Morgunblaðið - 06.11.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.11.2020, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Mynd í ferilskrá Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Förum eftir öllum sóttvarnartilmælum EIN STÓR FJÖLSKYLDA Hver einasti meðlimur Colgate-fjölskyldunnar finnur tannbursta, tannkrem og aðrar tannhirðu- vörur við sitt hæfi.Velkomin í fjölskylduna! 6. nóvember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 139.78 Sterlingspund 182.14 Kanadadalur 106.35 Dönsk króna 22.01 Norsk króna 14.965 Sænsk króna 15.856 Svissn. franki 153.54 Japanskt jen 1.3403 SDR 197.77 Evra 163.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 196.2743 Hrávöruverð Gull 1888.55 ($/únsa) Ál 1891.0 ($/tonn) LME Hráolía 40.13 ($/fatið) Brent ● Hagnaður fast- eignafélagsins Regins nam 67 milljónum króna á þriðja ársfjórð- ungi. Dróst hann saman um 95% miðað við sama tímabil í fyrra þegar hann nam 1.398 milljónum króna. Leigutekjur drógust lítillega saman eða um 9 milljónir. Hins vegar jókst rekstr- arkostnaður um rúmar 100 milljónir og þá voru matsbreytingar fjárfest- ingaeignar aðeins jákvæðar um 109 milljónir en voru jákvæðar sem nam 1.080 milljónum króna á þriðja árs- fjórðungi í fyrra. Eigið fé Regins nam 45,2 millj- örðum í lok þriðja ársfjórðungs og hafði dregist saman um 873 milljónir króna frá áramótum. Skuldir félags- ins hafa hins vegar aukist á tíma- bilinu. Standa þær nú í um 104 millj- örðum en voru tæpir 99 milljarðar um áramót. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaður Regins 162 milljónum króna en nam 3.545 millj- ónum á fyrstu níu mánuðum ársins 2019. Munar þar langmestu um virð- isbreytingar fjárfestingareigna sem lækka um 3.220 milljónir milli ára. Hagnaður Regins dregst mikið saman milli ára STUTT BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Courtyard-hótelið gegnt Keflavíkur- flugvelli var opnað í byrjun október. Fyrstu vikurnar hafa hermenn í bandaríska flughernum verið áber- andi meðal gesta. Hótelið er hluti af Marriott-hótel- keðjunni og heitir á ensku Court- yard by Marriott Reykjavik Kefla- vik Airport. Þegar Morgun- blaðið leit við á hótelinu síðasta sunnudaginn í október voru viðhafðar strangar sóttvarnir á hótelinu og var öðrum en gestum ekki hleypt inn í húsið. „Þetta sýnir að starfsfólkið er vel þjálfað. Með góðum sóttvörnum er verið að vernda bæði starfsfólk og gesti,“ segir Hans Prins hótelstjóri um þessar ráðstafanir. Alls eru 150 herbergi á hótelinu sem er samsett einingahús. Spurður um herbergjanýtinguna segir Prins hana vera trúnaðarmál en upplýsir þó að vel hafi gengið að bóka herbergi fyrsta mánuðinn í rekstrinum. Meðal viðskiptavina hafi verið hermenn bandaríska flughers- ins en staðsetningin henti þeim afar vel. Hótelið sé nú opið fyrir öllum viðskiptavinum. Prins segir aðspurður að fjöldi starfsmanna taki mið af herbergja- nýtingunni. Á hótelinu starfi bæði fastráðnir og fólk í hlutastarfi. Fjögurra stjarna hótel „Reksturinn hefur gengið vel við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu. Verðið fyrir gistinguna er mjög sanngjarnt miðað við gæðin. Court- yard-hótelin eru fjögurra stjarna og eitt 30 vörumerkja sem heyra undir Marriott-keðjuna,“ segir Prins. Nýja Courtyard-hótelið í Reykja- nesbæ sé því vel samkeppnishæft. Staðsetningin skipti þar miklu máli. „Staðsetningin er okkur afar mikilvæg. Hún á mikinn þátt í vel- gengni okkar fyrsta mánuðinn og mun eiga þátt í velgengni okkar í framtíðinni. Það er svo sannarlega þörf fyrir svona hótel á svæðinu,“ segir Prins. Hótelið henti meðal ann- ars sem fyrsti og síðasti dvalar- staður á ferðalagi um Ísland. Spurður um framtíðarhorfur í rekstrinum bendir Prins á fjölgun farþega frá Keflavíkurflugvelli síð- ustu ár, áður en faraldurinn skall á. „Það er ekki nokkur spurning að það er spurn eftir þessu vörumerki á markaðnum. Ég er mjög bjartsýnn á horfurnar. Erlendum ferðamönnum mun fjölga á ný.“ Löng reynsla af hótelrekstri Prins er Hollendingur og hefur starfað við hótelrekstur í 35 ár. Courtyard-hótelið í Keflavík er fimmta hótelið sem hann opnar fyrir Marriott-keðjuna í Evrópu. Prins hóf störf hjá Marriott-keðj- unni í mars 2015 en starfaði áður hjá Corinthia Hotels í St. Pétursborg og þar áður hjá Carlson Rezidor Hotel Group í Rússlandi. „Mér leið strax eins og heima hjá mér við komuna til Íslands. Fólkið er mjög vingjarnlegt og hér er mikil náttúrufegurð. Ég sé mikil tækifæri fyrir hótelið á Íslandi,“ segir Prins. Mun styrkja samfélagið Spurður hvernig það sé að koma úr þéttbýlinu í Hollandi til dreifðari byggðar í Reykjanesbæ segist Prins una sér vel suður með sjó. Hann hafi alist upp á bóndabæ í Hollandi og hafi reynslu af því að búa úti á landi. „Ein ástæða þess að ég tók þetta verkefni að mér er að ég vil sjá Reykjanesbæ og Keflavík dafna. Þetta hótel mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Ég hef starfað í stór- borgum þar sem eitt hótel til eða frá breytir ekki miklu en það skiptir máli fyrir Reykjanesbæ að hótelið sé komið í rekstur,“ segir Prins. Marriott-hótelið við Kefla- víkurflugvöll tekið í notkun Gegnt flugstöðinni Hótelið er við Aðaltorg en þaðan blasa farþegaþoturnar við.  Hótelstjóri segir vörumerkið styrkja ferðaþjónustuna  Hermenn meðal gesta Hönnun Seturými við móttökuna á Courtyard-hótelinu. Hans Prins Ljósmyndir/Courtyard-hótelið ● Samherji hefur gert öðrum hlut- höfum Eimskipafélagsins yfirtökutilboð í samræmi við lög en eftir að fyrirtækið eignaðist meira en 30% í skipafélaginu bar því að leggja slíkt tilboð fram. Sam- kvæmt tilboðinu er Samherji reiðubú- inn að greiða 175 krónur fyrir hvern hlut í Eimskipafélaginu. Er það talsvert lægra verð en markaðurinn hafði ákvarðað við lokun Kauphallarinnar á miðvikudag. Þá stóðu bréf félagsins í 188,5 krónum á hlut. Í tilkynningu frá Samherja kemur fram að tilboðið byggi á sama verði og Samherji greiddi fyrir 0,29% hlut í félaginu þann 21. október síðastliðinn en í þeim viðskiptum mynd- aðist skylda til framlagningar yfirtöku- tilboðs. Lækkuðu bréf Eimskipafélags- ins í viðskiptum gærdagsins um 1,3% og standa því í 186 krónum á hlut. Tilboðið talsvert undir markaðsgengi Samherja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.