnur tilbúinn að hjálpa og vera til staðar þegar á þurfti að halda. Finnur hafði einkar gott lag á að gera við hina ýmsu hluti, hann hafði endalausa þolinmæði og þraut- seigju við öll verkefni sem hann tók sér fyrir hendur. Finnur hafði gott lundarfar og aldrei skeytti hann skapi eða lét einhver fúkyrði fjúka í hita leiksins, aldrei. Þegar deilt var á Finn og á hann stóð vindurinn svaraði Finnur alltaf rólegur og lét aldrei skapið fara með sig í gönur. Alltaf svo rólegur, svo blíður og góður. „Sá sem ástundar réttlæti og kærleika, öðlast líf, velgengni og heiður.“ (Orðskv. 21:21) Við þessa kveðjustund ríkir þakklæti fyrir tímann sem við áttum saman og góðar minn- ingar sem lifa að eilífu. Með sorg í hjarta kveð ég tengdaföður minn. Blessuð sé minning Finns Þorvaldssonar. Kjartan Haukur Kjartansson. Í dag kveð ég elskulegan tengdaföður minn. Ég vissi fyrst af honum fyrir 37 árum þegar ég og Guðbjörg dóttir hans urð- um vinkonur. Það var svo tveim- ur árum síðar, þegar við Ævar sonur hans fórum að stinga sam- an nefjum, að ég virkilega kynntist honum Finni. Þvílíkur öðlingur sem hann var. Ótrúlega þolinmóður, einstaklega hand- laginn og með mesta jafnaðar- geð sem ég veit um. Ávallt tilbú- inn að aðstoða hvenær sem er og heyrði ég hann aldrei hall- mæla öðrum. Hæglátur með góða nærveru og umhyggjusam- ur. Svo var hann svo stoltur af fjölskyldunni og sérstaklega barnabörnunum. Minning um yndislegan mann lifir í hjörtum okkar. Mig langar að þakka honum samfylgdina með bæn sem tengdamóðir mín kenndi dætrum okkar Ævars. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þín tengdadóttir, Guðrún. Brostu til syrgjandans sollna, er sýtir og harmar um nótt, hann brosir aftur og sorgirnar sefast og sálin fær nýjan þrótt. Elsku Finnur afi er kominn til ömmu. Við fjölskyldan syrgj- um einstakan mann en kveðju- stundin var dýrmæt og falleg. Hjartahlýr, hæglátur með ró- andi nærveru. Alltaf reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd, um- hyggjusamur og kærleiksríkur í verki. Allt sem við systur gátum óskað okkur, forréttindi að hafa átt svona öðling fyrir afa. Við munum sérstaklega minn- ast afa á jóladag þar sem afi hélt jóladagsboð á hverju ári. Sauð hangikjöt á vestfirskan máta eins og honum einum var lagið. Nú síðustu jól áttum við fjöl- skyldan góða stund saman á Að- algötunni þar sem við fórum yfir gamlar fjölskyldumyndir þökk sé Arnari Páli frænda. Við elstu frændsystkinin eigum einnig margar minningar saman af Túngötunni í Sandgerði. Felu- leikir, plötur spilaðar á grammó- fón, ís og nammi í hvert mál og að skoða gömul myndaalbúm saman. Þolinmæði afa var engri lík og féll það í hendur ömmu að skamma okkur fyrir prakkara- strikin. Alltaf átti maður von einhverju skemmtilegu á leið okkar til ömmu og afa í Sand- gerði. Minningin um Flórídajólin 2015 á einnig sérstakan stað í hjarta okkar. Við vitum að afa þótti einnig mjög vænt um þá ferð með stórfjölskyldunni. Anna María ferðaðist með pabba og Þorvaldi frænda vest- ur í byrjun september á bílnum hans afa. Afi var ekki langt und- an enda var hann með þeim sím- leiðis og fékk að fylgja þeim hvern fjörðinn á eftir öðrum. Afi fékk reglulega að heyra frá því hvernig ferðin væri að ganga og hvernig bíllinn væri að standa sig, enda mikill bílakall leigubíl- stjórinn sjálfur. Vestfirðir eru svo sannarlega náttúruperla, Hnífsdalur einn fallegasti dalur landsins og við erum stoltar af því að vera ættaðar þaðan. Minningin um afa, mann með stærsta hjartað, mun lifa með okkur. Við systurnar erum nefnilega svo lánsamar að eiga pabba sem endurspeglar alla þá dýrmætu kosti sem afi bar. Við erum þakklátar fyrir þann tíma sem við fengum með elsku Finn afa. Við vitum að amma tekur á móti honum eftir langa bið og nú tekur við ferðalag þeirra saman að handan. Brostu til alls og allra í árvakri mannúðargjörð, og brosið mun birtast þér aftur í brosi – frá himni og jörð. (Magnús Jónsson frá Flatey) Við minnumst þín elsku afi með breiðu brosi og hlýju í hjarta. Gæfan er okkar, því við fengum að kynnast þér. Þínar Ævarsdætur, Anna María, Helena Ösp og Elva Rún. Þá er komið að kveðjustund elsku afi og þú hefur fengið hvíldina sem þú varst farinn að þrá, ég veit að amma hefur tekið vel á móti þér með útbreiddan faðminn. Þið eruð sameinuð á ný. Það er alltaf sárt að kveðja enda ert þú búinn að vera hluti af mínu lífi alla tíð en minning- arnar eru margar og þær ylja á stundum sem þessum. Í Hnífsdal voru hans æsku- stöðvar og þar leið honum vel enda ávallt stoltur þegar talið barst að Hnífsdal. Vestfirðingar eru sagðir frekar stífir og þrjóskir og vilji fara sínar eigin leiðir og afi var þar engin und- antekning. Hann var þrjóskur með ein- dæmum og ef hann var búinn að ákveða eitthvað þá gat enginn komið í veg fyrir það, ekki einu sinni amma sem þó oft hafði tak á karli. Minningarnar frá Túngötunni í Sandgerði eru margar. Ég og Finnur bróðir í pössun, hann inni og ég og afi úti í bílskúr að bóna. Afi vildi nú alltaf vera á skín- andi hreinum bíl enda var 19 á stöðinni ávallt hinn glæsilegasti. Ég held að ég og pabbi fáum þessa nautn frá honum enda fannst honum ekki leiðinlegt að aðstoða okkur við að bóna, þrátt fyrir að vera kominn á níræð- isaldur. Meira að segja núna á dán- arbeði sínum bað hann um að fá að sjá mynd af bílnum sínum, þar sem hann vissi að ég var nýbúinn að taka hann í gegn og ég held að hann hafi verið ánægður með afraksturinn. Ferðirnar til Florida eru mér ofarlega í huga en þar leið hon- um vel, að liggja á sundlaug- arbakkanum í sólinni og njóta lífsins. Hann fór nokkrar ferðirnar þangað en þegar ég spurði hvaða ferð hafi staðið upp úr þá var hann fljótur að svara og sagði að síðasta ferðin hefði ver- ið yndisleg. Þá átti hann við ferðina sem farin var um jólin 2015 en þá ákvað öll stór fjöl- skyldan að fara og njóta hátíð- anna saman og skapa góðar minningar sem við búum að í dag. Afi var ætíð mikið hörkutól og kvartaði aldrei, hann tók öllu sem að honum var rétt með æðruleysi. Hin seinni ár var pokinn hins vegar orðinn þungur og hann vissi alveg í hvað stefndi þótt hann léti það kannski ekki í ljós. Þegar ég heimsótti hann nú síð- ast á spítalann þá var hann orð- inn þreyttur en við áttum ágæt- issamtal og hann var sáttur með sitt lífshlaup, stoltur af sínum hópi og ánægður með allt það sem við höfðum gert fyrir hann. Hann var tilbúinn í ferðalagið langa. Að vera hlédrægur er ekki slæmur mannkostur, en afi var frekar hlédrægur og uni sér best innan um sína fjölskyldu og vildi að henni liði vel. Hann sýndi okkur að það þarf ekki alltaf að láta mikið fyrir sér fara til þess að ná árangri í lífinu og lifa því til fulls. Það er alveg nóg að vera þakklátur fyrir það sem maður á og hlúa vel að þeim sem manni þykir vænt um. Ég mun minnast þín elsku afi með hlýju og þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Mín bernskuslóð óbreytt er er ég út úr bílnum fer og mér á móti koma pabbi minn og mamma, en í dyrum stendur draumbjört kona drottning minna glæstu vona. Nú kem ég heim í kæra dalinn minn. Já, þau taka öll mér aftur opnum örmum og með tár á hvörmum er til hvíldar kem ég í kæra dalinn minn. (Ómar Ragnarsson) Þinn Arnar Páll. Finnur Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.