Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2020 Þ egar bréfritari kom fyrst til starfa á Morgunblaðinu 1973 gat hann senni- lega sagt með snert af réttu að hann hefði nokkra reynslu að fjölmiðla- störfum. Að minnsta kosti ef höfð væri hliðsjón af aldri. Skilaboðin Matthías Johannessen skrifaði upp á blaðamanna- passa, en þar hafði verið skrifað inn að handhafi myndi „fjalla um stjórnmál“. Ritstjóranum þótti sennilega ekki nægilega mikið til þess koma, því hann handskrifaði inn orðin „og menningu“. Manni þykir nokkuð til þessa hálfrar aldar passa koma og inn- skotið puntar. Og það mátti jafnvel réttlæta því að fyrsta fastlaunaða starf viðkomandi í tvö ár hafði ver- ið sem leikhúsritari Leikfélagsins undir handarjaðri þeirra Sveins leikhússtjóra og Guðmundar Pálssonar framkvæmdastjóra og leikara og var ekki völ á betri umsjón. En áður og með fór lausamennska hjá Rík- isútvarpinu við Skúlagötu, sem þeir Haraldur Ólafs- son dagskrárstjóri stuðlaði að, með atbeina Guð- mundar Jónssonar, söngvara og framkvæmdastjóra, og hélt utan um. Þar áttum við þrír, Hrafn G. og Þór- arinn E. eftirminnanlega samvinnu um Útvarp Matt- hildi og fleira. Annað gildismat Á þessum árum lá sú regla í landi að unnið væri með námi, ef færi gáfust, og sé litið á ferilskrá bréfritara frá þeim tíma virðist námið hafa verið aukabúgrein með margvíslegri annarri starfsemi. Þegar horft er um öxl kemur á óvart hve fyrrgreindir menn og fleiri voru tilbúnir að taka áhættuna af ungdómi sem að auki sýndi iðulega að hann fór ekki endilega vel í taumi og það jafnvel svo að verndarhendur gátu brennt sig á góðvild sinni og kjarki. Nútímareglur um mannaráðningu eiga að tryggja drunga og áhættuleysi. Meðalmennskan er helsta viðmiðið. Skrifaðar eru ritgerðir og talin eru saman afrek þótt ekkert raunverulegt mat sé lagt á nokkurt þeirra. Þá fer fram athugun á því hvers kyns um- sækjendur eru og ekkert gert með það þó að stjórn- arskráin sjálf leggist gegn slíku athæfi. Útafakstur Íslenskir dómstólar hafa síðustu árin misst fótanna, þótt ekki sé hægt að útiloka að þeir gætu náð áttum á ný í fjarlægri framtíð. Vonandi hefur Spanó rætt þau atriði rækilega við Erdogan. Um þann síðarnefnda má segja margt, en ekki að hann sé veifiskati, þótt einhver kynni að halda því fram, að eins og nú standi mál gæti það jafnvel verið betra. Hér tóku dómstólar upp á því að láta almenning borga mönnum sérstaklega fyrir það að sækja um embætti sem þeir fengu ekki. Þeir sem álpast í for- setaframboð án árangurs verða að borga með sér, sem er miklu heilbrigðari regla. En fyrrnefnt háttarlag hefur orðið til þess að ekki verður betur séð en að menn hafi það að hluta til sem launaða atvinnu að sækja um störf, sem allir vita að þeir eru óhæfir til, en umsagnarnefndir skortir kjark til að segja það upphátt, sem flestir vita. Og þar með myndast þessi meinta bótaskylda. Fordæmi Það er nýlunda í heimi knattspyrnunnar að einhvers staðar í órafjarlægð sitji menn sem geta gripið inn í vitlausa dóma. Þeim dómum verður ekki áfrýjað. Dómararnir eru ósýnilegir og rök þeirra eru ekki birt. Það er því ekki útilokað að þeir Erdogan og Spanó séu þarna öðrum til trausts og halds. Kannski verður óhjákvæmilegt að koma upp slíku kerfi til að hosa íslenska dómara upp úr dellunum sem þeir telja sér trú um að þeir séu fastir í. Ekki er þó mælt með því að þeir dómarar, sem upp á síðkastið hafa fengið reglubundnar greiðslur, verði í sárabætur skipaðir sem tæknidómarar með lokaorð. En vilji þeir endilega sækja um slík störf, sem enginn veit hver skipar í, þá er fljótlegast að greiða þeim bæturnar strax, og svo vikulega til dauðadags, frekar en að sitja upp með þá ofan í tæknikjallaranum. Þeir, sem eiga góðar minningar um Ríkisútvarp, frá þeim tíma þegar slíkrar stofnunar var enn þörf af tæknilegum ástæðum, þykir það vera nokkurt undur að fylgjast með töktum þess nú. Fréttastofan þar er jafnan í liði, og reyndar undantekningarlítið í sama liðinu. Hún tekur afstöðu í nánast hverju máli, þótt lögin sem hún á að starfa eftir fyrirbjóði að það sé gert. Eina þakkarefnið er hve broslega fyrirsjáanleg hún er í hvert skipti. Krass og trall Nú síðast hefur hún tekið svo kallað „stjórnlagaráð“ upp að báðum vinstribrjóstunum og sér þess vegna ekkert galið í þeim málatilbúnaði öllum. Það hefur alveg farið fram hjá henni að umræddur hópur var ekki kjörinn í ráðið af fólkinu í landinu. Hæstiréttur kastað framgangi tilraunar til kosningar þess út í frægum dómi. Og „hópurinn“ dæmdi sig svo úr leik með því að samsinna ákvörðun Jóhönnu og Steingríms og lýsa með þeim frati á Hæstarétt Ís- lands. Þar með varð hann algjörlega einstæður og orðinn sérstakt eintak örfárra sem örugglega væri al- gjörlega óhæfur til að fitla með nokkrum hætti við Stjórnarskrá landsins. Hann tók að tralla um stund, algjörlega umboðslaus yfir einhverri furðu afurð og afhenti hana svo einhverjum. Fyrir fólkið í landinu hafði hlutverki hans lokið með dómi Hæstaréttar. Og þótt það skipti svo sem öngvu hefði hlutverkinu gagn- vart tröllurunum sjálfum einnig átt að vera lokið með því að koma frá sér skrítinni afurð sem enginn vildi gera neitt með. Fullyrt er að framangreindur hópur eigi aðdáendur sem tóku upp úr þurru að krassa „málstað hans“ á veggi sem aðrir áttu. Og það undarlega gerðist að fulltrúar trallara voru mættir í hljóðver til að verja krassið. Það var svo sem ekki verra en að verja það sem þeir kölluðu „Nýja stjórnarskrá“ áður. Enn vottur dómgreindarleysis En það undarlega var að fólk sem telur sér trú um að vera handhafa stjórnarskrárviljans skuli telja krass á annarra manna eign vera lögvarið, og telja það reyndar heilagan hluta tjáningarfrelsis! Veggjakrot er sjaldan til prýðis og fráleitt að rök- styðja rétt manna til að útbía eignir annarra, sem væri það stjórnarskrárvarið málfrelsi. Og enn eykst vitleysan þegar hin furðulega opinbera fréttastofa gengur sömu erinda. Það er þá fagnaðarefni út af fyr- ir sig að sá sem sagður er vera útvarpsstjóri sé hætt- ur að vera lögreglustjóri. Þau lönd eru til þar sem allar fréttaveitur eru í opinberri eigu og allt því eitt allsherjar „RÚV“. Þar er engin leið til að koma sínum sjónarmiðum að nema með neyðaraðgerðum. Þar mætti verja krass. Málfrelsið hefur aldrei átt auðveldari leið á Vestur- löndum en núna. Netið hefur galopnað allar leiðir, þótt alræðisríki hafi ákveðin tök þar, eins og nýleg dæmi sanna. Fjölmiðlanefnd, sem er reyndar með öllu óþarft apparat, segist vera með tugi fjölmiðla undir sínum hatti. Einstaklingar eða hópur manna geta stofnað til fjölmiðils í smáum stíl og komi í ljós eftirspurn almennings vex hann og eflist. Og enn furðulegra er að réttlæta lögbrot með málfrelsi þegar að „RÚV“, með milljarðana í sekknum snýtta út úr nefi almennings, stundar nú hefðbundna misnotkun sína í þágu trallara. Fréttamaður Ríkisútvarpsins gekk reyndar ótrú- lega langt í að ýta undir krassara um að láta eigendur útkrassaðra eigna ekki komast upp með að hreinsa þær. Spyrja má Hvernig stendur á því að krassarar taka ekki hinn opinbera stuðningsaðila sinn á orðinu og krassa áróð- ur sinn á víða veggi útvarpsins við Efstaleiti? Þar yrði þeim tekið fagnandi enda færi það vel við annan áróð- ur sem þaðan kemur. Hópurinn, sem enn kallar sig Veggjakrot í stíl ’ En það undarlega var að fólk sem telur sér trú um að vera handhafa stjórn- arskrárviljans skuli telja krass á annarra manna eign vera lögvarið, og telja það reyndar heilagan hluta tjáningarfrelsis! Reykjavíkurbréf16.10.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.