Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Qupperneq 13
1.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 fyrst núna finnst mér þessi speki verða áþreif- anleg. Ég er hérna að endurlesa Epíktetus uppi í sófa og hugsa með mér: Heyrðu, ég skil núna hvað þú átt við, gamli!“ Það er ekkert launungarmál að bókin á und- ir högg að sækja í samtímanum enda hefur samkeppnin um athygli fólks ekki í annan tíma verið harðari. „Það eru ekki bara sjónvarpið, útvarpið og kvikmyndirnar, sem lengi hafa barist um athygli okkar, heldur ekki síður allir miðlarnir sem tengjast ekki endilega frásögn og eru hannaðir til að ræna athygli fólks. Þess vegna er ekki verra að hafa bókina grípandi; maður verður að halda fólki við efnið, það er svo margt annað sem togar í það. Sagan segir að Dostojevskí hafi eitt sumarið lesið allan Shakespeare sem er mjög vel að verki staðið. Þegar ég las um þetta hugsaði ég með mér: Já, Dostojevskí var líka ekki gaur með snjallsíma. Tæki sem maður gengur með í vasanum og er ekkert annað en samsæri gegn athyglisgáfu manns.“ Hann brosir. Erum það sem við hugsum Sjálfur bíður Halldór eftir tækifæri til að halda fyrirlestur um það að bóklestur sé hin eina sanna róttækni í dag og hin augljósa leið til að láta netið ekki heilaþvo sig eins og það gangi því miður mikið út á. Að því sögðu er hann bjartsýnn fyrir hönd bókarinnar og bók- mennta. „Það er ekki bara vegna þess að ég vil og vona að bókinni vegni vel. Við erum það sem sem við hugsum um og það sem við hugs- um um er auðvitað nátengt athygli okkar. Sí- fellt fleiri eru að vakna upp við það að við þurf- um sjálf að vera við stjórnina á eigin hugsunum, athygli og lífi en ekki láta mata okkur á einhverjum algóryþmum sem hafa bara það hlutverk eitt að halda okkur stjörfum og slefandi fyrir framan skjá en ekki segja okkur neitt gáfulegt. Bið ég þá frekar um gott bókasafn en YouTube sem segir: Halldór minn, horfðu á þetta hér! Undirliggjandi hvöt- in er ekki að gleðja mig eða fræða, heldur kort- leggja mig sem persónuleika til að geta selt mér eitthvað eða koma upplýsingunum um mig til einhverra fyrirtækja. Þetta er mjög eðlisólíkt þeirri menntun sem ekki er staf- ræn.“ – Í þessum skilningi hlýtur að vera jákvætt að fortíðin sé aftur komin á kreik, þótt því fylgi líka einhverjar risaeðlur? „Já, svo sannarlega,“ svarar Halldór hlæj- andi. – Getum við enn með góðri samvisku kallað okkur bókaþjóð? „Ég átta mig satt best að segja ekki á því. Þekki það bara ekki nógu vel, svo sem með til- liti til mælinga. Hitt veit ég þó, að ég verð ekki mikið var við bóklestur hér heima. Maður sér fólk ekki lesa mikið bækur í strætó eða á kaffi- húsum og persónulega finnst mér óþægilegt hversu oft ég hitti fólk sem segist bara lesa eina bók á ári. Maður verður miklu meira var við bóklestur í Berlín en sá samanburður er ekki sanngjarn, það er svo miklu fleira fólk þar. Það spilar líka inn í að nýjar bækur eru mjög dýrar á Íslandi; það eiga ekki allir há- skólastúdentar sjöþúsundkall til að tékka á einhverri bók. Þetta er hins vegar ekkert okur, ég þekki það vel, heldur bara íslenskur veru- leiki. Ef það er einhver vísbending um að við séum enn þá bókaþjóð þá eru það forn- bókabúðirnar og virkur markaður með not- aðar bækur á netinu.“ Með tvær í takinu Talið berst að næstu skrefum á ferli Halldórs og hann upplýsir að hann sé í óvenjulegri stöðu. „Mér lætur best að einbeita mér að einu verkefni í einu og þegar ég klára bók er ég venjulega eins og vandlega kreist sítróna – með alveg hreint borð. Aldrei þessu vant er ég hins vegar farinn að huga að næstu bók og raunar bókum. Ég stefni á að gefa út bók strax á næsta ári. Það er þó ekki skáldskapur, held- ur ritgerðasafn, þar sem ég nýti mér pælingar og byggi ofan á þemu úr pistlum mínum,“ seg- ir Halldór en hann hefur um fjögurra ára skeið verið fastur pistlahöfundur við þáttinn Lestina á Rás 1. „Ég hef alltaf fílað svona ritgerðasöfn frá höfundum og að ósekju mætti vera meira um þau. Ég er byrjaður að sigta út úr þessu efni sem gæti átt erindi í bók og kjarninn er nokkurn veginn til staðar. Ég er líka með hug- mynd að næstu skáldsögu en alltof snemmt er að segja til um hvenær ég klára hana.“ Halldór hefur vakið mikla athygli fyrir pistla sína og upplýsir að hann hafi fengið meiri viðbrögð við þeim en bókum sínum til þessa. Þeir gleðji suma en reiti aðra til reiði, eins og gengur, en þó hefur hann haft það sem viðmið að fjalla helst ekki um pólitík – efni sem auðveldlega getur sett heilu hópana á hliðina. – Liggur styrkur pistla þinna ekki í því að þú ert með ferska og frumlega sýn á tilveruna? „Úff, það er ekki mitt að segja. Finnst þér það? Sjálfur furða ég mig stundum á því að ég sé að skrifa pistla enda finnst mér oft eins og ég sé með svolitlar jaðarskoðanir. Stundum líkjast pistlarnir líka meira skáldskap. Ég held oft að það sé lykillinn að góðu stöffi, þessi mó- ment í skrifum þegar maður veit ekki alveg hvort maður er raunverulega sammála sjálfum sér. Listamenn eiga að geta sett sig í spor ann- arra og lýsa því sem er ekki alveg þeir sjálfir. Í þessu tilliti bý ég að dvölinni í Berlín, þar er mikið pönkskjól, anarkismi og „alternative“- lífstíll. Það smitar örugglegga út frá sér í skrif- in.“ – Sóttirðu sérstaklega í það? „Já, ég gerði það. Það er margt fólk með frjóa hugsun í Berlín og mikið af lífsstílum í fleirtölu.“ Gott að sofa á hlutunum Hann segir verklagið alltaf eins með pistlana; hann setjist bara niður og byrji að skrifa. Hugsunin sé í skrifunum sjálfum og fyrir vikið hafi það engan tilgang að skipuleggja sig fyrir- fram. „Það er bara ávísun á of mikla fyrirvara, ofhugsun og of miklar áhyggjur.“ Halldór skilar pistlunum í hádeginu á þriðjudögum og hefur þann sið að skrifa á að giska helminginn á mánudagskvöldi og af- ganginn að morgni þriðjudags. „Ég las bók sem heitir Why We Sleep og tengi mikið við lykilpælinguna þar; að gott sé að bókstaflega sofa á hlutunum. Maður vaknar alltaf með eitt- hvað nýtt.“ Í hans huga er ákveðin þversögn í starfi pistlahöfundarins. „Það fylgir því óneitanlega ábyrgð að vera með pistla í Ríkisútvarpinu en um leið er formið svo ábyrgðarlaust í eðli sínu. Það er ekkert í húfi fyrir mig; nema að ég gangi svo hressilega fram af einhverjum að ég verði rekinn. Tökum pistlahöfunda í Banda- ríkjunum sem studdu innrásina í Írak sem dæmi. Allt fór í handaskolum en það hafði eng- ar afleiðingar fyrir pistlahöfundana. Þeir ypptu bara öxlum og skrifuðu næsta pistil. Ég er auðvitað ekki að bera mig saman við þetta en þú skilur hvað ég á við. Pistlaskrif eru að mestu leyti afþreying en samt er þetta ábyrgðarhlutverk og getur komið róti á fólk. Það ber manni að hafa í huga.“ Það segir hann án þess að kalla fram hin minnstu svipbrigði hjá mér; þið munið að ég kom grímuklæddur til leiks. Botna raunar ekkert í því hvers vegna ég var ekki löngu byrjaður að taka viðtöl þannig til fara. Ég meina, árið er 2020. „Heimurinn er eitthvað svo klikkaður í dag, upplausnin mikil og fortíðin í vissum skilningi vöknuð úr dvala. Fyrir vikið er við hæfi að leita í upprunann og mannkynssöguna,“ segir Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur. Morgunblaðið/Eggert ’Og að hverju ertu að leita?spurði ég manninn sem vargrískur. Þá leit hann dreyminn ásvip í augu mín og svaraði hægt og yfirvegað bara eins og véfrétt: „The origins of thought are poetical.“ [Uppruni hugsunar- innar er skáldlegur.] Þessari setningu mun ég aldrei gleyma.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.