Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ „ÉG HELD AÐ EINKUNNIRNAR MÍNAR GEFI NOKKUÐ GÓÐA MYND AF GETU ÞINNI SEM KENNARI.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... ferð í ísbúðina. HVAÐ? OG SAMT MALARÐU ÁFRAM! ÉG… UH… SKO… UM… HVAÐ?! STUNDUM DETTUR MÉR EKKERT Í HUG TIL AÐ SEGJA ÞETTA ER VIÐSKIPTA- TÆKIFÆRI, PABBI! „ANDARTAK, ELSKAN, ÉG ER AÐ HAKKA MIG INN Í VARNARMÁLARÁÐUNEYTIÐ.” heim í húsið sitt rauða til að gefa kettinum að éta og var svo farin út að bera út póstinn í hverfinu. Hún þótti svo snögg með póstinn að hún var kölluð hraðlestin. Þegar komið var fram að hádegi gat hún loksins komið heim og fengið sér kaffi og sígó. Þeg- ar hún hætti að vinna, komin langt á áttræðisaldur, þótti íbúum hverfisins æði mikil eftirsjá að þessari kviku og kraftmiklu konu. „Mér hefur verið það eðlislægt í mínum ómeðvitaða lífsstíl, sem ósjálfrátt mótast af persónuleik- anum, að lítilsvirða hvorki sjálfa mig né aðra í þjón- ustustörfum lífs- ins, nema brýna nauðsyn beri til, og allra sízt í bókum.“ (Les- bók Mbl., 21.6.1980). Guðrún dvel- ur nú í góðu yfirlæti á Skjóli og vilja aðstand- endur koma á framfæri kæru þakklæti til alls þess frábæra starfsfólks sem hefur sinnt henni undan- farin ár. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar var Karl Júlíusson bryti, f. 26.4. 1924, d. 19.10. 1975. Þau eignuðust þrjú börn: Þröst Júlíus Karlsson rithöfund, f. 1.11. 1948, Sigrúnu Stellu Karlsdóttur, f. 1.2. 1954 og Hörpu Karlsdóttur, f. 9.4. 1961. Karl og Guðrún skildu. Guðrún eignaðist sitt fjórða barn, Guðrúnu Glódísi Gunnarsdóttur, 13.12. 1968. Faðir hennar var Gunnar Einarsson, prentsmiðjustjóri Ísafold- arprentsmiðju, f. 26.12. 1893, d. 19.2. 1975. Guðrún á núna fjórtán barna- börn og fimmtán barnabarnabörn. Systkini Guðrúnar Jacobsen sam- feðra voru Þorvaldur Valdimar Jacobsen, f. 8.9. 1896, d. 16.3. 1970; Lovísa Ágústa Jacobsen, f. 21.8. 1898, d. 25.4. 1920; Bryndís Stefanía Jacobsen, f. 26.11. 1919, d. 11.8. 1996 og Svanur Óskar Jacobsen, 29.1. 1923, d. 20.10. 1999. Systkini Guð- rúnar Jacobsen sammæðra voru Guðbjörn Sigfús Halldórsson, f. 26.12. 1916, d. 25.2. 1960; Guðmann Svavar Halldórsson, f. 27.10. 1918, d. 26.2. 1997; Ósvald Wathne, f. 1.1. 1920, d. 24.3. 1976; Guðjón Egill Hall- dórsson, f. 26.1. 1928, d. 7.1. 1985 og Málfríður María Linnet, f. 17.5. 1929, d. 21.7. 2012. Foreldrar Guðrúnar voru Carl Anton Jacobsen, f. 6.6. 1868, d. 1942 og Þorbjörg Aldís Björnsdóttir, f. 7.10. 1893, d. 24.11. 1957. Sjálfsmynd Málverk eftir Guðrúnu. Kokkur til sjós Fáar konur af kyn- slóð Guðrúnar voru kokkar til sjós. Þórarinn Eldjárn yrkir á feisbókog kallar „Ósköp“: Margir hneykslast heimi í harma það sem tapast en óskapast svo yfir því sem er um leið að skapast. Jón Sigurbjörnsson frá Björgum í Kinn sendi mér leiðréttingu á vísu móðurbróður síns, Gríms Sigurðs- sonar bónda á Jökulsá, sem hér birtist í Vísnahorni á mánudag. Jón hefur undir höndum hefti sem Grímur vélritaði sjálfur og nefndi „Vísnabendu“. Á blaðsíðu 18 er þessi vísa svona og samhljóða í „Þingeyskum ljóðum“: Eg hef kynnst til þrautar því, þeim mun logar minna, sem menn skara oftar í elda vona sinna. Ég biðst afsökunar á þessum pennaglöpum. Ég get ekki stillt mig um að rifja upp tvær stökur eftir Grím: Ekki þekki ég þennan hól, - þetta er hríðin meiri! Þarna fauk í þetta skjól. Þau eru töpuð fleiri. Eins og gömul, gróin sár geta ýfst og rifnað, gleði sem var gleymd um ár, getur endurlifnað. Ég fékk góðan tölvupóst frá Guðna Ágústssyni um daginn þar sem hann vitnar í þjóðsögurnar og vil ég leyfa fleirum að njóta: „Djöf- ullinn vildi ekki verða minni en guð, fór til og ætlaði að skapa mann. En sú tilraun fórst honum ekki hönduglega því í staðinn fyrir að skapa mann varð kötturinn úr því og þó vantaði á hann skinnið. Sankti-Pétur aumkvaðist þá yfir þessa sköpun og skapaði skinnið á köttinn sem hér segir: Skrattinn fór að skapa mann, skinnlaus köttur varð úr því; helgi Pétur hjálpa vann, húðina færði dýrið í. Enda er skinnið hið eina sem þykir nýtandi af kettinum. Aðrir (Norðlendingar) hafa vís- una þannig: Skrattinn fór að skapa mann skringilega með hár og skinn andanum kom hann ekki í hann, úr því varð þá kötturinn. Enn hafa aðrir síðasta vísuorðið: átti að heita Þórarinn.“ Sigurlín Hermannsdóttir yrkir á Boðnarmiði, - „ því er ég“: Ég hlusta og hugsa og skil en heyri þó bara sem vil. Með tappa í eyra ég tala því meira. Ég þykist, og því er ég til. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Kölska og sköpunarkrafti hans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.