Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Blaðsíða 13
18.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Morgunblaðið/Hallur Már
hefur fjölgað um 140% milli ára, það er mjög
mikið að gera og við höfum bætt laugardögum
og sunnudögum við. Við fáum reglulega að
heyra að þetta sé úrræði sem hafi vantað í ís-
lenskt samfélag. Það er ekki lengur tabú að
viðurkenna að maður þurfi á hjálp að halda,
það skynjar unga fólkið ekki síst, sem er mjög
jákvætt. Það er allt í lagi að tala við mömmu og
pabba, kennarann eða góðan vin. Umræðan í
samfélaginu er líka orðin miklu opnari og það
skiptir máli að fólk stígi fram og segi sína
sögu, ekki síst fólk sem notið hefur mikillar
velgengni en líður samt af einhverjum ástæð-
um illa.“
Fjöldi fólks kom að stofnun Píeta-samtak-
anna og segir Benedikt þau hafa verið svo
heppin að fá til starfa Sirrý Arnardóttur sem
var fyrsti framkvæmdastjóri samtakanna
„Sirrý var mikill ísbrjótur með stórt tengsl-
anet í kringum sig og Kristín Ólafsdóttir nú-
verandi framkvæmdastjóri hefur haldið því
góða starfi áfram af miklum myndarskap.“
Píeta-samtökin hafa, að sögn Benedikts, átt
gott samstarf við aðra aðila sem sinna geðheil-
brigðismálum, svo sem Rauða krossinn og
hjálparnúmerið 1717. Algengt sé að fólki sem
hringi þar inn sé vísað yfir til Píeta-samtak-
anna. „Þetta samstarf er mjög mikilvægt og
hefur verið að aukast.“
Skilningurinn að aukast
– Þegar þú horfir yfir sviðið, er þá skilningur á
þessum málaflokki að aukast?
„Já, ég er sannfærður um það, miðað við
kraftinn og skilninginn hjá íslensku þjóðinni.
Við finnum, eins og ég segi fyrir mikilli hvatn-
ingu. Nú læt ég mig bara dreyma um að Píeta-
samtökin og önnur samtök sem vinna að
bættri geðheilsu fái meiri stuðning frá hinu
opinbera. Það skiptir höfuðmáli að samfélagið í
heild komi að þessu verkefni og grasrótin
verður að vera til staðar. Við þurfum á fjöl-
breytninni að halda, það hentar ekki öllum að
leita til spítala og stofnana. Þess vegna þurfa
grasrótarsamtök að fá að vaxa og dafna. Við
hjá Píeta-samtökunum erum þakklát fyrir
stuðninginn til þessa og munum halda ótrauð
áfram á sömu braut.“
’ Það er markvisst verið aðhafa samband við fólk semlíður illa og kanna hvernig þaðhefur það. Ekki veitir víst af eins
og ástandið er núna.
ara o.fl. Fólk hefur kallað eftir leiðbeiningum
um hvernig tala má við einstaklinga þegar þess-
ar hugsanir knýja dyra.“
– Er það að ræða sjálfsvíg og sjálfsvígshugs-
anir alltaf jafn mikið tabú?
„Það er ósköp eðlilegt að fólk sé hrætt við að
tala um þessa hluti. Þess heldur þarf hjálpin að
vera fyrir hendi. Að því sögðu gæti ég alveg trú-
að því að umræðan um þessi mál sé opnari nú
en fyrir tíu eða tuttugu árum. Samfélagið er
orðið opnara en áður. Það skiptir líka máli í
þessu sambandi að fjölmiðlar hafa á síðustu ár-
um og misserum fengið leiðbeiningar um það
hvernig fjalla skuli um þessi mál. Rannsóknir
sýna nefnilega að óábyrg opinber umfjöllun
getur haft áhrif á sjálfsvíg. Þá er ég til dæmis að
tala um þegar einstaklingur sem hefur svipt sig
lífi er upphafinn og jafnvel fjallað um aðferðina
sem hann beitti. Nær er að fjalla um lausnir og
bjargráð, og leggja áherslu á sögu og leiðir
þeirra sem björguðust. Þetta er kallað Papa-
genó-áhrifin og rannsóknir sýna að þessar
áherslur geta hjálpað einstaklingum sem eru á
vondum stað í lífinu.“
Þess má geta að Papagenó-áhrifin vísa í kar-
akter í óperunni Töfraflautunni eftir Wolfgang
Amadeus Mozart en í verkinu íhugar Papagenó
að svipta sig lífi þangað til aðrar persónur
benda honum á að hann geti leyst sín aðsteðj-
andi vandamál með öðrum og giftusamlegri
hætti.
Áhyggjur af auknu atvinnuleysi
Enginn veit hvenær þriðju bylgju kórónu-
veirufaraldursins lýkur eða hversu margar
fleiri bylgjur við komum til með að þurfa að tak-
ast á við. Fyrir liggur að áhrif veirunnar á ís-
lenskt samfélag verða gríðarleg, ekki síst at-
vinnulífið og efnahaginn. Hildur Guðný segir
augljós hættumerki í þessu fólgin þegar kemur
að sjálfsvígsvörnum. „Alþjóðasamfélagið hefur
miklar áhyggjur af auknu atvinnuleysi en vitað
er að langvarandi atvinnuleysi er áhættuþáttur
þegar kemur að sjálfsvígum. Embætti land-
læknis fylgist grannt með óbeinum áhrifum far-
aldursins, svo sem auknu heimilisofbeldi og
öðru slíku og unnið er að því að setja á laggirnar
lýðheilsuvakt í anda velferðarvaktarinnar sem
stofnað var til eftir bankahrunið 2008. Sú vakt
gafst vel en á meðan sjálfsvígum fjölgaði á
heimsvísu í heimskreppunni 2008 þá gerðist það
ekki hér.“
– Hverju er það þakkað?
Embætti landlæknis réðst árið 2019 í eftir-fylgd á aðgerðaáætlun í sjálfsvígs-vörnum með styrk frá heilbrigðisráðu-
neytinu. Um er að ræða á bilinu fimmtíu til
sextíu aðgerðir sem sumar hverjar eru þegar
komnar til framkvæmda. Upphaflega átti átak-
inu að ljúka um næstu áramót en nú hefur feng-
ist framhaldsfjárveiting fyrir árið 2021. Hildur
Guðný Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri sjálfsvígs-
varna hjá Embætti landlæknis, fagnar þessu
enda sé um langhlaup að ræða; flest lönd í
kringum okkur hafi gefið sér á bilinu fimm til
tíu ár í þessa vinnu. „Við erum eitt af 38 löndum
í heiminum með svona áætlun en tekið er mið af
gagnreyndum aðgerðum sem þekkjast víða og
hafa skilað góðum árangri. Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin, WHO, leiðbeinir okkur í þessum
efnum en einnig höfum við horft til nágranna-
landanna, svo sem Noregs og Svíþjóðar, auk
nýjustu rannsókna,“ segir Hildur Guðný.
Hún hefur stýrt verkefninu frá upphafi en
hverfur frá borði um áramótin, þegar hún fer í
barneignarleyfi.
Hafið samband!
Hildur Guðný segir geðheilbrigði alltaf mik-
ilvægan málaflokk, sérstaklega í því árferði sem
við búum við núna í heimsfaraldri kórónuveir-
unnar. Við aðstæður sem þessar sé mikilvæg-
ara en endranær að fylgjast vel með við-
kvæmum hópum í samfélaginu, faraldurinn
komi til með að hitta einstaklinga misjafnlega
fyrir. „Eitt af því sem við getum gert er að
fylgjast með í rauntíma innlögnum á spítala
vegna sjálfsvígstilrauna eða sjálfsskaða og sem
betur fer sýna þær tölur ekki hækkun miðað við
fyrri ár. Hjálparsími Rauða krossins, 1717, og
Píeta-samtökin taka líka stöðuna en hægt er að
hringja í þau allan sólarhringinn alla daga vik-
unnar.“
Mikið álag er á heilbrigðiskerfinu vegna veir-
unnar og sífellt hamrað á því í fjölmiðlum. Hild-
ur Guðný segir þetta geta haft þær afleiðingar
að fólk sem þarf á aðstoð að halda vegna geð-
rænna kvilla veigri sér við að hafa samband til
að auka ekki álagið á kerfið. Skilaboð hennar til
þessa fólks eru skýr: „Hafið samband! Það er
hjálp til staðar og það er alltaf von.“
Í september bjó Embætti landlæknis til plak-
at og myndband til að vekja athygli á mikilvægi
þess að fólk leiti sér aðstoðar vegna geðrænna
vandamála og var það sent á framhaldsskólana,
heilsugæsluna og fleiri aðila.
Að sögn Hildar Guðnýjar eru sjálfsvígstil-
raunir og sjálfsskaði algengari meðal kvenna og
yngra fólks en sjálfsvíg á hinn bóginn algengari
meðal karla og með hækkandi aldri.
Brýnt að efla eftirfylgd
Hún segir mjög brýnt að efla eftirfylgd í kjölfar
sjálfsvígstilrauna í allt að tvö ár á eftir en dæm-
in sanna að fyrri sjálfsvígstilraunir séu alvar-
legur áhættuþáttur sjálfsvíga. „Ein af aðgerð-
unum sem við erum að þróa ásamt
Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu er inn-
leiðing á eftirfylgd í kjölfar tilrauna. Eins skipt-
ir miklu máli að efla fræðslu og viðbrögð við
sjálfsvígshugsunum og samræma þetta á öllu
landinu. Þá erum við að horfa til heilbrigð-
isstarfsmanna, skólahjúkrunarfræðinga, kenn-
„Ætli samtakamáttur þjóðarinnar hafi ekki
ráðið mestu þar um. Við erum lítil þjóð og
stöndum gjarnan þétt saman þegar eitthvað
bjátar á.“
– Mun það hjálpa okkur að takast á við afleið-
ingar faraldursins?
„Það myndi ég ætla. Hvert áfall og hver
kreppa eru auðvitað mismunandi en við búum
að reynslunni úr bankahruninu. Aðalatriðið er
að við stöndum öll saman, stjórnvöld, heilbrigð-
iskerfið, fyrirtæki, stofnanir, fjölmiðlar og ein-
staklingar. Félagslegur stuðningur einkenndi
okkur í síðustu kreppu og mildaði á endanum
höggið. Leggist allir á eitt við að setja geðheilsu
í forgang ætti það að geta endurtekið sig nú.“
Geðrækt kennd í leikskóla
Hildur Guðný segir geðrækt alltaf snaran þátt í
nálgun Embættis landlæknis og mikilvægt sé
að skoða geðheilsu frá grunni og spyrja hverjir
orskaþættirnir séu. „Þetta er mjög mikilvægur
hluti af aðgerðaáætlun okkar, hvernig hægt er
að efla geðheilsu og seiglu í samfélaginu og
haga starfi og umhverfi sem best til að bæta
andlega líðan fólks og draga úr líkum á sjálfs-
skaðandi hegðun.“
Hún bendir á, að starfshópur hafi í byrjun árs
skilað tillögum til heilbrigðisráðherra um geð-
rækt barna. Þar er lagt til að hún hefjist strax í
leikskóla og héldi áfram upp framhaldsskóla, og
geri börnum þannig kleift að styðja við eigið
geðheilbrigði. „Það er mjög mikilvægt að byrja
þessa vinnu frá grunni og að geðrækt verði eins
sjálfsögð og að læra að lesa, reikna og skrifa.“
– Hvenær gerirðu ráð fyrir að þessi áætlun
komist í gagnið?
„Ráðherra er búinn að samþykkja áætlunina
þannig að vonandi verða aðgerðir innleiddar
sem fyrst, jafnvel strax á næsta ári.“
Hildur Guðný lýkur lofsorði á geðhjálpar-
átakið 39, nauðsynlegt sé að virkja sem flesta í
baráttunni fyrir bættri geðheilsu. „Þessi tala,
39, er auðvitað alltof há en hún á ekki bara við
um þá sem féllu fyrir eigin hendi á Íslandi á síð-
asta ári, heldur er hún einnig meðaltal síðustu
tíu ára. Öll viljum við lækka þessa tölu enda
skilur hvert einasta líf sem tapast eftir sig mikla
sorg. Fjöldi sjálfsvíga á hverja hundrað þúsund
íbúa hefur farið heldur lækkandi á heimsvísu en
það hefur því miður ekki gerst hér, þar sem tal-
an er svipuð og í nágrannalöndunum. Heims-
meðaltalið var aðeins hærra en er nú svipað og
okkar tíðni.“
30% lægri tíðni árið 2030
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sett sér
það markmið að lækka sjálfsvígstíðni um 30%
fyrir árið 2030. Hildi Guðnýju þykir eðlilegt að
við Íslendingar setjum okkur sama markmið.
„Þess vegna er mikilvægt að þessar aðgerðir
sem við vinnum að verði sem fyrst að veruleika,
að við byrjum þessar forvarnir frá grunni, höf-
um umræðuna á uppbyggilegum nótum og
vinnum öll saman.“
Verðum að geta talað um
þessar hugsanir
Hildur Guðný Ásgeirsdóttir,
verkefnastjóri sjálfsvígsvarna
hjá Embætti landlæknis, segir
brýnt að innleiða fjölþættar
aðgerðir í sjálfvígsvörnum
sem fyrst. Hún hvetur þjóðina
til að standa saman að því að
opna umræðuna og fyrir-
byggja ótímabær dauðsföll.
Hildur Guðný Ásgeirs-
dóttir, verkefnastjóri hjá
Embætti landlæknis.
Morgunblaðið/Eggert
’Í stað þess að fjalla um þásem framið hafa sjálfsmorðer áhersla lögð á þá sem björg-uðust. Þetta er kallað Papagenó-
áhrifin og rannsóknir sýna að
þessar áherslur geta hjálpað
einstaklingum sem eru á
vondum stað í lífinu.