Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Síða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2020 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Af hverju í ósköpunum ætli við höfumsvona ofsalega mikinn áhuga á for-setakosningum í Bandaríkjunum? Það er varla eðlilegt að við séum heltekin af kosningum í ríki sem er í mörg þúsund kíló- metra fjarlægð. Sérstaklega í ljósi þess að það var alveg á mörkunum að við nenntum að hafa okkur út til að kjósa í okkar eigin forsetakosningum í sumar. Sem, okkur til varnar, voru ævintýralega óspennandi. Skýringin er líklega sú að þetta snýst ekki svo mikið um pólitík. Þetta er raun- verulegasta raunveruleikasjónvarp sem völ er á þar sem sigurvegarinn fær ekki bara milljón dollara eða rós heldur ótrúleg völd yfir öflugasta ríki hins frjálsa heims. Það setur aðeins meira kjöt á beinin. Við fylgjumst með tveimur mönnum. Þeir eru reyndar báðir komnir á þann stað að þeir ættu að vera hættir að vinna. Trump er 74 ára og Biden að verða 78. Þetta er vissu- lega örlítil tilbreyting frá hinum hefð- bundnu ungu stjörnum raunveruleikasjón- varpsins sem skottast um léttklæddar og tálgaðar á sundlaugarbakkanum. Sennilega megum við bara vera þakklát fyrir að Biden og Trump eru yfirleitt fullkæddir. Reyndar er töluverður munur á reynslu þessara keppenda í þessari tegund sjón- varps. Annar þeirra nánast fann hana upp. Skapaði sér nafn í þáttum sem, eins ótrú- lega og það hljómar, gengu út á að reka fólk. Hefur reyndar haldið því áfram í emb- ætti. Hinn virkar á mann sem einhver sem hefur aldrei séð raunveruleikaþátt og senni- lega aldrei neitt sem ekki er í línulegri dag- skrá. En spennan er fyrst og fremst í kosn- ingabaráttu sem kostar milljarða á millj- arða ofan. Þar sem allt virðist ganga út á að benda á að andstæðingurinn sé töluvert meiri drullusokkur en maður sjálfur. Mál- efnin eru örugglega þarna líka en þau drukkna í svívirðingum, ósvífnum auglýs- ingum og ásökunum um allt frá þjófnaði til landráða. Kappræðurnar á milli þeirra eru svo sér kapítuli. Þar þurfti að grípa til þess að slökkva á hljóðnemum á víxl svo hægt væri í það minnsta að greina orðaskil. En fegurðin er í þessum síðustu metrum kosningabaráttunnar þegar örvæntingin mætir til leiks og öllu er hent í pottinn til að ná í síðustu atkvæðin. Nú síðast þegar fólki var talin trú um að sonur Bidens hefði farið með tölvuna sína þúsund kílómetra leið til að borga aðeins minna fyrir viðgerð á henni en svo bara gleymt henni þar. Smekkfullri af allskyns vafasömu dóti. Bara svona eins og maður gerir. Eða þegar FOX segir frá því að það hefði haft alveg óyggjandi sannanir fyrir því hvað þeir Biden-feðgar væru miklir glæpamenn ef gögnunum hefði ekki verið stolið í pósti. Þar hefði sennilega komið sér vel að eiga faxtæki eða jafnvel tölvupóst. Eða svona síma með myndavél. En það er ekki eins og okkur komi þetta við (svona fyrir utan þá pínulitlu staðreynd að alþjóðamálin geta farið í algjört hakk ef Bandaríkjunum er illa stjórnað.) Við erum ekki einu sinni með kosningarétt. Þess vegna verður þetta aldrei neitt annað en ör- lítið persónuleikapróf fyrir okkur. Annar frambjóðendanna er ruddi, karl- remba og skattsvikari sem endar hugs- anlega í fangelsi þegar hann hættir sem for- seti. Helsti gallinn við hinn er að hann á son sem er í einhverju veseni og sjálfur er hann heimakær og stundum soltið sybbinn. Ef ég þyrfti að velja … ’Þetta er raunverulegastaraunveruleikasjónvarp semvöl er á þar sem sigurvegarinnfær ekki bara milljón dollara eða rós heldur ótrúleg völd yfir öfl- ugasta ríki hins frjálsa heims. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Annarra manna kosningar Nálgun stjórnvalda á efna-hagsleg viðbrögð við Covid-faraldrinum hafa meðal annars einkennst af þremur leiðar- ljósum: Að bregðast hratt við, að hafa viðbrögðin eins umfangsmikil og réttlætanlegt er hverju sinni og að hafa þau til sífelldrar endurskoðunar í samræmi við hvernig hinn ófyrir- sjáanlegi faraldur þróast. Í mars vonuðumst við öll eftir því að faraldurinn yrði orðinn viðráðan- legur eftir fáeina mánuði. Raunin er því miður allt önnur. Eftir því sem Covid dregst á lang- inn eykst hættan á því að fyrirtæki sem faraldurinn bitnar harðast á neyðist til að kasta inn handklæðinu og leggi upp laupana. Sú stund er sem betur fer ekki enn runnin upp að það sé farið að gerast í stórum stíl en hún nálgast með hverjum mán- uðinum sem líður í skugga takmark- ana til að hemja faraldurinn. Hagsmunirnir Það felast í því almannahagsmunir að freista þess að koma í veg fyrir að sú sviðsmynd verði að veruleika. Þær aðgerðir sem gripið hefur ver- ið til eru réttlætanlegar vegna þess að í þeim aðstæðum sem nú eru uppi er markaðshagkerfi gert ókleift að virka sem skyldi. Gjaldþrot fyrirtækja felur ekki aðeins í sér tap hluthafa, starfs- manna og lánardrottna heldur geta þar eyðilagst verðmæti sem sam- félagið allt hagnast á að verja. Dýr- mæt viðskiptasambönd geta slitnað; þekking og reynsla getur horfið með stjórnendum og öðru starfsfólki; framleiðslutæki geta farið forgörðum. Það kostar að byggja slíkan rekstur upp aftur. Það er ekki ókeypis að byrja á núlli. Og það tekur tíma, og sá tími kostar líka. Hluti kostnaðarins fellur á samfélagið. Þetta á að einhverju leyti við um allar atvinnugreinar en alveg sér- staklega ferðaþjónustu, þar sem aðalsölutímabilið fyrir komandi há- annatíma næsta árs er að hefjast. Ein- hverjir þurfa að vera til staðar til að sækja á þau mið núna á sölu- vertíðinni. Ísland á mjög mikið undir kröftugri viðspyrnu ferðaþjónustunnar, eins og ég fór ítarlega yfir í grein minni á þessum vettvangi fyrir hálf- um mánuði. Stuðningur ríkisins við atvinnulífið hefur fram til þessa verið blanda af frestandi úrræðum (t.d. stuðningslán og greiðslufrestir) og beinum styrkj- um (t.d. hlutabótaleið, laun á upp- sagnarfresti og lokunarstyrkir). Þá má ekki gleyma aðkomu ríkisins að hlutafjárútboði Icelandair, sem er kannski mikilvægasta fyrirtæki ís- lenskrar ferðaþjónustu. Aukinn stuðningur Nýlega kynnti fjármála- og efna- hagsráðherra svo aukna beina styrki í formi tekjufallsstyrkja. Áætlað var að umfang þeirra gæti orðið að há- marki rúmir 14 milljarðar króna. Ríkisstjórnin samþykkti í gær, föstudag, að efla stuðningsaðgerðir við atvinnulífið enn frekar. Í því felst að lokunarstyrkir verði framlengdir, nýkynntir tekjufallsstyrkir útvíkk- aðir umtalsvert og nýtt úrræði, við- spyrnustyrkir, innleitt en unnið er að útfærslu þess. Þá ræddi ríkisstjórnin um mögulega framlengingu hluta- bótaleiðarinnar sem rennur út nú um áramót. Hefur félags- og barna- málaráðherra þegar hafið undirbún- ing að framlengingu úrræðisins. Við höfum átt gott samtal við þær greinar sem eru í viðkvæmastri stöðu og þekkjum vel áskoranir þeirra. Enginn þarf að efast um að við vilj- um koma til móts við þær eftir fremsta megni og skiljum verðmætin sem í því felast. Eins og fram kom á góðum fundi um stöðu ferðaþjónust- unnar í vikunni, sem um 500 manns fylgdust með í streymi og um þúsund hafa horft á síðan þá, er mikilvægt að allir leggist á eitt, þ.m.t. fjármála- kerfið. Nýsköpun á fleygiferð Þó að mjög kreppi að í ákveðnum at- vinnugreinum er það sem betur fer ekki einhlítt. Þannig er t.d. veruleg nýfjárfesting í nýsköp- unarfyrirtækjum, ekki síst erlendis frá. Nýleg dæmi eru 15 milljóna doll- ara (um tveir milljarðar) erlend fjár- mögnun Controlant, 20 milljóna doll- ara (tæplega þrír milljarðar) erlend fjármögnun Sidekick Health og kaup þýska stórfyrirtækisins Baader á meirihluta í Skaganum 3X. Líftæknifyrirtækið Kerecis hefur margfaldað sölu sína á milli ára og svona mætti lengi telja. Eins og allir vita er nýsköpun langtímaverkefni en hún byrjaði ekki í gær þannig að góðum fréttum er þegar farið að fjölga og við trúum að sú þróun haldi áfram. Í gær var síðan tilkynnt um fyrir- hugað lofthreinsiver Carbon Iceland í samstarfi við kanadíska fyrirtækið Carbon Engineering, þar sem stefnt er að þríþættri framkvæmd: hreins- un á um einni milljón tonna af CO2 úr andrúmsloftinu og framleiðslu á ann- ars vegar CO2 til matvælaframleiðslu og hins vegar eldsneyti fyrir skip og önnur samgöngutæki. Ein af aðgerð- unum sem ríkis- stjórnin kynnti í lok september til að styðja við áframhald lífskjarasamning- anna var að útfæra skattalegar aðgerðir til að styðja fyrirtæki til fjárfestinga, með áherslu á græna umbreytingu og loftslagsmarkmið. Tilkynningin í gær er dæmi um tæki- færin sem felast í slíkum verkefnum og ljóst er að þau eru fleiri. Ég hef óbilandi trú á tækifærum Íslands til að vera áfram í fremstu röð samfélaga í heiminum og rísa hratt á fætur þegar þokunni léttir. Öflugt atvinnulíf er forsenda öflugra lífsgæða. Án þess getum við einfald- lega ekki staðið undir þeim lífs- gæðum sem við viljum öll tryggja. Þess vegna skiptir öllu máli að við styðjum bæði fólk og fyrirtæki í gegnum áskoranir dagsins. Því um leið og aðstæður leyfa mun sköp- unarkraftur og framtakssemi ein- staklinga keyra Ísland aftur í gang. Varnarbaráttan og sóknarfærin Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’ Því um leið ogaðstæður leyfamun sköpunarkrafturog framtakssemi ein- staklinga keyra Ís- land aftur í gang.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.