Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 14
L ífið fer oft undarlegar krókaleiðir og áföll dynja á sem enginn getur séð fyrir. Líkaminn getur gefið sig án fyrirvara og í sálinni er stund- um einungis myrkur og sorg. Það hefur Elísabet Reynisdóttir reynt á eigin skinni. Þessi rúmlega fimmtuga flotta kona hefur lent í meiri hremmingum í lífinu en við flest. Í nýrri bók sem Valgeir Skagfjörð skrif- ar segir Beta frá lífi sínu, sorgum og áföllum og hvernig hún vann úr þeim. Bókin er ekki ævisaga, heldur þroskasaga, enda er lífið bara rétt að byrja hjá Betu sem stendur nú á tíma- mótum. Heilsan og hamingjan er nefnilega loksins komin til baka eftir miklar þrekraunir. Blaðamaður hitti Betu á skrifstofu hennar, en hún segist vera í draumavinnunni sem nær- ingarráðgjafi og fyrirlesari. Beta lagði spilin á borðið í bókinni en þar segir hún frá lífshlaupi sínu og hvernig hún komst loks í höfn. Fjögurra ára í gosinu „Ég er fædd í Vestmannaeyjum og lendi þar í gosinu þegar ég er fjögurra ára gömul. Ég man eftir því þegar ég er vakin um nóttina og ég man eftir mér í bátnum. Við flytjum svo á Vopnafjörð og það skrítna er að ég á fáar minningar þaðan fyrstu árin eftir gos,“ segir Beta en hún flutti svo aftur til Eyja til ömmu og afa sextán ára og kláraði þar framhalds- skóla, en dvaldi öll sumur á Vopnafirði þar til hún flutti alveg til Reykjavíkur um tvítugt. „Ég tel mig bæði vera Vestmannaeying og Vopnfirðing. Ég átti rosalega góða æsku, en það er greinilegt að ég hef fengið gríðarlegt áfall við gosið. Ég komst að því þegar við skrif- uðum bókina, en að skrifa hana var ákveðin þerapía. Á þessum tíma hafði aldrei verið sest niður með barninu og útskýrt fyrir því hvað væri að gerast. Pabbi er Vopnfirðingur, hafði komið til Eyja til að mennta sig sem vélsmiður og vinna og í gosinu sá hann fram á að vera at- vinnulaus. Hann fékk atvinnutilboð á Vopna- firði svo við fluttum þangað. Mamma og pabbi stóðu sig vel, en þau voru ungir foreldrar. Rúmlega tvítug voru þau með tvö lítil börn, búin að standa af sér náttúruhamfarir og þurftu að byggja sér nýtt heimili,“ segir hún. Beta flosnaði upp úr menntaskóla og hóf þá störf sem aðstoðarstúlka tannlæknis. Síðar stofnaði hún fyrirtæki ásamt vinkonu sinni sem flutti inn tannlæknavörur og tók að sér ýmis verkefni, s.s. útvarpsþátt og einnig var hún með lítið ráðgjafarfyrirtæki. Það var nóg að gera á árunum milli tvítugs og þrítugs, bæði í vinnu og einkalífinu, en ástin bankaði upp á og Beta hóf sambúð með manni, nú fyrr- verandi eiginmanni. „Ég var alltaf viss um að hann yrði mað- urinn minn; ég fann það á mér um leið og ég hitti hann fyrir utan ball í Vestmannaeyjum þegar ég var nítján ára. En hann var þá lof- aður þannig að ég beið bara róleg,“ segir hún og segir þau hafa byrjað saman þegar hún var að verða 26 ára. Ári síðar eignuðust þau dreng og árið 2000 fæddist þeim dóttir. Fór heim sjö mánuðum síðar Lífið virtist brosa við unga parinu, komin með fimm ára dreng og nýfædda stúlku. „Ég var alltaf mjög frísk en á þessum tíma var ég að misbjóða mér með streitu. Ég vann mikið og fann það þegar ég fór í fæðinguna að ég var líkamlega ofboðslega þreytt og ég var of þung. Ég hafði gengið mjög nærri mér. Fæð- ingin var í raun ekkert erfið en ég var mjög blóðlaus eftir fæðinguna. Mér var gefið blóð, þótt ég hefði verið algjörlega mótfallin því. En það var ekkert annað hægt. Og eftir það varð heilsa mín sífellt verri. Ég hef oft spáð í það hvort blóðgjöfin hafi verið áhrifavaldur. Þegar dóttir mín var aðeins um tveggja mánaða gat ég ekki vaknað til að gefa henni brjóst. Í jan- úar fór ég að fá skrítna tilfinningu í höndum, eins og vöðvabólgu. Það fór svo niður í fætur og ég fann fyrir máttleysi um allan líkamann og ofboðslegum sársauka,“ segir Beta og segist ekki hafa getað lyft hlutum á þessum tíma, eins og burðarstóli ungbarnsins. „Það fannst ekkert að mér og svo er ég svo mikill töffari. Ég var í afneitun að það væri eitthvað alvarlegt að,“ segir hún. „Ég var líka orðin óstöðug á fótum og þetta var allt frekar undarlegt. Ég gat ekki skipt á barninu því fínhreyfingar voru ekki til staðar. En afneitunin er sterk; ég vildi trúa því af öllu hjarta að þetta væri bara vöðvabólga,“ segir hún. „Svo kom áfallið. Ég vissi það þegar ég var var eitt sinn úti að borða með vinkonum mín- um og fann að ég gat ekki kyngt að það væri eitthvað alvarlegt að. Ég hringdi þá á heilsu- gæslustöðina og náði akkúrat sambandi við lækni sem þekkti strax öll einkennin. Hún sagði mér að koma strax,“ segir Beta og segist í kjölfarið hafa greinst með sjálfsofnæmis- sjúkdóminn Guillain-Barré-heilkenni. „Heimilislæknirinn sendi mig beint upp á spítala, því hana grunaði strax að ég væri með þennan sjúkdóm. Ég mætti þangað með tann- bursta og eitt tímarit, haldandi að ég yrði kannski lögð inn eina nótt. Ég fór heim sjö mánuðum síðar.“ Lömuð á Grensás Betu var strax gefið mótefni til að efla ónæm- iskerfið og lá hún inni í tíu daga. Þrátt fyrir það hrakaði henni hratt. „Ég datt á Borgarspítalanum og lamaðist meira, en náði að hanga í göngugrind. Ég var send þaðan á Grensás og þá datt ég aftur og var þá endanlega lömuð.“ Í bókinni lýsir Beta þessu svona: „Nú stend- ur hjólastóll undir glugganum sem mér er ætl- að að setjast í. Ég er reið. Ég hvæsi á starfs- fólkið: „Viljið þið taka burtu þennan hjólstól.“ Ég sný upp á mig og geri tilraun til að velta mér til veggjar en get auðvitað engan veginn snúið mér. Hins vegar ætla ég mér ekki að setjast í þennan hjólastól. Samt er ég lömuð. Ég er líka lömuð af hræðslu en læt samt engan bilbug á mér finna og ítreka ósk mína um að hjólastóllinn verði fjarlægður úr herberginu.“ Þú ert þarna rúmlega þrítug með fimm ára barn og annað nokkurra mánaða, allt í einu lömuð á Grensásdeildinni. Hvernig tókstu þessu öllu saman? „Ég tók þessu ótrúlega vel á þessum tíma. Það er þetta með hetjuskapinn. En ég var samt alveg óttaslegin. Ég óttaðist mest að deyja,“ segir Beta og útskýrir að sumir sem sjúkdóminn fá lenda í öndunarvél og ekki allir lifa hann af. Flestir jafna sig að mestu á innan við ári, en lömun er algeng í ferlinu. „Ég gat ekki sagt frá óttanum mínum og það var ekki fyrr en ég vann að þessari bók að ég skildi óttann; gat tekið hann í sátt og sýnt honum virðingu. Ekki lokað hann niðri í djúpi sálarinnar og leyft honum að dvelja þar og valda mér skaða. Með þessari bók fékk ég að sjá hversu mikið afl óttinn er og and- styggilegur ef við leyfum honum að hafa yf- irhöndina.“ Var á hræðilegum stað Hvað tók við að lokinni meðferð á Grensás? „Í einu orði sagt hræðileg ár. Það tók mig sjö ár að ná heilsu, en ég þjáðist af síþreytu og ofboðslegum verkjum. Ég man ég opnaði aug- un á morgnana ofurþreytt og kvalin. Ég gat með herkjum komið tveimur börnum í skóla og leikskóla og fór svo aftur heim og svaf fram yfir hádegi. Ég náði kannski að fara í mesta lagi út í búð áður en ég náði í stelpuna á leik- skólann. Ég var alltaf heima og lifði bara í þessu afmarkaða umhverfi,“ segir Beta og segir að árið 2003 hafi hún fengið streptó- kokka í blóðið og þar með var botninum náð heilsufarslega. Hún endaði í endurhæfingu á Reykjalundi. Það var engin önnur leið en upp. „Ein vinkona mín sagði að þetta gæti ekki átt að vera svona, ég væri meira dáin heldur en lifandi,“ segir Beta og segir að hún hafi smátt og smátt náð heilsu til að lifa. Hún komst aftur út á vinnumarkaðinn, þótt það hefði tekið mörg ár að ná því markmiði. En þrátt fyrir að líkamleg geta hafi smátt og smátt komið til baka, leitaði Beta mikið í mat á þessum árum og segir að andlega hliðin hafi ekki verið góð. „Ég var lág í öllum vítamínum og líkaminn í slæmu formi. Ef ég hefði fengið réttu aðstoðina þarna, tel að ég hefði getað náð mér miklu fyrr. Ég bjargaði mér sjálf með því að fara til Dan- merkur í næringarþerapíu, sem var kraftaverki líkast að ég gæti. Ég var lifandi dauð og það var bara eins og einhver hefði rétt mér súrefnis- grímu. Ég flakkaði á milli landanna en ég fór einu sinni í mánuði út í námið. Þar hófst minn bataferill. Ég bjargaði mér með réttri næringu, með félagslegum tengslum og með því að lifa lífinu. Ég segi alltaf að ég hafi farið í næring- arþerapíu til að bjarga sjálfri mér. Núna veit ég hvað lífsgæði skipta miklu máli sama hvað er að hrjá okkur. Þarna var ég á hræðilegum stað. Og andlega leið mér illa og ég hefði sárlega þurft hjálp,“ segir hún og segir að á þessum tíma hafi allt þetta álag komið niður á sam- bandinu hennar og makans, eðlilega. „En við náðum að sigla í gegnum veikindin. Þetta var líka vond staða fyrir hann, ekki gat hann farið frá veikri konu með tvö lítil börn,“ segir Beta og segir þau hafa með seiglu náð 23 árum saman áður en til skilnaðar kom. Lét æskudrauminn rætast Beta lét ekki staðar numið eftir næringar- þerapíuna og hóf nám í næringarfræði við Há- skóla Íslands og lauk hún þaðan einnig meist- araprófi í greininni. „Ég hafði nefnilega fengið höfnun þegar ég sótti um vinnu sem næringarþerapisti hjá Nátt- úrulækningafélaginu vegna þess að ég var ekki með nógu mikla menntun. Sem var gott, því í þrjóskukasti ýtti það mér út í háskólanámið. Þetta var alltaf draumurinn minn. Alveg frá því ég var lítil langaði mig að fara í matvælafræði og næringarfræði. Ég er alin upp í eldhúsinu hjá ömmu minni en hún hafði mikinn áhuga á næringu. En það sögðu allir við mig að þetta væri svo erfitt nám að ég trúði því að ég gæti þetta ekki. En veikindin ýttu mér út í réttar átt- ir. Ég segi oft, þetta er það hræðilegasta sem hefur komið fyrir mig en útkoman var sú besta. Það var upphafið að einhverju allt öðru lífi. Plan B er ekkert endilega það versta,“ segir hún. „Ég varð að láta þennan draum rætast,“ segir Beta og viðurkennir að háskólaárin hafi oft verið erfið, enda var hún alls ekki búin að ná fullri heilsu. Svo rættist annar draumur þegar hún fór að vinna núna í haust tímabund- ið hjá Náttúrlækningafélaginu í Hveragerði. „Ég er enn með skaddaðar taugar eftir sjúkdóminn og fæ oft náladofa, taugaverki og Ég var lifandi dauð Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir hefur upplifað margt misjafnt um ævina. Sumt hefur komið inn í líf hennar sem ævintýri og annað sem erfið reynsla. Þegar hún var ung tveggja barna móðir fékk hún Guillain-Barré-heilkenni og lamaðist. Það tók um áratug að ná heilsu, en sorg, kvíði og þráhyggja hafa fylgt Betu alla tíð og sálin farið niður í dýpstu dali. Leiðin upp á við hefur verið löng en Beta segist hafa notað vitundarvíkkandi lyf í leit sinni að sjálfri sér. Bók hennar og Valgeirs Skagfjörð, Svo týnist hjartaslóð, er þroskasaga Betu. Þar er ekkert dregið undan. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Ég fann að ég gat ekki meir.Ég ætlaði að keyra framan ástóran vörubíl. Þetta var ekkirökrétt hugsun en það var bara allt svart. En eitthvað kippti mér úr þessari hugsun. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.