Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 35

Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 35
ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 KÖRFUBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Mikið breytt lið KR mátti þola tap fyrir Njarðvík, 92:80, er liðin mætt- ust í Frostaskjóli í 1. umferð Dom- inos-deildar karla í körfubolta í gærkvöld. Margir af máttarstólpum KR-inga síðustu ár hurfu á braut fyrir leiktíðina og þá er Darri Freyr Atlason tekinn við þjálfun KR-inga. Veturinn gæti orðið erfiður fyrir KR ef marka má fyrsta leik, en Njarðvíkingar voru sterkari allan tímann og uppskáru öruggan sigur. Zvonko Buljan leit vel út í sínum fyrsta leik með Njarðvík og skoraði 25 stig og tók 11 fráköst og Maciek Baginski var traustur að vanda. Matthías Orri Sigurðarson var best- ur hjá KR og skoraði 21 stig, en hann verður að leika miklu betur en á síðasta ári. Er Matthías orðinn fyrirliði KR-inga og Vesturbæingar treysta á hann, líkt og ÍR-ingar gerðu áður en hann hélt heim í KR á nýjan leik. Þá verða reynslubolt- arnir Jakob Örn Sigurðarson, Brynjar Þór Björnsson og Helgi Már Magnússon að spila miklu bet- ur en í gær. ÍR gerði góða ferð í Skagafjörð- inn og vann frekar óvæntan 87:83- sigur á Tindastóli. Nær Borche Ilievski alltaf að búa til spennandi lið í Breiðholti og í ár virðist engin breyting á því. Ekki má búast við að mörg lið fari á Krókinn og fagni útisigri í vetur. Collin Pryor var sterkur hjá ÍR og þá spilaði Sig- valdi Eggertsson, unglingalands- liðsmaður sem leikið hefur á Spáni, afar vel. Náðu fáir í liði Tindastóls sér á strik en Shawn Glover var langbestur með 32 stig. Nýliðarnir nálægt sigri Nýliðar Hattar frá Egilsstöðum hefðu með smá heppni getað fagnað heimasigri á Grindavík, en Höttur var með sjö stiga forskot þegar skammt var eftir. Grindavík tók við sér á lokakaflanum, tryggði sér framlengingu og öruggan sigur í framlengingunni. Dagur Kár Jóns- son átti stórleik fyrir Grindavík og skoraði 25 stig. Er gott að fá Dag aftur á völlinn eftir afar erfitt síð- asta tímabil vegna meiðsla. Sig- urður Gunnar Þorsteinsson byrjar feril sinn hjá Hetti afar vel, skoraði 21 stig og tók 11 fráköst og var auk þess leiðtogi á vellinum. Höttur þarf áfram að treysta á Sigurð Gunnar til að vinna leiki í vetur. Loks vann Þór Þorlákshöfn öruggan sigur á Haukum á heima- velli, 105:97. Larry Thomas, sem leikið hefur hér á landi frá 2017 með Hamri, Þór Akureyri og Breiðabliki, var sterkur og skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoð- sendingar. Með hann í stuði gæti Þór náð langt. Hjá Haukum var Kári Jónsson stigahæstur með 27 stig. Haukar misstu m.a. Hjálmar Stefánsson eftir síðasta tímabil og er um slæmt tap að ræða í 1. um- ferð gegn liði sem er spáð svipuðu gengi í deildinni. Breytt lið KR-inga byrjaði illa  Erfiður vetur hjá KR?  Gott ferða- lag ÍR-inga  Nýliðarnir nálægt sigri Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Öflugur Króatinn Zvonko Buljan fór vel af stað með Njarðvík, skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. Hér reynir Þorvaldur Orri Árnason að stöðva hann. Útlit er fyrir að áhorfendur verði á leikjum karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn Rúmeníu, Dan- mörku og Belgíu á Laugardalsvell- inum dagana 8., 11. og 14. október. UEFA tilkynnti í gær að takmark- aður fjöldi áhorfenda yrði heim- ilaður á landsleikjum í október en engir voru leyfir á landsleikjunum í september. Hámarksfjöldi miðast við 30 prósent af heildarsætafjölda hvers leikvangs og því gætu verið allt að 3.000 manns á leikjunum. KSÍ vinnur nú að undirbúningi og útfærslu sóttvarnahólfa. Áhorfendur á landsleikjunum Morgunblaðið/Hari Tólfan Útlit er fyrir meiri stemn- ingu en á síðasta heimaleik. Hólmbert Aron Friðjónsson lands- liðsmaður í knattspyrnu hefur skrifað undir samning við ítalska B- deildarfélagið Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með. Hólmbert er væntanlegur til Ítalíu í dag en hann kemur til félagsins frá norska úr- valsdeildarfélaginu Aalesund þar sem hann hefur leikið frá árinu 2018. Hólmbert er í hópi marka- hæstu manna norsku úrvalsdeild- arinnar í ár með 11 mörk en hann skoraði mark Íslands gegn Belgíu í leik liðanna í Þjóðadeild UEFA í síðasta mánuði. Hólmbert á leið- inni til Brescia Morgunblaðið/Eggert Ítalía Hólmbert Aron Friðjónsson gengur til liðs við Brescia.  LeBron James hóf úrslitaeinvígi LA Lakers og Miami um NBA-meistaratit- ilinn með látum í fyrrinótt. Hann skor- aði 25 stig, tók 13 fráköst og átti 9 stoðsendingar í öruggum sigri Lakers, 116:98, í fyrsta leik liðanna. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 34 stig en Jimmy Butler gerði 23 stig fyrir Miami.  Handboltamaðurinn Sveinn José Rivera sem hefur leikið með Aftureld- ingu og Val síðustu ár mun ganga til liðs við ÍBV. Handbolti.is greindi frá þessu í gær.  Ögmundur Kristinsson landsliðs- markvörður og samherjar hans í gríska meistaraliðinu Olympiacos eru í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í fót- bolta ásamt Porto, Manchester City og Marseille en dregið var í gær.  Landsliðsmaðurinn Mikael And- erson og samherjar í danska meist- araliðinu Midtjylland eru í D-riðli ásamt Liverpool, Ajax og Atalanta.  Evrópumeistarar Bayern München eru í A-riðli ásamt Atlético Madrid, Salzburg og Lokomotiv Moskva.  Í B-riðli eru Real Madrid, Shakhtar Donetsk, Inter Mílanó og Borussia Mönchengladbach.  Í E-riðli eru Sevilla, Chelsea, Kras- nodar og Rennes.  Í F-riðli eru Zenit Pétursborg, Dort- mund, Lazio og Club Brugge.  Í G-riðli eru Juventus, Barcelona, Dynamo Kiev og Ferencváros.  Í H-riðli eru París SG, Manchester United, RB Leipzig og Istanbul Basak- sehir. Eitt ogannað HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Ásvellir: Haukar – Valur...................... 19.30 Hleðsluhöll: Selfoss – FH .................... 19.30 TM-höllin: Stjarnan – KA.................... 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Origo-höll: Valur – Stjarnan..................... 20 1. deild karla: MG-höllin: Álftanes – Vestri ............... 19.15 Dalhús: Fjölnir – Skallagrímur........... 19.15 Hveragerði: Hamar – Sindri ............... 19.15 Flúðir: Hrunamenn – Selfoss .............. 19.15 KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Akraneshöll: ÍA – Tindastóll ............... 17.30 2. deild kvenna: Kórinn: HK – Grindavík ...................... 19.15 Í KVÖLD! Dominos-deild karla Höttur – Grindavík .................... (frl.) 94:101 Tindastóll – ÍR...................................... 83:87 Þór Þ. – Haukar.................................. 105:97 KR – Njarðvík ...................................... 80:92 Meistaradeild Evrópu 8-liða úrslit 2019-20: Zaragoza – Tenerife ........................... 87:81  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig fyrir Zaragoza og tók 7 fráköst en hann spilaði í 22 mínútur. Evrópudeildin Valencia – Lyon-Villeurbanne........... 65:63  Martin Hermannsson skoraði 5 stig fyrir Valencia og átti 2 stoðsendingar. Hann lék í 13 mínútur.  Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Robert Lewandowski frá Póllandi og Pernille Harder frá Danmörku voru í gær útnefnd besta knatt- spyrnufólk Evrópu 2019-20 í árlegu kjöri UEFA og Samtaka evrópskra íþróttafjölmiðla, ESM. Lewandowski, Evrópu- og Þýska- landsmeistari með Bayern Münch- en, vann með yfirburðum, fékk 477 stig, Kevin De Bruyne frá Belgíu og Manchester City fékk 90 stig í öðru sæti og Manuel Neuer frá Þýska- landi og Bayern 66 stig í þriðja sæti. Alls greiddu 80 þjálfarar liða í Meistara- og Evrópudeildum og 55 íþróttafréttamenn, einn frá hverju landi í Evrópu, atkvæði í kjörinu. Harder, Þýskalands- og bikar- meistari með Wolfsburg og silfur- verðlaunahafi í Meistaradeild kvenna, sigraði í jafnri kosningu í kvennaflokki. Hún fékk 92 stig en Wendie Renard, varnarmaður Evr- ópumeistara Lyon, fékk 81 stig. Lucy Bronze frá Englandi og Lyon fékk 28 stig í þriðja sæti. Atkvæði greiddu 20 þjálfarar fremstu fé- lagsliða og landsliða Evrópu ásamt 20 íþróttafréttamönnum víðsvegar að úr álfunni. Sara varð í þriðja sæti Einnig voru kjörnir bestu mark- verðir, varnarmenn, miðjumenn og sóknarmenn Meistaradeilda karla og kvenna. Sara Björk Gunnarsdóttir, lands- liðsfyrirliði og Evrópumeistari með Lyon, var ein af þremur efstu miðju- mönnum í kjörinu. Dzsenifer Ma- rozsán frá Lyon var kjörin besti miðjumaðurinn með 66 stig, Alex- andra Popp frá Wolfsburg fékk 30 stig og Sara fékk 19 stig í þriðja sæt- inu. Sarah Bouhaddi (Lyon) var besti markvörðurinn, Wendie Ren- ard besti varnarmaðurinn og Per- nille Harder besti sóknarmaðurinn. Hjá körlum var Neuer besti mark- vörðurinn, De Bruyne besti miðju- maðurinn, Lewandowski besti sókn- armaðurinn og Joshua Kimmich (Bayern) besti varnarmaðurinn. Ljósmynd/Fernando Santamaria Ortiz Bestur Robert Lewandowski með verðlaunagripina í Sviss í gær. Yfirburðakosning hjá Lewandowski  Harder best í jafnri kosningu AFP Best Pernille Harder komst ekki í verðlaunaafhendinguna í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.