Morgunblaðið - 02.10.2020, Síða 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
Afturelding er komin upp í efsta sæti
Olísdeildar karla í handbolta eftir
20:17-sigur á nýliðum Gróttu á úti-
velli í gærkvöld. Leikurinn var
spennandi og var staðan 17:16, Aftur-
eldingu í vil, þegar sex mínútur voru
til leiksloka. Skoraði Afturelding
þrjú af fjórum síðustu mörkunum og
fagnaði sigri. Guðmundur Árni Ólafs-
son og Bergvin Þór Gíslason skoruðu
fimm mörk hvor fyrir Aftureldingu
og Arnór Freyr Stefánsson varði 16
skot í markinu. Andri Þór Helgason
og Hannes Grimm skoruðu þrjú
mörk hvor fyrir Gróttu.
Afturelding í
efsta sætinu
Ljósmynd/Afturelding
Markvörður Arnór Freyr Stef-
ánsson varði vel gegn Gróttu.
Arsenal mætir Manchester City og
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í
Everton mæta Manchester United í
átta liða úrslitum enska deildabik-
arsins í knattspyrnu en dregið var
til þeirra strax og sextán liða úrslit-
unum lauk í gærkvöld. Arsenal
vann þá Liverpool í vítaspyrnu-
keppni eftir markalausan leik lið-
anna á Anfield þar sem Rúnar Alex
Rúnarsson var varamarkvörður
Arsenal. Brentford sló út Fulham
og dróst gegn Newcastle og Stoke
sló út Aston Villa og fær Tottenham
í heimsókn.
AFP
Áfram Arsenal fagnaði á Anfield í
gærkvöld eftir vítaspyrnukeppni.
Stórleikir í átta
liða úrslitum
BREIÐABLIK – KA 1:1
0:1 Sveinn Margeir Hauksson 18.
1:1 Viktor Karl Einarsson 53.
M
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)
Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)
Brynjólfur Willumsson (Breiðabliki)
Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki)
Mikkel Qvist (KA)
Rodrigo Gómez (KA)
Brynjar Ingi Bjarnason (KA)
Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Dómari: Þorvaldur Árnason – 7.
Áhorfendur: 303.
VÍKINGUR R. – KR 0:2
0:1 Ægir Jarl Jónasson 1.
0:2 Óskar Örn Hauksson 72.
MM
Guðjón Orri Sigurjónsson (KR)
M
Ingvar Jónsson (Víkingi)
Viktor Örlygur Andrason (Víkingi)
Adam Ægir Pálsson (Víkingi)
Kennie Chopart (KR)
Kristinn Jónsson (KR)
Pablo Punyed (KR)
Óskar Örn Hauksson (KR)
Ægir Jarl Jónasson (KR)
Dómari: Pétur Guðmundsson – 7.
Áhorfendur: Um 400.
STJARNAN – FH 1:1
0:1 Pétur Viðarsson 54.
1:1 Hilmar Árni Halldórsson 90.
M
Guðjón Pétur Lýðsson (Stjörnunni)
Haraldur Björnsson (Stjörnunni)
Heiðar Ægisson (Stjörnunni)
Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni)
Gunnar Nielsen (FH)
Guðmundur Kristjánsson (FH)
Pétur Viðarsson (FH)
Þórir Jóhann Helgason (FH)
Dómari: Erlendur Eiríksson – 7.
Áhorfendur: Um 300.
Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Hilmar Árni Halldórsson færði
Valsmenn enn nær Íslandsmeist-
aratitli karla 2020 þegar hann
jafnaði metin fyrir Stjörnuna gegn
FH, 1:1, í uppbótartíma í granna-
slag liðanna í Garðabæ í gærkvöld.
Allt stefndi í sigur FH-inga eftir
mark Péturs Viðarssonar snemma
í seinni hálfleik og þá hefði verið
komin áhugaverðari staða í topp-
baráttunni. FH hefði þá verið sex
stigum á eftir Val og enn fimm
umferðir eftir, ásamt innbyrðis
leik.
Nú er munurinn hinsvegar átta
stig og draumur FH-inga um að
ná Hlíðarendaliðinu dofnar veru-
lega eftir þessa atburðarás í lokin
á Samsung-vellinum.
En baráttan um Evrópusætin
harðnar hinsvegar enn og nú skil-
ur aðeins eitt stig að Breiðablik,
Stjörnuna, Fylki og KR í þriðja til
sjötta sæti deildarinnar. Stjarnan
og KR eiga auk þess inni frest-
aðan leik sín á milli.
„FH-ingar naga sig eflaust í
handarbökin yfir færunum sem
fóru forgörðum, sérstaklega Len-
non. Haraldur Björnsson sýndi
það hins vegar að hann er einn af
sterkari markvörðum deildarinnar
og hélt liði sínu á floti nokkrum
sinnum,“ skrifaði Kristófer Krist-
jánsson m.a. í grein um leikinn á
mbl.is.
Steven Lennon og Morten
Beck Guldsmed nýttu ekki sann-
kölluð dauðafæri til að koma FH í
2:0. Lennon hefur fatast flugið að
undanförnu og aðeins náð að
skora eitt mark í síðustu fimm
leikjum í deildinni eftir að hafa
gert sex mörk í þremur leikjum
þar á undan.
Enn vinnur KR á útivelli
KR-ingar halda öllum mögu-
leikum galopnum í baráttunni um
Evrópusæti eftir sigur á Víkingum
í Fossvogi í gærkvöld, 2:0.
Þetta var fimmti útisigur KR í
sex leikjum á meðan þeir hafa að-
eins unnið þrjá af tíu heima-
leikjum sínum á tímabilinu.
Víkingar léku sinn tíunda leik í
röð án sigurs en frá því þeir gjör-
sigruðu ÍA 6:2 þann 19. júlí hafa
þeir gert fimm jafntefli og tapað
fimm leikjum í deildinni. Þeir
halda sér samt áfram átta stigum
ofan við fallsæti.
„Víkingum hefur gengið illa að
skora og það breyttist ekki í
kvöld. Vítaspyrna fór meira að
segja í súginn. Víkinga vantar odd
á spjótið og ekki bætir úr skák að
Óttar Magnús Karlsson er farinn í
atvinnumennsku. Í mörgum leikj-
um hefur vantað að opna varnir
andstæðinganna þegar komið er
fram völlinn en í kvöld geta Vík-
ingar þó bent á góð færi sem þeir
fengu,“ skrifaði Kristján Jónsson
m.a. í grein um leikinn á mbl.is.
Guðjón Orri Sigurjónsson lék
sinn fyrsta leik í deildinni í marki
KR og varði vítaspyrnu Erlings
Agnarssonar í fyrri hálfleik. Guð-
jón lék í stað Beitis Ólafssonar
sem tók út leikbann.
Óskar Örn Hauksson skoraði
sitt 80. mark í deildinni þegar
hann kom KR í 2:0. Hann er sá
14. frá upphafi sem skorar 80
mörk.
Óskar lagði líka upp fyrra
mark KR sem Ægir Jarl Jónasson
skoraði eftir aðeins 35 sekúndur.
KA tapar ekki leikjum
KA-menn léku sinn áttunda leik
í röð án taps þegar þeir gerðu
jafntefli, 1:1, við Breiðablik á
Kópavogsvelli í gærkvöld.
Tveir sigrar og sex jafntefli er
uppskera Arnars Grétarssonar og
hans manna síðan þeir töpuðu 1:0
fyrir Val 15. ágúst. KA reytir því
inn stigin hægt og rólega og liðið
hefur fengið á sig næstfæst mörk
allra liða. Hinsvegar hafa aðeins
Grótta og Fjölnir skorað færri
mörk en Akureyrarliðið.
Fyrir Blika eru þetta tvö töpuð
stig á heimavelli í harðri baráttu
um Evrópusæti. Hjá þeim munar
miklu að Thomas Mikkelsen hefur
verið ólíkur sjálfum sér og aðeins
gert eitt mark í síðustu fimm
leikjum. Það kom úr vítaspyrnu.
„Blikar voru mun meira með
boltann í leiknum og stjórnuðu
ferðinni frá A til Ö en eins og svo
oft áður í sumar gekk liðinu illa að
skapa sér afgerandi marktækifæri.
Blikum til varnar þá voru Akur-
eyringar ansi þéttir til baka og
virtust ekki hafa nokkurn einasta
áhuga á því að vera með boltann á
vallarhelmingi Blika,“ skrifaði
Bjarni Helgason m.a. um leikinn á
mbl.is.
Sveinn Margeir Hauksson
skoraði sitt fyrsta mark í efstu
deild þegar hann kom KA-
mönnum yfir í leiknum.
Viktor Karl Einarsson gerði
sitt fjórða mark í sex leikjum og
það fimmta á tímabilinu þegar
hann jafnaði metin fyrir Blika.
KA gerði sitt 11. jafntefli í 17
leikjum og er nú aðeins einu jafn-
tefli frá því að jafna met Breiða-
bliks í deildinni. Blikar gerðu 12
jafntefli í 22 leikjum tímabilið
2014.
Hæsta hlutfall jafntefla í deild-
inni eiga hinsvegar KR-ingar sem
gerðu 11 jafntefli í 18 leikjum árið
1982. KA er með enn hærra hlut-
fall en það eins og staðan er núna.
Hilmar færði
Val enn nær
titlinum
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Kópavogur Damir Muminovic miðvörður Breiðabliks skallar með tilþrifum
í átt að marki KA-manna í jafnteflisleiknum á Kópavogsvelli í gærkvöld.
Jafnaði gegn FH-ingum í blálokin
Evrópuslagurinn harðnar enn
Morgunblaðið/Eggert
Mikilvægur Annan leikinn í röð var Hilmar Árni Halldórsson bjargvættur
Stjörnumanna á lokamínútum. Hann jafnaði gegn FH í uppbótartímanum.
Pepsi Max-deild karla
Breiðablik – KA........................................ 1:1
Víkingur R. – KR...................................... 0:2
Stjarnan – FH........................................... 1:1
Staðan:
Valur 17 13 2 2 44:17 41
FH 17 10 3 4 33:23 33
Breiðablik 17 8 4 5 33:26 28
Stjarnan 16 7 7 2 26:20 28
Fylkir 17 9 1 7 26:26 28
KR 16 8 3 5 29:20 27
ÍA 17 6 3 8 39:39 21
KA 17 3 11 3 18:19 20
HK 17 5 4 8 28:35 19
Víkingur R. 17 3 7 7 23:28 16
Grótta 17 1 5 11 15:37 8
Fjölnir 17 0 6 11 15:39 6
Lengjudeild kvenna
Augnablik – Völsungur ............................ 1:1
Staða efstu liða:
Tindastóll 16 14 1 1 46:5 43
Keflavík 16 12 3 1 42:15 39
Haukar 16 9 2 5 26:18 29
Afturelding 16 7 4 5 22:19 25
Augnablik 16 6 5 5 27:30 23
Evrópudeild UEFA
Umspil um sæti í riðlakeppninni:
FC Köbenhavn – Rijeka .......................... 0:1
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með
FCK.
Malmö – Granada .................................... 1:3
Arnór Ingvi Traustason kom inn á hjá
Malmö á 71. mínútu.
Rosenborg – PSV Eindhoven................. 0:2
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn
með Rosenborg.
Dundalk – KÍ Klaksvík ............................ 3:1
Tottenham – Maccabi Haifa .................... 7:2
CFR Cluj – KuPS Kuopio ....................... 3:1
Ararat Armenia – Rauða stjarnan.......... 1:2
Dinamo Zagreb – Flora Tallinn .............. 3:1
Slovan Liberec – APOEL Nikósía.......... 1:0
Charleroi – Lech Poznan ......................... 1:2
Hapoel Beer Sheva – Viktoria Plzen ...... 1:0
Dinamo Brest – Ludogorets Razgrad.... 0:2
Sarajevo – Celtic....................................... 0:1
Legia Varsjá – Qarabag........................... 0:3
Standard Liege – Fehervár..................... 3:1
Basel – CSKA Sofia.................................. 1:3
Young Boys – KF Tirana......................... 3:0
AEK Aþena – Wolfsburg......................... 2:1
Rangers – Galatasaray ............................ 2:1
Rio Ave – AC Milan................. (2:2) 10:11(v)
Sporting Lissabon – LASK Linz ............ 1:4
Kasakstan
Astana – Kaspij Aktau ............................ 1:2
Rúnar Már Sigurjónsson skoraði mark
Astana og lék í 78 mínútur.
Svíþjóð
Bikarkeppnin, 2. umferð:
Karlslund – AIK....................................... 1:2
Kolbeinn Sigþórsson lék seinni hálfleik-
inn með AIK.
Danmörk
B-deild:
Hvidovre – Fredericia ............................ 0:3
Elías Rafn Ólafsson varði mark
Fredericia í leiknum.
England
Deildabikarinn, 16-liða úrslit:
Liverpool – Arsenal................... (0:0) 4:5 (v)
Rúnar Alex Rúnarsson var varamark-
vörður Arsenal í leiknum.
Brentford – Fulham................................. 3:0
Aston Villa – Stoke................................... 0:1
Olísdeild karla
Grótta – Afturelding ............................ 17:20
Staðan:
Afturelding 4 3 1 0 97:90 7
Haukar 3 3 0 0 82:68 6
ÍBV 3 2 0 1 89:85 4
Valur 3 2 0 1 100:82 4
KA 3 1 2 0 72:70 4
FH 3 2 0 1 82:74 4
Selfoss 3 1 1 1 75:76 3
Þór Ak. 3 1 0 2 67:69 2
Grótta 4 0 2 2 86:90 2
Stjarnan 3 0 1 2 77:84 1
Fram 3 0 1 2 70:78 1
ÍR 3 0 0 3 76:107 0
Þýskaland
Magdeburg – Bergischer ................... 27:31
Ómar Ingi Magnússon skoraði eitt mark
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson eitt.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 2 mörk
fyrir Bergischer.
Lemgo – Coburg.................................. 33:26
Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk fyrir
Lemgo.
Gulldeild kvenna
Danmörk – Noregur ........................... 21:28
Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg.
Meistaradeild karla
Elverum – Kielce ................................. 22:31
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 1
mark fyrir Kielce og Haukur Þrastarson 1.
Nantes – Barcelona ............................. 27:35
Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk fyrir
Barcelona.