Morgunblaðið - 30.10.2020, Síða 2
Svipað og tappi væri tekinn úr bað-
kari og vatnið látið renna úr var
gert við Árbæjarlón í Reykjavík í
gær. Opnað var fyrir lokur í Árbæj-
arstíflu við Höfðabakkabrú og
framvegis verður náttúrulegt
rennsli þar í gegn. Þetta er sam-
kvæmt ráðum Hafrannsóknastofn-
unar og nú færast árnar og lónið til
frambúðar í sína náttúrulegu
mynd. Niðurstöður sýndu að árleg
tæming á lóninu væri ekki æskileg
fyrir lífríkið og í nýju fyrirkomu-
lagi eru hagsmunir lífríkisins leið-
arljós.
Á næstu dögum stendur til að
fylla upp í norðurhluta Árbæjar-
lóns, svonefndan Andapoll, auk
þess sem moldarbakki við lónið
verður jafnaður út og svæðið grætt
upp í fyllingu tímans. Fuglum á lón-
inu mun fækka en þeir mögulega
færa sig upp með ánni. Að öðru
leyti ætti fuglalíf ofan lónsins og
fyrir neðan Árbæjarstíflu ekki að
verða fyrir miklum áhrifum af
þessu, segir Ólöf Snæhólm Bald-
ursdóttir, talsmaður Orkuveitu
Reykjavíkur. sbs@mbl.is
Rennsli í Árbæjarlón nú náttúrulegt og hagsmunir lífríkisins hafðir að leiðarljósi
Tappinn
var tekinn
úr stíflunni
Morgunblaðið/Eggert
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020
Í baráttu við COVID-19
býður Donnamaska, grímur
og andlitshlífar sem eru
gæða vara frá DACH og
notuð um allan heim.
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika
Sími 555 3100 www.donna.is
Heildsöludreifing
Type II 3ja laga
medical andlitsgríma
FFP3 Respirator Comfort
andlitsgríma með ventli
FFP3 High-Risk
andlitsgríma
Andlitshlíf
móðufrí
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Umfang gæludýrahalds í Reykjavík er
óljóst og skráningar eru ófullnægj-
andi. Leiða má líkum að því að einn
eða fleiri hundar séu nú á a.m.k. 9.000
heimilum í borginni en einungis ríflega
2.000 hundar eru hins vegar á skrá í
Reykjavík. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu stýrihóps um þjónustu við
gæludýr sem lögð var fram í umhverf-
is- og heilbrigðisráði sl. miðvikudag.
40% borgarbúa eiga gæludýr
Þar kemur fram að leiða megi rök
að því að kettir séu á um 30% heimila í
borginni og því gæti köttur verið á ríf-
lega 16.000 heimilum. Áætlað er að um
40% borgarbúa eigi gæludýr.
Stýrihópurinn bendir á að sífellt séu
að verða ljósari jákvæð áhrif gæludýra
á fólk, gæludýrahald geti leitt til auk-
innar útiveru og dregið úr félagslegri
einangrun og einmanaleika. Leggur
hópurinn fram fjölda tillagna um úr-
bætur og bætta þjónustu við gælu-
dýraeigendur með kostnaðaráætl-
unum. Er m.a. lagt til að öll málefni
dýra í borginni verði sameinuð undir
einum hatti undir nafninu Dýraþjón-
usta Reykjavíkur (DÝR), sem staðsett
verði í Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inum. Áhersla verði lögð á að fjölga
skráðum dýrum í borginni, komið
verði á fót rafrænu skráningarferli fyr-
ir skráningarskyld dýr, leyfisgjöld
verði lækkuð og skráningar einfald-
aðar og útbúinn verði sérstakur sjóð-
ur, helgaður dýravelferð. Átak verði
gert til að bæta hundasvæði m.a. með
uppsetningu leiktækja í samráði við
hundaeigendur.
Bent er á í skýrslunni að aldrei hafi
verið meiri eftirspurn eftir hvolpum og
kettlingum en eftir að veirufaraldurinn
skall á. ,,Hlutfall skráðra hunda hefur
líklega aldrei verið lægra í borginni og
fer lækkandi á meðan fjöldi hunda í
borginni hefur að mati fulltrúa hags-
munasamtaka aukist mikið á undan-
förnum árum. Það liggur því fyrir að
borgin þarf að huga að nýrri nálgun í
dýramálum, þjónustu við gæludýra-
eigendur, aukinni sátt um dýrahald og
stuðning við velferð dýra,“ segir þar.
Dræmar heimtur kattagjalds
Hópurinn aflaði víða fanga. Í um-
fjöllun um ketti kemur m.a. fram að
borgin ber árlega nálægt 40 milljóna
kr. kostnað af kattahaldi borgarbúa.
Sandskipti í sandkössum leikskóla
kosti borgina hátt í 30 milljónir kr. á
ári. ,,Kattagjald er óvíða innheimt á Ís-
landi en það er þó gert á Akureyri og í
sveitarfélaginu Árborg. Á þessum
stöðum virðast heimturnar á gjaldinu
vera fremur dræmar,“ segir stýrihóp-
urinn, sem telur að gjaldtaka af katta-
haldi sé ekki tímabær. Vinna þurfi
engu að síður að ábyrgu kattahaldi í
borginni. Nú þegar sé til staðar skrán-
ingarskylda og skráningarkerfi fyrir
ketti án þess að það hafi verið virkt.
Auk þess telur hópurinn ástæðu til
að skoða hvort gera ætti sérstakar
samþykktir um annað dýrahald, s.s.
kanínu- og býflugnahald, í borginni.
Tekjur vegna hundagjalda í
Reykjavík hafa farið lækkandi að því
er segir í skýrslunni, þar sem sífellt
fleiri hundaeigendur hafa sótt nám-
skeið með hund sinn og njóta af-
sláttar. Hundagjöldin hafa ekki
hækkað frá 2016 og hafa því lækkað
að raunvirði um 13%. Innheimt gjöld
í fyrra voru 29 milljónir en rekstrar-
kostnaður hundaeftirlitsins var 43
milljónir. Hópurinn telur að með
flutningi þessara mála til DÝR yrði
hægt að lækka kostnaðinn við eftir-
litið niður í um 30 milljónir.
Tjónamál vegna hunda fátíð
Flest sveitarfélög kaupa miðlæga
ábyrgðartryggingu vegna hunda og
kaupir borgin árlega slíka tryggingu
fyrir tæpar sjö milljónir. Tjónamál
tengd hundum eru þó fátíð en átta mis-
alvarleg atvik hafi komið upp þar sem
reyndi á trygginguna frá 2017.
Öll málefni dýra fari undir einn hatt
Hundar taldir vera á um 9.000 heimilum í borginni en aðeins um 2.000 á skrá Áætlað að kettir
séu á 16.000 heimilum Umfang gæludýrahalds í Reykjavík er óljóst og skráningar ófullnægjandi
Morgunblaðið/RAX
Dýr Mikil eftirspurn er eftir hund-
um og kettlingum í faraldrinum.
„Þetta var einstaklega gaman og ég
hef fengið góð viðbrögð við útsend-
ingunni. Það er gaman að geta
glatt á þessum tímum,“ segir Sig-
urður Þorri Gunnarsson, dagskrár-
stjóri K100.
Siggi stjórnaði bingó-fjölskyldu-
gleði sem var í beinni útsendingu á
mbl.is í gærkvöldi. Þátttaka í
bingóinu var vonum framar að sögn
Sigga; þúsundir spiluðu á tugþús-
undir bingóspjalda og hundruð
vinninga gengu út.
„Þetta gekk það vel að við ætlum
að keyra á þetta aftur eftir viku.
Við verðum í beinni á mbl.is næsta
fimmtudagskvöld og vonum að sem
flestir verði með okkur og freisti
þess að vinna fjölbreytta vinninga,“
segir Siggi, sem naut aðstoðar Evu
Ruzu í útsendingunni.
Bingó í beinni sló í gegn
Bingó-fjölskyldugleði verður aftur á mbl.is í næstu viku
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bingó! Siggi Gunnars var bingóstjóri í beinni á mbl.is í gærkvöldi.