Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020 ✝ Fanney Sæ-mundsdóttir fæddist á Árskógss- andi 9. október 1945. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Kefla- vík 19. október 2020. Hún var dótt- ir hjónanna Sæmundar Bene- diktssonar, f. 15.6. 1912, d. 14.12. 1994, og Önnu Margrétar Maríu Pét- ursdóttur, f. 20.7. 1913, d. 3.4. 1973. Systkini Fanneyjar eru: Jón Sæmundsson, f. 16.7. 1933, Krist- jana Sæmundsdóttir, f. 5.8. 1934, d. 14.6. 1985, Benedikt Sæmundsson, f. 15.2. 1937, Sig- urrós Sæmundsdóttir, f. 30.7. 1938, d. 3.4. 1973, Pétur Guð- björn Sæmundsson, f. 14.12. 1939, d. 20.1. 2015, Hallbjörn Sæ- mundsson, f. 17.12. 1947. Þann 25. desember 1964 gift- ist Fanney eftirlifandi manni sín- um, Oddgeiri Björnssyni, f. 10.9. 1944. Börn Fanneyjar eru: 1) Björn Oddgeirsson, f. 11.12. 1964. Maki Sigrún Haraldsdóttir, f. 12.2. andi fyrstu 13 árin. Eftir það fluttist hún til Keflavíkur með foreldrum sínum sem bjuggu lengst af á Melteig 22. Fimmtán ára, 1960, fer hún að sumri til Raufarhafnar á síldarvertíð þar sem hún kynntist mannsefninu sínu. Næstu fjögur árin er hún fyrir sunnan á veturna við vinnu í fiskvinnslu og á sumrin fyrir norðan á síldarvertíð. Fanney og Oddgeir flytja sam- an til Keflavíkur árið 1964 og hefja búskap þar sem þau eignuð- ust öll sín börn. Eftir að börnin fæddust starfaði hún mestmegnis sem húsmóðir og af og til við fisk- vinnslu hjá Kela í Keflavík hf. Eft- ir að börnin stálpuðust vann hún hjá hernum á Keflavíkurflugvelli frá 1989 til 2006 þegar herinn fór, síðustu árin vann hún í Njarðvík- urskóla fram til 67 ára aldurs. Útför Fanneyjar fer fram frá Keflavíkurkirkju 30. október 2020 og hefst athöfnin kl. 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni: https://tinyurl.com/y353cv99 Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat 1961. Börn þeirra eru: a) Elfa, f. 31.5. 1989. Hennar börn eru Björn Orri, f. 5.5. 2018 og stúlka óskírð, f. 8.10. 2020. b) Berta, f. 24.5. 1991. 2) Hlaðgerður Oddgeirsdóttir, f. 9.5. 1967. Maki Georg E.P. Jónsson, f. 28.4. 1965. Börn þeirra eru: a) Eð- vald, f. 16.1. 1992, barn hans er Dagur Trausti, f. 22.4. 2015. b) Svava Tanja, f. 31.1. 1995. c) Jón Benedikt, f. 4.9. 1996. d) Katrín, f. 19.9. 2001. 3) Brynja Oddgeir- dóttir, f. 20.9. 1971. Maki Vilhelm Einar Eiðsson, f. 3.2. 1966. Börn þeirra eru: a) Guðmundur, f. 24.8. 1992, hans börn eru Viktor Elí, f. 19.5. 2018 og Heiðrún Ylfa, f. 14.6. 2020. b) Eiður Geir, f. 20.3. 1996. c) Fanney, f. 1.1. 1999. d) Bríet Helga, f. 15.7. 2015. 4) Arna Oddgeirsdóttir, f. 5.3. 1980. Maki Davíð Páll Viðarsson, f. 20.9. 1980. Börn þeirra eru: a) Arnór Breki, f. 20.5. 1999. b) Oddgeir Bent, f. 17.3. 2009. c) Emma Rún, f. 23.3. 2011. Fanney ólst upp á Árskógss- Tíminn er liðinn. Ég býð þér góða nótt, elsku mamma mín. Áður en ljósin slokkna vil ég minnast þín. Ef ég á að lýsa þér með einu orði þá er það hógvær. Þú varst af gamla skólanum, mikil húsmóðir, alltaf að baka og hugsa um börnin þín. Ekki kom til greina að fara út að vinna á meðan börnin voru ung, það átti að fæða þau og klæða. Gamli tíminn var þinn tími, þar sem menn unnu með höndunum, þar varst þú á heimavelli, alltaf fljótust og duglegust. Ég varð vitni að því sem ungur drengur að sjá þig salta síld í trétunnur hjá Kela í hf., þvílíkur hraði, þvílíkur dugnaður, ég hef aldrei séð annað eins. Þegar heim var komið eftir erfiðan vinnudag man ég hvað þú varst stolt af því að vera alltaf með mestu afköstin. Ein minning frá berginu þar sem við bjuggum, tók ég þátt í að skera af netum með þér og það var alltaf nett keppni á milli okkar um hvort kláraði netið á undan. Handavinna lék í höndum þín- um, prjónaskapur, föndur og tala nú ekki um garðinn, hann þurfti alltaf að vera fullkominn eins og hjá mömmu þinni. Jólin voru í miklu uppáhaldi hjá þér, skreyt- ingar alls staðar enda húsið valið jólahús ársins og ekki mátti sleppa jólagjöfunum þó að barna- börnin væru orðin stálpuð, allir urðu að fá gjafir. Þú varst kona fárra orða, hóg- vær, hjartagóð og vildir öllum vel en það sem litaði þína ævi voru áföll sem maður áttaði sig á seinna. Þú misstir þínar bestu vin- konur í hræðilegu bílslysi á Reykjanesbrautinni aðeins 28 ára gömul, mömmu þína og Sissu systur þína. Sissa var þinn drif- kraftur, hún dró þig með sér hvert sem hún fór, þið voruð eins og samlokur. Þarna varð til mikið tómarúm í þínu lífi sem þú jafn- aðir þig aldrei á. En þetta var ekki eina áfallið því þú misstir einnig hana Dídí systur þína þegar þú varst fertug. Seinna meir komu áföllin á færibandi, fyrst var það magakrabbameinið og maginn tekinn en þú fórst í gegnum það eins og hetja. Næst var það brjóstakrabbameinið og annað brjóstið tekið, sama hetjudáðin og að endingu var það lungnakrabba- meinið sem þú þurftir að lúta í lægra haldi fyrir en kvartaðir aldrei, það var ekki þinn stíll. Barnatrúna hafðir þú alltaf, bókina Draumalandið hafðir þú lesið margoft og varst sannfærð um að þangað færir þú þegar þinn tími kæmi, enda var þessi bók á náttborðinu hjá þér til síðasta dags. Kvaddi ég þig með þeim orðum að þú værir að fara í draumalandið og jánkaðir þú því. Ljósin slokkna, hvíl í friði, elsku mamma. Björn Oddgeirsson. Fanney Sæmundsdóttir ✝ Ástráður Ólafs-son fæddist í Reykjavík 19. mars 1929. Hann lést á Ljósheimum á Sel- fossi 18. október 2020. Foreldrar hans voru Ólafur Helga- son frá Skálholti, f. 6. apríl 1873, d. 18. október 1933, og Guðlaug Sigurð- ardóttir frá Hrygg í Hraungerðishreppi, f. 15. sept- ember 1889, d. 25. nóvember 1962. Systkini Ástráðs eru: Helgi, f. 27. júní 1924, d. 30. desember 1991; Sigurður, f. 21. ágúst 1925; Valgerður, f. 4. desember 1926, d. 30. desember 2006; Ólafur, f. 3. júlí 1930, d. 20. apríl 2018. Ástráður kvæntist hinn 30. nóvember 1951 Erlu Þórhalls- dóttur, f. 8. nóvember 1933. Börn þeirra eru: 1) Sævar, f. 7. júlí 1951. Maki Hrafnhildur Eyþórs- dóttir, f. 28. apríl 1953. Þau eiga fjögur börn. 2) Birgir, f. 30. júní 1952. Maki Guðrún Kristjana Jak- obsdóttir, f. 26. desember 1957. Þau eiga þrjú börn. 3) Elín, f. 7. desember 1954. Maki Gunn- laugur Sveinsson, f. 30. júní 1950. Þau eiga tvö börn. 4) Sigurður Þór, f. 4. september 1968. Maki Margrét Einarsdótt- ir, f. 25. febrúar 1971. Þau eiga tvo syni. Barnabörnin eru 11 talsins, langafa- börnin 15 og eitt langalangafabarn. Ástráður bjó fyrstu árin með fjöl- skyldu sinni á Bald- ursgötu í Reykjavík en flutti með móður sinni og fjórum systk- inum að Austurkoti í Hraungerðishreppi þegar faðir hans féll frá. Hann lauk hefð- bundinni skólagöngu frá Þing- borg og flutti á Selfoss með fjöl- skyldunni 1941. Hann stundaði sjómennsku frá 18 ára aldri en hóf árið 1950 störf hjá Mjólkurbúi Flóamanna, þar sem hann hafði unnið sem „brúsastrákur“ á ung- lingsárunum. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna starfaði hann í rúmlega hálfa öld. Ástráður var einn af stofnendum Björgunarsveitarinnar Tryggva á Selfossi og var hann einnig í slökkviliði Selfoss. Ástráður og Erla bjuggu allan sinn búskap á Selfossi, lengst af á Miðtúni 20. Útför Ástráðs fer fram í kyrr- þey að ósk hins látna í Selfoss- kirkju í dag, 30. október 2020. Ég hef á tilfinningunni að þeg- ar Ástráður tengdafaðir minn kvaddi þetta jarðlíf á fögrum októ- berdegi hafi honum fundist tíminn vera kominn og látið gott heita. Árið sem er að líða var búið að vera honum erfitt sökum veikinda og vissulega hafði ástandið í þjóð- félaginu einnig verið honum í óhag. Ástráður var drengur góður, sannkallaður mannvinur. Hann var glaðsinna og átti auðvelt með að kynnast fólki og rækta með sér hlýju og gæsku gagnvart náung- anum. Hann var samviskusamur og fljótur að sinna hlutunum. Þoldi ekkert slór og gat verið ör og fljóthuga. Í upphafi sambúðar Erlu og Ástráðs byggðu þau sér reisulegt hús í Miðtúni 20 á Selfossi, þar sem þau bjuggu í yfir 40 ár. Ég minnist þess þegar ég kom þang- að fyrst sem ungur maður hversu stórhuga þau höfðu verið á þess- um árum og hversu vel var hugað að öllu. Þar átti ég um tíma mitt annað heimili, þar leið mér vel og það var vel hugsað um mig. Á unga aldri stefndi hugur Ást- ráðs til sjómennsku, sem hann sinnti um nokkurt skeið. Hann hóf nám í sjómannaskólanum, en varð frá að hverfa og hóf störf í Mjólkurbúi Flóamanna og varð hans ævistarf lengstum sem mjólkurbílstjóri og að endingu sem húsvörður í Mjólkurbúinu. Hann var hvarvetna vinsæll og virtur, bæði meðal bændanna sem hann sótti mjólkina til, sem og annarra samstarfsmanna í búinu. Erla og Ástráður voru einstak- lega dugleg að ferðast, sérstak- lega um landið okkar fagra. Þau fóru í sína fyrstu utanlandsferð árið 1988 og nutum við Ella og börnin okkar þess að vera með í þeirri ferð. Síðar fóru þau margar ferðir til útlanda með bændaferð- um og einnig til sólarlanda, en Ástráði fannst þægilegt að njóta sólarinnar í friði og ró þegar ald- urinn færðist yfir. Að fá að vera samferðamaður Ástráðs í rúmlega 40 ár eru for- réttindi sem ég mun ávallt geyma í mínum minningum. Pétur okkar, sem er búsettur og innilokaður í Danmörku á þessum forkastan- legu tímum, saknar þess að geta ekki fylgt afa sínum sem hann var mjög hændur að. Ég kveð Ástráð með söknuði og hjartans þökk fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Guð geymi góðan dreng. Gunnlaugur Sveinsson. Í dag kveð ég afa minn hann Ástráð sem kvaddi þessa tilveru á fallegum haustdegi þann 18. októ- ber sl. Margar minningar hafa leitað á hugann síðustu daga um hláturmildan, góðhjartaðan og harðduglegan mann. Það eru ekki mörg ár síðan ég kom í heimsókn til afa og ömmu þar sem hann lá á hnjánum að reyta arfa úti í garði við raðhúsið sem hann og amma bjuggu í eftir að þau seldu húsið sem þau byggðu sér fyrir utan á eins og það er kallað. Þannig var afi hörkuduglegur. Það er því skoplegt að hugsa til þess sem hann sagði við mig þá 89 ára gam- all þegar hann og amma seldu rað- húsið og festu sér íbúð í blokk, að hann væri loksins að setjast í helg- an stein. Enginn garður að hugsa um, enginn bíll að bóna í bílskúrn- um. Afi vann fyrir Mjólkurbú Flóamanna í næstum sextíu ár, lengst af sem mjólkurbílstjóri. Pétur eldri bróðir minn fór í ófáar ferðir með afa í mjólkurbílnum og eftir sat öfundsjúk lítil stelpa sem vonaðist til að einn daginn fengi hún einnig að fljóta með í sveitina að sækja mjólkina. Sá draumur rættist aldrei, en eftir að afi fór í liðskiptaaðgerð á mjöðm átti hann erfitt með langan akstur og fór þá að vinna sem húsvörður í mjólk- urbúinu. Sagan segir að þegar afi hætti sem húsvörður þurfti að ráða tvo í hans stað, þannig var afi ,hörkuduglegur og vann sig inn í hjörtu þeirra sem hann keyrði til að sækja mjólkina. Einnig átti hann það til að sinna erindum fyrir þau í kaupstaðnum. Enda var nei orð sem hann átti erfitt með að segja. Lítil afastelpa var fljót að læra inn á það og vissi að alltaf leyndust gersemar í skápum og voru ófáar kókómjólkurfernurnar og ísarnir sem sporðrennt var hjá afa og ömmu. Sú vitneskja hefur erfst áfram til minna barna sem minnast langafa sem alltaf sýndi þeim hlýhug og hafði mikinn áhuga á hvað þau voru að bralla. Afi var mikill áhugamaður um veðrið og var yfirleitt vel farið yfir veðrið á Selfossi og borið saman við veðrið á höfuðborgarsvæðinu. Sem og hvernig skýjafarið væri yf- ir Ingólfsfjalli þá stundina þegar maður sló á þráðinn til afa og ömmu. Í síðustu heimsóknum til ömmu hef ég verið dugleg að fletta myndaalbúmunum. Þar kemur bersýnilega í ljós þeirra lífshlaup en þau voru dugleg að ferðast. Áttu bæði tjöld og tjaldvagna og voru komin vel yfir áttrætt þegar þau fóru í síðustu útileguna. Ég var heppin að fá að ferðast með þeim bæði til Danmerkur 1988 þegar þau fóru í fyrstu utanlands- ferðina og í nokkrar útilegur. Al- búmin geyma einnig mikinn fjölda af myndum frá fjölskylduboðum og ber þar hæst að nefna hið ár- lega jólaboð sem afi og amma héldu á jóladag. Milli rétta var gjarnan farið út á hólinn sem var rétt hjá húsinu þeirra fyrir utan á. Þar renndu ungir sem aldnir sér á risabílaslöngum sem afi kom með heim úr mjólkurbúinu, því fleiri sem hrúguðu sér á slönguna því hraðar og lengra fór hún. Missir ömmu er mikill, hennar lífsföru- nautur í tæp sjötíu ár hefur kvatt og er söknuðurinn mikill. Ég end- urtek hér þau orð sem ég hvíslaði að afa að lokinni bænastund sem haldin var á Ljósheimum eftir andlát hans: „Elsku afi, við pöss- um ömmu.“ Þóra Gunnlaugsdóttir. Ástráður Ólafsson ✝ Einar fæddist íReykjavík 21. ágúst 1982. Hann lést af slysförum 10. október 2020. Foreldrar hans eru Hafrún Lára Ágústsdóttir, f. 9. október 1963 og Jón Einarsson, vél- stjóri og grasalækn- ir, f. 27. febrúar 1959. Stjúpmóðir Einars og eiginkona Jóns er Þór- unn Elva Guðjohnsen, rafmagns- verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri, f. 29. júlí 1964. Hálfbræður Einars föður- megin eru: Jóhann Hinrik Jóns- son tölvunarfræðingur, f. 10. ágúst 1996, Ingimar Jónsson, nemi í lyfjafræði, f. 18. maí 1998, kærasta hans er Katla Björk Ketilsdóttir, nemi í hjúkr- unarfræði, f. 8. nóvember 2000, og Björn Gústav Jónsson stúd- ent, f. 22. febrúar 2000. Móðir þeirra er Steinunn Jóhannsdóttir lýðheilsufræðingur, f. 25. desem- ber 1961. Hálfbræður Einars móðurmegin eru Óskar Steinn Gunnarsson, f. 13. ágúst 1978, maki hans er Helga Lára Páls- dóttir, f. 18. febrúar 1975, Þor- valdur Sæmundsson, f. 2. maí 1987 og Víkingur Sæmundsson, f. 7. júní 1988. Stjúpsystkin Ein- ars, börn Þórunnar Elvu, eig- inkonu Jóns, eru Eggert Karl Hafsteinsson, stærðfræðingur og tölvunarfræðingur, f. 7. júní 1989, maki hans er Hlín Önnu- dóttir tölvunar- fræðingur, f. 18. febrúar 1990, Stef- án Árni H. Guðjohn- sen læknir, f. 11. janúar 1991, maki hans er Ellen Dag- mar Björnsdóttir læknir, f. 24. júní 1991, Ingibjörg Viktoría Hafsteinsdóttir, nemi í sjúkraþjálfun, f. 29. desember 1995, maki hennar er Norman Jón Karlsson rafeindavirki, f. 14. júní 1994, og Árni Elvar H. Guð- johnsen, útskrifaður af starfs- braut Menntaskólans í Kópavogi, f. 3. mars 1998. Einar gekk í Austurbæj- arskóla, Laugalækjarskóla og stundaði síðan nám við Borg- arholtsskóla í bifreiðasmíði. Ein- ar starfaði við iðn sína alla tíð og nú síðast hjá GB tjóna- viðgerðum. Útför Einars fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 30. októ- ber 2020, kl. 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánasta fjölskylda og vinir við- stödd athöfnina en henni verður streymt á: https://facebook.com/jongrasa Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Elsku Einar minn. Þú varst frumburðurinn minn, glókollur sem fylgdir mér frá fyrsta degi. Við feðgar horfðumst í augu með gagnkvæmri aðdáun þegar ég lék við þig frá unga aldri. Þú varst aðeins tveggja ára þegar við urðum tveir í heimili en amma Ásta og Ingimar voru okkur mikill styrkur ásamt fjöl- skyldu minni. Þú varst alnafni föður míns sem lést um aldur fram svo þú kynntist afa þínum aldrei. Þú áttir góða barnæsku, um- vafinn ást okkar allra enda varst þú sérstaklega glaðvært og brosmilt barn. Margt brölluðum við feðgarn- ir saman, fórum í hjólatúra og veiðiferðir að ógleymdum öllum jeppaferðunum upp um fjöll og firnindi, jafnt að sumri sem vetri. Þú varst alltaf reiðubúinn að deila öllu sem þú áttir hvort sem það var sælgæti eða leik- föng á milli vina. Við gerðum saman upp nokkra bíla og bif- hjól, bæði fyrir mig og þig. Þeg- ar við unnum saman að þessum verkefnum kenndi ég þér allt sem ég kunni en þér tókst að gera það betur. Þú varst útsjón- arsamur og nákvæmur enda átti það eftir að reynast þér vel í þínu framtíðarstarfi sem bíla- smiður. Þrátt fyrir að ungir menn fari stundum sínar eigin leiðir í líf- inu þá var alltaf sterkur þráður á milli okkar og vináttan varði alla tíð. Alltaf varstu reiðubúinn að leggja lið þegar verka þinna var óskað, hvort sem það var frá fjölskyldu eða vinum. Að öllum ólöstuðum varst þú augasteinninn hennar ömmu Ástu og barnið hans Ingimars sem hann eignaðist aldrei sjálf- ur. Ingi og amma voru þau sem þú gast alltaf leitað til og faðm- ur þeirra ávallt opinn. Ekki liðu margir dagar á milli þess að við feðgarnir komum við hjá ömmu og Inga. Skemmti- legur húmor var á milli ykkar ömmu og oft svaraðir þú í sím- ann fyrir hana þegar hún mátti ekki vera að því að tala. Þú svaraðir á hnyttinn og skemmti- legan hátt sem allir dáðust að. Ólöf systir mín var dagmóðir þín og frænka sem gekk þér ungum í móðurstað. Það voru aðeins tveir mánuðir á milli ykk- ar Óla hennar Ólafar svo þið ól- ust upp hlið við hlið. Við feðg- arnir vorum heppnir að Ólöf kappkostaði alltaf að gera eins fyrir þig og syni sína, eins og til dæmis að sauma á ykkur sams konar jólaföt. Við vorum alltaf saman svo þú umgekkst marga af mínum vinum. Fólk hafði því á orði við mig hvað þú værir þroskaður miðað við aldur. Þrátt fyrir tröppugang í lífinu varstu alltaf sannur sjálfum þér, fjölskyldu og vinum. Á síðustu mánuðum lífs þíns fórum við feðgarnir að skoða sumarbústaðalönd þar sem þú hafðir áhuga á að byggja þér heilsárshús fyrir þig og hundana þína. Þú, Trítla, Moli og Snúlli voruð óaðskiljanlegir vinir og þú settir þarfir þeirra framar öllu öðru. Þau skyldu fá að hlaupa um í frelsi sveitarinn- ar. Óendanleg sorg og söknuður ríkir nú í mínu hjarta en þú munt ávallt eiga þar stóran sess. Þinn faðir og vinur að ei- lífu. Pabbi. Elsku Einar minn. Orð fá ekki lýst þeirri sorg sem býr í hjarta mínu eftir frá- fall þitt. Mér hefur þótt ofur vænt um þig frá því að við hitt- umst fyrst fyrir 17 árum. Þú hafðir svo margt til brunns að bera og ég mun aldrei gleyma því hvað þú faðmaðir mig fast eftir langt spjall í bílskúrnum hér heima í sumar. Megi englar Guðs umvefja þig kærleika og blessa hundana þína sem þú elskaðir svo heitt. Einstakur Þú varst einstakur „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orðið sem best lýsir þér. (Teri Fernandez) Þín Þórunn Elva. Einar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.