Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
Það var happa-
fengur fyrir Leik-
félag Akureyrar í
seinni leikhússtjó-
ratíð minni þar að
fá Bryndísi Pétursdóttur að láni
frá Þjóðleikhúsinu árið 1991 til
að leika Klöru Belcher í Stál-
blómum (Steel Magnolias) eftir
Robert Harling í leikstjórn Þór-
unnar Magneu Magnúsdóttur.
Leikritið fjallar um gleði og
sorgir sex Suðurríkjakvenna
þar sem styrkur og einlæg vin-
átta þeirra kemur berlega í ljós
þegar alvara lífsins knýr dyra.
Titill verksins vísar til þess að
kvenpersónurnar eru eins við-
kvæmar og magnolíublómin en
sterkar sem stál. Bryndís túlk-
aði margslungna persónu sína
með eindæmum vel. Góð vinátta
myndaðist að auki á milli okkar
allra sem að sýningunni stóðum.
Ég hafði þekkt Bryndísi frá
barnæsku, fyrst sem dáða leik-
konu og móður Eiríks Arnar
bekkjarbróður míns. Síðan fór
vel á með okkur er við störf-
uðum samtímis í Þjóðleikhúsinu
og ekki síst þegar hún lék þar
móður Guðrúnar Jóhönnu dótt-
ur minnar í leikritinu Gættu þín
eftir Kristínu Bjarnadóttur og
Bryndís
Pétursdóttir
✝ Bryndís fædd-ist 22. sept-
ember 1928 Hún
lést 21. sept. 2020.
Útför hennar fór
fram 1. október
2020.
gætti níu ára stelp-
unnar fyrir mig
bæði innan og utan
sviðs.
Bryndís var allt-
af glæsileg og fal-
leg, elskuleg með
blíða nærveru en
kraftmikil undir
niðri eins og Stál-
blómin í samnefndu
leikriti. Hún sagði í
sjónvarpsviðtali að
hún hefði búið við svo ham-
ingjuríkt einkalíf með góðum
eiginmanni og börnum að hún
hefði fengið útrás fyrir átök á
leiksviðinu. Enda gaf hún ekk-
ert eftir þar og skilaði með
sóma fjölda hlutverka stórra og
smárra, flestum í Þjóðleikhús-
inu, þar sem hún var reyndar
fyrsta konan til að stíga á svið í
vígslusýningu hússins, Nýárs-
nóttinni, 1950. Með Bryndísi er
gengin enn ein goðsögnin sem
hefur fylgt okkur leikhúsgestum
allt frá upphafi Þjóðleikhússins
og þeim sem enn lengra muna.
Blessuð sé minning hennar.
Ég kveð Bryndísi með virð-
ingu, hlýhug og þakklæti. Færi
jafnframt Eiríki Erni, Sigurði
og Pétri og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Signý Pálsdóttir.
Bryndís Pétursdóttir og móð-
ir mín, Herdís Þorvaldsdóttir,
voru vinkonur og nágrannar, en
þær voru líka báðar leikkonur í
Þjóðleikhúsinu frá fyrstu tíð.
Þær stóðu á sviðinu í lykilhlut-
verkum í tveimur af opnunar-
sýningum Þjóðleikhússins á
vígsludegi þess í aprílmánuði
árið 1950. Bryndís sem Guðrún,
í Nýársnóttinni eftir Indriða
Einarsson, og Herdís sem Snæ-
fríður í Íslandsklukku Halldórs
Laxness og Lárusar Pálssonar.
„Dísurnar“ tvær, eins og ég
heyrði þær stundum kallaðar,
áttu síðan eftir að standa á
þessu sama sviði í fjölmörgum
hlutverkum og gera leiklistina
að sínu ævistarfi. Þær voru á
sinn hátt frumkvöðlar og merk-
isberar kvenna af fyrstu kyn-
slóð atvinnuleikara á Íslandi.
Bryndís Pétursdóttir var
glæsileg kona sem gustaði af.
Mér er í bernskuminni hvernig
hún bar ævinlega með sér
andblæ heimskonu, þótt hún
væri bara að staldra við í morg-
unkaffi í eldhúsinu hjá mömmu,
svona rétt áður en hún þurfti að
drífa sig heim til að setja upp
kartöflurnar. Ég dáðist að því
hvað hún talaði af miklu sjálfs-
öryggi og hvernig hún slengdi
til þykku ljósu hárinu af sjálfs-
prottnum þokka.
Síðar átti ég eftir að kynnast
Bryndísi sem samstarfskonu,
þegar ég var sjálf að stíga mín
fyrstu skref sem leikkona í
Þjóðleikhúsin og sú reynsla
varð mér dýrmæt. Bryndís lá
aldrei á skoðunum sínum, en
hún var líka gjöful og hvetjandi
og hafði miklu að miðla.
Á kveðjustund vil ég fá að
þakka Bryndísi Pétursdóttur
gjafir hennar, vináttu og þó síð-
ast en ekki síst list hennar og
ævistarf. Börnum hennar,
barnabörnum og nánustu ætt-
ingjum sendi ég hugheilar sam-
úðarkveðjur – minningin um
stórhuga konu og glæsilega
leikkonu lifir.
Tinna Gunnlaugsdóttir.
Bryndísi kynntist ég fyrir 30
árum þegar ég hóf störf í Þjóð-
leikhúsinu nýútskrifuð leikkona.
Við lékum saman í Pétri Gaut
sem var frumsýndur 1991 Það
var opnunarsýning leikhússins
eftir miklar endurbætur á stóra
salnum. Mér fannst mjög
merkilegt að Bryndís hefði stig-
ið á svið í Þjóðleikhúsinu fyrst
allra þegar það var opnað 40 ár-
um fyrr, það var eiginlega í
fornöld fannst mér, því þarna
var árið núll hjá okkur nýút-
skrifuðu leikurunum. Við lékum
svo saman í Snædrottningunni
1994. Bryndísi var umhugað um
að gengið væri um Þjóðleikhús-
ið af virðingu og snyrti-
mennsku. Regla númer eitt að
skilja búningsherbergið eftir
hreint og fínt svo að leikkonur
næsta dags kæmu að öllu í röð
og reglu. Þau voru ófá skiptin
sem ég þurfti að bera kveðju frá
Bryndísi til herbergisfélaga
okkar af því að hún hafði komið
að herbergi tvö í rúst.
Ómissandi var að fá símtal
frá Bryndísi daginn eftir frum-
sýningar, hringt var í heimasím-
ann og spurt eftir mér eða Ingv-
ari eftir því hvort okkar
frumsýndi daginn áður. „Ég
heyrði hvert orð sem þú sagð-
ir,“ var besta einkunnin sem
maður fékk. Svo kvöldstundirn-
ar heima hjá Bryndísi með sam-
starfskonum úr leikhúsinu. Þá
opnaði Bryndís gullkistuna og
dró upp úr henni veigar langt
fram á nótt. Við máttum aldrei
opna hana, okkur var farið að
gruna að hún væri botnlaus eða
að Bryndís væri göldrótt. Hún
sýndi okkur gamlar myndir og
gömul föt og sagði sögur úr
leikhúsinu þegar hún var ung,
margar krassandi partísögur.
Bryndís var mikil skvísa, hún
hafði svo unglegar hreyfingar
allt fram undir það síðasta, sveif
snaggaralega um gangana á
Sóltúni með göngugrindina og
kastaði til hármakkanum. Bless-
uð sé minning Bryndísar. Ég er
þakklát fyrir 30 ára vináttu.
Edda Arnljótsdóttir.
Dísa P. var hún alltaf kölluð á
mínu heimili, ég man eftir henni
frá því ég var barn. Hún var ein
af fjölmörgum vinkonum
mömmu, Sigríðar Hagalín, flest-
ar leikkonur, og komu oft í
heimsókn, allar jafn sætar og
glaðlegar, og háværar, sögðu
gamansögur út í eitt, Dísa P.
með breitt bros og axlarsítt hár
sem flaksaðist þar sem hún
sveif um gólfin, ilmvatnsstrók-
urinn á eftir henni. Ég man líka
eftir heimsóknum í stóra húsið
hennar á Nesinu með útsýni yfir
sjóinn, hún talaði hátt og hratt,
gerði góðlátlegt grín að öllu,
mönnunum í lífi sínu, sonunum
þremur og eiginmanninum,
„hvað heldurðu“ byrjaði hún og
svo prjónaði hún hverja gam-
ansöguna á fætur annarri með-
an viðstaddir veltust um af
hlátri.
Löngu seinna þegar móðir
mín lá veik sýndi Dísa hvaða
mann hún hafði að geyma, fáir
reyndust henni þá jafn vel, hún
kom reglulega, var hlý og hug-
hreystandi, með sína fallegu
nærveru.
Löngu seinna var ég svo lán-
söm að fá að vinna með henni,
hafði skrifað sex einþáttunga,
útvarpsverk, fyrir eldri leikara
og eitt verkið var samið sér-
staklega með Bryndísi í huga.
Hún var þá löngu hætt að leika í
Þjóðleikhúsinu, komin á eftir-
laun, og ég vissi að hún var hóg-
vær og hlédræg þegar kom að
vinnunni, hvort hún fengist til
að gera þetta var alls óvíst. Ég
hringdi því fyrst í Eirík son
hennar til að spyrja hvort hann
héldi að móðir hans, þá komin
um áttrætt, myndi fást til að
leika aðalhlutverk í stuttu út-
varpsverki eftir mig. Hann
hvatti mig til að láta á það
reyna. Það tók nokkur símtöl,
með hléum, og umhugsunar-
fresti á milli, fyrir fyrrverandi
stjörnu Þjóðleikhússins að sam-
þykkja að vera með. Hún ef-
aðist mikið, hvort hún myndi
nokkuð ráða við þetta, hvort
hún væri sú rétta fyrir hlut-
verkið, hvort hún væri ekki orð-
in of fullorðin o.s.frv. En þegar
hún var komin fyrir framan
míkrófóninn steig fram hin
þaulreynda fyrrum Þjóðleik-
hússleikkona og lék hlutverkið
óaðfinnanlega. Það var mögnuð
reynsla að fylgjast með sex leik-
urum af þessari elstu kynslóð
íslenskra sviðsleikara að störf-
um, reynslan, færnin og fag-
mennskan, og hvílíkar raddir.
Dísa P. var dýrleg í hlutverki
eldri konu sem kemur aftur í
hús þar sem hun ólst upp og
mætir dularfullri fortíð sinni.
Ég minnist hennar með hlýju og
söknuði, og þakka fyrir allar fal-
legu minningarnar. Innilegar
samúðarkveðjur frá okkur Pétri
og Siggu, elsku Eiríkur, Siggi,
Pétur og fjölskyldur.
Hrafnhildur Hagalín.
✝ Björn HafliðiEinarsson
fæddist á Brekku á
Hofsósi 4. maí
1937. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á
Sauðárkróki 19.
september 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Mar-
grét Anna Guð-
mundsdóttir, f. 20.
október 1909, d. 1. febrúar
1987, og Einar Björnsson, f. 7.
júlí 1896, d. 23. júlí 1948. Bræð-
ur hans eru Jakob Brekkmann
Einarsson, f. 18. maí 1928, d. 2.
apríl 2014. Bjargmundur Ein-
arsson, f. 21. janúar 1933, d. 9.
mars 2019. Börn hans eru tvö
með Kristbjörgu Pétursdóttur.
Einar Einarsson f. 4. ágúst
1947, maki Hermína Jónas-
dóttir, börn þeirra eru sex.
Þann 22. febrúar 1967 kvæntist
Björn eftirlifandi eiginkonu
Berndsen og Gunnar Karl
Berndsen. Einar Guðmundur
Björnsson, f. 1969, börn hans
eru Sigurður Björn Guðmunds-
son og Lúcia Ísfold Guðmunds-
dóttir. Sævar Björnsson, f.
1972, barn hans með Sigurlínu
Guðjónsdóttur er Sigríður Mar-
grét Sævarsdóttir, maki Óðinn
Benónýsson, börn þeirra eru
tvö. Börn hans með Hrafnhildi
Björk Gunnarsdóttur eru Karen
Hrönn Sævarsdóttir, Elsa Rakel
Sævarsdóttir og Björn Erik
Sævarsson.
Björn ólst upp á Hofsósi og
lauk þar barnaskóla, hann
stundaði sjómennsku á ýmsum
bátum og einnig gerðu þeir
Jakob bróðir hans út trilluna
Egil. Hann fór á fjölda vertíða
til Keflavíkur og vann hjá HFH
Hofsósi við akstur og fleira.
Hann var einnig með fjárbú-
skap á Brekku með móður sinni
og bræðrum til fjölda ára og
var virkur í starfi eldri borgara
á seinni árum. Útför Björns fer
fram frá Hofsóskirkju 2. októ-
ber 2020 kl. 14. Vegna að-
stæðna í samfélaginu geta að-
eins nánustu ættingjar og vinir
verið viðstaddir útförina. At-
höfninni er útvarpað á FM 104.
sinni, Elsu Hlíðar
Jónsdóttur frá Fyr-
irbarði í Fljótum, f.
9. október 1944.
Börn þeirra eru
Guðbjörg Særún
Björnsdóttir, f.
1965, maki Jón
Gísli Jóhannesson,
börn þeirra eru
Inga Dögg Jóns-
dóttir, maki Stefán
Grímur Snæbjörns-
son, börn þeirra eru fjögur.
Gréta Dröfn Jónsdóttir, maki
Jóhann Oddgeir Jóhannsson,
börn þeirra eru þrjú. Daníel
Freyr Jónsson, sambýliskona
Lovísa Ösp Konráðsdóttir. Bára
Björnsdóttir, f. 1966, sambýlis-
maður Hendrik Berndsen, börn
þeirra eru Sigurður Ernst
Berndsen, sambýliskona Salóme
Sigurmonsdóttir, Aníta Birna
Berndsen, Hendrik Snær
Berndsen, f. 28. nóvember 2000,
d. 28. janúar 2001, Hendrik Ingi
Elsku pabbi, þá ertu farinn i
draumalandið, mig langar að
þakka þér alla góðvildina og vin-
skapinn í gegnum árin. Þú varst
ljúfur og hjálpsamur alla tíð. Þú
undir þér best þegar þú fórst á
sjóinn með handfærið og varst
afar fiskinn. Börnin mín eiga
margar góðar minningar af sjó-
ferðum með þér á sómabátnum
þar sem þú kenndir þeim réttu
handtökin. Þau komu oft í pöss-
un til þín og leið vel í návist
þinni, sem var engin furða enda
var frystikistan ávallt full af
íspinnum af öllum sortum.
Eftirminnilegur er afmælis-
kvöldverðurinn þinn við Loch
Ness-vatnið í Skotlandi, þegar
starfsfólkið kom þér á rækilega
á óvart og þú brostir allan hring-
inn. Það var virkilega gaman að
ferðast með þér. Þig hafði alltaf
langað að fara til Færeyja, þar
sem þú hafðir unnið með mörg-
um Færeyingum á vertíðum í
Keflavík og þótti þér vænt um
þá. Þér var vel tekið af góðum
grönnum okkar Færeyingum.
Þú varst þó ávallt mjög heima-
kær og vildir helst drífa þig
norður eftir nokkra daga í burtu
frá þínum heimahögum. Hofsós
var þinn staður. Ég kveð þig
með bæn sem þú kenndir mér í
barnæsku.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Takk fyrir allt elsku pabbi
minn, þín dóttir
Bára.
Elsku afi minn, ég kveð þig
með miklum söknuði en með
þakklæti í huga fyrir að sálir
okkar tveggja lágu saman í þess-
ari vegferð sem við köllum lífið.
Þú hefur alltaf verið
þolinmóðasti, blíðasti og hógvær-
asti vinur minn. Heimsóknir til
þín í rólegheitin í Lyngholti voru
ómissandi til þess að komast frá
borgarlátunum fyrir sunnan. Ég
tel mig heppna að hafa hálfpart-
inn alist upp á Hofsósi hjá ykkur
ömmu þar sem ég fór oft í pöss-
un til ykkar, sérstaklega á sumr-
in. Það sem gerði aksturinn
norður til þín bærilegan öll þessi
ár var hlökkunartilfinningin að
renna í hlað til þess eins að sjá
Tinnu þína taka á móti manni
geltandi glöð og þig standa í eld-
húsglugganum. Við þrjú áttum
margar góðar stundir saman á
Hofsósi sem ég mun alltaf varð-
veita. Þú varst heimakær og
nægjusamur maður með góða
nærveru, að snúast um staðinn
með þér, hvort sem það var á
landi eða sjó, voru bestu stund-
irnar.
Þótt þú værir maður fárra
orða þá leyndi væntumþykja þín
til fjölskyldu þinnar sér ekki þar
sem þú tókst ávallt svo innilega
utan um okkur í hvert sinn sem
maður kom inn um dyrnar. Þín
hjálpsemi, hjartahlýja og gjaf-
mildi urðu til þess að okkur
barnabörnunum leið ætíð vel í
návist þinni, þín gæska breyttist
aldrei.
Eins hjartahlýr og þú varst
elsku afi þá var þér alltaf ískalt á
höndunum, svo kalt að við köll-
uðum þær „frystikistuhendur“
og þótti ekkert sjálfsagara en að
ég myndi ylja þér um lófana þeg-
ar þú komst inn á kvöldin eftir
að hafa unnið úti á veturna.
Guð heldur nú um hendur þín-
ar elsku afi minn, hjartans þakk-
ir fyrir allt, ég mun sakna þín
svo mikið, ég elska þig. Þín afa-
stelpa, Aníta Birna.
Elsku afi
Ávallt verður þú afi minn,
á jörðu sem á himni ég kyssi þína kinn
og býð þér góða nótt.
Segi þér að við sjáumst fljótt,
þú sem alltaf mér stendur við hlið.
Takk fyrir allt
Og takk fyrir að hafa verið til.
(Höfundur óþ.)
Endar nú dagur en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefir mér Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Aníta Birna Berndsen.
Orðið sem fyrst kemur upp í
hugann minn þegar ég hugsa til
þín Björn minn er ljúfmenni.
Fyrstu kynni okkar voru falleg,
við Bára fórum á ball á Hofsósi,
ég var að þvo bílinn minn á þvot-
taplaninu þegar þú stóðst allt í
einu fyrir aftan mig og spurðir
mig „ert þú ekki Hendrik?“ Þú
sagðist vera pabbi Báru og við
áttum vingjarnlegt samtal, eftir
það vissi ég að við yrðum góðir
vinir í lífinu. Þú starfaðir alla
ævi við sjávarútveg bæði á sjó
og í landi. Snemma fórstu á ver-
tíðir í Keflavík og urðu þær
sautján talsins. Í seinni tíð ljóm-
aðir þú upp er þú rifjaðir upp
sögur af þeim tíma, sér í lagi
þegar við tókum rúnt saman á
Suðurnesin eða sóttum sjó í
Skagafirði. Þú lýstir rómatík og
gleði, ekki bara puði. Þú varst
mjög ungur þegar þú fórst á
þína fyrstu vertíð, einstaklega
duglegur, að færa björg í bú fyr-
ir móður þína. Þú misstir pabba
þinn aðeins 10 ára gamall sem
var þér þungt og erfitt. En þú
gerðir þitt besta til að hjálpa
þínu fólki. Þú varst einstaklega
þægilegur að vera með, hvort
það sem það var í leik eða starfi.
Þegar þú varðst 60 ára fórum
við eftirminnilega ferð til Skot-
lands, skoðuðum fræga kastala
og söguslóðir. Á afmælisdegi
þínum ókstu í fyrsta skipti bíl
erlendis með prýði, flottur. Ekki
var ferðin til Færeyja síðri þeg-
ar þú varðst 70 ára gamall, það
var þér að þakka að ég fór, þú
hringdir í mig og baðst mig svo
fallega að koma með, annars
væri hæpið að þú færir í ferðina.
Í Færeyjaferðinni varstu á
heimavelli, við skemmtum okkur
konunglega, þú ræddir við
marga sjómenn sem höfðu verið
á Íslandi. Hápunktur ferðarinn-
ar var að bjóða þér aftan á mót-
orhjól sem ég hafði leigt. Við
rúntuðum um alla Þórshöfn, ein-
tóm gleði.
Stoltur varstu þegar við Bára
eignuðumst hús á Hofsósi sem
þurfti mikið viðhald. Þú komst
svo oft til hjálpar, til þess að
vinna með mér eða einfaldlega
til þess að halda mér félagskap.
Þú vissir að eftir þessi húsakaup
yrðum við fjölskyldan meira í
kringum þig.
Þú hvattir mig til þess að
eignast bát og fórst með mér að
skoða Sómann, en sá bátur átti
eftir að reynast okkur vel. Við
fórum margar veiðiferðir út á
fjörðinn þinn og fiskuðum vel,
oft komu börnin mín með. Alltaf
vorum við sammála um veiðina.
Báturinn reyndist ekki bara
happafley heldur gleðistaður
fyrir okkur báða. Eftirminnileg-
ur er dagurinn 20. júlí 2006 er
við sigldum allan fjörðinn inn að
austanverðu og út að vestan-
verðu, verðið var æðislegt, þú
brostir breitt. Hjartahlýjar eru
minningarnar þegar þú heim-
sóttir okkur í Sætún þar sem við
áttum margar góðar kvöldstund-
ir í mat og drykk. Þú varst svo
hugulsamur þegar kom að okkar
veru í heimabæ þínum enda
varstu alla tíð heimakær og und-
ir þér best á Hofsósi. Við áttum
mörg góð símtöl í gegnum tíðina
og er ég þakklátur fyrir þau,
sárt var það þegar þær hring-
ingar hættu, Björn minn.
En svo fór heilsu þinni að
hraka sem var þungt að horfa
upp á. En það var ávallt vel
hugsað um þig á HSN. Þú sýndir
mér og okkur hlýhug varst ein-
staklega góður við börnin okkar
alla tíð. Minning um góðan mann
mun lifa. Hjartans þakkir fyrir
allt, þinn vinur og tengdasonur
Hendrik.
Við kveðjum þig með trega og
miklum söknuði. En á sama tíma
viljum við þakka fyrir dýrmætar
og ógleymanlegar stundir. Hlýja
höndin þín mun áfram ylja okkur
um ókomna tíð.
Megi minning þín lifa með
okkur.
Hann stendur í fjörunni horfir á hafið,
himinn tær og fagurblár.
Allt er lífskrafti vorsins vafið,
vonin í brjóstinu hrein og klár,
vetrarins þunglyndi gleymt og grafið,
geislandi fegurð um enni og brár.
Minningar að honum stöðugt streyma,
stormsöm ævi um hugann fer.
Um liðna daga hann lætur sig dreyma
þó líf’ans hafi nú borist á sker.
Hann þráði og elskaði hafsins heima.
Í hillingum allt þetta finnur og sér.
Hér vildi hann ljúka langri ævi,
leggjast til hvílu við sjávarnið.
Bað þess hljóður að guð sér gæfi
af gæsku sinni eilífan frið.
Að mætti hann róa á sólgullnum sævi
og sækja á gjöful fiskimið.
(Valdimar Lárusson)
Sigurður Ernst og Salóme.
Björn Hafliði
Einarsson