Morgunblaðið - 06.11.2020, Síða 6
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ákvörðun Dana um að lóga öllum
minkum í landinu vegna kórónuveik-
innar kom Einari E. Einarssyni, for-
manni Sambands íslenskra loðdýra-
bænda, á óvart. Hann segir að strax
og umræða hafi byrjað í Danmörku
um smit í minkabúum hafi minka-
bændur hérlendis fengið tilmæli um
að gæta vel að smitvörnum og að
utanaðkomandi fólk umgengist ekki
dýrin. Ekki væru grunsemdir um
smit í minkabúum hér.
Einar segir að mörgum spurning-
um sé ósvarað um aðgerðirnar í
Danmörku. Vissulega séu sterkar
líkur á að fólk geti smitast af mink-
um og í Danmörku séu margir mink-
ar á stórum búum. Þar óttist menn
að margar stökkbreytingar geti orðið
sem ógni virkni bóluefna, sem aftur
geti valdið faraldri með nýrri veiru.
Aðrir sérfræðingar mótmæli þessu
hins vegar og segi að stökkbreyt-
ingar í minkum séu ekki hættulegri
en meðal manna.
Sýking á 200 búum af 1.150
Hann segir kórónuveiruna í mink-
um lýsa sér þannig að dýrin missi át-
lystina í 3-5 daga, en séu yfirleitt fljót
að ná sér og mynda mótefni. Afföll
hafi aukist úr 0,1-0,2% í 0,3-0,4% og
einkum hafi gömul dýr og dýr með
undirliggjandi lungnasjúkdóma drep-
ist.
Á Íslandi eru nú starfandi níu
minkabú á Norðurlandi vestra og
Suðurlandi með alls 15 þúsund eldis-
læðum, sem framleiða um 60 þúsund
skinn á ári. Í Danmörku eru 1.150
framleiðslueiningar, margar mjög
stórar, og framleiðslan um 12 millj-
ónir skinna á ári.
„Ég vil ekki gera lítið úr vand-
anum en undrast mjög hversu rót-
tækar og umfangsmiklar þessar að-
gerðir eru,“ segir Einar. „Af 1.150
minkabúum í Danmörku eru um 200
bú sýkt, en eigi að síður er allt skorið
og ekki tekið tillit til þess að á mörg-
um búum hafa dýrin myndað mótefni
og á stórum svæðum, eins og á Fjóni
og Sjálandi, hefur veikin ekki borist í
minka.“
Hann segir að nú þegar tapist um
sex þúsund störf í Danmörku, ekki
aðeins á búunum sjálfum heldur
einnig í afleiddum störfum. Um sé
að ræða stóra atvinnugrein og nefn-
ir fóður, tæki og búnað, ráðgjöf og
dýralæknaþjónustu í því sambandi.
Útflutningur á minkaskinnum frá
Danmörku hafi skapað margra
milljarða tekjur í dönskum krónum
á hverju ári.
Aukin spurn eftir skinnum
Dönsk yfirvöld leyfa ekki að
skinn frá sýktum búum eða innan
tiltekinna svæða í kringum sýkt bú
fari í sölu þó svo að þau séu ósýkt.
Það þýði að af skinnum af 14 millj-
ónum dýra sem eigi að aflífa í Dan-
mörku á næstunni fari um helm-
ingur í sölu og helmingi verði eytt.
Einar segir því blasa við að
færri skinn verði boðin upp á
næstu misserum og ætla megi að
það hafi áhrif á verð til hækkunar.
Undanfarið hafi komið vísbend-
ingar frá uppboðshúsum um vax-
andi spurn eftir skinnum í Asíu.
„Síðast í morgun fékk ég upplýs-
ingar um að Kínverjar vilji kaupa
allt sem hægt er að kaupa. Ein
sviðsmyndin er að verð hækki upp
úr öllu valdi á næsta uppboði, sem
áætlað var að halda í febrúar, en
það kann að breytast “ segir Ein-
ar.
Undrast róttækar aðgerðir Dana
Danir ákveða að lóga öllum minkum vegna kórónusmits Óttast að stökk-
breytt veira berist í fólk og ógni virkni bóluefna Ekki grunur um smit hér
AFP
Jótland Peter og Trine Brinkmann Nielsen flögguðu í hálfa stöng í gær, en þau þurfa að lóga 250 þúsund minkum.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Formaður Einar E. Einarsson segir
mörgum spurningum ósvarað.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
SANGSIN gæðavara frá Kóreu
BREMSU
VÖRUR
í flestar gerðir bíla
2012
2020
Sjúkratryggingar Íslands hafa
samið við Hlíðarskjól ehf. um opn-
un 10 rýma hjúkrunardeildar fyrir
aldraða hjúkrunarsjúklinga sem
smitast hafa af Covid-19.
Heilbrigðisráðherra staðfesti
samninginn í gær.
Félagið Hlíðarskjól er í eigu
sjálfseignarstofnunarinnar Eirar
sem rekur samnefnt hjúkrunar-
heimili við Hlíðarhús 7 og verður
hjúkrunardeildin rekin innan
veggja þess, segir í tilkynningu.
Deildin er annars vegar ætluð
íbúum hjúkrunarheimila sem
veikst hafa af Covid-19 og þurfa
tímabundið á sérhæfðri þjónustu
að halda og hins vegar sjúklingum
með gilt færni- og heilsumat sem
lokið hafa meðferð á sjúkrahúsi
vegna veirunnar en geta ekki út-
skrifast heim.
Markmið samningsins er að
tryggja covid-smituðum ein-
staklingum, sem búa á hjúkr-
unarheimilum, einstaklingsmiðaða,
heildræna og örugga heilbrigðis-
þjónustu á sérstakri hjúkr-
unardeild meðan á veikindum
stendur.
Rekstraraðilar og starfsfólk
hjúkrunarheimilisins Eirar hafa
reynslu af þjónustu við aldraða
sem veikst hafa af Covid-19 og
sinntu um tíma fimm sjúklingum
sem voru saman á einingu meðan
á veikindum stóð. Í samningnum
er gert ráð fyrir að þjónusta á
deildinni verði sambærileg þeirri
þjónustu.
Samningurinn er tímabundinn
og gildir til 28. janúar 2021 með
möguleika á framlengingu um 30
daga að hámarki.
Sérstök deild á
Eir fyrir Covid
Morgunblaðið/Eggert
Eir Þar verða opnuð 10 rými fyrir
aldraða smitaða af Covid-19.
Sjúkratrygg-
ingar semja um 10
rými fyrir smitaða
Í ljósi smita af stökkbreyttu af-
brigði kórónuveiru úr minkum í
fólk í Danmörku ætlar Matvæla-
stofnun að hefja skimun fyrir
kórónuveiru á minkabúum
landsins, segir í frétt frá MAST.
Dýr á öllum minkabúum lands-
ins verða skimuð, en eftir er að
útfæra nánar hvernig staðið
verður að þessu verkefni. Ekki
er grunur um að kórónuveiru-
smit hafi komið upp á minka-
búum hérlendis og litlar líkur
eru taldar á smiti yfir í villta
minkastofninn þar sem um-
gengni við menn er í lágmarki.
Tilkynna skal grun um veik-
indi í minkum til Matvælastofn-
unar. Ef smit greinist á búunum
verða frekari aðgerðir skoðaðar
í samráði við heilbrigðisyfirvöld.
Sú ákvörðun Dana að skera
allan minkastofn í landinu
vegna veikinnar setur málið í
nýtt ljós, að mati Sigríðar Gísla-
dóttur, sérgreinadýralæknis hjá
MAST. Hún segir að vel hafi ver-
ið fylgst með þróuninni í þeim
löndum þar sem veiran hefur
greinst í minkum allt þetta ár.
Minkabændur hafi fengið til-
mæli um að vera vakandi fyrir
einkennum, viðhafa miklar
smitvarnir og verið beðnir að
umgangast minkana eins og um
áhættuhóp væri að ræða. Sér-
staklega hafi verið varað við því
að fólk með grun um smit vinni
með dýrin. Þá hafi MAST einnig
verið í samskiptum við sótt-
varnayfirvöld.
Sigríður segir að í Danmörku
hafi veiran farið úr manni yfir í
mink og síðan á milli minka.
Þaðan hafi hún farið aftur yfir í
menn og segir hún ástæðu nið-
urskurðarins vera að veiran sé
orðin það stökkbreytt að bólu-
efni sem nú eru í þróun dugi
ekki gegn henni. aij@mbl.is
Skimun á
minkabúum
MILLI MINKA OG MANNA