Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2020, Page 20
a til ö eins og hún gerði í húsinu í Hafnarfirði. Í slíkum verkefnum skiptir máli að ná fram ákveðinni hönnun á öll- um innréttingum þannig að eldhús og baðherbergi skapi eina heild. „Heildin verður að passa saman, sami viður er á innrétt- ingum í eldhúsi og á baðherbergjum. Sömu flísar á öllum baðherbergjum þó svo að þær séu teknar í öðrum stærð- um en þetta passar allt saman. Í þessu húsi eru þrjú bað- herbergi sem eru öll með sama efnisvali. Ef grunnurinn er góður þá er svo auðvelt að poppa upp með húsgögnum. Ég er mjög stolt af þessu verkefni og ánægð með út- komuna. Mig langar helst að flytja inn þarna sjálf enda út- sýnið þarna geggjað og húsið hentar öllum svo vel eftir þessar breytingar. Það er alltaf gaman að sjá skemmtilega útkomu og þegar heimilisfólkið er ánægt.“ Eldhúsin vinsæl Sólveig segir vinsælt að gera upp eldhús og eru opin eld- hús málið í dag. „Gott nútímaeldhús þarf að henta fjölskyldunni. Stórar eyjur þar sem öll fjölskyldan getur komið saman eru mjög vinsælar. Mjög vinsælt er að setja tækjaskáp í eldhúsið til að loka af tæki. Einnig þarf að vera þægilegt að vinna í eld- húsinu.“ Marmari er áberandi í efnisvali í eldhúsum í dag og reyndar á baðherbergjum líka. „Marmaraútlitið og marmari er alltaf vinsælt. Enda efni sem er alltaf fallegt og eldist mjög vel. Það er komið svo miklu meira úrval af marmara hjá þeim í Granítsmiðj- unni og svo er fallegt að toppa eldhúsið með fallegri borð- plötu.“ Þegar stórar ákvarðanir eins og að gera upp eldhús eru teknar er gott að fá fagaðila í verkið. „Ég mæli alltaf með því að láta fagaðila sjá um verkið og fá sér innanhúsarkitekt til að skoða bestu útfærsluna. Það er ekki ódýrt að skipta um eldhúsinnréttingu hjá sér, þetta er oft hjartað á heimilinu og það rými sem er mest notað. Við erum ekki að fá okkur nýja innréttingu dag- lega. Innréttingarnar þurfa að vera tímalausar og hægt að vinna með þeim ef maður vill breyta hjá sér,“ segir Sólveig og bendir á að það sé til dæmis hægt breyta góðum inn- réttingum seinna meir með því að skipta um borðplötu, skipta um hurðir, filma eða mála.“ Að lokum segir Sólveig að það sé auðveldlega hægt að lífga upp á heimili án þess að fara út í stórar fram- kvæmdir. „Það er alltaf auðveldast að mála ef maður vill breyta hjá sér og það er jafnframt ódýrasta leiðin. Nýir púðar og gardínur geta gert krafaverk ef að maður er orðin þreytt- ur á stofunni hjá sér,“ segir Sólveig sem er spennt fyrir vetrinum og öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem hún er að vinna að. Marmaraflísar og dökk eik fara vel saman eins og sést á þessu baðherbergi. Hér notar Sólveig Andrea marmara- flísar á baðherbergi. Heima hjá Sól- veigu er hlýlegt um að litast. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2020 LÍFSSTÍLL Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til: • viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, og öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. • byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. • sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2020. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir Gagnasafn). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum (sjá nánar á heimasíðu safnsins www.borgarsogusafn.is). Suðurgötu 39,101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.