Morgunblaðið - 30.10.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020
✝ RannveigGísladóttir
fæddist 17. febrúar
1932 á Ísafirði. Hún
andaðist á Land-
spítalanum 16.
október 2020.
Foreldrar Rann-
veigar eru Gísli
Hoffmann
Guðmundsson, f.
1907 á Ísafirði, d.
1964, og Þorbjörg
Líkafrónsdóttir, f. 1908 í Kvíum,
Grunnavíkurhr., d. 1995. Systk-
ini Rannveigar eru Jón Kristinn,
f. 1933, d. 2013, Guðmundur Hil-
aríus, f. 1935, d. 1974, Guðrún, f.
1940, d. 2011, og Matthildur
Messíana, f. 1945.
Rannveig giftist 4. des. 1954
Inga Sigurði Erlendssyni land-
mælingamanni, f. 24. feb. 1931 á
Eskifirði, d. 30. nóv. 2011. Börn
þeirra eru: 1) Guðmundur líf-
fræðingur, f. 1954, kvæntur
Gyðu Jónsdóttur, f. 1956. Börn
þeirra eru: a) Ingi Hrafn, f.
1982, kvæntur Matthildi Ívars-
dóttur, f. 1985, þau eiga Guð-
mund Árna, f. 2009, og Jón Ívar,
f. 2010, b) Rannveig Hildur, f.
1990, í sambúð með Hallgrími A.
Ingvarssyni, þau eiga Kristínu
Maríu, f. 2018, c) Halldór Arnar,
f. 1992, í sambúð með Guðrúnu
Kristjánsdóttur, f. 1993. 2) Örn
Hlynur, f. 1980, hann á Jón
Bjarka, f. 2013, barnsmóðir
hans er Berglind Heiður Andr-
ésdóttir, f. 1980, c) Þórarinn, f.
1984, í sambúð með Valgerði
Jónsdóttur, f. 1988, þau eiga
Andreu Rán, f. 2017, og Hinrik
Kára, f. 2020, d) Sigrún Dís, f.
1995, í sambúð með Aroni Elís
Þrándarsyni, f. 1994. 4) Sólborg
Erla margmiðlunarfræðingur, f.
1964, í sambúð með Kristni
Vestmann Harðarsyni, f. 1963.
Börn Kristins eru Karl Valdi-
mar, f. 1987, Jóhanna Friðsemd,
f. 1998, Viktor Andri, f. 2000, og
Marín Birta, f. 2001. 5) Þórdís
lögfræðingur, f. 1969, gift
Snorra Ingvarssyni, f. 1967.
Börn þeirra eru: a) Védís Eir, f.
1995, b) Ingvar Freyr, f. 2001, c)
Ágústa Hlín, f. 2009.
Rannveig lauk landsprófi frá
Gagnfræðaskólanum á Ísafirði
1949 og stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
1953. Hún lauk BA-prófi í bóka-
safnsfræði 1981 og starfaði hún
síðan samfleytt sem bókasafns-
fræðingur, lengst af hjá Lands-
bókasafni Íslands, síðar Lands-
bókasafni
Íslands-Háskólabókasafni.
Útför Rannveigar fer fram
frá Lindakirkju í dag, 30. októ-
ber 2020, kl. 11. Vegna að-
stæðna verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir en
streymt er frá athöfninni á slóð-
inni
https://youtu.be/utcRskU41UQ
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
Erlendur læknir, f.
1956, kvæntur Guð-
björgu Rós Sigurð-
ardóttur, f. 1974,
þau eiga Veigar
Inga, f. 2010. Börn
Guðbjargar eru
Haraldur Jóhann, f.
1996, Sigurður
Arnar, f. 1999, og
Linda Rós, f. 2003.
Fyrrverandi kona
Arnar er Hervör
Þorvaldsdóttir, f. 1957. Börn
þeirra eru: a) Ásdís Halla, f.
1979, gift Eiríki Atla Briem, f.
1979, börn þeirra eru Kolfinna
Margrét, f. 2006, Styrmir Darri,
f. 2014, og Sölvi Hrafn, f. 2016.
Dóttir Ásdísar Höllu og Loga
Bjarnasonar, f. 1978, er Embla
Sól, f. 2000, b) Örlygur, f. 1980,
kvæntur Moniku Otero-Vibal, f.
1982, þau eiga Öldu, f. 2013,
Óscar, f. 2015, og Ásgeir, f.
2020, c) Hjalti, f. 1990, í sambúð
með Erlu Sigríði Sævardóttur, f.
1991. Örn á einnig soninn Egil
Ísar, f. 2002, móðir hans er An-
nie Brynhildur Sigfúsdóttir, f.
1969. 3) Haukur lyfjafræðingur,
f. 1957, kvæntur Katrínu Þór-
arinsdóttur, f. 1958. Börn þeirra
eru: a) Björk, f. 1980, í sambúð
með Erlingi Guðleifssyni, f.
1977, þau eiga Hauk Tuma, f.
2014, og Írisi Lóu, f. 2017, b)
Í dag jarðset ég móður mína.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að vera samferða henni til hás ald-
urs, þakklát fyrir að vera mótuð af
hennar lífssýn og að börnin mín
hafi litið til hennar sem fyrir-
myndar.
Minningar hlaðast upp, ástrík
og fjörleg æskuár sem hún og fað-
ir minn bjuggu okkur í Hraun-
tungunni, á stóru heimili í barn-
mörgu umhverfi nýs bæjarfélags.
Heimilisbragur var mótaður af
þeirra kynslóðar heiðarleika,
hreinskilni og vinnusemi. Vissu-
lega á stundum þannig að manni
fannst nóg um. Manni var
snemma búið sjálfstæði, og þann-
ig fór maður ungur að árum út í
lífið. Alltaf var hún á hliðarlínunni
ef á þurfti að halda, með sína
hvatningu og óbilandi stuðning.
Þegar börnin komu til sögunnar
nutu þau sömu umhyggju.
Nú taka við stór kaflaskil. Eins
og svo oft áður var hún vel und-
irbúin en ég ekki. Ég kveð ást-
kæra móður mína og um leið eldri
kynslóð og snertingu við liðinn
tíma í sögu þjóðar. Líkt og móðir
mín kenndi mér, mun ég ylja mér
við minningar, njóta frásagna af
persónum og leikendum og þegar
best lætur skreyttar að vestfirsk-
um sið.
Og í anda móður minnar, sem á
tímamótum taldi ávallt best að
vísa til atburða Íslendingasagna
eða lýsinga skálda, í stað þess að
flíka eigin tilfinningum, leita ég
vars í Móðurminningu Þorsteins
Matthíassonar skálds frá Strönd-
um:
Nú grætur minning gengnu æskusporin
um grýtta strönd við ysta norðurhaf
þar mildur blærinn leikur létt á vorin
og ljúfa gleði móðurástin gaf.
Sú ást, er enga eigingirni þekkti.
Sú ást, sem vildi létta hverja raun.
Sú ást, er aldrei, aldrei nokkurn blekkti.
Sú ást, sem gaf, en þáði sjaldan laun.
Nú brosir vor í byggðum okkar heima.
Þar blíðlát gola strýkur unga grein.
Létt af brúnum lindir bjartar streyma,
ljóðar alda hljótt við fjörustein.
Þar ljómar sólin, laufguð hafsins bárum
um ljósa nótt, er syrgir horfinn dag.
Þar grætur jörðin djúpum daggartárum,
frá duldum strengjum ómar kveðjulag.
Haf hjartans þökk, þótt sígi sól í hafið
og sorgartári væti föla kinn.
Þitt móðurstarf er morgunljóma vafið
og minning besta, kærleikshugur þinn.
Blessuð sé minning móður
minnar.
Þórdís.
Mamma var elst 5 systkina. Jón
kom næstur svo Guðmundur og
síðan Guðrún og eftirlifandi er
yngsta systirin Matthildur Mes-
síana. Þau bjuggu í Sundstræti 21,
á Bökkunum í húsi sem er kallað
Amsterdam. Afkomendur þess
fólks sem þar bjó eru gjarnan kall-
aðir dammarar. Húsið stóð áfast
við aðra stórborg, Rómarborg. Í
þessu litla húsi bjó fjöldi manns.
Amma hennar, Guðrún Friðriks-
dóttir, og afi, Guðmundur Hall-
dórsson, og börn þeirra. Gísli, Jó-
hann og Kristín. Má segja að þrjár
kynslóðir hafi búið í húsinu, þegar
mest var. Rebekka kona Halldórs
hafði eignast húsið 1901. Þarna
bjó fátækt alþýðufólk.
Mamma fékk styrk fyrir góðan
námsárangur eftir Gagnfræða-
skólann á Ísafirði til að hefja nám
við Menntaskólann á Akureyri. 17
ára fór hún í skólavist þangað.
Hún varð stúdent af máladeild
1953 og kunni frönsku. Hún
kynntist pabba þegar komið var í
Háskólann í Reykjavík. Í blaði frá
þessum tíma má sjá þessa tilkynn-
ingu: „Sumardaginn fyrsta opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú
Rannveig Gísladóttir frá Ísafirði
og Ingi S. Erlendsson stud. po-
lyt.“
Á afmælisdegi ömmu, Sólborg-
ar, 4. des. 1954, sem bjó á Hörpu-
götu 37 (nú Einarsnesi 29) í Skerj-
arfirði, giftu mamma og pabbi sig
og ég var skírður. Þá bjuggum við
á Bauganesi 7 í Skerjarfirði. Þar
bjuggum við þegar Örn bróðir
fæddist 1956. Síðan fluttum við ár-
ið 1957 á Seltjarnarnes, Mela-
braut 44 (nú 16). Þar fæddust
Haukur og Sólborg. Síðan árið
1965 urðu þau landnemar í Kópa-
vogi, Hrauntungu 30, og þar
fæddist Þórdís. Síðast bjó mamma
í Fannborg 8 í Kópavogi í bjartri
og fallegri íbúð.
Þrátt fyrir að mamma hafi farið
frá Ísafirði aðeins 17 ára, var allt
sem við kom Ísafirði henni efst í
huga. Hún fylgdist vel með og var
greind og glögg og hafði gott
skopskyn. Hún hafði góða frá-
sagnargáfu og gaman var að
hlusta á hana.
Hún elst upp í vöggu Alþýðu-
flokksins og var mikill jafnaðar-
maður allt sitt líf. Hún hafði gam-
an af að tala við hinar erlendu
konur sem voru að þrífa hjá henni
og hafði mikla samkennd með
þeim.
Hún annaðist okkur börnin sín
mjög vel og las með okkur og
föndraði, þá voru ekki leikskólar.
Mikið frjálsræði var ríkjandi í
uppeldinu. Eitt var þó hennar
hjartans mál, en það var að við
systkinin tækjum stúdentspróf og
fengjum hvíta húfu. Það gekk eft-
ir og var hún mjög ánægð með
það.
Hún var nægjusöm og ef hún
hafði bók í hendi var hún ánægð.
Hún hafði farið um 40 ára í bóka-
safnsfræði og varð bókasafns-
fræðingur. Hún hafði gaman af að
greina, raða og flokka og var mik-
ill ættfræðingur í sínum ættum og
víðlesin í sagnfræði og bókmennt-
um. Hún lifði ríku hugsanalífi.
Margar sögur sagði hún mér af
lífi sínu, sérstaklega þegar hún
var að alast upp.
Nú verða sögurnar ekki fleiri
og mun ég sakna þeirra. Þakka ég
þér mamma fyrir hvatningu,
hlýju og góða nærveru, góðan fé-
lagsskap og gott uppeldi.
Guðmundur Ingason.
Ástkær tengdamóðir mín,
Rannveig Gísladóttir, hefur kvatt
okkur í hinsta sinn. Hún var orðin
fótafúin hin síðustu ár, en í höfð-
inu var hún spræk sem lækur.
Hún lagði mikla rækt við hugar-
leikfimi ýmiss konar til að halda
sér við, krossgátur, ættfræði og
vann jafnvel upp á nýtt gömul
verkefni úr menntaskóla! Þar
kom styrkur hennar við skipulag
og flokkun sér vel, en það eru
sjálfsagt fáir á hennar aldri sem
eiga enn skólaverkefni frá náms-
árum. Veigu var mikið í mun að
börnin hennar menntuðu sig. Ég
held að ég hafi sjaldan séð hana
jafn stolta og þegar hún var við-
stödd útskrift Þórdísar frá New
York University. Við áttum góðar
stundir í þeirri heimsókn hennar
til okkar, bæði á Manhattan-eyju
og heima í White Plains.
Fjölskyldan var sennilega það
sem Veigu þótti dýrmætast í líf-
inu. Henni var mjög umhugað um
barnabörnin og gaukaði að þeim
fróðleik og hvatti þau óspart til
dáða. Á meðan við bjuggum er-
lendis sendi hún Védísi Eiri reglu-
lega barnablaðið úr helgardag-
blöðum og stundum fylgdu með
teikningar eða annað sem Þórdís
hafði gert þegar hún var lítil, við
misgóðar undirtektir þeirrar síð-
astnefndu, en okkur hinum fjöl-
skyldumeðlimunum þótti vænt
um það. Þegar við fluttum heim
urðu heimsóknir auðveldari og
tíðari. Börnin nutu góðs af því og
við foreldrarnir sömuleiðis. Védís
Eir og Ingvar Freyr kynntust
ömmu og afa nánar og fyrir ellefu
árum bættist Ágústa Hlín í hóp-
inn, en hún naut alltaf sérstaks
stuðnings ömmu Veigu. Þær
skröfuðu saman og léku löngum
stundum síðustu ár þegar Veiga
kom í heimsókn.
Veiga fylgdist alltaf einstaklega
vel með því sem við fjölskyldan
tókum okkur fyrir hendur, hvort
sem það var vinna eða tómstundir,
og tók þátt á sinn hátt. Minnis-
stæð eru sumarfrí nú síðustu ár,
sér í lagi þegar við fórum á Vest-
firði, þegar hún hafði greinilega
tínt til landakort, ættfræðibækur
og ýmis gögn heima á stofuborði
og við hringdumst á til að þiggja
fróðleik um fólk og staði.
Þú varst betur búin undir að
mæta þínum örlögum en við hin
og ert sjálfsagt hvíldinni fegin. Við
munum sakna þín, elsku Veiga.
Hvíldu í friði.
Þinn tengdasonur,
Snorri Þorgeir.
Ástkæra amma.
Ég verð ætíð þakklátur fyrir
þessi 19 ár sem ég fékk með þér
þar sem þú kenndir mér svo
margt, til dæmis að gera lummur,
leika með eld, spila og margt
fleira. Ekki var mikið af reglum í
pössunum hjá þér og ég man vel
þegar ég fékk að sjá mína fyrstu
hasarmynd (Rush Hour 2) aðeins
7 ára að aldri - og kassarnir af
Coco Puffs sem maður tæmdi hjá
þér. Þú kenndir manni líka að ef
mjólkin lyktar ekki illa og ef ekk-
ert sést á ostinum ætti maður
bara að hætta þessu væli þar sem
það er ekkert að marka þessar
dagsetningar.
Þótt fætur og líkami hafi verið
farið þessi seinustu ár var hausinn
alltaf upp á 100 og alltaf til enda-
laust af sögum af lífinu á Ísafirði.
Þú studdir mann nú alltaf sama
hvað það var, í námi eða íþróttum,
þá sýndirðu alltaf rosalegan
áhuga á öllu og þar að auki öllum
prakkaraskapnum og fíflaríinu.
Ég held að þú hafir verið löngu
tilbúin að fara en bara við öll hin
sem vorum ekki til í að sleppa tak-
inu alveg strax. Þú varst nú ekk-
ert að draga þetta á langinn uppi á
spítala sem betur fer, heldur bara
að klára þetta af.
Takk fyrir allar yndislegu og
góðu minningarnar, elsku amma,
þín verður sárt saknað.
Þinn
Ingvar Freyr.
Elsku amma mín. Það er skrít-
in tilhugsun að þú sért farin frá
okkur. Þetta gerðist allt svo
snöggt. Eftir sitja hins vegar ynd-
islegar minningar af þeim stund-
um sem við áttum saman. Þú
sýndir því alltaf svo mikinn áhuga
sem var að gerast í lífinu manns
hverju sinni og komst með
skemmtilegar sögur því tengdu.
Hugur þinn var svo skýr og mikið
af sögum sem þú sagðir frá. Marg-
ar af minningum mínum frá æsku
eru tengdar fjörugum fjölskyldu-
boðum, íspinnum sem biðu manns
alltaf í frystinum og föndri sem þú
varst að kenna okkur. Þú fannst
sífellt eitthvað nýtt og skemmti-
legt fyrir okkur barnabörnin til að
dunda við. Þú varst alltaf mjög
hreinskilin og sast ekki á skoðun-
um þínum. Í hvert skipti sem við
hittumst tókst þér lystilega vel að
hrósa, og láta vita hvað þú værir
stolt af okkur barnabörnunum.
Ég er spennt fyrir því að sýna
börnunum mínum allt það sem ég
lærði af þér. Föndra með þeim og
segja þeim að ég lærði þetta af
ömmu minni. Ég mun ávallt minn-
ast þín með hlýjum hug og er stolt
af því að fá að bera nafnið þitt.
Hvíldu í friði, elsku amma Veiga.
Rannveig Hildur
Guðmundsdóttir.
Rannveig
Gísladóttir
✝ Einar Guð-mundsson frá
Kvígindisfirði
fæddist 27. júlí
1926. Hann and-
aðist 26. september
2020. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Guðmunds-
son, f. 2.7. 1889, d.
1.9. 1958, og Ólöf
Sigurbjörg Jóhann-
esdóttir, f. 22.5.
1912, d 30.4. 1999. Systkini Ein-
ars eru Sæmundur, f. 1.8. 1930,
Þórunn, f. 13.7. 1931, d. 17.8.
1932, Guðmundur, f.14.7. 1934,
Jóhannes, f. 25.2. 1936, Ingimar,
f. 15.1. 1940, Sæunn, f. 25.12.
1941, Guðbjörg, f. 17.8. 1945,
Gunnar, f. 30.12. 1948.
Einar kvæntist 17.12. 1966
Guðrúnu Jónu Har-
aldsdóttur, f. 4.2.
1932, d. 27.12. 2008.
Börn þeirra eru Að-
alsteinn, f. 18.5.
1967, og María, f.
27.12. 1971, eig-
inmaður Þorsteinn
Einarsson, f. 3.6.
1967, synir þeirra
eru Einar Rökkvi, f.
22.11. 2008, og Elf-
ar Húmi, f. 4.1.
2011.
Einar verður jarðsunginn frá
Lindakirkju í dag, 30. október
2020, og verður streymt beint
frá athöfn:
https://tinyurl.com/yy76lcaf
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
Blessuð sértu sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín,
yndislega sveitin mín,
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
(Sigurður Jónsson)
Við minnumst Einars elsta
bróður okkar með þökk og virð-
ingu.
Sem ungur maður stundaði
Einar sjó yfir vetrartímann, en
1953-1965 var hann bóndi í Kvíg-
indisfirði ásamt móðir sinni Ólöfu
Jóhannesdóttur.
Þessi ár gegndi hann ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir sveit sína
Múlahrepp.
Hann fluttist til Reykjavíkur og
hóf störf hjá Byko í Kópavogi sem
þá var nýlega tekið til starfa á Sæ-
bóli við Kársnesbraut.
Maður heyrði talað um það af
viðskiptavinum Byko hvað Einar
var handtakagóður þegar hann
var að afgreiða timbrið.
Þá voru ekki eins fullkomnir
lyftarar og nú og reyndi því oft á
handaflið.
Þegar Einar hætti búskap í
Kvígindisfirði og fluttist til
Reykjavíkur fór jörðin í eyði. Þá
þurfti að viðhalda húsum og ganga
frá þeim fyrir veturinn. Stofnað
var sameignarfélag um jörðina
Kvígindisfjörð af okkur systkin-
unum sem Einar veitti forystu
meðan heilsa hans leyfði.
Einar var kletturinn í hópi okk-
ar systkina. Hann átti oft frum-
kvæði að því sem gera þurfti,
skipulagði vinnu og fann út tíma
til framkvæmda sem flestir gátu
mætt, einnig boðað menn til
starfa.
Við höfum átt margar ánægju-
stundir saman við að byggja,
breyta og bæta húsakost í Kvíg-
indisfirði.
Þær eru ómældar stundirnar
sem Einar vann þar. Hann eyddi
meirihluta sumarfría sinna í Kvíg-
indisfirði og þar féll honum sjald-
an verk úr hendi.
Hann átti framkvæðið að því að
keyptur var hinn ágætasti bátur,
Bylgjan, sem nýttist okkur vel til
gagns og gamans. Ekki má
gleyma trjáræktinni sem hann tók
virkan þátt í.
Nú eru allnokkrir lundir af hin-
um fallegasta nytjaskógi, greni,
furu og lerki í Kvígindisfjarðar-
landi.
Einar var ávallt vakandi fyrir
því að láta hlutina ekki fara í nið-
urníðslu, heldur laga áður en til
þess kom.
Við systkinin og afkomendur
okkar eigum honum mikið að
þakka. Það er langur tími síðan við
lékum okkur börn í Kvígindisfirði.
Einar var ötull stuðningsmaður
þess að við ættum jörðina saman
og gætum komið þegar okkur
hentaði án tillits til þess hvort ein-
hver væri þar eða ekki. Það var
alltaf nóg pláss í gamla húsinu
þótt stundum væri þröngt.
Með þessum orðum kveðjum
við góðan bróður. Guð blessi
minningu Einars.
Við sendum börnum hans og
barnabörnum innilegar samúðar-
kveðjur.
Sæmundur, Guðmundur,
Jóhannes, Ingimar,
Sæunn, Guðbjörg
og Gunnar.
Einar
Guðmundsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa not-
uð með minningargrein nema
beðið sé um annað. Ef nota á
nýja mynd skal senda hana með
æviágripi í innsendikerfinu.
Hafi æviágrip þegar verið sent
er ráðlegt að senda myndina á
netfangið minning@mbl.is og
láta umsjónarmenn minning-
argreina vita.
Minningargreinar