Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2020 LÍFSSTÍLL Á hjartadeild Landspítalansvið Hringbraut er ys og þys.Starfsfólk með grímur fyrir vitum þýtur önnum kafið um gang- ana og það er nóg að gera að sinna sjúklingum. Yfirlæknirinn Davíð O. Arnar gefur sér þó tíma til að hitta blaðamann en tilefni heimsókn- arinnar er að Davíð var í vikunni út- nefndur heiðursvísindamaður Land- spítalans 2020. Davíð á að baki langan og farsælan feril sem hjarta- læknir en hann brennur einnig fyrir vísindastarfi og hefur mikinn áhuga á samspili erfða og sjúkdóma. Við ræð- um vísindin og ferilinn, en einnig áhuga hans á fyrirbærinu vellíðan og á snjalltækninni sem hann segir að geti bylt læknisfræði framtíðarinnar. Opnaði nýjar víddir Davíð kláraði almennt læknanám hér á landi og eftir nokkurra ára starf hélt hann utan í sérnám til Iowa City, sem er háskólabær í mið- ríkjum Bandaríkjanna. „Þar lærði ég lyflækningar og hjartalækningar og tók svo eitt aukaár í raflífeðlisfræði hjartans þar sem var farið í grunnpælingar á hjartsláttar- truflunum og meðferð þeirra. Ég kom heim rétt fyrir aldamótin og hef unnið á Landspítalanum síðan. Ég varð fljót- lega yfirlæknir Bráðamóttökunar á Hringbraut og svo yfirlæknir Hjarta- gáttar þegar hún var stofnuð 2010. Svo var ég um stutt skeið fram- kvæmdastjóri lyflækningasviðs en í raun vildi ég ekki yfirgefa hjartalækn- ingar, sem mér finnst gríðarlega áhugaverðar og skemmtilegar, á þeim tímapunkti. Ég tók í staðinn við starfi yfirlæknis hjartalækninga, árið 2014, og hef verið í því síðan,“ segir hann. Davíð tók útúrdúr frá hefðbundnu læknisstarfi haustið 2008 þegar hann ákvað svo að bæta enn við sig þekkingu og tók meistaranám í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýð- heilsu við Háskólann í Reykjavík. „Það var bæði skemmtilegt og örvandi að fara úr hefðbundnu dag- legu amstri í aðrar pælingar. Þetta var tveggja ára nám, með vinnu. Ég hef getað nýtt mér mjög margt úr náminu. Þetta opnaði að vissu leyti nýjar víddir, því þegar maður vinnur við lækningar eða stjórnun inni á spítala, þá er maður í svolítið sér- stökum heimi. Því er svo nauðsyn- legt að líta aðeins út fyrir þennan heim og þetta var svo sannarlega kærkomið tækifæri til þess.“ Fékk vísindabakteríuna Vísindastörf heilluðu Davíð snemma, en hann hefur alltaf unnið að vísindastörfum meðfram hefð- bundinni vinnu sem læknir. „Áhuginn kviknaði á fjórða ári í læknisfræði. Á meðan sumir segjast fá golf- eða veiðibakteríu, þá má kannski segja að ég hafi fengið vís- indabakteríu. Mér finnst þetta passa mjög vel meðfram klínísku starfi því það vakna gjarnan spurningar og hugmyndir að vísindaverkefnum þegar maður er að stunda sjúklinga. Ég vann mikla vísindavinnu í sér- náminu í Bandaríkjunum og eftir að ég kom heim hef ég unnið mjög mik- ið með Íslenskri erfðagreiningu. Samstarfið byrjaði þannig að ég fór til þeirra með hugmynd úr klíník- inni. Ég hafði tekið eftir því þegar ég var að sinna sjúklingum með gátta- tif, sem er algeng hjartslátt- artruflun, að hjá einstaklingum sem greindust með sjúkdóminn ungir, sem er fremur óvenjulegt, voru stundum ættartengsl á milli þeirra. Þeir áttu það sömuleiðis margir sammerkt að gáttatifið var mjög erf- itt í meðhöndlun. Ég fór að velta fyr- ir mér hvort það kynnu að búa erfða- þættir þar að baki. Ég talaði við Kára Stefánsson og við ákváðum að skoða þetta nánar og úr hefur orðið mjög árangursríkt og skemmtilegt samstarf,“ segir hann. „Það hefur verið talað um að kransæðasjúkdómar erfist, en það var minna vitað með gáttatif. Okkar rannsóknir hafa sýnt að ef þú átt ná- kominn ættingja með gáttatif, þá næstum tvöfaldast áhættan hjá þér. Og ef þú átt ættingja sem greinst hefur með gáttatif undir sextugu, þá fimmfaldast sú áhætta. Þetta segir okkur það að erfðaþættir spila þarna rullu, og sérstaklega hjá þeim sem greinast yngri.“ Gáttatif veldur usla „Gáttatif er algengasta hjartsláttar- truflunin. Við vitum að um sex þús- und Íslendingar hafa á einhverjum tímapunkti fengið gáttatif, en það getur ýmist komið og farið á víxl, eða verið langvarandi. Það veldur alla jafna miklum einkennum; hjartsláttaróþægindum, úthalds- skerðingu, mæði og eiginlega bara mikilli vanlíðan. Stöku sjúklingar finna þó tiltölulega lítið fyrir þessu, sem er út af fyrir sig merkilegt. Gáttatif birtist því í ýmsum myndum en það alvarlegasta við gáttatif er að það getur ýtt undir blóðsegamyndun í hjartanu. Um það bil þriðjungur allra heilablóðfalla er tilkominn vegna gáttatifs. Stundum er heila- blóðfall fyrsta birtingarmyndin, því fólk hefur annaðhvort ekki hlustað á einkennin eða jafnvel ekki vitað að það væri með gáttatif,“ segir Davíð. „Þetta er því ansi áhugaverður sjúkdómur sem getur valdið heil- miklum usla og er oft erfiður í með- ferð. Það er svo margt sem við vitum ekki enn og þar held ég að erfða- rannsóknir geti hjálpað okkur. Rannsóknir okkar með Íslenskri erfðagreiningu hafa aukið grundvallarskilning okkar á sjúk- dómnum. Við höfum hingað til haldið að gáttatif væri aðallega til komið vegna truflunar í rafkerfi hjartans en það kemur í ljós að sennilega skiptir hjartavöðvinn í gáttinni meira máli en við héldum,“ segir hann og nefnir að það skipti miklu máli að komast almennilega til botns í sjúkdómnum svo hægt sé að með- höndla hann á réttan hátt. Davíð segir vera til lyf við gáttatifi, sem virka þó ekki mjög vel. „Þau ná að halda um helmingi sjúklinga í rétt- um takti, svona í besta falli, og svo eru þau mögulega hættuleg, með ýmsar alvarlegar aukaverkanir. Því er ekki alltaf fýsilegt að nota þessi lyf og mjög mikilvægt að passa að prófíll sjúklings passi við eiginleika lyfsins. Það er sömuleiðis merkilegt að það hafa ekki komið ný lyf að neinu marki við gáttatifi í næstum um fjóra ára- tugi. Það vantar klárlega ferska og nýja hugsun í lyfjaþróun við gátta- Stöndum á barmi byltingar Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga, er heiðursvísindamaður Landspítalans 2020. Davíð hefur unnið að vísindastörfum í hartnær þrjá áratugi og hefur verið í góðu samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Hann hefur mikinn áhuga á snjalltækni sem hann segir að geti gjörbreytt heilbrigðiskerfinu til hins betra. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Davíð O. Arnar er heið- ursvísindamaður Land- spítalans árið 2020. Hann segist snemma hafa fengið „vísindabakteríu“. Morgunblaðið/Ásdís  Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Nýja Mallorca línan komin í sýningasal

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.