Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Síða 12
GEÐHEILBRIGÐI 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2020 Ræðum um sjálfsvíg! Með því að opinbera töluna yfir fjölda sjálfsvíga á Íslandi árið 2019, 39, vill Geðhjálp í samstarfi við Píeta-sam- tökin annars vegar ræða sjálfsvíg og þann skyndilega missi og sorgina sem af þeim hlýst og hins vegar ræða ástæðuna sem býr að baki slíkri gjörð og orsakaþætti geðheilbrigðis. Sunnudagsblaðið ræðir þetta mál við einn af stofnendum Píeta-samtakanna og verkefnastjóra sjálfsvígsvarna hjá Embætti landlæknis. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Pétur, sonur Benedikts Þórs Guðmunds-sonar, svipti sig lífi árið 2006, aðeins 21árs að aldri. Það varð til þess að Bene- dikt hafði frumkvæði að stofnun Píeta-samtak- anna sem opnuðu sína þjónustu vorið 2018 en hlutverk þeirra er að sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Píeta-síminn, 552 2218, er opinn allan sólar- hringinn alla daga vikunnar og hvetur Bene- dikt alla sem líður illa og eru í brýnni þörf fyrir að ræða sín mál við einhvern til að hafa sam- band. Það geti orðið fyrsta skrefið að bjartari framtíð. Samtökin eru til húsa á Baldursgötu 7 í Reykjavík og kynna má sér starfsemina nán- ar á heimasíðu þeirra, pieta.is. Benedikt situr ekki lengur í stjórn Píeta en hefur nú það hlutverk innan samtakanna að halda utan um stuðningshópa fyrir aðstand- endur fólks sem fallið hefur fyrir eigin hendi eða fyrir fólk sem óttast að ástvinur muni grípa til slíkra örþrifaráða. Ekki þarf að fjölyrða um ástandið í sam- félaginu vegna kórónuveirufaraldursins og Benedikt segir merki þess að fleiri, ekki síst fólk á aldrinum 18 til 25 ára, séu að hafa sam- band við Píeta-samtökin. „Þetta fólk er gjarn- an dottið út úr skóla og ekki að vinna. Það er ráðalaust, með mikinn kvíða og líður mjög illa enda þótt meirihlutinn sé alla jafna ekki í sjálfsvígshugleiðingum. Það getur verið stórt skref að biðja um hjálp en ég hvet fólk til að hika ekki við það; það að tala um ástandið og líðan sína getur haft mjög góð áhrif og verið upphafið að bataferlinu,“ segir hann. Ekki næg eftirfylgni Að sögn Benedikts er margt af því unga fólki sem leitar til Píeta-samtakanna félagslega ein- angrað og ekki mikið fylgst með því. Það sé orðið átján ára og þar af leiðandi ábyrgt fyrir sjálfu sér. „Það er ekki nægilega mikil eftir- fylgni með þessum krökkum og það þurfum við að laga. Hlúum betur að börnunum okkar, þó að þau séu orðin sjálfráða.“ Benedikt segir margt vel gert í samfélaginu hvað viðkemur stuðningi við fólk sem líður illa og margir reiðubúnir að leggja sitt lóð á vogar- skálarnar, ekki síst sjálfboðaliðar. Kerfið sem slíkt megi þó standa sig betur. „Kerfið virðist ekki vera að sinna þessum einstaklingum nægilega vel. Eftir að börn verða átján ára og öðlast sjálfstæði missir kerfið svolítið sjónar á þeim. Foreldrarnir eiga líka erfiðara um vik; geta ekki lengur hringt til að kanna hvort barnið mæti í skólann og annað slíkt. Allt ber þetta að sama brunni, við verðum að sinna unga fólkinu okkar betur.“ – Hefur kerfið lítið liðkast síðan þú fórst að gefa þessum málum gaum? „Já, því miður, og kerfinu hefur farið minnst fram þegar kemur að því að sinna yngstu hóp- unum. Það er eins og það kunni ekki almenni- lega að taka á móti þessu fólki. Það skortir sér- úrræðin. Greinist fólk með krabbamein eða hjartasjúkdóma er strax tekið á móti því en viðbragðið er af einhverjum ástæðum ekki það sama gagnvart andlegum veikindum. Við meg- um ekki skilja þarna á milli. Andleg veikindi geta verið alveg jafn lífsógnandi og krabba- mein og hjartasjúkdómar. Einmitt þess vegna er forvarnarstarfið svo mikilvægt sem raun ber vitni og okkur ber, sem samfélagi, að snúa sam- an bökum. Við getum bjargað þessum krökk- um og tryggt þeim betra líf. Grípum okkar veikasta unga fólk áður en það er um seinan.“ Það er tilfinning Benedikts að samfélagið sé uppteknara af því unga fólki sem gengur vel í lífinu. „Ekki misskilja mig, það er að sjálf- sögðu hið besta mál, við eigum að gera gott fólk ennþá betra, en gleymum bara ekki hin- um, sem vegnar ekki eins vel. Hjálpum þeim að komast aftur inn á sporið.“ Fjarnám er víða stundað um þessar mundir vegna faraldursins og Benedikt segir það henta fólki misvel. Píeta-samtökin þekki mörg dæmi þess að fjarnám hafi stuðlað að félagslegri ein- angrun og meiri vanlíðan, ekki síst hjá þeim sem séu veikir fyrir. Á móti komi að öðrum líði betur, það er þeim nemendum sem líður alla jafna illa í skólanum og hentar því fjarnámið betur. Betur má ef duga skal Bendikt áréttar að víða sé veitt góð þjónusta og ríki og borg hafi verið að sækja í sig veðrið á umliðnum árum og misserum. „Það er mark- visst verið að hafa samband við fólk sem líður illa og kanna hvernig það hefur það. Ekki veit- ir víst af eins og ástandið er núna. En betur má ef duga skal og ég óttast því miður að herðum við ekki róðurinn og verðum sýnilegri gagn- vart þessu unga fólki eigi það eftir að skapa enn meira vandamál til lengri tíma litið.“ Að sögn Benedikts er heldur ekki nóg að grípa fólk þegar það veikist; forvarnir skipti einnig gríðarlega miklu máli. Að búa unga fólkið okkar sem best undir lífið, kenna því dyggðir á borð við þrautseigju og breyta ís- lensku skólakerfi. „Við þurfum að nálgast krakkana með öðrum hætti, til dæmis með því að tengja betur saman skóla og hreyfingu og styðja betur við unga stráka í skóla.“ Fjórtán ár eru síðan sonur Benedikts féll fyrir eigin hendi. Hann kveðst ekki hafa hugmynd um hvort það hefði farið á annan veg hefði syni hans verið kunnugt um hjálparþjónustu á borð við Píeta-samtökin. „Auðvitað veltum við því mikið fyrir okkur og það varð kveikjan að stofnun samtakanna. Það voru til sorgarsamtök á þess- um tíma, vegna maka- eða barnamissis, svo sem Ný dögun, sem voru mjög merkileg samtök, en ekkert sem sneri sérstaklega að sjálfsvígum. Hvort samtök eins og Píeta bjarga beinlínis mannslífum er erfitt að meta en okkur fannst alla vega rík ástæða til að bjóða upp á þessa þjónustu. Í öllu falli getur það ekki skaðað.“ Að dómi Benedikts er brýnt að halda vel ut- an um grasrótarsamtök út um allt land. „Það skiptir ekki máli hvar þú býrð, þú átt alls stað- ar að geta fengið hjálp. Þess vegna hvet ég rík- ið, sveitarfélög og fyrirtæki til að styðja dyggi- lega við bakið á þessari starfsemi. Það er ofboðslega margt fólk reiðubúið að hjálpa til af hugsjón og í sjálfboðavinnu og okkur hjá Píeta-samtökunum langar að opna skjólshús á Akureyri og jafnvel víðar um landið. Það er svo mikilvægt að fólk geti leitað á einhvern til- tekinn stað, þó ekki væri nema til að spjalla.“ Á endanum snýst þetta hins vegar alltaf um fjármagn. „Því minni tími sem fer í fjáröflun og utanumhald þeim mun betur er hægt að sinna skjólstæðingunum. Nú er Ljósið komið inn á fjárlög og fleiri slík samtök eiga að mínu viti erindi þangað líka að uppfylltum tilteknum skilyrðum, svo sem Píeta-samtökin.“ Hafa sannað gildi sitt – Hafa Píeta-samtökin sannað gildi sitt á þessu hálfa þriðja ári? „Algjörlega. Þeim sem leita til samtakanna Þurfum að grípa unga fólkið Benedikt Þór Guðmundsson, einn af stofnendum Píeta-sam- takanna, segir grasrótina mjög mikilvæga þegar kemur að for- vörnum gegn kvíða, vanlíðan og sjálfsvígum. Hann hvetur til samstillts átaks allrar þjóðarinnar í geðheilbrigðismálum. Benedikt Þór Guðmunds- son, einn af stofnendum Píeta-samtakanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.