Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 40
PRÓFAÐU ÞÆGINDIN OG
SLÖKUNINA SEM ÞÚ FÆRÐ Í NÝJU
MODULAX HVÍLDARSTÓLUNUM
NÝTT
Á ÍSLANDI
SÆKTU APPIÐ MODULAX OG
SKOÐAÐU HVERNIG STÓLLINN
LÍTUR ÚT Á ÞÍNU HEIMILI.
JAMES
STÓLL MEÐ SKEMLI
verð 149.900
PANDORA
RAFSTILLANLEGUR
verð 219.900
Alla Modulax stóla er hægt að sérpanta sem lyftustóla.
IRIS
RAFSTILLANLEGUR
verð 209.900
MODULAX HVÍLDARSTÓLAR
HÖNNUN OG ÞÆGINDI Á HVERT HEIMILI
ZERO
GRAVITY
ZERO
GRAVITY MODULAX
• 3-mótora hvíldarstóll.
• Handvirk og þægileg
höfuðpúðastilling 42°.
• Innbyggð hleðslu-
rafhlaða. Endist 250
sinnum fyrir alla mótora.
NÝTT!
MODULAX
MARGAR GERÐIR
modulax.be
BALDURSNES 6 – AKUREYRI LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK
KYNNTU ÞÉR VÖRUÚRVALIÐ
OG VERSLAÐU Í RÓLEGHEITUM
Á SVEFNOGHEILSA.IS
FRÍR FLUTNINGUR
UM ALLT LAND
GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ
Kvartettinn Beija-Flor mun bjóða til brasilískrar
veislu í Hafnarborg í dag kl. 17.30 á öðrum tónleikum
tónleikaraðarinnar Síðdegistónar í Hafnarborg. Kvart-
ettinn skipa Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á básúnu,
fiðlu og söng, Alexandra Kjeld á kontrabassa og
syngur einnig, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og
Einar Scheving á slagverk. Á efnisskránni verða lög
eftir marga helstu höfunda brasilískrar tónlistar,
þeirra á meðal Antonio Carlos Jobim, Djavan, Paul-
inho da Viola og Luiz Bonfa. Sætaframboð á tónleik-
unum er takmarkað í samræmi við viðmið heilbrigð-
isyfirvalda og geta gestir tekið frá miða með því að
hringja í síma 585-5790.
Brasilísk veisla að hætti Beija-Flor
í Síðdegistónum í Hafnarborg
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 276. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Möguleikar FH-inga á að veita Valsmönnum keppni um
Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta á lokaspretti Ís-
landsmótsins dvínuðu verulega í gærkvöld. Þeir fengu á
sig jöfnunarmark í uppbótartíma, 1:1, þegar Hilmar Árni
Halldórsson skoraði fyrir Stjörnuna, og þar með eru
Valsmenn með átta stiga forskot á FH þegar fimm um-
ferðum er ólokið. KR vann Víking á útivelli, 2:0, og KA
gerði enn eitt jafnteflið, nú gegn Breiðabliki á Kópa-
vogsvelli, 1:1. »34
Möguleikar FH-inga dvínuðu veru-
lega þegar Hilmar jafnaði í blálokin
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Leikfimikennsla með áherslu á
keppni í einstökum greinum bitnar
á þeim sem ekki æfa skipulagðar
íþróttir og því er ástæða til að
leggja frekar áherslu á gildi hreyf-
ingarinnar með hag allra nemenda í
huga.
Þetta eru helstu niðurstöður
rannsóknar Arons Gauta Laxdal,
kennara í íþróttafræðum við Agder-
háskólann í Kristiansand í Noregi, í
doktorsritgerð hans um leikfimi-
kennslu í framhaldsskólum, sem
hann varði við Háskólann í Stav-
anger í Noregi í sumar.
Helsti tilgangur rannsóknar-
innar var að kanna hvort nemendur
upplifðu námsumhverfi sitt á mis-
munandi hátt. Þeim var skipt í hópa
eftir getu að eigin mati í leikfimi og
eins eftir kyni. Úrtakið var úr
menntaskólum í Noregi og á Ís-
landi, 600 manns í hvoru landi.
Aron segir að aðrar rannsóknir
hafi sýnt mikinn mun og hann hafi
viljað finna út af hverju hann staf-
aði.
„Þeir hæfustu í bóklegum
greinum fá minnstan stuðning frá
kennurunum en því er öfugt farið í
leikfiminni,“ segir Aron og vísar til
rannsóknarinnar. Hann segir þetta
víti til varnaðar. Á fyrstu stigum
skólagöngunnar sé leikfimi oft vin-
sæl hjá öllum, en með aldrinum
verði þeir lakari stöðugt óánægðari
en þeir betri ánægðari.
„Ein ástæðan er sú að kenn-
ararnir hafa verið eða eru þjálfarar í
skipulögðu íþróttastarfi, keppnis-
hugsunin er ríkjandi í skólastarfinu
og því nýtur keppnisfólk sín betur
en aðrir í leikfiminni.“
Kyn kennara skiptir engu
Aron segir að ráði keppnis-
hugsunin ríkjum verði munurinn á
þeim betri og lakari sífellt meiri og
hætta á að þeir lakari sjái lítinn sem
engan tilgang í að mæta í tímana.
„Leikfimin á að vera fag í skólanum,
þar sem ákveðinn lærdómur á sér
stað og allir njóta góðs af en ekki
eingöngu fyrir íþróttakrakka til að
sýna hvað þeir eru góðir í íþrótt-
um.“ Hann leggur áherslu á að allir
njóti þess að vera í betra líkamlegu
formi, en í keppnismiðaðri kennslu
sé hætta á að þeir, sem ekki stundi
íþróttir, nái ekki árangri eins og
hinir og missi áhugann.
Margir kennarar eru meðvit-
aðir um vandann og leggja gjarnan
áherslu á almenna líkamsrækt frek-
ar en keppni í kennslunni, að sögn
Arons. „Í öðrum rannsóknum kem-
ur fram að þeir segjast koma eins
fram við alla nemendur, þeir átta
sig ekki á að þeir mismuna þeim.“
Aron segir aðalatriðið að ein-
blína ekki á íþróttirnar sem slíkar
heldur nota þær til þess að kenna
hvaða þýðingu þær hafi, hvaða áhrif
ákveðnar hreyfingar hafi, mikilvægi
þess að hafa rétt við, gildi samvinnu
og svo framvegis. „Áherslan á að
vera á það sem á að læra í tímanum
eins og til dæmis mikilvægi sam-
vinnu en ekki hverjir eru bestir í
fótbolta.“
Enginn munur reyndist vera á
upplifun stelpna og stráka vegna
kyns leikfimikennarans. „Oft hefur
öðru verið haldið fram og því fannst
mér þetta mjög áhugaverð niður-
staða.“ Hann bendir á að almennt
gangi strákum betur en stelpum í
leikfimi og niðurstaðan bendi til
þess að lausnin felist ekki í því að
fjölga konum í hópi leikfimikennara.
Áherslur á villigötum
Gildi hreyfingar skiptir öllu í kennslu en ekki keppnis-
hugsun Niðurstöður í doktorsritgerð Arons Gauta Laxdal
Aron Gauti Laxdal: „Áherslan á að vera á það sem á að læra í tímanum eins og til dæmis mikilvægi samvinnu.“