Morgunblaðið - 06.11.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell
gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu
og lífsgæðum. Honeywell loft-
hreinsitæki eru góð viðmyglu-
gróum, bakteríum, frjókornum,
svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi
efnum.
Verð kr.
37.560
Verð kr.
16.890
Verð kr.
59.100
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Áhugi landsmanna var töluverður á
bingókvöldi Morgunblaðsins, mbl.is
og K100 sem haldið var í gær-
kvöldi. „Langt umfram það sem
nokkrum hefði dottið í hug,“ segir
Siggi Gunnars, sem stýrði bingóinu
í beinni á mbl.is, og bendir á að um
84 þúsund heimsóknir hafi verið á
bingósíðuna.
Fleiri vinningar næst
Þessi mikla bingógleði þjóðarinn-
ar var svo mikið umfram væntingar
að á tímabili stóðu netþjónar ekki
undir álaginu segir Siggi og heitir
því að þegar bingóið fer aftur í loft-
ið næsta fimmtudag verði búið að
tryggja enn öflugri tengingu með
fleiri netþjónum, í stærri útsend-
ingu og með enn þá fleiri vinninga.
„Það er greinilega mikil bingó-
gleði hjá landanum og við sem
stöndum að þessu erum ótrúlega
þakklát fyrir viðtökurnar sem fóru
fram úr okkar björtustu vonum.“
84 þúsund heimsóknir
„Mikil bingógleði
hjá landanum“
Fjör Páll Óskar var gestur bingókvöldsins, en áhugi var umfram væntingar.
Að meðaltali 475 til 594 börn bíða
eftir greiningu hjá Þroska- og
hegðunarstöð á seinni hluta árs-
ins, en almenn bið hleypur á 12 til
18 mánuðum, að því er fram kem-
ur í svari Svandísar Svav-
arsdóttur heilbrigðisráðherra við
fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árna-
dóttur, þingmanns Miðflokksins.
Spurði Anna um fjölda barna á
biðlista hjá Þroska- og hegð-
unarstöð ásamt lengd biðlista síð-
ustu fjögur ár, sundurliðað. Kom
fram í svari heilbrigðisráðherra
að 390 til 470 börn hafi verið
skráð á biðlista á fyrri hluta árs-
ins 2020 en 475 til 594 á síðari
hluta árs.
Fjöldi barna á biðlista eftir
greiningu hefur farið stigvaxandi
frá árinu 2016 og bið forgangs-
mála lengst úr 3 til 7 mánuðum í 5
til 14 mánuði. Almenn bið hefur
haldist í jafnvægi og er hún 12 til
16 mánuðir.
Rekstrarkostnaður starfsem-
innar hefur aukist um hundrað
milljónir síðan árið 2016 en ein-
ingin er ekki tilgreind í fjárlögum,
að því er kemur fram í svari ráð-
herra við fyrirspurn um fjármagn
sem veitt hefur verið til starfsem-
innar síðastliðin fjögur ár.
veronika@mbl.is
Um 500
börn bíða
greiningar
Bið forgangsmála
úr 3 mánuðum í 7
Freyr Bjarnason
freyr@mbl.is
Á sjöunda hundrað fjár verður
fargað á Stóru-Ökrum 1 í Skaga-
firði í gær en tvær vikur eru liðnar
síðan riðuveiki greindist á bænum.
„Það er bara öllu lógað í dag. Allt
fullorðna féð fer í brennslu að ég
best veit en restin væntanlega
grafin, ég veit það bara ekki,“ seg-
ir Gunnar Sigurðsson, bóndi á
Stóru-Ökrum 1, í samtali við RÚV
í gær.
Til stendur að kynna þær leiðir
sem stjórnvöld ætla að fara vegna
riðuveikinnar, sem kom upp á fjór-
um sauðfjárbúum í Skagafirði, í
dag. Um er að ræða auk Stóru-
Akra; Syðri-Hofdali, Grænumýri
og Hof í Hjaltadal.
Fundað um förgun
Að sögn Björns Þorlákssonar,
upplýsingafulltrúa Umhverfis-
stofnunar, hafa fundahöld staðið
yfir á milli Umhverfisstofnunar,
Matvælastofnunar, atvinnu- og ný-
sköpunarráðuneytisins og um-
hverfis- og auðlindaráðuneytisins
um næstu skref. Ákvörðun um
förgun og úrganginn verður tekin
af hálfu þessara aðila. Samráð hef-
ur einnig verið haft við héraðs-
dýralækni Norðurlands vestra.
„Við vonum að það finnist góð
lausn á þessu máli. Ég held að nið-
urstaðan verði ásættanleg og besta
mögulega lausnin finnist miðað við
hvernig þetta mál er ömurlega
vaxið,“ segir Björn, sem gat ekk-
ert tjáð sig frekar um málið þegar
mbl.is óskaði eftir frekari upplýs-
ingum í gærkvöldi.
„Menn fá bætur en það er mis-
jafnt hvernig þær bætur hafa ver-
ið. Ríkisstjórnin virðist vera tilbú-
in til þess að styðja við bændur
vegna þessa,“ sagði Sigfús Ingi
Sigfússon, sveitarstjóri Skaga-
fjarðar, við Morgunblaðið í vik-
unni. Þá þarf að fara í viðamikla
hreinsun á bæjunum, sem getur
einnig reynst kostnaðarsamt.
Aðgerðir vegna riðu kynntar í dag
Á sjöunda hundrað fjár fargað Von um farsæla lausn segir upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar
Morgunblaðið/Eggert
Fé Illa er komið fyrir fjórum býlum, en aðgerðir verða kynntar í dag.
Brynjólfur Óli Árnason, veitingastjóri Jómfrúarinnar, afhendir Kristínu
Jónu Einarsdóttur smurbrauð og jólabjór. Með bros á vör, verður maður að
ímynda sér. Staðurinn er fyrir löngu orðinn að stofnun í íslensku samfélagi
og því segir eigandi staðarins að Jómfrúnni renni blóðið til skyldunnar að
gera gott við landann á erfiðum tímum. „Við höfum síðustu ár verið í sam-
starfi við Ölgerðina um að kynna jólabjórinn á markað í aðdraganda hátíð-
anna [og] erum í rauninni að hvetja fólk til að eiga sína Jómfrúar-stund
heima,“ segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sóttvarnaráðstafanir stöðva ekki jólabjórinn