Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2020
LESBÓK
SYSTRALÁN Maðurinn með leðurlungun, Rob Halford, hefur upplýst
að systir sín beri ábyrgð á því að hann gekk upphaflega til liðs við málm-
bandið Judas Priest á því herrans ári 1973. Í samtali við vefmiðilinn
WeAreIowa.com segir Halford að systir sín, Sue, hafi verið að slá sér
upp með bassafantinum Ian Hill á þessum tíma og í einhverju koddahjal-
inu hafi hann greint henni frá því að þeir prestungar væru að leita að
nýjum söngvara. „Bróðir minn er eins konar söngvari,“ hrökk þá
upp úr Sue og Halford fékk áheyrnarprufu og var ráðinn.
„Væri það ekki fyrir Sue þá hefði þetta
getað farið á allt annan veg.“ Þess má
geta að Hill gekk að eiga Sue árið
1976 en skildi við hana 1984. Þeir
mágur hans fyrrverandi eru á hinn
bóginn ennþá saman í Judas Priest.
Sue var mér best
DÓMAR Kvikmynd Bens Wheatleys, Rebecca,
sem byggist á skáldsögu Daphne du Maurier frá
árinu 1938 og frumsýnd var á efnisveitunni Net-
flix á dögunum, fær almennt vonda dóma í fjöl-
miðlum ytra. Þykir ekki komast með tærnar þar
sem óskarsverðlaunamynd Alfreds Hitchcocks,
eftir sömu sögu, frá 1940 hefur hælana. Gagn-
rýnendur bæði The Guardian og Vox spyrja
sig hvers vegna í ösköpunum Wheatley hafi
gert myndina og gagnrýnandi The Tele-
graph segir lífið í skugga meistara Hitch-
cocks augljóslega óbærilegt og merkilegt að
ekki sé hægt að gera betur. Hefur ekkert
lærst á 80 árum?
Óbærilegt líf í skugga Hitchcocks
Lily James leikur hina nýju Rebeccu.
AFP
Leikstjórinn Sofia Coppola.
Tækifærum
hefur fjölgað
KVIKMYNDIR Bandaríski kvik-
myndaleikstjórinn Sofia Coppola
segir margt hafa breyst til hins
betra í Hollywood fyrir konur í
kvikmyndagerð frá því að hún
gerði sína fyrstu mynd, The Virgin
Suicides, fyrir tveimur áratugum.
Þetta kemur fram í samtali við
breska blaðið The Independent.
Coppola segir tækifærin fleiri og
betri fyrir konur í dag og þakkar
það meðal annars opnari umræðu
um málið. Nauðsynlegt sé að sem
flest sjónarhorn séu uppi þegar
kemur að því að segja sögur í kvik-
myndum og sjónvarpi. Nýjasta
mynd Coppola, On the Rocks, kom
út nýlega en þar eru Rashida Jones
og Bill Murray í helstu hlutverkum.
Knúið er dyra. Hún vaknarmeð andfælum upp af vær-um svefni. Virðist hvorki
vita í þennan heim né annan. Staul-
ast þó á fætur og brýst gegnum
hótelherbergið, sem er eins og Spit-
fire hafi flogið yfir það með tilheyr-
andi niðurgangi, og til dyra. „Gefðu
mér augnablik,“ geltir hún á aum-
ingja þjóninn sem er bara að vinna
vinnuna sína og ber enga ábyrgð á
líðan hennar eða óreiðunni í lífinu í
heild. Í rúminu liggur einhver mann-
eskja á grúfu. Við fáum ekki að vita
nánari deili á henni. Eftir að hafa
klætt sig og hvolft í snarhasti í sig
einni örvodku af smábarnum er hún
klár í slaginn. Er samferða feðginum
nokkrum niður með lyftunni, litlu
stúlkunni er spurn en er harðbannað
að glápa. Það er ókurteisi. Loks
kemur okkar kona í loftköstum inn í
sal fullan af fólki – áhorfendum – og
sest að tafli. Klukkan er þegar kom-
in í gang og úr augum andstæðings
hennar má lesa: „Hvað í ósköpunum
hefur gengið á núna?“
Í sviphendingu erum við komin
fimmtán ár aftur í tímann. Til ársins
1952. Hin níu ára gamla Beth Harm-
on er að flytja inn á heimili fyrir
munaðarlaus börn eftir að hafa
misst móður sína með sviplegum
hætti í umferðarslysi. Fáum sögum
fer af föðurnum sem virðist hafa
yfirgefið þær mæðgur. Sú stutta ber
Skákséní og
lyfjafíkill
Eftir tæplega fjörutíu ára bið lifnar skákséníið
Beth Harmon loksins við á sjónvarpsskjánum og
dregur alla sína djöfla með sér í þáttum sem heita
eftir skáldsögu Walters Tevis, Drottningarbragð.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Beth Harmon sýnir á sér hina hliðina; lyfjafíkillinn er aldrei langt undan.
Netflix
Það er bandaríska leikkonan Anya Taylor-Joy sem leikur Beth
Harmon í Drottningarbragði og er hún þegar farin að fá afar lof-
samlega dóma fyrir frammistöðu sína. Tímaritið Entertainment
Weekly segir hana „heillandi á drungalegan hátt“ og að líkamstján-
ingin sé mögnuð, ekki síst þegar reiðin sæki að persónu hennar.
Annað tímarit, Variety, segir Taylor-Joy svo segulmagnaða „að þeg-
ar hún starir í linsuopið líður manni eins og ískaldur glampinn í aug-
um hennar gæti klofið það í tvennt“.
Anya Taylor-Joy er 24 ára gömul. Hún
sló fyrst í gegn í hrollvekjunni The Witch
árið 2015 en hefur einnig leikið í mynd-
um á borð við Split, Glass og Emmu.
Þótt hún sé fædd í Flórída er bakgrunnur
Taylor-Joy margslunginn; móðir henn-
ar er ensk af suðurafrískum og
spænskum uppruna og faðir
hennar skosk-argentínskur.
Hún ólst upp í Buenos Aires
og Lundúnum.
Heillandi á drungalegan hátt
Anya Taylor-Joy
AFP
Rob Halford er
enn í fullu fjöri.
- meira fyrir áskrifendur
Lestumeira
með vikupassa!
Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang
að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga.
- Fréttir
- Ritstjórnargreinar
- Menning
- Íþróttir
- Daglegt líf
- Viðskipti
- Fastir þættir
- Aðsendar greinar
- Aukablöð
- Viðtöl
- Minningargreinar
- Umræðan
Vikupassi er auðveldari
leið til að lesaMorgunblaðið
á netinu.
Fáðu þér vikupassa af
netútgáfu Morgunblaðsins.