Morgunblaðið - 30.10.2020, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Teldu niður til jóla
Nýleg skýrsla verk-
fræðifyrirtækjanna
COWI og Mannvits
um áhrif fyrirhug-
aðrar Borgarlínu
snýst nær einvörð-
ungu um efnahagshlið-
ina, en ekkert um fjöl-
margar aðrar
afleiðingar þessarar
framkvæmdar sem
geta verið mjög nei-
kvæðar. Þeirra á meðal eru um-
hverfisáhrifin sem rétt eins og hin
efnahagslegu áhrif má meta til fjár
og er oft gert í svonefndum fé-
lagshagfræðilegum athugunum.
Einnig verður að hafa í huga að fé-
lagshagfræðilegar greiningar og
skipulag samgangna verða aldrei
skilin frá skipulagi landnotkunar á
viðkomandi svæði, svo vel sé, enda
koma alltaf fleiri kostir en einn til
greina.
Gert er ráð fyrir að fyrsta lota
Borgarlínu, í samræmi við nýsam-
þykktan Samgöngusáttmála, muni
liggja um mörg mjög viðkvæm svæði
á höfuðborgarsvæðinu þar sem
hugsanlegt er að hún geti valdið
miklum, neikvæðum og óaftur-
kræfum umhverfisáhrifum. Hér er
um að ræða tengingu yfir Elliðaárn-
ar, eftir Laugardalnum
og niður á Hlemm, eftir
Hverfisgötu og niður á
Lækjartorg, eftir
Lækjargötu og Frí-
kirkjuvegi, yfir Tjörn-
ina á Skothúsvegi, upp
að Landspítala og síðan
yfir Fossvog, yfir á
Kársnes og eftir því
endilöngu að Hamra-
borg. Gert er ráð fyrir
að Borgarlínan yfirtaki
sumar af þessum götum
algerlega þannig að
önnur ökutæki þurfa þá að leita eitt-
hvað annað, með auknu álagi á þær
götur.
Kynning á Borgarlínunni hefur að
undanförnu verið með þeim hætti að
nær ógerlegt hefur verið fyrir venju-
legt fólk að átta sig á því hvað þarna
er á ferðinni, en þó er hlutlaus kynn-
ing þeirra sérfræðinga sem þarna
eiga hlut að máli og taka á því fag-
lega ábyrgð samt forsenda fyrir því
að fólk geti myndað sér skoðanir á
skynsamlegum grundvelli og sett
fram raunhæfar ábendingar/athuga-
semdir. Hér á ekki að vera að reyna
að selja eina ákveðna hugmynd og
þetta gildir jafnt um almenning,
stjórnmálamenn og aðra sérfræð-
inga.
Þótt sagt sé í tillögu að matsáætl-
un að fyrirhugað sé að athuga á leið
Borgarlínunnar „loftgæði, hljóðvist,
loftslag, samgöngur og umferðarör-
yggi, lífríki og vatnafar, jarðmynd-
anir, landnotkun og þróun borg-
arinnar, ásýnd, menningarminjar og
félagshagfræðilega þætti“ þá breytir
þetta ekki því að óhjákvæmilega
verður hér um mikil og varanleg um-
hverfisáhrif að ræða ef fram heldur
sem horfir. Þau verða ekki öll já-
kvæð og meðan þetta mál var á
frumstigi hefðu forsvarsmenn þess
auðvitað átt að útbúa og sýna hugs-
anlegt fyrirkomulag, a.m.k. á við-
kvæmustu stöðunum, í stað þess að
bjóða fólki bara upp á illskiljanlega
grafík.
Þetta er líka nauðsynlegt til þess
að hægt sé að meta þessi neikvæðu
áhrif til fjár, eins og ávinninginn, og
sýna á hverjum þau lenda. Allar
framkvæmdir, ekki síst í grónum
hverfum, hafa áhrif til hækkunar eða
lækkunar á virði fasteigna og skipu-
lagsaðilar þurfa að gera sér og öðr-
um grein fyrir því hver þessi áhrif
verða þannig að hægt sé að draga
sem mest úr neikvæðu áhrifunum.
Nýjar byggingar geta líka bæði úti-
lokað útsýni frá núverandi byggð og
valdið skugga sem getur gert núver-
andi íbúðir óíbúðarhæfar og sama
máli gildir um stórkarlalegar fram-
kvæmdir í viðkvæmu umhverfi.
Þessi áhrif, m.a. á heilsu manna, eru
löngu þekkt. Miklu skiptir líka að
hér sé vandað til verka og mikilvægt
að þeir sem gefa sig í að skipuleggja
fyrir samborgara sína hafi staðgóða
menntun í skipulagsfræðum og ekki
sakar að þeir hafi líka einhverja
fagurfræðilega menntun.
Hér er heldur ekki um neina smá-
smíð að ræða. Kjörsnið Borgarlín-
unnar, eða æskileg breidd, er talin
vera 35,5 m og þótt einhvers staðar
verði nauðsynlegt að reyna að kom-
ast af með minna mannvirki er hér
engu að síður um mjög mikla fram-
kvæmd að ræða sem mun gerbreyta
núverandi umhverfi.
Reykjavík er ekki með einn þéttan
miðbæ eins og margar gamlar borg-
ir á meginlandi Evrópu heldur er
svokölluð miðbæjarstarfsemi dreifð
um mikinn hluta borgarlandsins og
reyndar um höfuðborgarsvæðið allt.
Í núgildandi aðalskipulagi Reykja-
víkur, 2010-2030, þekur landnotk-
unin Miðborg/Miðsvæði líka mikinn
hluta Reykjavíkur auk þess sem eitt
stærsta verslunarhverfi landsins
hefur risið í Örfirisey þar sem land-
notkun á að vera Hafnir. Líklegt
verður því að telja að ferðaóskum
núverandi og komandi kynslóða
verði betur þjónað með samgöngu-
neti, sem auðveldar ferðir í allar átt-
ir, en línulegum lausnum.
Í þessu ljósi og með hliðsjón af nú-
verandi ástandi í efnahagsmálum
þjóðarinnar virðist vera full ástæða
til að kanna hvort aðrir og hógvær-
ari og hugsanlega betri kostir komi
ekki til greina til þess að að auðvelda
samgöngur fyrir alla á höfuðborg-
arsvæðinu á komandi árum og ára-
tugum. Í leiðinni væri vert að athuga
hvort gatnastokkar, gryfjur eða
göng eigi nokkuð við á jafn fámennu
og jarðfræðilega erfiðu svæði og höf-
uðborgarsvæðið er, með öllum þeim
vandamálum sem þeim fylgja og
með hliðsjón af þeim umfangsmiklu
tæknibreytingum sem nú eru að eiga
sér stað á flestum sviðum.
Að reikna
sig ráðalaus
Eftir Gest
Ólafsson
Gestur Ólafsson
» Full ástæða virðist
til að kanna hvort
hógværari og betri kost-
ir komi ekki til greina til
þess að auðvelda sam-
göngur fyrir alla á höf-
uðborgarsvæðinu.
Höfundur er arkitekt og
skipulagsfræðingur og fyrrverandi
forstöðumaður Skipulagsstofu
höfuðborgarsvæðisins.
skipark@skipark.is
Staðsetning stöðva: Ártúnshöfði – Hamraborg.
Kjörsnið Dæmigerður skurður í gegnum fyrirhugaða Borgarlínu.
Fasteignir