Morgunblaðið - 06.11.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 06.11.2020, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020 Rekstur hjúkrunarheimila - þjónusta við aldraða á markaðnum, Öldungur hf. sem rekur Sóltún og nýja Sólvang í Hafnarfirði. Ríkið bætir við sig Heilbrigðisstofnanir á landsbyggð- inni hafa lengi haft hlutverk í rekstri hjúkrunarheimila, einkum þar sem sjúkrahús eru eða voru. Þessar stofnanir hafa sums staðar tekið við rekstri nýrra heimila sem sveitar- félögin hafa beitt sér fyrir, svo sem á Ísafirði, Sauðárkróki, Egilsstöðum og Húsavík. Á síðastnefnda staðnum bera sveitarfélögin ábyrgð á rekstri Hvamms en sömdu við Heilbrigðis- stofnun Norðurlands um stjórnun og rekstur. Það er seinnitímamál að fyrirtæki ríkisins taki við rekstri hjúkrunar- heimila á höfuðborgarsvæðinu. Það gerðist þegar Sunnuhlíð í Kópavogi lenti í erfiðleikum. Þá var fyrirtæki ríkisins, Vigdísarholti, falinn rekst- urinn. Þegar ekki náðust samningar um útboð á rekstri nýs hjúkrunar- heimilis á Seltjarnarnesi vegna þess að bærinn treysti sér ekki til að taka ábyrgð á rekstrinum var sama félagi falið að reka heimilið. Er nú svo komið að ríkið sjálft er komið með 481 hjúkrunar- og dval- arrými í rekstur og ef öll heimilin eru lögð saman er ríkið orðið næst- stærsti leikandinn á þessum mark- aði. Og hlutur ríkisins getur vaxið hröðum skrefum á næstunni ef áform sveitarfélaga um að skila rekstri hjúkrunarheimila til ríkisins ganga eftir. Þegar liggur fyrir að Akureyrarbær mun skila öldrunar- stofnunum bæjarins til ríkisins um áramót. Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við þeim pakka, eftir því sem næst verður komist, en Heil- brigðisstofnun Norðurlands er í bakhöndinni ef enginn annar kostur finnst. Framlögin lækkuð Erfiðleikar í rekstri hjúkrunar- heimila eru ekki nýir af nálinni. Fé- lög sem að þeim standa og sveitar- félög hafa verið í stöðugri baráttu til að geta haldið sjó. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðar- þjónustu, segir að þeir sem flytjast inn á hjúkrunarheimili nú séu veik- ari og dvelji þar í skemmri tíma en áður var. Það útheimti sífellt meiri og flóknari læknis- og hjúkrunar- þjónustu. Þá segir hann að starf- semin hafi á síðustu árum verið að breytast úr því að vera eingöngu dvalar- og hjúkrunarheimili í að vera líknarstofnanir að hluta. Áður voru veikir heimilismenn gjarnan sendir á sjúkrahús, þar sem þeir dóu, en nú deyja þeir nánast allir á sínu hjúkrunarheimili. Gísli Páll segir að það sé stefna heimilanna að leyfa þeim að deyja í því umhverfi enda sé það manneskjulegra og betra fyrir alla. Fram kom í viðtali við Kristin Jónasson, bæjarstjóra í Snæfellsbæ, í blaðinu í gær að líkn- andi meðferð heimilisfólks kallaði á aukna mönnun og aukakostnað. Daggjöld ríkisins sem Sjúkra- tryggingar greiða eiga að standa undir rekstri hjúkrunarheimilanna en gera það ekki. Forstjórar hjúkr- unarheimila segja að ekki hafi feng- ist fullar bætur vegna aukins kostn- aðar, til dæmis launahækkana. Þá er í fjárlögum næsta árs boðuð hálfs prósents hagræðingarkrafa, fjórða árið í röð. Það þýðir á mannamáli að framlög til umönnunar heimilisfólks eru lækkuð. Gísli Páll hefur vakið athygli á þessu í aðsendum greinum í Morg- unblaðinu og segir að þessi niður- skurður á sama tíma og nær öll önn- ur heilbrigðisþjónusta fái hækkanir umfram launa- og verðlagshækk- anir sé til þess gerður að svelta öldrunarheimilin svo mikið að þau gefist upp og skili rekstrinum til ríkisins. Hann segist standa við þessi ummæli í samtali við Morgun- blaðið og kallar eftir rökum fyrir þessari mismunun. María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, kallar eftir gagnsæi í því hvað ríkið greiðir eigin stofnunum, til dæmis Vífilsstöðum, sem er biðstofnun og veitir eðli sínu samkvæmt minni þjónustu en hjúkrunarheimili þar Daggjöldin duga ekki  Erfiðleikar eru í rekstri hjúkrunarheimila þar sem daggjöld ríkisins duga ekki fyrir kostnaði  Dregið er úr þjónustu við heimilisfólk og viðhaldi frestað  Unnið að greiningu á vandanum Hjúkrunarheimili landsins og rekstrarform Hrafnistuheimilin Rými Reykjavík – Laugarás 193 Reykjavík – Skógarbær 82 Reykjavík – Sléttuvegur 99 Hafnarfjörður 195 Garðabær – Ísafold 60 Kópavogur – Boðaþing 44 Reykjanesbær – Nesvellir 60 Reykjanesbær – Hlévangur 30 763 Grund Rými Grund, Reykjavík 222 Mörk, Reykjavík 113 Ás/Ásbyrgi, Hveragerði 128 463 Eir/Skjól Rými Eir, Reykjavík 185 Skjól, Reykjavík 107 Hamrar Mosfellsbæ 33 325 Ríkisstofnanir Rými Vigdísarholt: Sunnuhlíð, Kóp. 70 Vigdísarholt: Seltjörn, Seltj.n. 40 HSS, Grindavík 20 HSS, Reykjanesbær 5 HVE, Akranes 15 HVE, Stykkishólmur 7 HVE, Hólmavík 10 HVE, Hvammstangi 18 HVEST, Patreksfjörður 11 HVEST, Þingeyri 6 HVEST, Ísafjörður 30 HVEST, Bolungarvík 10 HSN, Blönduós 22 HSN, Sauðárkrókur 45 HSN, Siglufjörður 20 HSN, Húsavík 23 HSA, Egilsstaðir 30 HSA, Seyðisfjörður 18 HSA, Neskaupstaður 21 HSU, Selfoss 51 HSU, Vestmannaeyjar 9 481 Rými alls Hjúkrunarrými Dvalar- rýmiStaður Öldrunarheimili Alm. Önnur Reykjavík Droplaugarstaðir 81 78 3 Eir 185 161 24* Grund 192 181 11 Hrafnista 193 193 Seljahlíð 20 20 Skjól 107 107 Skógarbær 82 70 11* 1 Sóltún 92 92 Mörk 113 83 30 Hrafnista, Sléttuvegur 99 99 Hafnarfjörður Hrafnista 195 187 8 Sólvangur (Sóltún) 98 98 Garðabær Hrafnista – Ísafold 60 60 Kópavogur Sunnuhlíð 70 66 4** Hrafnista Boðaþing 44 44 Roðasalir 11 11 Seltjarnarnes Seltjörn 40 40 Mosfellsbær Hamrar (Eir) 33 33 Grindavík Heilbrst. Suðurnesja, Víðihlíð 20 20 Reykjanesbær Heilbrst. Suðurnesja 5 5* Nesvellir 60 60 Hlévangur 30 30 Akranes Höfði 74 65 9 Heilbrst. Vesturlands 15 15 Borgarnes Brákarhlíð 54 37 17 Ólafsvík Jaðar 17 12 5 Grundarfjörður Fellaskjól 12 10 2 Stykkishólmur Dvalarheimili aldraðra 16 15 1 Heilbrst. Vesturlands 7 7 Búðardalur Silfurtún 12 10 2 Dalabyggð Fellsendi 27 27*** Reykhólar Barmahlíð 16 14 2 Hólmavík Heilbrst. Vesturlands 10 10 Rými alls Hjúkrunarrými Dvalar- rýmiStaður Öldrunarheimili Alm. Önnur Hvammstangi Heilbrst. Vesturlands 18 18 Patreksfjörður Heilbrst. Vestfjarða 11 11 Þingeyri Heilbrst. Vestfjarða 6 6 Ísafjörður Heilbrst. Vestfjarða, Eyri 30 30 Bolungarvík Heilbrst. Vestfjarða 10 10 Blönduós Heilbrst. Norðurlands 31 22 9 Skagaströnd Sæborg 9 9 Sauðárkrókur Heilbrst. Norðurlands 54 45 9 Siglufjörður Heilbrst. Norðurlands 20 20 Ólafsfjörður Hornbrekka 26 21 5 Dalvík Dalbær 38 27 11 Akureyri Öldrunarheimili Akureyrar 171 160 3*** 8 Grenivík Grenilundur 9 8 1 Húsavík Heilbrst. Norðurlands 23 23 Hvammur 40 31 9 Þórshöfn Naust 14 11 3 Vopnafjörður Sundabúð 11 10 1**** Egilsstaðir Heilbrst. Austurlands – Dyngja 30 30 Seyðisfjörður Heilbrst. Austurlands 18 18 Eskifjörður Hulduhlíð 20 20 Neskaupstaður Heilbrst. Austurlands 12 12 Fáskrúðsfjörður Uppsalir 20 20 Hveragerði Ás/Ásbyrgi 128 47 39*** 42 Eyrarbakki Sólvellir 19 8 11 Selfoss Heilbrst. Suðurlands 42 42 Hella Lundur 33 33 Hvolsvöllur Kirkjuhvoll 32 31 1 Vestmanna- eyjar Hraunbúðir 35 31 4 Heilbrst. Suðurlands 9 9 Vík Hjallatún 15 15 Kirkjubæjar- klaustur Klausturhólar 19 17 2 Höfn Skjólgarður 30 24 6 Alls 3.073 2.747 147 179 Heimild: Heilbrigðisráðuneytið Rekstrarform: Sveitarfélög Sjálfseignarstofnun Ríkið Einkafyrirtæki *Endurhæfingarrými **Hvíldar- og endurhæfingarrými ***Geðhjúkrunarrými ****Sjúkrarými Fjöldi hjúkrunar- og dvalarrýma Stærstu rekstraraðilar hjúkrunar- og dvalarheimila Rekstraraðili Rými Hlutf. Hrafnistu heimilin 763 25% Ríkisstofnanir 481 16% Grundarheimilin 463 15% Eir/Skjól 325 11% Sóltún öldrunar- þjónusta 190 6% Akureyrarbær 160 5% Reykjavíkurborg 101 3% Aðrir 590 19% Samtals 3.073 hjúkrunar- og dvalarrými Gísli Páll Pálsson María Fjóla Harðardóttir Regína Ásvaldsdóttir BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kostnaður við umönnun heim- ilisfólks á hjúkrunarheimilum hefur aukist og daggjöldin sem Sjúkra- tryggingar greiða standa ekki undir kostnaði. Meira að segja sjálfseign- arstofnanirnar sem eru með mörg heimili og hundruð hjúkrunarplássa ná ekki endum saman og kanna leiðir til að komast út. Niðurstöður hóps sem greinir raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkr- unarheimila eru ekki væntanlegar á næstunni. Nú eru starfrækt 65 hjúkrunar- heimili á landinu. Þau eru með 2.747 almenn hjúkrunarrými, 147 sérhæfð hjúkrunarrými svo sem geðhjúkr- unar- og endurhæfingarrými og nokkur eru með fáein dvalarrými en þeim hefur farið mjög fækkandi. Alls eru rýmin 3.073, miðað við tölur frá síðasta ári þegar bætt hefur ver- ið við nýjum heimilum. Hjúkrunarheimilin eru ákaflega misjöfn að stærð, allt frá því að vera með fimm heimilismenn og upp í 193. Rekstrareiningarnar eru mun færri því stóru hjúkrunarheimilin á suðvesturlandi, Hrafnista og Grund, hafa mörg heimili undir sínum hatti. Hrafnista hefur markvisst stefnt að stækkun með því að taka við nýjum heimilum og er nú langstærst, eins og sést á meðfylgjandi grafi. Með því telur sjálfseignarstofnunin sig geta hagrætt í ýmislegri stoðþjón- ustu. Flest heimilin eru rekin af sjálfs- eignarstofnunum, sveitarfélagi eða sveitarfélögum saman og ríkisstofn- unum. Aðeins eitt einkafyrirtæki er Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjálfseignarstofnun Sömu stjórnendur eru yfir hjúkrunarheimilunum Eir í Grafarvogi, Skjóli við Kleppsveg og Hömrum í Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.