Morgunblaðið - 30.10.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.10.2020, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020  Óvíst er hvort Jóhann Berg Guð- mundsson getur spilað með Burnley gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Sean Dyche knattspyrnu- stjóri Burnley sagði á fréttamanna- fundi í gær að Jóhann ætti við smá- vægileg meiðsli í kálfa að stríða. Jóhann hefur komið smám saman inn í lið Burnley að undanförnu eftir lang- varandi meiðsli og lék í 84 mínútur gegn Tottenham á mánudaginn.  Ekkert verður af því að Keflavík og Grindavík mætist í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á morg- un eins og fyrirhugað var. Suðurnesja- slagnum hefur verið frestað á ný vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Leik Hamars og Grindavíkur í 2. deild kvenna hefur einnig verið frestað af sömu sökum.  Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur frestað tveimur leikjum sem áttu að fara fram í úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildinni, á næstu dögum. Skallagrímur og Keflavík áttu að mætast í Borgarnesi á morgun og hefur þeim leik verið frestað, sem og leik Keflavíkur og Snæfells hinn 5. nóvember í Keflavík. Öll þrjú liðin hafa getað æft und- anfarnar vikur undir nánast engum takmörkunum vegna kórónuveiru- faraldursins þar sem lið utan höfuð- borgarsvæðisins hafa bæði mátt æfa og keppa.  Breiðablik hefur fengið öflugan lið- styrk frá Njarðvík fyrir átökin í næst- efstu deild karla í körfuknattleik. Leik- stjórnandinn Jón Arnór Sverrisson hefur verið lánaður til Breiðabliks samkvæmt frétt Körfunnar.is. Jón Arnór er 22 ára og hefur smám saman fengið stærra hlutverk í Njarðvík. Hann ætti að reynast öflugur leik- maður í næstefstu deild.  Alexis Telles, bakvörður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Ole Gunnar Solskjær, knatt- spyrnustjóri liðsins, á blaðamanna- fundi eftir 5:0-sigur liðsins gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni á Old Traf- ford í Manchester. „Hann er ein- kennalaus og hann verður fljótur að jafna sig,“ sagði Solskjær. Eitt ogannað Evrópudeildin CSKA Moskva – Valencia................... 84:75  Martin Hermannsson skoraði 2 stig fyrir Valencia, gaf 2 stoðsendingar og tók 1 frá- kast á þeim 8 mínútum sem hann var inná.  Efstu lið: Zalgiris Kaunas 5/1, Bayern München 4/1, Barcelona 4/1, Valencia 3/2, Olimpia Mílanó 3/1, Olympiacos 3/2. Spánn Bilbao – Andorra.............................. frestað  Haukur Helgi Pálsson leikur með liði Andorra.  EVRÓPUDEILDIN Kristján Jónsson kris@mbl.is Rúnar Alex Rúnarsson varð í gær fjórði Íslendingurinn til að spila mótsleik með aðalliði enska stórliðs- ins Arsenal þegar hann varði mark liðsins gegn Dundalk í Evrópudeild- inni í London í gærkvöldi. Áður höfðu þeir Albert Guðmundsson, Sigurður Jónsson og Ólafur Ingi Skúlason náð þeim áfanga að spila mótsleik með aðalliði Arsenal. Rúnar Alex hélt markinu hreinu en Arsenal vann öruggan 3:0-sigur. Þar sem Arsenal hafði öll völd á vell- inum gegn írska liðinu reyndi lítið á Rúnar en þegar boltinn barst að marki Arsenal stóð hann vaktina. Ef eitthvað gæti skyggt á gleði Rúnars að leika fyrir Arsenal í fyrsta skipti á hinum glæsilega Emirates-leikvangi þá væri það kannski sú staðreynd að stuðningsmenn Arsenal vantaði. En á tímum kórónuveirunnar telst það vart til tíðinda að leikið sé fyrir lukt- um dyrum. Þegar Rúnar Alex greip boltann í hornspyrnum mátti heyra bergmála um leikvanginn: „Alex“ þegar hann lét samherjana vita af sér. Edward Nketiah, Joseph Wil- lock og Nicolas Pepe skoruðu mörk Arsenal. Albert í stuði í Hollandi Albert Guðmundsson skoraði tví- vegis þegar AZ vann stórsigur á Rij- eka frá Króatíu 4:1 í Hollandi. Al- bert skoraði annað og fjórða mark AZ á 20. og 60. mínútu. AZ hefur unnið báða leikina til þessa í F-riðli rétt eins og Arsenal hefur gert í B- riðli. Þau hafa því komið sér í góða stöðu þótt enn séu fjórir leikir eftir af riðlakeppninni. Varnarjaxlinn Sverrir Ingi Inga- son var á fornum slóðum á Spáni. PAOK mætti þá hans gamla liði Granada en niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Paok hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum til þessa í E-riðli. Fjórða Íslendingaliðið í keppn- inni, CSKA Moskva, tók á móti Din- amo Zagreb og í Moskvu varð einnig markalaust jafntefli. Hörður Björg- vin Magnússon lék allan tímann í vörn CSKA. Rúnar, Sverrir og Hörður héldu því allir hreinu í gær. Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður hjá CSKA eftir sjötíu og fimm mínútna leik. Hélt hreinu í frumrauninni  Albert Guðmundsson reimaði á sig skotskóna í Evrópudeildinni AFP Alkmaar Albert Guðmundsson og fyrirliðinn Teun Koopmeiners fagna marki Alberts fyrir AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Aron Pálmarsson var áberandi í liði Barcelona þegar spænsku meist- ararnir unnu dönsku meistarana í Álaborg 42:33 í Meistaradeildinni í handknattleik í gær. Aron skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsend- ingar gegn Álaborg en þar er Arn- ór Atlason aðstoðarþjálfari. Barce- lona er með 10 stig og Álaborg átta. Hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir pólska stórliðið Kielce sem gerði jafntefli, 32:32, gegn Porto í Portú- gal. Kielce er með níu stig og í efsta sæti í sínum riðli. Aron áberandi gegn Álaborg Barcelona Góður Danirnir réðu lítið við Aron Pálmarsson í gær. Martin Hermannsson var notaður sparlega þegar spænska liðið Val- encia fór til Moskvu og mætti stór- liðinu CSKA Moskva í Euroleague, sterkustu félagsliðakeppni í Evr- ópu, í gær. CSKA hafði betur 84:75 og lék Martin aðeins í átta mínútur. Hann kom aðeins við sögu í liðlega tvær mínútur í síðari hálfleik. Hann gaf tvær stoðsendingar, skoraði tvö stig og tók eitt frákast fyrir Val- encia sem hefur unnið þrjá leiki af fyrstu tveimur í keppninni og er í 5. sæti sem stendur. kris@mbl.is Annað tapið í Euroleague Morgunblaðið/Hari Tap Martin Hermannsson og sam- herjar máttu sætta sig við tap. Íslenskir landsliðsmenn í hand- knattleik, sem leika með félags- liðum í Þýskalandi, hafa fengið leyfi til þess að taka þátt í leik Ís- lands og Litháens í undankeppni EM 2022 sem fram fer í Laugar- dalshöll hinn 4. nóvember næst- komandi. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við handbolta.is. Í síðustu viku fékk skrifstofa HSÍ sent bréf frá félögum í Þýska- landi þar sem óskað var eftir upp- lýsingum varðandi sóttvarnir og annað varðandi leikinn. Átta leikmenn koma frá Þýska- landi auk þjálfarans Guðmundar Þ. Guðmundssonar. Hann hefur þurft að gera tvær breytingar á hópnum. Ólafur Guð- mundsson er ekki leikfær og Arnór Þór Gunnarsson gefur ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Í þeirra stað valdi Guðmundur þá Magnús Óla Magnússon úr Val og Kristján Örn Kristjánsson sem farið hefur vel af stað með Aix í Frakk- landi í upphafi tímabilsins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsliðið Kristján er kominn í hópinn en Ólafur verður ekki með. Fengu grænt ljós hjá þýsku félögunum Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hér á landi er vanalega algjört frí hjá íþróttafólki um jólin, með stöku undantekningum. Vegna frestana undanfarnar vikur af völdum út- breiðslu kórónuveirunnar hafa hins- vegar bæði Handknattleikssamband og Körfuknattleikssamband Íslands raðað sínum mótum upp á nýtt og í báðum greinum verður spilað af fullum krafti í efstu deildum í kring- um jól og áramót. Ekkert hefur verið leikið á Ís- landsmótinu í handknattleik frá 3. október en samkvæmt nýrri niður- röðun á keppni að fara af stað aftur föstudaginn 13. nóvember. Í körfuboltanum var síðast leikið 6. október. Tveir leikir áttu að fara fram í Dominos-deild kvenna, á morgun og 5. nóvember, en þeim hefur verið frestað. Annars er gert ráð fyrir að Íslandsmótið fari aftur af stað 13. nóvember. Viðbúið er þó að yfirvofandi framlenging á aðgerðum yfirvalda vegna kórónuveirunnar leiði til þess að þá niðurröðun þurfi að endur- skoða. Jóladagskráin Dagskráin í þessum greinum um jólin lítur núna þannig út, sam- kvæmt niðurröðun:  Þriðjudaginn 22. desember mætast Valur og KR í körfubolta kvenna og þá verða tveir leikir í handbolta kvenna.  Á Þorláksmessu, miðvikudag 23. desember, verður heil umferð í körfubolta karla og leikirnir hefjast frá kl. 14.00 til 20.15.  Sunnudaginn 27. desember, á þriðja degi jóla, verður heil umferð í körfubolta karla og leikið frá kl. 14.00 til 20.15.  Sunnudaginn 27. desember verða fimm leikir í handbolta karla og leikið frá kl. 14.00 til 19.00.  Mánudag 28. og þriðjudag 29. desember verður leikin heil umferð í handbolta kvenna.  Miðvikudaginn 30. desember verður heil umferð í körfubolta kvenna kl. 19.15 um kvöldið.  Miðvikudaginn 30. desember verður heil umferð í handbolta karla og leikið frá kl. 14.00 til 20.00.  Sunnudaginn 3. janúar verður heil umferð í körfubolta karla og líka í körfubolta kvenna. Þá gætu bæst við leikir á Íslands- mótinu í blaki en á heimasíðu Blak- sambandsins kemur fram að til greina komi að leika eina umferð á milli jóla og nýárs. Þétt íþróttadagskrá um jól og áramót

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.