Morgunblaðið - 02.10.2020, Page 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
AÐRAR MYNDIR Í
SÝNINGU:
* Harry Potter
* Hvolpasveitin (ísl. tal)
* The Secret :
Dare to dream
* The New Mutants
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Frábær ný teiknimynd fyrir
alla fjölskylduna.
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS
Nýjasta Meistaraverk
Christopher Nolan
★ ★ ★ ★ ★
★ ★ ★ ★ ★
★ ★ ★ ★ ★
The Guardian
The Times
The Telegraph
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
Þegar leikritið Oleanna eftirDavid Mamet var frumsýntá Broadway 1992 í leik-stjórn höfundar vakti það
strax hörð viðbrögð enda höfundur
að skoða erfið og umdeild umfjöll-
unarefni. Leiklistarrýnir The New
York Times taldi að augljóslega
mætti sjá verkið sem bein viðbrögð
Mamet við yfirheyrslum öldunga-
deildar Bandaríkjaþings yfir Anitu F.
Hill sem sakaði Clarence Thomas um
kynferðislega áreitni í aðdraganda
þess að hann var skipaður dómari við
Hæstarétt Bandaríkjanna 1991. Sú
saga endurtók sig síðan þegar Brett
Kavanaugh var skipaður 2018, aðeins
ári eftir að #metoo-bylgjan reið yfir
heiminn.
Leikrit Mamet gerist að öllu leyti á
skrifstofu háskólakennarans Johns. Í
þremur þáttum fáum við að fylgjast
með samskiptum Johns (Hilmir
Snær Guðnason) og Carol (Vala
Kristín Eiríksdóttir), nemanda hans,
og sjáum hvernig valdaaðstaða
þeirra breytist smám saman eftir því
sem verkinu vindur fram. Í fyrsta
þættinum er Carol mætt á skrifstof-
una til að fá einkunn fyrir ritgerð sem
henni hefur gengið illa með, enda
viðurkennir hún fúslega að hún skilji
ekki kennsluefnið, sem John samdi,
þrátt fyrir að hún hafi samvisku-
samlega lesið það. John má varla
vera að því að ræða við Carol og er
með hugann við annað þar sem hann
er að reyna að festa sér hús með eig-
inkonu sinni þar sem hann á von á
fastráðningu við háskólann með til-
heyrandi fjárhagslegu öryggi. Hann
svarar ítrekað í farsíma sinn á milli
þess sem hann grípur viðstöðulaust
fram í fyrir Carol. Áður en þættinum
lýkur býður hann henni að byrja
námskeiðið upp á nýtt. Hann segir að
hún fái hæstu einkunn ef hún vilji
hitta sig á skrifstofu hans í nokkur
skipti þar sem hann sjái aumur á
henni og kenni sjálfum sér um að
hafa ekki getað gert sig skiljanlegri í
kennslutímum.
Þegar fundum Johns og Carol ber
saman í öðrum þætti hefur hún haft
samband við háskólaráð skólans og
kvartað formlega yfir tilboði hans,
framkomu og talsmáta sem hún telur
bera vott um karlrembu og yfirlæti.
John skilur einlæglega ekki hvað
hann á að hafa gert á hlut Carol og
biður hana um að þau leysi málin sín
á milli, en þá kemur í ljós að Carol
hefur rætt við aðra nemendur og í
lokaþætti verksins talar hún opið um
það að hún geti ekki fyrirgefið John
og litið framhjá framkomu hans þar
sem hún sé orðin talsmaður nem-
endahópsins. Mamet fer ekki dult
með að verki hans er ætlað að vera
nokkurs konar svar við pólitískri
rétthugsun og málhreinsun sem sveif
áberandi yfir vötnum í Bandaríkj-
unum á ritunartíma verksins. Spurn-
ingin um merkingu orða er kynnt
snemma í leikritinu og er gegnum-
gangandi þema þegar John notar
ítrekað orð sem Carol skilur ekki.
Orðfæri Johns undirstrikar einnig
valdaójafnvægi þeirra, sérstaklega í
fyrsta þættinum þar sem hann hefur
töglin og hagldirnar.
Höfundur vinnur líka með spurn-
inguna um hver hafi skilgreiningar-
valdið í samskiptunum. Mamet stillir
áhorfendum í raun upp sem vitnum
að samskiptum kennarans og nem-
andans í þáttunum þremur og býður
okkur jafnframt að gerast kviðdóm-
endur í máli þeirra. Við sjáum og
heyrum hvað raunverulega gerist
sem skilur, af hendi höfundar, lítið
svigrúm eftir til túlkunar. Ekki síst
þar sem við sjáum persónur verksins
ekki í beinum samskiptum við aðra
utan skrifstofunnar, ef frá eru talin
örstutt símtöl þar sem við heyrum
aðeins það sem John segir. Raunar
ættu viðvörunarbjöllur að byrja að
klingja strax í fyrsta þætti þegar
Carol leggur kennaranum ítrekað
orð í munn og mistúlkar það sem
hann segir. Því hvernig er hægt að
eiga gjöful samskipti við aðra þegar
hvorugt hlustar á hitt, þegar merk-
ingin skreppur sífellt undan og eng-
inn sameiginlegur skilningur er til
staðar?
Mamet málar verk sitt svart-
hvítum litum og virðist meðvitað
forðast alla gráa tóna sem hefðu get-
að gefið persónum og aðstæðum
meiri dýpt og þar með kjöt á beinin.
Á sama tíma er höfundur langt frá
því að vera hlutlaus í framsetningu
sinni, sem birtist meðal annars í því
að hann lýsir verkinu sem harmleik
þar sem John er augljóslega tragíska
hetjan sem er í góðri trú þegar hann
velur að gera það sem leiðir að lokum
til glötunar. Höfundur velur til dæm-
is að veita okkur upplýsingar um fjöl-
skylduhagi Johns, drauma og áskor-
anir í uppvexti. Um Carol fáum við
hins vegar lítið annað að vita en að
hún kemur úr erfiðum aðstæðum og
hefur þurft að hafa mikið fyrir því að
komast inn í háskólann. Þegar grannt
er skoðað virðist það vera takmarkað
álit kennarans á langskólamenntun
sem fer mest fyrir brjóstið á nemand-
anum með afdrifaríkum afleiðingum.
Mamet stillir upp nokkrum and-
stæðupörum í verki sínu, það er
kennari gagnvart nemanda; eldri
manneskja gagnvart yngri; karl
gagnvart konu. Grunnspurning
verksins hverfist hins vegar um vald
og hvernig við förum með það – óháð
aldri og kyni. Í því ljósi hefði mögu-
lega verið áhugaverðara og skýrara
ef kennarinn og nemandinn hefðu
verið af sama kyni. Því þegar upp er
staðið hafa báðar persónur verksins
misnotað vald sitt, þó með ólíkum
hætti og afleiðingum sé. Báðum hef-
ur þeim tekist að eyðileggja draum
hins, sem endurspeglast í titli verks-
ins sem vísar í norskt þjóðlag þar
sem rakið er með gagnrýnum hætti
hvernig landnemum mistókst að
byggja sér fyrirmyndarríki í land-
nemabyggðinni Oleanna í Penn-
sylvaníu í Bandaríkjunum.
Uppfærsla Borgarleikhússins í
leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar
og Gunnar Gunnsteinssonar er mjög
trú höfundi og lítil sem engin tilraun
gerð til að fjölga gráu tónunum með
tilheyrandi spennu. Íslensk þýðing
Kristínar Eiríksdóttur er þjál og um-
gjörðin öll er þénug, hvort heldur
snýr að lýsingu Þórðar Orra Péturs-
sonar, tónlist og hljóðmynd Garðars
Borgþórssonar og Þorbjörns Stein-
grímssonar eða leikmynd og bún-
ingum Seans Mackaoui sem mynd-
gerir vel þá breytingu sem verður í
valdatafli persóna. Í meðförum Hilm-
is Snæs er John vissulega yfirlætis-
fullur og plássfrekur, en á sama tíma
ávallt sympatískur. Í höndum Völu
Kristínar er Carol frá fyrstu stundu
aggressív og hvöss, sem gefur henni
lítið færi á að þróast í verkinu. Fyrir
vikið verður mun minna úr þeirri
dramatísku spennu sem þó væri
hægt að ná út úr þessu verki Mamet.
Eftir situr samt sú hugsun að verkið
hafi ekki elst vel og eigi mjög erfitt
með að tala inn í breyttan veruleika.
Veldur hver á heldur
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Oleanna „Mamet málar verk sitt svarthvítum litum og virðist meðvitað forðast alla gráa tóna,“ segir í rýni.
Borgarleikhúsið
Oleanna bbbnn
Eftir David Mamet. Íslensk þýðing:
Kristín Eiríksdóttir. Leikstjórn: Hilmir
Snær Guðnason og Gunnar Gunnsteins-
son. Leikmynd og búningar: Sean Mack-
aoui. Leikgervi: Elín Sigríður Gísladóttir.
Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Hljóð-
mynd: Garðar Borgþórsson og Þorbjörn
Steingrímsson. Tónlist: Garðar Borg-
þórsson. Leikarar: Hilmir Snær Guðna-
son og Vala Kristín Eiríksdóttir. Frum-
sýning á Nýja sviði Borgarleikhússins
föstudaginn 18. september 2020.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST