Morgunblaðið - 02.10.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.10.2020, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 ✝ Sæberg Þórð-arson fæddist á Hólmavík 1. febr- úar 1934. Hann lést á Vífilsstöðum þann 15. september 2020. Foreldrar hans voru Magnelja Guð- mundsdóttir, f. 1914, d. 1997, og Þórður Jónsson, f. 1910, d. 2005. Systkini Sæbergs eru: Guðbjörg Þórðardóttir, f. 1938, Guðmundur Vignir Þórð- arson, f. 1940, Bergþóra Þórð- ardóttir, f. 1945. Fósturbróðir Brynjar Viggós- son, f. 1951. Hinn 15. júní 1957 giftist Sæ- berg, Magnýju Kristinsdóttur, f. í Reykjavík 3. apríl 1936. ander og Natan Funi. 3) Erna Guðrún Sigurjóns- dóttir, fósturdóttir, f. 1949, d. 2004. Börn hennar, Ragnheiður Ármey, Hildur Birna og Gunnar Lúðvík. Barnabörn, Erna Guð- rún, Björn, Sandra, Júlía Klara, Jenný Lilja, Dagmar Lilja og Mikael Ingi. Sæberg fæddist á Hólmavík og var alinn þar upp til 14 ára aldurs, þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Mestallan sinn bú- skap bjuggu Sæberg og Magný í Mosfellsbæ, hann var virkur í stjórnmálum bæjarins og í Lionshreyfingunni. Hann var einnig félagi í Oddfellow-regl- unni í hart nær 50 ár. Hann gegndi ýmsum störfum um æv- ina, þar á meðal sölustörfum og lengst af rak hann sína eigin fasteignasölu. Sæberg verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag, 2. október 2020, kl. 13. Dætur þeirra eru: 1) Hekla Kar- en, f. 1958. Sam- býlismaður Friðrik Guðmundsson. Börn hennar eru; Haukur Herberts- son, maki Selma Edda Guðmunds- dóttir, börn þeirra Guðmundur Bjart- ur, Katla Rós og Tinna Sóley. Heiður Magný Herberts- dóttir, maki Stefán Freyr Hall- dórsson. 2) Hulda Katla, f. 1967, maki Ólafur Andrésson, f. 1961, d. 2011, börn þeirra Vivian, Anni, Örn og Natan Máni, barnabörn Kolbrún Una, Dagný Esja, Yrja Erna, Gunnar Óli, Björn Alex- Nú þegar kveðjustundin er komin langar okkur systur að minnast þín, kæri pabbi. Pabbi fæddist á Hólmavík og var alinn þar upp til 14 ára ald- urs, þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur í leit að betra lífs- viðurværi. Hann bar alla tíð sterkar taugar til átthaganna, Hólmavík og Strandir áttu stór- an sess í hjarta hans. Flest sum- ur var farið norður á Strandir og á síðari árum fórum við fjöl- skyldan á hverju hausti norður í berjamó. Þar voru tínd aðalblá- ber og jafnvel skroppið út í Grímsey ef færi gafst. Foreldrar okkar kynntust ár- ið 1955, en þá var pabbi að keyra mjólkurbílinn og mamma vann í kaupfélaginu í Mosfells- sveit. Þau byggðu saman æsku- heimili okkar, Áshamar í landi Helgafells. Þar var gott að alast upp og allir ávallt velkomnir. Gestrisni og örlæti voru stór þáttur í hans fari og þegar boðið var til veislu var ekkert til spar- að. Sameiginlegt áhugamál for- eldra okkar var að dansa og voru þau í dansskóla til fjölda ára. Oft var tekið upp hald og danssporin æfð á eldhúsgólfinu heima. Pabbi var afskaplega geðgóð- ur, réttsýnn og duglegur maður. Hann fór meðal annars í Bændaskólann á Hvanneyri og fékk þar hæstu einkunn fyrir dugnað, en í þá daga var gefin einkunn fyrir það. Hann þurfti alltaf að vera sýsla eitthvað enda mjög framkvæmdaglaður og bar heimilið og garðurinn þess vitni. Það sýnir vel kraftinn sem í honum bjó, langt fram á efri ár, að rúmlega sextugur réðst hann bygginu nýs íbúðar- húss og flutti þar inn árið 2001. Þar bjuggu þau til haustsins 2019, þegar flutt var á Hlað- hamra. Lengst af starfaði hann sem sölumaður hjá Heklu og hélt ávallt tryggð við Volkswagen- bíla og bílnúmerið G-225 var honum kært. Hann átti nokkrar VW-bjöllur um ævina og fór litla fjölskyldan í ófáar útilegur á þeim, með farangurinn á toppn- um og kerruna aftan í. Minn- umst við þessara ferðalaga með gleði og hlýju í huga. Pabbi var félagslyndur, hann var virkur félagi í Oddfellow- reglunni frá árinu 1971 til dán- ardags. Einnig var hann félagi í Lionsklúbbi Mosfellsbæjar, jafn- framt starfaði hann fyrir Sjálf- stæðisflokkinn þar í bæ. Barnabörnin og langafabörnin voru honum afar kær og vissi hann fátt betra en að vera í kringum þau. Hann var ætíð til staðar fyrir okkur og okkar fjöl- skyldur, enda nutum við gjaf- mildi og greiðvikni hans alla tíð. Elsku pabbi, nú ertu í sum- arlandinu þar sem örugglega var vel tekið á móti þér. Þakklæti og kærleikur til þín fyrir góða leiðsögn í gegnum líf- ið. Þínar dætur, Hekla Karen og Hulda Katla. Elsku afi, sem barn sótti ég mikið í að fara í Mosfellssveitina til ykkar ömmu um helgar. Þar var margt gert sér til dundurs; verið í garðinum, gróðurhúsinu eða úti í bílskúr. Ég á margar góðar minningar frá þessum tíma þegar þið amma bjugguð á Áshamri, eins og að hjálpa ykk- ur að taka upp kartöflur í garð- inum, svamla í heita pottinum á föstudags- og laugardagskvöld- um eða smíða litla báta í bíl- skúrnum. Stundum hjólaði ég til þín í vinnuna á fasteignasölunni, þar var alltaf tekið vel á móti mér og boðið var upp á Sviss Miss og kex. Það var alltaf hægt að leita til þín ef mann vantaði hjálp, alveg sama hvað það var, þínar dyr stóðu ávallt opnar. Þú hjálpaðir mörgum sem voru í vandræðum, hvort það var fjárhagslega, að lagfæra eitthvað eða að þá vant- aði ráðleggingar. Í mínum barnshuga fannst mér þú geta allt! Þú varst óhræddur við að prufa eitthvað nýtt, skipta um starfsferil eða demba þér í nám. Ég tel mig heppna að hafa fengið þig sem afa, þú varst frá- bær fyrirmynd og góður afi. Um ævina náðir þú að afreka ótrú- lega margt, byggðir tvö hús fyr- ir þig og ömmu, kláraðir bú- fræðinám, stofnaðir fasteigna- sölu, rakst hana þar til þú hættir að vinna og svona mætti lengi telja. Það má segja að dugnaður hafi verið þér í blóð borinn, þú varst alltaf með ein- hver hliðarverkefni. Lengi vel vannstu einnig sem ökukennari, kenndir mér að keyra eins og flestum öðrum í fjölskyldunni. Þú hafðir ætíð nóg að gera og lítið um að þú værir að slaka á. Það var helst í heita pottinum um helgar eða þegar þú last blöðin. Þrátt fyrir annríki varstu heimakær og mér þótti svo vænt um að sjá hvað þið amma voruð samheldin, þið héldust alltaf í hendur þegar þið horfðuð á sjónvarpið. Elsku afi, ég vona að þú sért kominn á betri stað. Takk fyrir allar samverustundirnar, góðu ráðin og allar ómetanlegu minn- ingarnar sem sitja eftir. Í mín- um huga varstu heimsins besti afi. Þitt barnabarn, Heiður Magný. Í dag kveðjum við afa sem okkur þótti mjög vænt um. Afi Sæberg var yndislegur maður sem hafði marga kosti. Við minnumst þín sem manns sem aldrei skipti skapi og var alltaf til í að gera allt fyrir okkur. Þegar ég var yngri eyddi ég helgunum oft með þér og ömmu á Áshamri. Þar var unnið í garð- inum eða smíðað í skúrnum á daginn og spilað eða horft á sjónvarpið á kvöldin. Minnis- stætt er þegar þú hafðir farið með mig fyrr um daginn að kaupa nammi, ég valdi mér bara sterkt nammi. Um kvöldið sveið mig í munninn af þessu öllu saman og sannfærði þig um að lausnin á því væri að kaupa hlaup. Þú fórst með mig út í sjoppu að kaupa hlaup. Einhver hefði sagt mér að láta ekki eins og kjáni, ekki þú. Þetta var ekki í eina skiptið sem þú sýndir þol- inmæði sem fáir aðrir hefðu gert. Þú kenndir mér á bíl og fyrsta bílinn minn eignaðist ég með þinni hjálp. Þú hjálpaðir mér að leggja parketið á fyrstu íbúðina okkar Selmu, það var þannig að við hinir áttum erfitt með að halda í við þig. Fyrsta vinnan mín fólst í því að sendast fyrir fasteignasöluna þína. Þar sem ég hjólaði með pappíra á milli opinberra stofnana og lagði inn greiðslur í banka. Það hefðu ekki allir treyst 12 ára dreng fyrir þeim upphæðum sem þurfti að koma í banka. Að minnsta kosti var mér mætt með undrunarsvip þegar ég til- kynnti þetta heima. Í ljós kom að í sumum tilfellum var um að ræða margföld mánaðarlaun fullorðinna. Þú hefur verið til staðar á öll- um tímamótum í mínu og okkar lífi, þannig að það hefur skipt máli. Þú hefur aldrei sett þig í fyrsta sæti og beygt okkur í fjöl- skyldunni eftir þínum vilja. Frekar virðist það vera þannig að þú hafir sett ánægju okkar og vellíðan ofar öllu öðru. Ég spurði ömmu um daginn út í allar bækurnar sem eru í stóra bókaskápnum. Hún sagði að þú hefðir nú aldrei lesið þess- ar bækur, vinir þínir hefðu kom- ið reglulega að selja bækur og þú hafir alltaf keypt þær. Þú varst maður sem varst alltaf til í að aðstoða vini þína enda minn- ist ég þess ekki að hafa heyrt nokkurn mann segja slæma hluti um þig. Þú varst vinmarg- ur og samkvæmt ömmu áttir þú til að halda veislur af minnsta tilefni sem iðulega voru vel sótt- ar. Meiri Strandamann hef ég aldrei hitt. Þú varst uppalinn á Hólmavík og áttir það til að koma Hólmavík að í mörgum samtölum. Þú varst stoltur Hólmvíkingur og vildir öllum bænum allt það besta. Einu sinni þegar ég var á leið vestur vissir þú að ég þyrfti að keyra í gegnum Hólmavík. Fyrir ferðina horfðir þú á mig sagðir: „Við biðjum að heilsa öllum á Hólma- vík.“ Ég horfði á þig eins og þú værir að grínast, þú horfðir til baka af mikilli alvöru. Þú varst að meina þetta. Hólmavík! Sæberg biður að heilsa! Við fjölskyldan minnumst þín með hlýhug og miklum söknuði. Líf þitt er öðrum til eftirbreytni. Hvíl í friði. Haukur, Selma og börn. Sæberg bróðir er farinn í draumalandið eftir 11 mánaða erfiða legu á spítala og hjúkr- unarheimilum með heimsóknar- bann vegna Covid. Sæberg hélt sínu jafnaðargeði þrátt fyrir mótlætið. Ég komst til hans 25. júlí á Vífilsstaði og var sama jafnaðargeðið og áður og hann með bros á vör. Ég man fyrst eftir honum þegar við bjuggum á Langholts- vegi 87 þá rak hann matvöru- verslun á Langholtsvegi 89 og fannst mér ungum dreng það mjög spennandi. Þau Magný byggðu sér hús í Mosfellssveit á Helgafelli á glæsilegum en erfiðum stað og skírðu þau húsið Áshamar. Það var mikil vinna að byggja þarna upp á hamrinum og vinna í lóð- inni mjög mikil. Sæberg var seigur að koma sér áfram en það gera menn ekki nema eiga góða konu sér við hlið og hún Magný var hans stoð og stytta alla tíð. Sæberg var traustur maður og það var alltaf gott að leita til hans. Sæberg var góður bróðir og góður sonur, ég dáðist alltaf að því hvað hann og Magný hugsuðu vel um mömmu alla tíð. Nú er hann kominn í drauma- landið þar sem mamma hefur tekið vel á móti honum. Elsku Magný, Hekla, Hulda og fjölskyldur, innilega samúð. Hvíldu í friði elsku bróðir, Brynjar og fjölskylda. Kveðja frá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar Félagi okkar Sæberg Þórð- arson hefur nú kvatt þessa jarð- vist eftir nokkurra mánaða veik- indi þar sem hann dvaldi m.a. á Vífilsstöðum. Sæberg gekk í Lionsklúbb Mosfellsbæjar í mars árið 1968, þremur árum eftir að klúbbur- inn var stofnaður. Hann var lengi einn af öflugustu félögun- um og gegndi mörgum trúnað- arstörfum. Sæberg var t.d. ritari klúbbsins 1970-1971 og formað- ur 1974-1975. Þegar Lionsklúbbur Mosfells- bæjar ákvað um 1970 að ráðast í það stórvirki að byggja fyrsta áfanga íbúða fyrir aldraða að Hlaðhömrum var Sæberg einn af þeim klúbbfélögum sem stóðu í framlínunni við undirbúning og skipulag byggingarframkvæmd- anna. Við þessa framkvæmd lyftu félagar í Lionsklúbbi Mos- fellsbæjar grettistaki í sjálfbo- ðaliðsvinnu, bæði við að afla fjár til framkvæmdanna og einnig við ýmsa þætti í byggingarvinn- unni á kvöldin og um helgar. Fyrsta skóflustunga var tekin 26. nóvember 1976 og 6 íbúða hús var svo afhent Mosfells- hreppi fullbúið til eignar og rekstrar 12. júlí 1980. Það sum- ar unnu svo Lionsfélagar að frá- gangi lóðar við húsið. Klúbburinn gerði Sæberg að Melvin Jones-félaga árið 2006 og seinna, þegar aldurinn færð- ist yfir og getan til að taka virk- an þátt í starfi klúbbsins minnk- aði, var hann gerður að ævifélaga. Við kveðjum Sæberg félaga okkar með söknuði og þakklæti fyrir langt og skemmtilegt sam- starf og vottum Magný eigin- konu hans og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Magnús Sigsteinsson, formaður. Ég segi oft að ég sé alin upp á tveimur heimilum, Liltagerði og Áshamri, ég átti heima í Litlagerði og nafna mín og besta vinkona bjó á Áshamri. Þar sótti ég í frið og ró, frá erilsömu stóru heimili sem Litlagerði var, í að vera á Áshamri, en þar bjó hún nafna mín ásamt eldri syst- ur og foreldrum sínum, Magný og Sæberg. Sæberg vann hjá Heklu bíla- umboði, var ökukennari og í Od- fellow. Við stórgræddum á því, gátum alltaf fengið VW-blöðrur (í minningunni), farið á skauta á tjörninni meðan á Odfellow- fundi stóð og þegar við höfðum aldur til var yfirleitt hægt að fá far og labba niður Laugaveginn á meðan Sæberg fór með ein- hvern í ökutíma. Og auðvitað fór svo að þegar kom að því að taka bílpróf þá að sjálfsögðu fór mað- ur í ökutíma til hans. Við gönt- uðumst með það að fáir hefðu haft sama ökukennara og mamma þeirra, en Sæberg hafði einmitt kennt mömmu á bíl. Hann var alltaf og kenndi á VW sem hafði að öllum líkindum þau áhrif að minn fyrsti bíll var að sjálfsögðu VW Golf. Á þessum árum var ekki ver- ið að tæta eða henda pappír eins og gert er í dag, Sæberg tók það sem til féll með sér heim og við gátum föndrað og leikið eins og við vildum með þennan papp- ír og höfðum ómælda ánægju af. Hann kenndi okkur líka að gera kertaskreytingar fyrir jólin og voru þær iðulega gerðar á Þor- láksmessu. Sæberg rak fasteignasöluna Berg í nokkur ár og þegar kom að því hjá mér og mínum manni að kaupa okkar fyrstu eign var Sæberg okkur innan handar og sá um kaupin og aðstoðaði okk- ur á allan hátt sem við vorum honum ævinlega þakklát fyrir. Þegar mamma var orðin ein reyndust þau henni einstaklega vel og miklu meira en bara ná- grannar. Sæberg hitti ég á Landspít- alanum sl. haust, hann lá á hjartadeildinni eftir að hafa greinst með alvarlega hjartabil- un. Hann var allur að hressast daginn sem ég hitti hann og það lá vel á honum en veikindi hans jukust frá þeim tíma og úr varð að hann sneri ekki aftur heim. Nú standa Litlagerði og Ás- hamar í sínum stað með nýja íbúa en eftir sitja góðar minn- ingar um eitthvað sem var mikli meira en bara nágrannakærleik- ur. Þeim mæðgum Magný, Heklu, Huldu Kötlu og fjöl- skyldum þeirra votta ég mína innilegustu samúð og þakka Sæ- berg samfylgd og og góð ráð í gegnum tíðina, blessuð sé minn- ing hans. Hulda Bergrós. Sæberg Þórðarson ✝ Elísabet Sig-urjónsdóttir fæddist 6. sept- ember 1962. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 23. sept- ember 2020. Elísabet var dóttir hjónanna Mattínu Sigurð- ardóttur, kaup- manns Innrömm- unar Sigurjóns, f. 15. mars 1944, og Sigurjóns Kristjáns- sonar slökkviliðsmanns og kaupmanns Innrömmunar Sig- urjóns, f. 25. júní 1941, d. 25. nóvember 2019. Systkini Elísabetar eru: 1) Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 1. apríl 1961, listakona, búsett í Grindavík, gift Sólveigu Magn- eu Jónsdóttur, f. 20. maí 1962, leiðsögumaður og ljósmyndari. 2) Ríkey Sigurjónsdóttir, f. 9. desember 1965, sjúkraliði og fótaaðgerðafræðingur. Börn Elísabetar eru: 1) Sig- urjón Agnar Daníelsson, raf- virkjameistari, f. 6. nóvember 1982. Faðir Sigurjóns er Daníel Agnarsson, f. 11. júlí 1960. 2) Aníta Sædís Ingimars- dóttir, bókari, f. 5. janúar 1990. Faðir Anítu Sædísar er Ingimar Skúli Sæv- arsson, f. 13. sept- ember 1962. Sam- býlismaður Anítu Sædísar er Daði El- ísson, f. 26. júní 1989. Ömmubarnið er Skúli Daðason, f. 8. ágúst 2019. Elísabet ólst upp í Skólagerði 9 í Kópavogi og gekk í Kárs- nesskóla, Þinghólsskóla og síðar í Fjölbrautaskólann við Ármúla þar sem hún stundaði nám til sjúkraliða á heilsugæslubraut. Hún greindist með MS-sjúkdóm- inn fyrir 25 árum eða aðeins rúmlega þrítug. Síðustu árin bjó hún á Sléttuvegi 7. Í MS-setrinu eignaðist hún marga góða vini. Elísabet lagðist til hinstu hvíld- ar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 23. september eftir erfiða baráttu við krabbamein. Útför hennar fór fram frá Lindakirkju 1. október 2020. Elskuleg frænka okkar, Elísa- bet Sigurjónsdóttir, er látin um aldur fram eftir langvarandi veikindi. Við erum systkinabörn og vorum í nánu sambandi á okk- ar æsku- og unglingsárum. Sam- verustundirnar með henni og systrum hennar hjá afa Sigga og ömmu Ingu á Skeiðarvogi 153 eru okkur ógleymanlegar. Vænt- umþykja og fjölskyldubönd voru þar treyst í sessi. Eftir unglings- árin gengum við hefðbundna vegi, menntabrautir, við störf á vinnumarkaði, stofnuðum fjöl- skyldur og ólum af okkur börn. Vegirnir lágu kannski ekki að öllu leyti saman síðari ár en við frændsystkinin höfum í gegnum árin fylgst náið hvert með öðru með virðingu og væntumþykju. Í æsku er lífið allt áhyggju- laust fram undan, lífið endalaust og tíminn lengi að líða. Þegar komið er á efri ár líður lífið hins vegar allt of hratt og virðist óþarflega stutt. Á lífsleiðinni eru lagðir margir þröskuldar. Elísa- bet, okkar kæra frænka, þurfti að mæta mótbyr vegna alvarlegra veikinda. Þar voru margir þröskuldar sem þurfti að ganga yfir. Af æðruleysi, dugnaði og velvild tók hún fullan þátt í lífinu með ynd- islegum börnum sínum, Sigurjóni og Anítu, foreldrum og vinum. Þegar frænka okkar kveður þennan heim á vit látins föður og annarra látinna ættingja sverfur að okkur söknuður vegna fráfalls yndislegrar konu, frænku og móður, sem við hefðum viljað hafa með okkur miklu lengur í þessari jarðvist. Hjarta okkar og hugur mun um ókomin ár geyma minningu um Elísabetu frænku. Væntumþykja byggir brýr og bætir menn í flestu, hennar vitund skín svo skýr og skapar tengsl og festu. Á stefnumót við dýrðardraum hún dregur mikinn skara er yfir lífsins ljúfa straum hún lætur okkur fara. Ég fer um þessa bestu brú á björtum lífsins degi og þar í gleði gengur þú á gæfu þinnar vegi. (Kristján Hreinsson) Elsku Sigurjón og Aníta, Mattína, Anna Sigríður og Ríkey, missir ykkar er mikill. Við vott- um ykkur og fjölskyldum einlæga samúð. Guð blessi minningu Elísabet- ar Sigurjónsdóttur. Ingunn Guðlaug, Sigurður, Helga og Auður Björk. Elísabet Sigurjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.