Morgunblaðið - 06.11.2020, Page 9

Morgunblaðið - 06.11.2020, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020 Upplýsingar í síma 853 1627 og 692 7909 protak@protak • virusvarnir@protak.is • virusvarnir.is Langtíma yfirborðsvörn gegn covid Við mætum á staðinn, sótthreinsum og berum veiruvarnir á, hvort sem um ræðir skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, stigaganga sem og á alla aðra staði • Stimpilklukkur • Tölvur • Kaffistofur Einnig alla aðra sameiginlega snertifleti Drepur allar veirur og bakeríur í allt að 7-10 daga Nokkurs konar bólusetning á yfirborðið Hægt að panta heimsóknir og hreinsanir. Gerum tilboð ef óskað er. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég held að okkur sem störfum í sóknum þjóðkirkjunnar í hinum dreifðu byggðum finnist að miðstýr- ingin í Reykjavík sé stöðugt að aukast,“ sagði Óskar Magnússon, bóndi og rithöf- undur á Sáms- staðabakka og formaður sókn- arnefndar Breiðabólstað- arsóknar í Fljóts- hlíð til 15 ára. Hann kvaðst geta í mörgu tekið undir gagnrýni séra Óskars Inga Ingasonar sókn- arprests í Morgunblaðinu. „Okkur finnst hlaðið undir mið- stýringarvaldið á Biskupsstofu. Þar virðist vera hægt að bæta við starfs- fólki og gjarnan án þess að auglýsa. Um leið er lítill áhugi á því sem er að gerast út um landið, þar sem kirkjan raunverulega stendur í lappirnar,“ sagði Óskar. Hann benti á að 264 sóknir væru hin raunverulega kirkja. „Kirkjan er ekki starfsmenn kirkjunnar í glerturninum í Katr- ínartúni 4, sem nú kallast K4 í bréf- um biskups.“ Óskar taldi ekki rétt að alltaf væri haft mikið samráð um tillögur að veigamiklum breytingum eins og sagði í svörum kirkjunnar við gagn- rýni séra Óskars. „Tillögur um sam- einingar prestakalla hafa t.d. verið dregnar til baka vegna þess að upp kom sterk andstaða og kirkjustjórn- in treysti sér ekki til að keyra málin í gegn. Þetta hefur m.a. gerst í kring- um mig. Sama á við um sameiningar sókna. Ég tel að það sé almenn and- staða við sameiningu í litlu sókn- unum, einfaldlega vegna þess að nærumhverfið skiptir máli. Fólkinu þykir vænt um sóknina, kirkjuna sína og kirkjugarðinn. Það gætir að þessu öllu í sjálfboðavinnu meira eða minna. Ef þetta verða stórar og ópersónulegar einingar missir fólk þessi tengsl og væntumþykjuna sem er grundvöllur starfsins í sóknunum. Þetta er kristið fólk sem þykir vænt um kirkjuna sína og eignir hennar og stundar störf sín af kærleika.“ Lítið lýðræðislegt umboð Óskar nefndi fræga auglýsingu um sunnudagaskóla kirkjunnar. „Engum á Biskupsstofu datt í hug að tala um þetta við sóknirnar, hryggjarstykkið í starfinu! Sama gildir um afsökunarbeiðni til sam- kynhneigðra, sem enginn gerir ágreining um efnislega. En aðferðin við að komast að niðurstöðu er gagn- rýniverð. Það eru margar leiðir inn- an kirkjunnar til að taka formlegar ákvarðanir á sem breiðustum grunni. Ég nefni t.d. kirkjuþing, sóknir og héraðsnefndir. Ekkert af þessu var notað og ég veit ekki hvernig svona ákvarðanir verða til.“ Óskar telur að breyta þurfi kjöri til kirkjuþings til að efla áhrif al- menns safnaðarfólks og til að efla þá grunnstoð þjóðkirkjunnar sem kirkjuþing getur verið. Þar sitja 29 kjörnir fulltrúar, 12 prestar og 17 leikmenn. Auk þeirra biskup Ís- lands, tveir vígslubiskupar og einn fulltrúi guðfræðideildar HÍ. „Ef kirkjuþing á að vera hið lýð- ræðislega og ráðandi afl innan kirkj- unnar þarf eitthvað mikið að ger- ast,“ sagði Óskar. Þjónandi prestar og djáknar kjósa fulltrúa vígðra úr sínum hópi en fulltrúar leikmanna eru kjörnir af aðal- og varamönnum í sóknarnefndum í þremur stærstu kjördæmunum og aðalmönnum í minni kjördæmum. „Kirkjuþing er ekkert lýðræðisafl innan kirkjunnar. Þetta er bara þröngur hópur. Kosningafyrir- komulagið er svo naumt að það eru jafnvel ekki nema 10-15 atkvæði á bak við hvern kirkjuþingsfulltrúa í hópi leikra. Lýðræðislegt umboð kirkjuþings er því ekki nema upp á fáein hundruð atkvæða í kirkju sem telur 236 þúsund manns,“ sagði Ósk- ar enn fremur. Sóknirnar eru kirkjan  Meiri miðstýring og minna samráð í kirkjunni  Sókn- arnefndarformaður vill breyta kosningum til kirkjuþings Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Breiðabólstaðarkirkja Safn- aðarfólki þykir vænt um kirkjuna. Óskar Magnússon Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lóðaleigusamningar hafa aldrei verið með lengri gildistíma en til 25 ára í stórum hluta Víðidals frá upphafi, samkvæmt skriflegu svari Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Hann var spurður hvers vegna borgin hefði ekki fallist á að gera samninga með lengri gildistíma í Víðidal. „Það voru laga- leg rök fyrir því að breyta ekki tímamörkum því það gæti haft for- dæmisgildi í öðr- um og óskyldum málum. Eins og fram kemur í minnisblaði borg- arlögmanns, dags. 25. maí 2020 sem lagt var fyrir borgaráð 25. júní 2020, þá eru lóð- arleigusamningar einkaréttarlegir samningar þar sem sveitarfélög eru fyrst og fremst í hlutverki landeig- anda. Lóðarsamningar eru ekki eins á öllum stöðum og þurfa ekki að vera eins á öllum stöðum. Það eru bæði mismunandi tímamörk og stundum eru uppkaupsákvæði og stundum ekki. Oft tengist það því hvað greitt hefur verið í gjöld í upphafi. Það er því ekki sjálfgefið að það sé sann- gjarnt eða rétt að samræma slíka hluti eftir á eða aftur í tímann.“ Lóðarsamningar í Víðidal kveða ýmist á um að mannvirki verði rifin eða að borgarsjóður kaupi þau á sannvirði í lok samningstíma. Kemur til greina að jafna þennan mun? „Þeir lóðarleiguhafar sem ekki fengu uppkaupsákvæði í lóðarleigu- samninga sína fengu úthlutað lóðum á árunum 1970-1974. Lóðarleiguhaf- arnir greiddu 50 kr./m3 í gatnagerð- argjald og voru þannig ekki í sam- bærilegri stöðu og þeir lóðarleiguhafar sem fengu úthlutað lóðum eftir árið 1978 á grundvelli annarra úthlutunarskilmála, eða gegn greiðslu kr. 100.000,- á hest- pláss og fengu þar af leiðandi upp- kaupsákvæði í lóðarleigusamningana sína. Þrátt fyrir að um sé að ræða lóð- arleigusamninga á sama svæði, voru þeir gerðir á mismunandi tímum og á grundvelli ólíkra úthlutunarskilmála og forsendna að öðru leyti. Eftir vandlega yfirferð var það niðurstaðan að það eru málefnaleg sjónarmið sem búa að baki mismunandi ákvæðum í lóðarleigusamningum í Víðidal sem hesthúsaeigendum hefur verið kunn- ugt um og samþykkt frá upphafi.“ Spurður um framtíðarstefnu Reykjavíkurborgar varðandi hesta- svæðið efst í Elliðaárdalnum segir Dagur að í hans huga séu hesthúsa- svæðin í borginni komin til að vera og hluti af einkennum Reykjavíkur og þeim lífsgæðum sem fylgja því að búa þar. Mismunandi skoðanir á lóða- leigusamningum séu lagalegar og tengist ekki afstöðu til hesta- mennsku. „Ég átta mig þó á því að erindi hestamanna eiga sjálfsagt rætur að rekja til þess að Kópavogur ákvað að byggja þar sem áður voru hesthús, á Glaðheimasvæðinu. Víðidalurinn er líklega stærsta hesthúsabyggð í borg í allri Evrópu og sjálfsagt þótt víðar væri leitað. Samkvæmt gildandi að- alskipulagi til 2030 er landið undir hesthúsalóðirnar í Víðidal skilgreint sem sérhæft íþróttasvæði. Það er ekki gerð breyting á því í nýjum við- auka á aðalskipulagi til 2040 sem er á leið í auglýsingu. Víðidalur er og verður paradís hestamanna og heimavöllur hestaíþróttarinnar um fyrirsjáanlega framtíð í mínum huga.“ Dagur segir að hestasvæðið í Al- mannadal sé hugsað sem viðbót þar sem stækkunarmöguleikar í Víðidal eru takmarkaðir. Almannadalur sé nýlegt byggingarland í uppbyggingu og skipulagt talsvert frá þéttbýli. „Á Austurheiðum þar í kring höfum við nýlega kynnt og samþykkt skipulag fyrir framtíðarútivistarsvæði borgar- búa til næstu áratuga og árhundraða, með frábærum gönguleiðum, reið- leiðum og ótrúlegum útivistarmögu- leikum. Þetta er okkar nýja Heið- mörk, en með eigin karakter og ekki þeim takmörkunum sem þarf að virða í Heiðmörk vegna vatnsbóla og strangrar vatnsverndar.“ Borga beint til borgarinnar Bjarni Jónsson, formaður Félags hesthúsaeigenda í Almannadal, segir að eigendur hesthúsa þar greiði lóð- arleigu til Reykjavíkurborgar en ekki til Fáks, eins og mátti skilja af um- fjöllun í Morgunblaðinu í gær. Fákur og Fjáreigendafélag Reykjavíkur fengu svæðinu í Almannadal úthlutað og eru fjáreigendur með kindur í Fjárborg. Dregið var úr umsóknum um hesthúsalóðirnar hjá sýslumanni og þurftu umsækjendur að vera hestamenn, að sögn Bjarna. Lóðar- leigusamningarnir voru til 50 ára. Hann sagði að bæði félagar í Fáki og Gusti hafi eignast þarna lóðir. Bjarni átti hesthús í Faxabóli í Víðidal til ársins 2007 og kvaðst hann einnig hafa greitt lóðarleigu af því beint til borgarinnar. Bjarni segir að Fákur hafi gert tvö reiðgerði, annað yfirbyggt, í Al- mannadal í byrjun en borgin hafi staðið fyrir annarri uppbyggingu á svæðinu. Hún hafi gert skeiðvöll, plön undir heyrúllur og fleira og bílastæði þar sem væntanleg reiðhöll á að koma. Eins reiðvegi út frá Almanna- dal og lýst þá upp. „Við erum í bréfaskriftum við borgina um að hún byggi litla reiðhöll í Almannadal. Það er forsenda fyrir námskeiðahaldi og öðru slíku yfir vetrartímann. Hestamannafélagið Fákur berst gegn þessu og vill fá alla fjármuni í Víðidal,“ sagði Bjarni. „Það eru óbyggðar lóðir fyrir um 1.000 hross í Almannadal. Fólk er búið að fjárfesta í þessum lóðum og borga öll gjöld af þeim en á meðan það vantar betri aðstöðu fer fólk ekkert af stað.“ Bjarni sagði að flestir hestaeigend- ur í Almannadal séu félagsmenn í Fáki. „En Fákur er frjálst íþrótta- félag og hefur aldrei viljað gæta hags- muna eigenda hesthúsa fyrr en núna. Fákshúsin í Faxabóli eru líklega á lóðasamningi til 2045-46 eða til svip- aðs tíma og lóðarleigusamningar í Víðidal sem eru endurnýjaðir nú til 25 ára. Það er eins og borgin sé að stilla því saman hvenær þessir samningar renna út.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Almannadalur Hestarnir eru á jarðhæð og kaffistofur eða íbúðir í risinu. Hestasvæði til frambúðar  Tekist á um ólíka lóðarsamninga Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.