Morgunblaðið - 30.10.2020, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020
✝ Sveinn Bene-diktsson fædd-
ist í Firði í Mjóa-
firði 8. júlí 1935.
Hann lést á Land-
spítalanum 16.
október 2020.
Foreldrar hans
voru Benedikt
Sveinsson frá Hlíð í
Mjóafirði og Sess-
elja Sveinsdóttir
frá Firði. Sveinn
átti eina systur, Önnu.
Hinn 21. apríl 1973 giftist
Sveinn eftirlifandi eiginkonu
sinni, Guðríði Guðbjartsdóttur
frá Sunnuhvoli á Bíldudal, f. 21.
júlí 1946. Foreldrar hennar voru
Guðbjartur Ó. Ólason og María
Guðmundsdóttir. Sveinn átti tvö
börn úr fyrra sambandi. Þau
eru: 1) Benedikt, f. 31. mars
1962, í sambúð með Steinunni
Þorsteinsdóttur. Benedikt á
fimm börn úr fyrri samböndum:
a) Elía, b) Albert Þór, c) Andra
Þór, d) Arnar Ísak og e) Brynju
Katrínu. 2) Guðrún Matthildur,
f. 18. ágúst 1963, gift Peter Bil-
leskov Hansen. Peter á tvær
dætur og einn stjúpson úr fyrra
sambandi. Guðrún Matthildur á
einn son úr fyrra sambandi, a)
Arnar Frey. Guðrún og Pétur
eiga saman tvö börn, b) Karen
og c) Jens. Guðríður á tvö börn
1954. Sjómennskuna byrjaði
Sveinn í áhöfn Gullfaxa NK árið
1952, en reri síðan um árabil á
Björgu NK. Árin 1958-1964
gerði Sveinn út bátinn Hrefnu
NK. Hann fór einnig túra á
togaranum Goðanesi NK og
Guðbjörgu úr Hafnarfirði. Milli
vertíða sinnti hann ýmsum störf-
um, s.s. viðgerðum á Björgu NK
veturinn 1955-1956 og kola-
mokstri og smíðum fyrir Kaupf.
Fram árið 1958. Einnig starfaði
Sveinn eitt ár í lögreglunni í
Neskaupstað. Árið 1959 lauk
hann námskeiði fyrir 120 tonna
réttindi. Sveinn kláraði nám í
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík vorið 1966. Hann reri sem
stýrimaður á Björgu NK 1966-
1969, á nótaskipinu Bjarti NK
1969, á togaranum Barða NK til
1976, skipstjóri á togaranum
Bjarti NK 1976-1993 og svo
skipstjóri á Barða NK frá 1993
til starfsloka 2004.
Sveinn bjó lengstum í Nes-
kaupstað. Eftir starfslok fluttu
Sveinn og Guðríður til Breið-
dalsvíkur, þar sem hann starfaði
um stuttan tíma fyrir Lions-
klúbbinn Svan, en einkum
dvöldu þau í heimahögum
Sveins í Firði í Mjóafirði.
Útförin verður gerð frá Mos-
fellskirkju í dag, 30. október
2020, og hefst athöfnin klukkan
13.
Streymt verður frá útförinni
á:
https://tinyurl.com/yy58743c
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
úr fyrra sambandi,
sem Sveinn gekk í
föðurstað. Þau eru:
3) María Hrefna, f.
2. sept. 1964, í sam-
búð með Nils Ring-
dal. María Hrefna á
tvö börn úr fyrri
samböndum: a) Kol-
brúnu Marí, í sam-
búð með Thomasi
Meldahl Olsen. Kol-
brún Marí á tvö
börn, Marinu Ósk og Sander. b)
Svein. 4) Guðbjartur, f. 19. júní
1967, giftur Önnu Körlu Björns-
dóttur. Börn þeirra eru: a) Berg-
rós, gift Daníel Smárasyni.
Bergrós og Daníel eiga tvö börn,
Magdalenu og Jón Skugga. b)
Guðjón Björn, í sambúð með
Þórunni Egilsdóttur. c) Andrea
Björk, í sambúð með Arnari
Smára Skúlasyni. Saman eiga
Sveinn og Guðríður tvö börn.
Þau eru: 5) Sesselja María, f. 1.
maí 1975, gift Guðmundi Erni
Ingvarssyni. Börn þeirra eru: a)
Steinar Máni, b) Bryndís Eva, c)
Unnar Sveinn og d) Ingvar Daði.
6) Ólafur Arnar, f. 13. maí 1981,
giftur Tiffany Nicole White.
Sveinn ólst upp í Firði. Hann
sinnti vitavörslu um 14 ára ald-
ur, en gekk í Eiðaskóla 1951-
1953. Hann lauk prófi frá Vél-
skólanum í Vestmannaeyjum
Traustur, ástríkur eiginmað-
ur, heimsins besti pabbi, afi og
langafi hefur kvatt okkur. Hann
elskaði fjölskyldu sína og þótti
vænt um tengdafólk og ættingja.
Bar hlýjan hug til sveitunga
sinna í Mjóafirði, Norðfirði og
Breiðdal. Skólasystkini hans og
kennarar voru í miklu uppáhaldi.
Hann átti góða samleið með sam-
starfsfólki sínu, átti raunar far-
sælt ævistarf sem tengdist mest-
megnis sjónum. Vini átti hann
marga um allt land og víða er-
lendis. Hann hafði sérstakar
mætur á heilbrigðisstarfsfólki og
var því mjög þakklátur. Margar
sögur sagði hann mér um allt
þetta samferðafólk. Sérstaklega í
seinni tíð. Sumar þeirra aftur og
aftur. Svo stoppaði hann oft í
miðri frásögn og spurði: „Ertu að
hlusta?“ Svo hélt hann áfram.
Mjóifjörðurinn og Breiðdalurinn
voru honum sérstaklega hjart-
fólgnir. Lýsing á langafa hans,
séra Þorsteini heitnum Þórarins-
syni, sem var m.a. prestur í Ey-
dölum í Breiðdal, á einnig vel við
um hann. Ljúfmenni og sæmdar-
maður, góður búmaður og reglu-
maður.
Ég kveð þig, elsku Sveinn
minn, með þessum ljóðlínum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hjartans þakkir fyrir allt, ást-
in mín. Við hittumst síðar.
Þín
Guðríður.
Sólin úr brattri brekku
brennir niður í fjörð
og stendur í stað þess að setjast
í stóla og fjallaskörð.
(Hallgrímur Helgason)
Það var líklega í kringum
páskana 1986 sem ég fór í fyrsta
skipti á sjó með pabba. Þetta var
brælutúr og ég á minningabrot
um leikfangabílana mína aka
sjálfa um brúargólfið í Bjarti NK.
Þetta var mikil upplifun fyrir 4-5
ára gamalt barn. Eftir þetta fór
ég árlega á sjóinn með pabba til
þrettán ára aldurs, þar sem ég
kynntist starfsumhverfi hans.
Það kann að hafa verið mikill at-
gangur um borð eða veður vond,
en ávallt fann ég fyrir öryggi og
hlýju hjá pabba. Honum tókst
alla jafna að halda yfirvegun og
allt fannst mér vera í traustum
höndum með hann á staðnum.
Pabbi var einhver heiðarlegasti,
heilsteyptasti og samviskusam-
asti einstaklingur sem hægt var
að kynnast. Hann var réttsýnn,
skilvís, fylginn sér og ákveðinn.
Hann lagði sig einnig fram um að
kenna og leiðbeina. Þá var enginn
betri stuðnings- og hvatamaður
þegar kom að lífsins áskorunum.
Ávallt stóð hann mér að baki og
aldrei skyldi gefast upp; alltaf
var hægt að finna lausnir. Pabbi
var mikill vinnuþjarkur. Hann
bjó einnig yfir sveigjanleika sem
hann nýtti til að vinna úr ýmsum
aðstæðum sem oftar en ekki
hefðu reynst flóknar.
Pabbi var örvhentur. Hann
sagði mér frá því að þegar hann
sem barn var að læra að skrifa
hjá Önnu Ólafsdóttur, afasystur
sinni, þá hefði hann tekið blýant-
inn í vinstri hönd. Hún sagði hon-
um að þetta skyldi hann ekki láta
nokkurn mann sjá. Upp frá því
beitti pabbi hægri hendinni og
skrifaði loks með henni. Hugsan-
lega hefur þessi reynsla haft þau
áhrif að í verklegri vinnu var
hann í raun jafnhentur. Hann
sagði mér nokkrum sinnum frá
því að þegar mikið var að gera í
aðgerðinni á togaranum hefði
hann gert að með hægri hendinni
þar til hún þreyttist, en þá hefði
hann hvílt hana með því að víxla
og tekið hnífinn í vinstri hönd.
Þessi frásögn ber þó einnig vott
um aðlögunarhæfni hans.
Um miðjan október ár hvert
hættir sólin að skína á Fjörð í
Mjóafirði sökum þess hve tind-
arnir yfir suðurhlíðinni eru háir.
Sólin birtist ekki á ný í Firði fyrr
en í byrjun mars. Þrátt fyrir að
tekið sé að dimma og langur vet-
ur sé fram undan bregða minn-
ingar um pabba birtu á hvern ein-
asta dag. Minningar um jákvæðni
hans og væntumþykju lýsa upp
tilveruna og verða mér vonandi
leiðarljós inn í framtíðina. Ég er
þakklátur fyrir alla túrana á tog-
urunum, allar veiðiferðirnar,
ferðalögin, samverustundirnar,
ástina, umhyggjuna, hvatn-
inguna og vináttuna.
Ólafur Arnar.
Það er komið að leiðarlokum
og nú kveð ég pabba minn í
hinsta sinn. Heimurinn er ekki sá
sami þegar pabbi er ekki hér og
það mun taka langan tíma að
venjast því. En ég hugsa það
þannig að við munum hittast aft-
ur seinna á öðrum stað. Þangað
til munu minningar um pabba
fylgja mér og ylja. Ég minnist
pabba með þakklæti, hlýju og
stolti. Alltaf var hægt að leita til
pabba til að fá góð ráð og alltaf
hægt að treysta á hann, hann
hafði réttu svörin. Hann stóð með
mér og stappaði í mig stálinu
þegar á þurfti að halda. Ég bar
mikla virðingu fyrir pabba eins
og allir gerðu sem þekktu hann.
Hann var þannig maður, rólyndi
og staðfesta einkenndu hann.
Þegar pabbi var á sjónum hringdi
ég oft í hann til að heyra í honum
hljóðið, það var svo gaman að tala
við hann og gott að heyra í hon-
um. Það veitti mér styrk og það
var hægt að tala við hann um
hvað sem var. Hann var hlýr og
góður eins og pabbar eiga að
vera.
Þau voru ófá ævintýrin sem ég
lenti í með pabba. Snemma fór ég
með honum á sjó, alltaf á sumrin
fékk ég að fara a.m.k. einn túr og
jafnvel fleiri. Ég fékk að fara með
pabba í siglingar erlendis og eitt
sinn til Vestmannaeyja þegar
skipið fór í slipp. Þetta voru mikil
ævintýri fyrir litla stelpu. Við átt-
um líka margar góðar stundir í
fallegasta firðinum, Mjóafirði.
Takk, elsku pabbi minn, fyrir
að vera mér góð fyrirmynd. Takk
fyrir að standa með mér og veita
mér stuðning. Takk fyrir að
kenna mér svo margt. Takk fyrir
öll ævintýrin sem við lentum í
saman. Takk fyrir ómælda þol-
inmæði og skilyrðislausa ást. Þú
ert besti pabbinn og ég mun alltaf
sakna þín.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Sesselja María Sveinsdóttir.
Fráfall tengdaföður míns var
nokkuð óvænt. Þrátt fyrir að vera
orðinn 85 ára gamall var hann
fullur af lífi og sál. Ástríða hans
við að segja sögur gerði hvert
samtal gefandi. Hann sagði mér
oft frá því þegar hann sigldi frá
Íslandi til Namibíu, þaðan sem
hann flaug til Suður-Afríku og
hversu spennandi það hafi verið
að skoða fangaklefann þar sem
Nelson Mandela hafði verið í
haldi. Þrátt fyrir að hafa heyrt
sumar sögurnar þúsund sinnum
áður, þá sagði hann mér þær
margar hverjar aftur og aftur.
Hann sagði mér sögur af upp-
vaxtarárum sínum í Mjóafirði og
einnig hvernig hann ásamt fleir-
um tók gröf Önnu Ólafsdóttur ár-
ið 1962, síðustu gröfina í Firði.
Áður en nokkur vegur var lagður
til fjarðarins gekk hann ýmist yf-
ir fjallið til Seyðisfjarðar eða fór á
skíðum til Héraðs. Hann sagði
mér m.a. hvernig hann hefði
nokkrum sinnum verið sendur til
Seyðisfjarðar til að ná í brenni-
vín. Gegnum ævina drakk hann
óteljandi kaffibolla. Þegar við
vorum að kynnast tengdumst við
yfir kaffidrykkju og tengsl okkar
héldust alla tíð. Hann drakk kaffi
má segja frá morgni til kvölds og
ég hló oft að því þegar hann bauð
mér kaffisopa kl. 11 á kvöldin.
Það var alveg sama þótt ég kæmi
með nýtt og spennandi kaffi
handa honum, og hann hafi kurt-
eislega bragðað á því, þá valdi
hann alltaf sama svarta kaffið,
Merrild, svart og sykurlaust.
Hann var vanafastur með margt.
Hann fylgdist daglega með frétt-
um, oft á dag, og gat sagt hverj-
um sem var, á hvaða tíma sem
var, hvernig veðrið var eða
hvernig það yrði, í hvaða lands-
hluta sem var. Aldrei á ævinni hef
ég hitt nokkurn sem hefur haft
eins mikið dálæti á kartöflum.
Einhvern tíma hóf hann að rækta
kartöflur á sumrin. Uppskeran
jókst og jókst og eitt sumarið
samanstóð hún af 450 kílóum.
Það var allt yfirfullt af kartöflum.
Þegar ég var á ketó-fæði sá hann
alltaf til þess að bjóða mér kart-
öflur í öll mál. Hann langaði alltaf
að deila með öðrum því sem hann
hafði dálæti á. Það var skylda að
hafa margar tegundir af kart-
öflum yfir hátíðarnar og við mun-
um halda áfram að búa til
brúnuðu kartöflurnar hans á jól-
um til minningar um hann. Hann
kenndi mér margt um fugla á Ís-
landi, en ég efast um að ég nái
sömu kunnáttu og hann hafði.
Hann gat borið kennsl á hvaða
fugl sem hann sá, samstundis.
Morguninn eftir andlátið flugu
fuglarnir hér fyrir utan gluggann
og sungu hærra en nokkru sinni
fyrr. Eftir að hann hætti akstri
var hann tvær annir hjá okkur
Ólafi Arnari í Kaliforníu. Við fór-
um í margar skoðunarferðir, en
uppáhaldsferðin var án efa í
Yosemite-þjóðgarðinn þar sem
hann sá risafururnar í Redwood-
skóginum. Ég hef aldrei séð hann
brosa og hlæja eins mikið og
þann dag. Það sem ég met mest –
og mun ávallt geyma í minning-
unni – er hversu jákvæður hann
var og alltaf í góðu skapi. Hann
skeytti ekkert um aðstæður eða
alvarleika þeirra, alltaf var hann
pollrólegur og vissi upp á hár
hvað ætti að gera og segja. Hann
var, án efa, besta persóna sem ég
hef nokkurn tímann kynnst og ég
mun sakna hans ævinlega.
Tiffany Nicole.
Hetja rær á herrans fund
hafs var ærinn fengur.
Styrka átti og ljúfa lund
laginn gæðadrengur.
(Guðmundur Beck)
Athugull, hæglátur, traustur.
Þannig minnumst við mágs okkar
og svila, Sveins Benediktssonar,
sem nú hefur kvatt.
Sveinn var fæddur 1935 í Firði
í Mjóafirði og þar uppalinn á
grónu menningarheimili. Hann
hleypti heimdraganum og fór í al-
þýðuskólann að Eiðum og ekki
löngu síðar fór hann til sjóróðra í
Vestmannaeyjum þar sem hann
einnig lauk vélstjórnarnám-
skeiði.
Þessu næst réð Sveinn sig á
togara frá Neskaupstað og í
beinu framhaldi lá leið hans í
Stýrimannaskólann í Reykjavík
þaðan sem hann lauk skipstjórn-
arprófi árið 1966 og þar með var
meginstarfsvettvangur hans ráð-
inn.
Sveinn starfaði síðan fyrst sem
stýrimaður en síðan skipstjóri á
togurum Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað í rúmlega þrjá ára-
tugi, lengst sem skipstjóri á
togaranum Bjarti. Allur sá ferill
reyndist Sveini giftudrjúgur og
farsæll. Gífurlegar breytingar og
framfarir urðu í sjávarútvegi á
starfsævi Sveins. Með þeim
fylgdist hann af gaumgæfni og
tileinkaði sér eftir því sem þær
snertu starfssvið hans. Og um
það er lauk mátti hann heita
næsta sérfróður um ýmislegt í
þeim efnum ekki síst togslóðina á
Austfjarðamiðum.
Eftir að þau Guðríður giftust
bjuggu þau lengst að Valsmýri 2 í
Neskaupstað en síðan er starfs-
ferli Sveins lauk fluttu þau til
Breiðdalsvíkur en voru jafnan á
sumrin í Firði.
Mörg okkar hafa þar oftsinnis
notið vináttu þeirra og gestrisni
ekki síst í Firði þar sem náttúran
er ægifögur og einstök. Fyrir það
allt þökkum við nú af alhug við
þessi tímamót.
Við sendum Guðríði, börnum
þeirra, afkomendum öllum og
öðrum aðstandendum hugheilar
samúðarkveðjur um leið og við
biðjum minningu Sveins Bene-
diktssonar blessunar Guðs.
Systkinin frá Sunnuhvoli,
Óli, Sigrún, Hjörtur,
Fjóla, Ruth Guðbjarts-
börn og fjölskyldur.
Ég kynntist Sveini Ben tvisv-
ar. Fyrst sumarið 1948. Þá kom
ég 5-6 ára pjakkur í Mjóafjörð til
foreldra hans. Ég þekkti engan á
bænum þegar ég kom þangað
fyrst. En allir tóku mér vel. Sess-
elja og Bensi og börnin þeirra
Anna og Sveinn. Þau voru mörg-
um árum eldri en ég og urðu
varla leikfélagar. Ég man aldrei
eftir að mér leiddist, en ég var lít-
ill og aumur, en langaði ósköp
mikið að verða stór og sterkur
eins og Sveinn. En það varð ég
aldrei þótt Bensi gerði sitt ýtr-
asta.
Hann hafði sínar aðferðir. Ein
þeirra var að láta mig drekka
rjóma, mikið af rjóma. Ég hugsa
aldrei um Svein öðruvísi en að
hugurinn leiti til Mjóafjarðar og
inn í Fjörð þar sem Sveinn og
fjölskylda bjuggu. Sveinn var
mikil veiðikló, hvort sem var með
byssu eða stöng. Og hann fékk að
gera ýmislegt sem ég fékk aldrei
að gera.
T.d. fékk hann að raka og slá
með vélbúnaði sem hestarnir
drógu en ég fékk stundum að fara
með honum í kríuvarpið og súpa
úr eggjum.
Seinna, já löngu seinna, varð
ég skipstjóri á fyrsta togara
SVN, þá vantaði mig stýrimann
til að fara til Frakklands að ná í
skipið, mér varð hugsað til Sveins
þótt við hefðum aldrei verið sam-
an til sjós. Við höfðum þó sopið
saman úr kríueggjum í sveitinni.
Þá kynntumst við í annað sinn.
Sveinn var annar af tveimur
stýrimönnum sem ráðnir voru.
Báðir reyndust þeir feikivel.
Þeim tókst að láta hlutina ganga
liðugt og snurðulaust. Áhöfnin
hafði að miklu leyti aldrei komið á
togara og sumir aldrei til sjós.
Sveinn var skipulagður og þol-
inmóður, hörkuduglegir og ósér-
hlífinn. Já hann hafði alla þá eig-
inleika sem dugðu við þessar
aðstæður. Svo var hann líka
skemmtilegur og átti gott með að
mynda tengsl við þennan bland-
aða hóp.
Já Sveinn var réttur maður á
réttum stað. Ég á margar góðar
minningar um þessi fyrstu skut-
togaraár og Sveini bregður víða
við. Samstarf okkar var bæði
ánægjulegt og árangursríkt. Svo
áttum við okkar tómstundir. Við
stunduðum hreindýraveiðar sam-
an um nokkurra ára skeið. Alltaf
var gaman að vera með Sveini.
Við hjónin vottum aðstandend-
um okkar dýpstu samúð.
Magni Kristjánsson.
Mig langar að minnast með
nokkrum fátæklegum orðum vin-
ar míns Sveins Benediktssonar
sem hefur nú lagt upp í síðasta
túr sinn í þessu jarðlífi.
Í litlum sjávarþorpum úti á
landi um og upp úr miðri síðustu
öld voru það skipstjórarnir sem
voru stjörnur þeirra tíma og við-
mið okkar pollanna um hvað
menn óskuðu sér að verða með
tíð og tíma. Átrúnaðargoðin voru
sem sé skipstjórar – ekki fót-
boltamenn eða poppstjörnur.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Sveini persónulega þeg-
ar hann sá aumur á skólastrák
sem harkaði fyrir náminu í
Reykjavík og kippti hann mér um
borð í afleysingar. Í fyrstu stóð
manni ógn af þessum stóra sam-
anrekna manni, en það stóð ekki
lengur en út fyrstu vaktina.
Mér varð það snemma ljóst að
Sveinn var ekki skrúfaður saman
úr hefðbundnum íhlutum.
Orginal maður, yfirvegaður í
fasi og á bak við blikandi stríðn-
isglampa í augunum var hafsjór
af sögum og ómæld kímnigáfa ef
rétt var mannað í kringum hann.
Sveinn var það sem kallað var
mannskapsmaður, fyrir tíma
mannauðsstjóra. Það var eftir-
sótt að vera í skipsrúmi hjá hon-
um. Hann kunni þá list að blanda
saman eldri reynsluboltum og
yngri mönnum sem hann var
óspar á að gefa tækifæri þar sem
hann stýrði skipi.
Um borð var unun að fylgjast
með honum þegar verið var að af-
greiða veiðarfærið. Röddin aldrei
hækkuð þó eitthvað væri óklárt
svo maður nefni nú ekki arg og
garg í kallkerfið. Það var gaman
að sitja uppi hjá honum á toginu,
hann var mikið náttúrbarn og
veiðimaður að eðlisfari. Alltaf
tilbúinn að svara skrítnum spurn-
ingum hásetans og fræða um eðli
veiðanna. Það fór ekkert framhjá
honum, hvort sem það voru
veðrabrigði, fugl eða hvalur.
Svartbakar sem tylltu sér á
flaggstöngina á Bjarti þurftu
ekki að fara í annað flug ef bauna-
byssan var um borð.
Sveinn var skipstjóri þeirrar
gerðar sem vildi finna sinn fisk
sjálfur. Hann gekk vel um auð-
lindina og „tonnaði“ sig ekki á
þekktum smáfiskaslóðum sem
var ekki óalgengt fyrir tíma veiði-
stjórnunar.
Hann átti það einnig til að
kippa úr þokkalegu fiskiríi á staði
sem hann hafði góða tilfinningu
fyrir.
Oftar en ekki skilaði þetta góð-
um árangri, en þá var Sveinn í
essinu sínu og gleymdi stundum
að láta flotann vita alveg strax.
Að leiðarlokum vil ég þakka
þessum látna höfðingja sam-
veruna.
Ég veit að hann verður strax
kominn með nýtt skip á nýjum
slóðum og búinn að finna sín
fjörutíu og sextíu þúsund í Hval-
bakshalli eilífðarinnar.
Guðríði og börnum Sveins
sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Óskar Axelsson.
Sveinn
Benediktsson