Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Qupperneq 24
Ljóst er að huga þarf að fjöldamörgumatriðum ef til lögleiðingar dánarað-stoðar skal koma. Í fyrri greinum hefur verið fjallað um mörg þeirra atriða, meðal annars aðdraganda dánaraðstoðar, mismunandi nálgun og framkvæmd lögleið- ingar, þ.m.t. víðfeðmi lögleiðingar og hvaða þýðingu hún hefur, um mikilvægi þess að könnuð sé afstaða heilbrigðisstarfsmanna og tryggð sé aðkoma fulltrúa þeirra að út- færslu reglnanna. Þá leiðir af þeirri umfjöllun sú stað- reynd að þar sem dánarað- stoð er lögfest, virðist hún ávallt rýmka með tímanum og ná þannig einnig til hópa sem hún tók upphaflega ekki til, til dæmis barna, andlegra veikra, o.s.frv. Þá eru enn ótal álitaefni sem ekki hefur gefist færi á að fjalla um. En í þessari seinustu grein verður vikið að þremur þeirra í dæmaskyni. Þeirra helst er hvort dánaraðstoðarrétt- urinn hér á landi ætti jafnframt að ná til sjúklinga sem hingað myndu leita gagngert til að hljóta aðstoð við að deyja. Dánaraðstoðar leitað í öðru landi Það er löngum þekkt að sjúklingar ferðist til að hljóta meðferð sem ekki stendur þeim til boða í eigin heimalandi. Getur það til að mynda verið vegna skorts á nauðsynlegum tækjabúnaði eða sérfræðiþekkingu, vegna langs biðtíma eða til að sækja sér meðferð sem ekki er heimiluð í heimalandinu. Í umræðunni um lögleiðingu dánarað- stoðar er þannig mikilvægt að huga sér- staklega að þeim sem ferðast til að deyja, eða líkt og heilbrigðisráðuneytið hefur kosið að nefna fyrirbærið, sjálfsmorðsferðalög. Af tölfræði að dæma fer sífellt vaxandi sá hóp- ur fólks sem heldur í slík ferðalög og er þannig reiðubúið að leggja á sig umtalsvert álag til að geta hlotið friðþægingu dauðans, þegar kvalirnar verða þeim ofviða eða sjálfsvirðing þeirra brotin. Þegar sjúklingur ferðast til annars lands til að undirgangast meðferð sem er ólögleg í heimalandi hans mun hann oft gera það með leynd. Það getur verið af ótta við viðbrögð nákominna eða vegna nauðsynjar, en í því samhengi hafa sjúklingar í Bretlandi lýst ótta um að aðstandendur sínir kunni að vera taldir brotlegir gegn banni við aðstoð við sjálfsvíg ef í ljós kemur að þeir hafi ferðast með þeim, meðvitaðir um að tilgangur ferð- arinnar væri sá að sjúklingur hygðist fá læknisaðstoð til að fremja sjálfsvíg. Ekki má líta framhjá þeirri staðreynd að það er gríðarlega þungbær ákvörðun að biðja um að fá að deyja. Þannig hafa þeir, sem styðja lögleiðingu dánaraðstoðar, bent á að það sé óréttlætanleg aukabyrði sjúk- lings, sem þegar er undir miklu andlegu álagi, að þurfa að deyja fjarri ástvinum, oft án þeirra vitneskju, jafnvel í ókunnu landi þar sem sjúklingur þekkir ekki til. Þá getur efnahagsleg mismunun falist í því að takmarka dánaraðstoð, þar sem heildarkostnaður þess að ferðast til útlanda og hljóta aðstoðina getur verið einum aðila ofviða en öðrum ekki. Má í dæmaskyni vísa til fræðslubæklings Dignitas-samtakanna frá árinu 2017, en þau aðstoða í flestum til- vikum erlenda ríkisborgara sem ferðast til Sviss til að hljóta aðstoð við að deyja. Var kostnaður vegna slíkrar aðstoðar sagður 7.500 svissneskir frankar, eða þá um 767.000 kr. fyrir aðstoð þeirra eina og sér, en 10.500 svissneskir frankar, eða um 1.074.000 kr., ef innifalin voru öll önnur útgjöld, svo sem lækniskostnaður, opinber gjöld, líkbrennsla, o.fl. Það kann vel að hugsast að ef lögleidd yrði bein dánaraðstoð eða læknisaðstoð við sjálfsvíg á Íslandi, kynnu erlendir aðilar að leggja leið sína til landsins gagngert í þeim tilgangi að hljóta þá aðstoð. Þessum mögu- leika er mikilvægt að gleyma ekki ef til um- ræðu kemur að lögleiða dánaraðstoð. Því verður að vera búið að huga að þessum möguleika hvort einnig eigi að heimila slíka þjónustu við erlenda „ferðamenn“, jafnframt þá hvað aðstoðin eigi að kosta og loks hvort hún skuli framkvæmd af opinberum aðilum eða með leyfi til einkaaðila. Náttúrulegur eða ónáttúrulegur dauðdagi Annað álitaefni sem má nefna er hvort skil- greina beri dauða af völdum dánaraðstoðar sem náttúrulegan dauðdaga eður ei. Í Hol- landi heyrir andlát af völdum dánaraðstoðar ekki undir náttúrulegan dauðdaga, en gerir það aftur á móti í Belgíu. Þetta getur skipt máli þar sem ákveðnir löggerningar, svo sem líftryggingar, kunna að vera háðar því að um náttúrulegan dauðdaga sé að ræða, til að tryggingabætur fáist greiddar. Hafa gagnrýnendur dánaraðstoðar bent á að með því að takmarka ekki slíkan bótarétt kunni að myndast þrýstingur á sjúklinga í við- kvæmum aðstæðum, sem margir hverjir upplifi sig þegar sem byrði á nákomna, um að óska dánaraðstoðar til að fjárhagslega aðstoða nákomna með tilstuðlan líftrygginga sinna fyrr en ella hefði orðið. Aðrir hafa á móti bent á að með því að skilgreina dánar- aðstoð sem ónáttúrulegan dauðdaga, gæti það leitt til þess að sjúklingur sem annars vildi óska dánaraðstoðar, myndi veigra sér við því þrátt fyrir vanlíðan sína og biði í stað þess síns náttúrulega dauðdaga, til að tryggja að nákomnir fengju tryggingabætur útgreiddar. Loks má velta fyrir sér hvernig haga skuli eftirliti og tilkynningum um andlát sem orsakast af dánaraðstoð. Í þeim löndum sem horft var til í síðustu grein hefur borið á gagnrýni á að það skorti eftirlit með fram- kvæmd og tilkynningum um dánaraðstoð. Þannig sé ekki í nærri því öllum tilfellum tilkynnt um öll þau andlát sem eru afleiðing dánaraðstoðar. Jafnframt feli það í eðli sínu í sér vandamál að þeir sem falið sé að tryggja að skilyrði til að veita dánaraðstoð séu uppfyllt séu í raun hinir sömu og hafa skyldu til að tilkynna um það. Sé þannig erfitt fyrir eftirlitsnefndirnar að vita með vissu hvort skilyrðum laga sé ávallt fylgt í þaula, enda ólíklegt að nokkur myndi til- kynna það af fyrra bragði að hafa veitt sjúklingi dánaraðstoð sem ekki hefði sam- rýmst lagaskilyrðum. Í því samhengi má nefna að nefnd sú sem falið er að hafa eft- irlit með dánaraðstoð í Belgíu hefur upplýst að hún hafi ekki neina möguleika til að vita hvort öll tilfelli dánaraðstoðar séu tilkynnt. Samkvæmt sjálfstætt unninni skýrslu frá Flæmingjalandi, flæmskumælandi hluta Belgíu, var talið að allt að helmingur allrar dánaraðstoðar sem veitt var í héraðinu hefði aldrei verið tilkynntur. Samkvæmt tölfræði frá 2010 var talið að allt að 23% andláta í Hollandi sem komu til með tilstuðlan að- stoðar lækna hefðu ekki verið tilkynnt sem slík. Mætti halda hér áfram, enda óneitanlega fjölda spurninga enn ósvarað. Það er hins vegar ómögulegt að skrifa tæmandi umfjöll- un um dánaraðstoð í fréttagreinar þótt margfalt fleiri væru, enda um að ræða við- fangsefni sem spannar fræðigreinar í hundr- uðum ef ekki þúsundum talið. Markmið þessarar fjórþættu umfjöllunar var það eitt að stuðla að upplýstari umræðu um dánaraðstoð og er það von undirritaðs að því hafi að einhverju marki verið náð. Að endingu skal þess getið að helsta verkefni löggjafans, ef til lögleiðingar skal koma, hlýtur því að vera það að marka dánarað- stoð skynsaman lagaramma, í samráði við fulltrúa heilbrigðisstétta, sem allt í senn þjónar tilgangi lögleiðingarinnar, tryggir vernd viðkvæmari hópa samfélagsins og tek- ur tillit til alls þess sem reynsla annarra þjóða sýnir okkur. Greinar Arnars um dánaraðstoð hafa birst í Sunnudagsmogganum undanfarnar þrjár helgar. Þetta er lokagreinin. Höfundur er lögmaður. Endalok – að ferðast til að deyja Morgunblaðið/Eggert ’Ákveðnir löggerningar,svo sem líftryggingar,kunna að vera háðar því aðum náttúrulegan dauðdaga sé að ræða, til að trygg- ingabætur fáist greiddar Lögleiðing dánaraðstoðar er flókið mál og viðkvæmt. Því þarf að svara hvort réttur til hennar eigi að ná til sjúklinga, sem kæmu hingað frá öðrum löndum. Þá geta trygginga- mál reynst flókið úrlausnar- efni. Arnar Vilhjálmur Arnarsson tekur fyrir nokkur álitamál í lokagrein sinni um dánaraðstoð. Arnar Vilhjálmur Arnarsson 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2020 LÍFSLOK

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.