Morgunblaðið - 02.10.2020, Page 32

Morgunblaðið - 02.10.2020, Page 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS HJÓLALÁSAR FRÁ TRELOCK Sjáðu úrvalið og veldu lásinn sem hentar þér á www.lykillausnir.is 40 ára Guðbjörn Gunnar ólst upp í Bol- ungarvík en býr núna í Kópvoginum. Guðbjörn er stýrimaður á togara hjá Kaupfélagi Skag- firðinga. Áhugamálin eru fjölskyldan, fótbolti og golf. Maki: Auður Dögg Árnadóttir, f. 1984, heimavinnandi. Börn: Árni Gunnar, f. 2010, Nína Rakel, f. 2014, Telma Dögg, f. 2016 og nýfæddur drengur, f. 2020. Foreldrar: Elín Elísabet Halldórsdóttir, f. 1958, vinnur í Múlakaffi og Jón Marinó Guðbrandsson, f. 1954, starfar hjá Vatns- virkjanum. Þau búa í Reykjavík. Guðbjörn Gunnar Jónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Mundu að þótt allt gangi þér í hag- inn eina stundina, er lánið fallvalt og betra að vera við öllu búinn. Næstu dagar verða spennandi. 20. apríl - 20. maí  Naut Það getur reynst dýrt spaug að gera mistök þegar allt ríður á því að hlutirnir klár- ist sem fyrst. Reyndu að hrista slenið af þér og taktu ærlega til hendinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sambönd þarfnast þess að þú tak- ir almennilega þátt til þess að þau virki. Gakktu ekki of hart fram í að koma skoð- unum þínum á framfæri við ástvini. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gerðu langtímafjárhagsáætlanir fyr- ir heimili og fjölskyldu í dag. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Hugmyndir þær, sem þú hefur í sambandi við fjármál eru frábærar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gerðu þér far um að halda jafnvæg- inu milli persónulegra markmiða og tengsla þinna við aðra. Þú ert aldrei of gamall til þess að læra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér líður afskaplega vel um þessar mundir og mátt ekki láta neinn hafa neikvæð áhrif þar á. Verkefni sem þú hefur verið að vinna að lengi mun leysast á auðveldan hátt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vertu óhræddur að eiga skoð- anaskipti við aðra. Þú umgengst fólk sem er með álíka margar spurningar og þú og er að takast á við svipaða hluti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Yfirmenn og aðrir ráðamenn reyna oft á sjálfálitið, og það er erfitt að láta það ekki á sig fá. Ekki láta neikvæðni þeirra slá þig út af laginu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ástæðulaust að hafna samstarfi við aðra fyrir fram því einn þíns liðs getur þú ekki klárað öll verkefni. Mála- miðlanir koma til greina. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur slegið slöku við í lík- amsræktinni undanfarið sem er synd. Gefðu sjálfum þér það loforð að snúa blaðinu við. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver eða eitthvað stendur í vegi fyrir fjáröflunartilraunum þínum í dag. Skap- andi nálgun hjálpar þér við að leysa lífsgát- una. Sumarið 2017 stofnaði Gunn- steinn ásamt félaga sínum, Guð- mundi Má Ketilssyni, Smart Socks sem er netverslun sem selur mán- aðarlegar áskriftir að sokkum og starfaði hann í félaginu til byrj- unar árs 2020. bankanum (áður Landsbanka Ís- lands) og var lengst af við- skiptastjóri fyrirtækja, nú síðast í fyrirtækjamiðstöð Landsbankans. Að auki sat hann í stjórn starfs- mannafélags Landsbankans (FSLÍ). G unnsteinn Geirsson fæddist 2. október 1980 í Reykjavík og elst upp í Fossvogi. Segja má að hann sé sparibarn foreldranna því svo langt er á milli hans og systk- inanna. „Ég er nánast einkabarn því það munar bara þremur árum á mér og elsta barnabarni foreldra minna.“ Gunnsteinn segir það hafa verið frábært að alast upp í Fossvog- inum. „Við bjuggum neðst í vog- inum Reykjavíkurmegin og maður var allan daginn úti í móa og að spila fótbolta, enda þetta alveg frábært svæði fyrir krakka.“ Það fylgdi lífinu í Fossvoginum að verða snemma Víkingur og Gunn- steinn segir það enn vera sitt lið. Skólagangan hófst í Ísaksskóla og Gunnsteinn fór síðan 9 ára í Fossvogsskóla og í framhaldi af því í Réttarholtsskóla. Fjölskyldan fluttist í Skerja- fjörð þegar Gunnsteinn var á 15. aldursári. „Við fluttum um sum- arið áður en ég átti að fara í 10. bekk, og ég ákvað strax að ljúka við grunnskólann í Réttó í gamla hverfinu mínu, svo ég var alltaf með annan fótinn þar.“ Það var kannski skynsamleg ákvörðun því það hefði verið erfitt fyrir Víkinginn að vera í miðjum KR-inga hópi. „KR var eiginlega bara óvinurinn, það verður bara að segjast,“ segir Gunnsteinn, sem segir að þótt hann hafi flutt í KR- hverfið í nokkur ár kom það aldrei til greina að skipta um lið. Gunnsteinn fór í Verzlunarskóla Íslands og kláraði stúdentspróf árið 2000 og þaðan fór hann í við- skiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og útskrifast með B.Sc.-gráðu árið 2004. „Það lá eig- inlega bara alltaf í loftinu að ég myndi fara í viðskiptin, því pabbi rak fyrirtæki og mikið talað um viðskiptalífið á heimilinu.“ Haustið 2007 hóf Gunnsteinn nám í fjármálum fyrirtækja í HR og útskrifast þaðan með M.Sc.- gráðu í byrjun árs 2010. Frá vori 2004 starfaði hann hjá Lands- Gunnsteinn segir að hugmyndin að stofnun Gáfusokka hafi komið frá Guðmundi og verið líka byggð á sambærilegum rekstri í Banda- ríkjunum. „Við ákváðum bara að slá til og opna netverslun með skrautlegum sokkum á netinu. Það hafa allir gaman af því að fá pakka og með því að vera í áskrift fær maður alltaf pakka og veit ekki hvernig sokka maður fær, því við vorum ekkert með þessa hefð- bundnu svörtu eða hvítu sokka.“ Gunnsteinn segir það hafa verið frábæra reynslu að fara í gegnum allt ferlið að stofna fyrirtæki og sjá það vaxa úr engu og verða að einhverju. „Þetta var mjög skemmtilegur tími, en ég varð samt að draga mig út úr fyrir- tækinu, því ég hafði bara allt of mikið að gera.“ Haustið 2018 hóf Gunnsteinn nám í tölvunarfræði í HR og stefn- ir á að útskrifast með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði vorið 2021. „Núna er ég að prófa mig áfram á svolítið Gunnsteinn Geirsson viðskiptafræðingur og tölvunarfræðinemi - 40 ára Fjölskyldan Dæturnar, f.v. Ragnheiður Lovísa og Júlía Líf, og foreldrarnir Gunnhildur Eva og Gunnsteinn. Framtíðin er í tölvuheiminum Golfið Gunnsteinn hefur gaman af golfi og þótt lítill tími gefist í dags- ins önn, þá eru fríin nýtt vel. Liverpool Gunnsteinn er mikill Liv- erpool-aðdáandi og hér er hann á leik klæddur treyju liðsins. Til hamingju með daginn Kópavogur Drengur Guðbjörnsson fædd- ist heima hjá sér í Kópavoginum, þriðju- daginn 22. september 2020. Hann vó 4.030 g og var 51 cm að lengd. Foreldrar hans eru Auður Dögg Árna- dóttir og Guðbjörn Gunnar Jónsson. Nýr borgari 30 ára Agnes Ósk ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur en býr núna í Mosfells- bænum. Hún er sjúkraþjálfari og rekur fyrirtækið Hraust í Kópavogi, þar sem hún vinnur mest með endurhæfingu kvenna eftir barnsburð og með konum með streitueinkenni. Maki: Joshua Guðsteinsson, f. 1994, í rafvirkjanámi. Synir: Dagur Guðsteinn, f. 2017 og Brynjar Snorri, f. 2019. Foreldrar: Snorri Kristinsson, f. 1962, kranamaður hjá Samskipum, og Krist- jana Kristjánsdóttir, f. 1967, sjúkraliði á Grund. Þau búa í Mosfellsbæ. Agnes Ósk Snorradóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.