Morgunblaðið - 06.11.2020, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020
✝ Dr. GuðrúnSigmunds-
dóttir, sérfræð-
ingur í smit-
sjúkdómalækning
um og sýklafræði,
yfirlæknir við sótt-
varnasvið embættis
landlæknis, var
fædd í Reykjavík
30. ágúst 1961.
Guðrún lést á
heimili sínu þann
27. október 2020 eftir erfiða
baráttu við krabbamein.
Foreldrar hennar eru Sig-
mundur Magnússon, f. 1927, d.
2017, yfirlæknir í blóðmeina-
fræði á Landspítalanum, og
Guðlaug Sigurgeirsdóttir, f.
1927, d. 2020, húsmæðrakenn-
ari og næringarfræðingur.
Systkini Guðrúnar eru; 1) Sig-
urgeir, tónlistarmaður og við-
skiptafræðingur, f. 1958,
kvæntur Hildi Ástu Viggósdótt-
ur deildarstjóra, f. 1966. Börn
Sigurgeirs eru Sandra og Dav-
íð. Synir Hildar eru: Arnar
Daria Lind Einarsdóttir, nemi
við HÍ, f. 2000.
Guðrún ólst upp í Vogahverfi
í Reykjavík og síðar á Seltjarn-
arnesi. Hún tók stúdentspróf
frá MR 1981. Hún lauk embætt-
isprófi í læknisfræði frá HÍ
1987, stundaði síðan framhalds-
nám í smitsjúkdómum og sýkla-
fræði í Lundi í Svíþjóð og lauk
sérfræðiprófum 1997. Guðrún
varði doktorsritgerð sína í
smitsjúkdómum við Háskólann í
Lundi árið 2010.
Eftir sérnám flutti fjölskyld-
an til Íslands árið 2000, og
starfaði Guðrún sem sérfræð-
ingur á sóttvarnasviði embættis
landlæknis og rannsóknarstofu
Landspítalans í sýklafræði. Hún
var í fullu starfi yfirlæknis á
sóttvarnasviði embættis land-
læknis frá 2005. Í starfi sínu
tók hún virkan þátt í vísinda-
vinnu og er höfundur fjöl-
margra vísindagreina á sviði
smitsjúkdóma og faraldsfræði
þeirra sem birst hafa í erlend-
um læknatímaritum.
Útför hennar fer fram frá
Dómkirkjunni 6. nóvember kl.
11. Athöfninni verður streymt á
https://youtu.be/vE8jGqR_9wA
Virkan hlekk á streymið má
einnig nálgast á
https://www.mbl.is/andlat
Geir og Daníel
Freyr 2) Sigríður,
sjúkraliði, f. 1960,
gift Hermanni Ár-
sælssyni fram-
kvæmdastjóra, f.
1965. Börn þeirra
eru: Sigmundur
Grétar og Guðlaug
Harpa.
Eiginmaður
Guðrúnar er Gylfi
Óskarsson, f. 1961,
barnahjartalæknir á Barnaspít-
ala Hringsins. Foreldrar hans
eru Óskar Gissurarson, f. 1923,
d. 1990, og Hólmfríður Gunn-
laugsdóttir, f. 1925, d. 2019.
Börn Guðrúnar og Gylfa eru: a)
Guðlaug heilbrigðisfulltrúi, f.
1988, gift Hlyni Daða Sævars-
syni arkitekt, f. 1988. Börn
þeirra eru Egill Arnar, f. 2009,
og Guðrún Freyja, f. 2014. b)
Hólmfríður lyfjafræðingur, f.
1992. Unnusti hennar er Einar
Sigurvinsson nemi við HÍ, f.
1992. c) Magnús Atli, nemi við
HR, f. 2000. Unnusta hans er
Undanfarinn mánuð hef ég
gengið í gegnum mikinn missi.
Með aðeins þriggja vikna millibili
missti ég háaldraða móðurömmu
mína og í kjölfarið 59 ára móður
mína eftir baráttu við erfitt
krabbamein. Það er þungbært að
horfast í augu við þá staðreynd,
mamma átti ekkert að fara svona
snemma, hvað þá aðeins þremur
vikum eftir að mamma hennar
deyr.
Að mamma sé farin er svo ólýs-
anlega sárt, hún var mín stoð og
stytta í einu og öllu og hefur alltaf
verið mér svo dýrmæt. Ekki datt
mér annað í hug en að hún næði
háum aldri því hún hugsaði alltaf
svo vel um sig, bæði hvað varðar
mataræði og hreyfingu. Allt frá
því hún lenti í alvarlegu bílslysi ár-
ið 2017 hefur minn versti ótti verið
sá að einn daginn myndi ég missa
hana. Ári seinna kom áfallið, erfið
krabbameinsgreining, en leiðin lá
engu að síður upp á við um tíma,
þrátt fyrir ýmiss konar bakslög.
Óttinn var samt sem áður stöðugt
til staðar því það að greinast með
þennan sjúkdóm er ansi stutt strá
að draga. Eftir öll þessi áföll stóð
þessi magnaða fyrirmynd mín allt-
af upp og stappaði í mig stálinu
þegar ég var hvað hræddust. En
að lokum varð þessi versti ótti
minn því miður að veruleika.
Núna stöndum við fjölskyldan
eftir í tómarúmi og stingandi sorg.
Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika er
hugurinn þó furðu fljótur að
gleyma því slæma og draga upp
það góða. Góðu minningarnar eru
svo ótalmargar, þökk sé mömmu
og pabba. Mamma hefur mótað
mig til frambúðar. Þeir eiginleikar
sem hún hafði og gildin sem hún
kenndi mér eru að hjálpa mér að
takast á við þessa erfiðu sorg, hún
er ljósið mitt í myrkrinu. Hún var
glaðlynd, heiðarleg, drífandi, eld-
klár og hvetjandi. Hún þekkti mig
svo vel, oft jafnvel betur en ég
þekkti sjálfa mig og vissi alltaf
þegar eitthvað var að. Hún er sú
sem bjargaði mér þegar ég var
strandaglópur á flugvellinum í
Vín, þegar ég féll í prófum í
menntaskóla og lagði það alltaf á
sig að klifra upp skíðabrekkuna í
fullum skíðabúnaði til þess að
sækja mig þegar ég neitaði að
halda áfram því Gulla systir hafði
tekið fram úr mér í brekkunni.
Mamma setti fjölskylduna alltaf í
forgang, en var á sama tíma mjög
ábyrgðarfull í krefjandi starfi, en
virtist oftast ekkert þurfa að hafa
neitt mikið fyrir því. Ég yrði stolt
af því að ná að áorka brot af því
sem mamma áorkaði á sinni allt of
stuttu ævi.
Öll þessi erfiða reynsla er of
dýrkeypt til þess að nýta hana
ekki til einhvers góðs. Mamma
veit og ég lofaði henni að ég mun
standa stöðug með báða fætur á
jörðinni eftir allt saman, því þann-
ig ól hún mig upp. Ég mun alltaf
vera stolt og þakklát fyrir það að
vera dóttir hennar. Við sem feng-
um að kynnast henni erum gríð-
arlega heppin, hvað þá að fá að
eiga hana sem mömmu. Eftir allt
sem við höfum gengið í gegnum
var ekkert ósagt okkar á milli, hún
veit að ég veit og ég veit að hún
veit. Nú eru veikindin ekki hluti af
okkar lífi lengur, en mamma mun
alltaf eiga risastóran stað í mínu
hjarta.
Takk fyrir alla gleðina elsku
mamma.
Hólmfríður Gylfadóttir.
Ég er ótrúlega heppinn að hafa
fengið Gunnu fyrir tengdamóður.
Stuðningsríkari, klárari og betri
fyrirmynd er erfitt að finna.
Hún hafði ótrúlega þægilega
nærveru og stendur það helst upp
úr þegar ég hugsa til Gunnu.
Kaffibollarnir sem við tókum sam-
an fyrir vinnu voru alltaf ljúf
stund og nokkuð sem ég var farinn
að sakna um leið og við Fríða flutt-
um úr Fjarðarásnum. Það er sárt
að hugsa til þess að þessar stundir
verði ekki fleiri.
Gunna var og verður áfram ein
af mínum helstu fyrirmyndum í
lífinu. Hún var hörkutól en á sama
tíma alltaf svo hlý, samviskusöm
en á réttum augnablikum kæru-
laus. Hún náði að áorka meira en
flestir á sinni allt of stuttu ævi með
hugarfari og eiginleikum sem ég
mun stefna sjálfur á að lifa eftir.
Takk Gunna, þú varst best.
Einar.
Ljúfar stundir á pallinum í Ár-
nesi, samverustundir í Svíþjóð,
skíðaferðir, jól, hátíðir og ótal
helgar þar sem læri, lasagne og
allar þær krukkur sem Gunna
fann í ísskápnum voru á boðstól-
um. Oft fylgdu þessum stundum
helstu tíðindi úr heimi smitsjúk-
dóma á Íslandi.
Guðrún Sigmundsdóttir var
smitsjúkdómalæknir að mennt og
einn sá fremsti í okkar röðum hér
á landi. Það eru fáir hjá Embætti
Landlæknis sem hafa öðlast jafn
mikla reynslu og þekkingu á sviði
sóttvarna og Gunna hafði. Alveg
fram til þess tíma þar sem veikindi
Gunnu fóru að draga úr henni á ný
stóð hún traustum fótum í upphafi
Covid-19-faraldurs. Þótt hún hafi
þurft að starfa sem settur sótt-
varnalæknir endrum og sinnum
þótti henni best að starfa á bak við
tjöldin. Þannig gat hún átt góðar
kvöldstundir með sinni nánustu
fjölskyldu að loknum viðburða-
miklum vinnudögum. Þannig voru
hennar gildi og líf sem hún hafði
kosið sér. Fjölskyldan framar öllu.
Gunna leit aldrei á sig sem eitt-
hvað merkilegri en aðrir. Hún
setti fjölskyldu sína ávalt í fyrsta
sæti en sig yfirleitt í það síðasta.
Þeir sem þekktu hana lengst og
best voru ekki sparir á fögru lýs-
ingarorðin í hennar garð, enda var
hún ekkert venjuleg kona.
Það má segja að ég hafi komið
inn í fjölskylduna með töluverðum
krafti sem síðar átti eftir að móta
mig og Gullu dóttur Gunnu til
framtíðar, á mjög góðan hátt.
Gunna tók mér með opnum örm-
um frá fyrsta degi og var mér
ávallt hliðholl til síðasta dags. Mér
þótti alltaf mjög vænt um sam-
band mitt við Gunnu og það var
alltaf umvafið trausti og um-
hyggju.
„Hlynur, komdu hérna aðeins
með mér, ég þarf aðeins að sýna
þér svolítið,“ var setning sem lýsir
okkar sambandi vel. Það varðaði
þá helst eitthvað sem hún þurfti
hjálp við að framkvæma eða vant-
aði álit á. Þetta gat verið eitt af
þeim ófáu verkefnum sem skaut
upp í kollinum á Gunnu þá stund-
ina. Það var nefnilega þannig með
Gunnu að hún fann alltaf ný verk-
efni til þess að leiða hugann að og
hún gat jafnvel í leiðinni sáð fræj-
um að öðrum framtíðarverkefn-
um. Hún var dugleg við að halda
okkur öllum uppteknum og ekki
síst sjálfri sér með öllum sínum
hugmyndum og uppátækjum.
Gunna var framkvæmdasöm og
virkilega drífandi manneskja sem
kom verkum í framkvæmd.
Okkar allra stærsta verkefni
saman og það verkefni sem mér
þykir hvað vænst um er sumar-
húsið á Flötunum, Sjónarhæð. Ég
þakka henni og tengdapabba
traustið sem þau fólu mér, þ.e. að
fá að teikna viðbyggingu við sum-
arhús fjölskyldunnar. Þetta stóra
verkefni mun halda utan um okk-
ur fjölskylduna, gefa okkur hlýju
og halda okkur uppteknum um
ókomna tíð. En það var einmitt
Gunna sem hrinti verkefninu af
stað, þetta skapaði hún fyrir okk-
ur. Verkefnið sem okkur öllum
þykir svo vænt um. Verkefnið sem
við ætlum að gera og klára upp á
10.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
átt hana sem tengdamóður og
hversu fljótt og afdráttarlaust hún
tók mig inn í fjölskylduna, hún
taldi mig með sem eitt af börn-
unum sínum.
Ég tek undir hennar orð í minn
garð; hún átti líka mitt hjarta frá
fyrsta degi og mun gera það um
aldur og ævi.
Hlynur Daði Sævarsson.
Það er ekki létt verk að þurfa
að setjast niður og skrifa minning-
argrein um Gunnu litlu systur
mína sem hefur nú verið kölluð
burt í blóma lífsins. Hún var
margbrotinn persónuleiki sem
alltaf hafði eitthvað fyrir stafni
hvort sem það var nám, vinna,
áhugamál, heimilið eða fjölskyld-
an. Hún var heiðarleg, sterk,
skynsöm og kærleiksrík systir.
Við áttum frábæra æsku og frá-
bæra foreldra sem studdu okkur
og hlúðu að á alla vegu. Samband
okkar jókst og styrktist mikið
þegar við komumst á fullorðinsár.
Við vorum kannski ekki alltaf
samstíga og sammála en ég gat
alltaf treyst því að hún væri hrein-
skilin við mig og ég varð að vera
maður til að taka því. Við áttum
þannig aldrei óleyst mál í farangr-
inum. Ég var afar stoltur af litlu
systur minni sem vann að vísinda-
störfum og áætlanagerð til þess að
styrkja smitvarnir landsins, ólíkt
föður okkar sem sinnti almennum
læknastörfum og kennslu.
Lífið blasti við Gunnu þegar
hún lenti í alvarlegu bílslysi í byrj-
un árs 2017 og þegar illa gekk að
jafna sig eftir slysið kom bris-
krabbameinið í ljós, ári síðar.
Þrátt fyrir slæmar horfur og mikil
veikindi reis elsku systir upp, aft-
ur og aftur og endalaus bið á
bráðamóttöku og innlagnir vegna
fylgifiska sjúkdómsins náðu aldrei
að berja hana niður. Gylfi og börn-
in stóðu eins og klettar við hlið
hennar á erfiðum stundum en
þeim tókst líka að upplifa margar
góðar og dýrmætar stundir sem
hún var afar þakklát fyrir.
Það er erfitt að vera þakklátur
á stundu sem þessari, erfitt að
koma auga á Guð sem á að vera al-
vitur, algóður og almáttugur. Erf-
itt að vera þakklátur fyrir heil-
brigðiskerfi sem allir vita að er
undirmannað, fjársvelt og í slæm-
um húsakosti. Sú staðreynd að 700
Íslendingar láta lífið af völdum
krabbameins árlega ætti að vera
nóg til þess að ráðamenn bættu í.
Elsku systir vann og starfaði af
heilum hug í því kerfi sem faðir
okkar tók þátt í að byggja upp á
árunum eftir stríð og hefur verið
vanrækt svo hressilega undan-
farna áratugi. Það voru því von-
brigði að fylgjast með þessu ferða-
lagi síðustu misserin þó svo allt
starfsfólk legði sig 100% fram um
að gera sitt besta. Stundum er það
bara ekki nóg eða ásættanlegt.
Nú er komið að kveðjustund.
Dauðinn er svo hræðilega endan-
legur og meira verður ekki gert.
Ég og Hildur syrgjum frábæra
systur og mágkonu, sem okkur
þótti innilega vænt um. Við biðjum
þess að Gylfi og börnin eigi eftir að
finna styrk og leið til þess að tak-
ast á við þessa miklu sorg. Takk
fyrir allt elsku Gunna.
Sigurgeir og Hildur.
Það var fimmtudagurinn 16.
febrúar árið 1967.
Tvær litlar stúlkur með fléttur
og samlitar slaufur í hári gengu
glaðar saman hönd í hönd niður í
bókabúðina í Álfheimum.
Þær voru klæddar í grænar
strech-buxur, hvítar skyrtur,
brúna skó og rauðar úlpur. Þær
voru oftast eins klæddar.
Erindið var jú að kaupa afmæl-
isgjöf fyrir mömmu. Fallega
mamma okkar var fertug og átti
afmæli þennan dag.
Tilhlökkunin hjá okkur leyndi
sér ekki. Við ætluðum að kaupa
eitthvað virkilega fallegt fyrir
mömmu.
Þegar við komum í bókabúðina
spurðum við prúðar hvort af-
greiðslumaðurinn ætti afmælis-
gjöf fyrir fertuga konu.
Að lokum, eftir langa íhugun,
völdum við fallega, eldrauða nælu
sem við vorum svo ánægðar með
og gladdi mömmu mikið. Núna er
nælan hjá mér og mun ég varð-
veita hana um aldur og ævi.
Svona minnist ég æsku okkar
Gunnu og í raun samskipta okkar
systra í gegnum lífið, samrýndar
systur sem studdu hvor aðra.
Auðvitað kom það fyrir að við
urðum ósáttar og vorum ekki sam-
mála en strengurinn á milli okkar
var það sterkur að án hvor ann-
arrar gátum við ekki verið, náðum
alltaf sáttum.
Gunna var sterk, skörp, ákveð-
in, heiðarleg og dugleg, lét fátt
buga sig.
Ég minnist þess þegar pabbi
kom heim frá útlöndum og kom
með gjafir fyrir okkur. Hann kom
ekki með dúkkur fyrir okkur
Gunnu og bíl fyrir Sigurgeir. Nei,
hann kom með bíla fyrir okkur öll.
Þannig kenndi pabbi okkur að við
vorum öll jöfn, gátum öll áorkað
jafn miklu.
Mamma kenndi okkur með orði
og gjörðum að þó þú sért kona átt
þú ekki að hika við að gera hlutina,
ekki missa kjarkinn, heldur ganga
í verkin og gera það sem þarf að
gera. Persónuleiki Gunnu mótað-
ist af þessu og lifði hún samkvæmt
því, lét fátt stoppa sig.
Þegar ég lærði að lesa lærði
hún það samtímis. Fylgdist með
því sem ég var að lesa, hinum
megin við borðið á hvolfi. Hún var
mikill bókaormur, las allt sem hún
komst yfir.
Sem lítil stelpa lærði hún öll
versin í Fjallgöngu eftir Tómas
Guðmundsson og fór létt með að
þylja þau öll upp hátt og skýrt.
Þetta ljóð lýsir Gunnu vel, hún
gafst ekki upp við það sem hún tók
sér fyrir hendur.
Mestu sælustundir fjölskyld-
unnar voru ferðir upp á fjöll og
firnindi á Rússajeppanum okkar.
Sérstaklega var árleg ferð okk-
ar að Selvallavatni mikið tilhlökk-
unarefni. Þar nutum við samveru,
mikillar náttúrufegurðar, sváfum í
hústjaldinu okkar, veiddum silung
og bleikju sem var borðuð um
kvöldið með soðnum kartöflum og
smjöri. Sannkölluð sælustund.
Ég kveð góða systur og er
þakklát fyrir hana. Þakklát fyrir
allar góðu stundirnar saman. Þær
munu hjálpa mér í sorginni.
Hugur minn og hjarta er hjá
Gylfa og krökkunum sem voru
Gunnu allt. Þeirra missir er mikill.
Megi allar góðu minningarnar
sem þau eiga um hana styrkja þau
í sorginni.
Góða ferð elsku fallega Gunna
mín. Ég mun sakna þín að eilífu.
Þú munt ávallt eiga vísan stað í
hjarta mínu og munt fylgja mér
um alla ævi, hvert sem ég fer.
Ég er sannfærð um að við eig-
um eftir að hittast aftur, leiðumst
brosandi saman hönd í hönd að
kaupa afmælisgjöf fyrir mömmu
eða pabba.
Farðu í friði.
Þín
Sigríður (Sirrý).
Meira: mbl.is/andlat
Í dag kveðjum við elskulega
æskuvinkonu okkar hana Gunnu.
Minningarnar hrannast upp í
huganum og við erum þakklátar
fyrir áratuga samfylgd. Sterk
bönd hafa alltaf verið milli okkar
vinkvennanna þrátt fyrir að við
færum hver í sína áttina að loknu
grunnskólanámi í Vogaskóla. Þótt
langt liði stundum á milli þess að
við hittumst virtist það aldrei
skipta neinu máli. Slík vinátta er
dýrmæt og varð okkur tíðrætt um
hversu heppnar við værum að eiga
hvor aðra að. Okkur fannst Gunna
alltaf vera sú skynsamasta í hópn-
um. Hún gaf sér ávallt tíma og það
var gott að leita til hennar. Það
þýðir þó ekki að hún hafi verið al-
vörugefin því alltaf var stutt í
grínið og glaðværðina. Það var
gaman og notalegt að vera í kring-
um hana. Æðruleysið og yfirveg-
unin sem hún sýndi í veikindum
sínum var hreint ótrúleg. Gunna
og Gylfi voru sem eitt í baráttunni
við veikindin og bjuggu börn sín
undir komandi tíma. Vissan um að
börnin stæðu traustum fótum eftir
hennar dag var Gunnu ákaflega
mikilvæg.
Á kveðjustundinni er okkur
efst í huga þakklæti fyrir langa og
trausta vináttu og ógleymanlegar
samverustundir. Minningin um
Gunnu vinkonu mun lifa með okk-
ur.
Við vottum Gylfa, börnunum og
öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Laufey, Ragnheiður,
Steina og Unnur.
Fyrstu kynni mín af Guðrúnu
voru þegar hún var 10 ára. Hún og
systir hennar voru í skólagörðun-
um í Laugardal þar sem ég leið-
beindi við grænmetis- og blóma-
ræktun.
Þær nýfluttar heim frá útlönd-
um og ég nýskriðin úr mennta-
skóla. Síðar áttum við Guðrún eft-
ir að fást við annars konar ræktun
á sýklafræðideild Landspítalans
þar sem við vorum vinnufélagar
um árabil. Guðrún var sérfræði-
læknir bæði í sýklafræði og smit-
sjúkdómum. Sérþekking hennar
reyndist öflug viðbót í starfa-
mannahóp deildarinnar. Hún var í
upphafi einnig í stöðubroti hjá
sóttvarnasviði embættis land-
læknis. En með tímanum flutti
hún sig alveg þangað.
Okkur vinnufélögunum var
mjög brugðið við fréttir af fram-
gangi sjúkdómsins hjá Guðrúnu í
sumar sem leið. En við eigum öll
góðar minningar um samstarfið
við hana.
Ég var svo heppin að vinna að
rannsóknarverkefni með henni
þegar hún var að leggja lokahönd
á doktorsvinnu sína við Háskólann
í Lundi. Þá saknaði ég hennar
mjög þegar hún hætti hér á deild-
inni, enda deildum við sömu skrif-
stofu í nokkur ár. Og þar ræddum
við ekki bara um vinnuna heldur
líka lífið sjálft, fjölskylduna og
börnin okkar. Báðar þekktum við
vel til í Svíþjóð og gátum deilt af
reynslu okkar að búa þar. Nálægð
Guðrúnar var mér sérlega mikil-
væg og góð þegar ég gekk í gegn-
um mínar þrengingar og dauða
sonar.
Í samtölum við Guðrúnu núna í
haust kom vel í ljós sálarstyrkur
hennar og jákvæðni. Og henni var
tíðrætt um þann mikilvæga bak-
hjarl sem hún átti í Gylfa og börn-
unum þeirra. Það hjálpaði á erf-
iðum tímum í haust hve sátt hún
var við hvernig börnunum vegnar
og á hve góðum stað þau eru í líf-
inu.
Elskulega fjölskylda. Ég votta
ykkur samúð mína og veit að góð-
ar minningar munu létta ykkur
þungan róðurinn.
Helga Erlendsdóttir.
Kaktusinn sem stendur á borð-
inu í ganginum hjá mér er um það
bil að fara að blómstra enda kall-
aður nóvemberkaktus. Guðrún
færði mér hann fyrir réttu ári síð-
an, ómeðvituð um að þessi litla
planta hefur nær daglega gefið
mér tilefni til að hugsa til hennar
með hlýju og bæn um að hún fengi
styrk til að takast á við hvern dag.
Við kynntumst í starfi okkar
hjá sóttvarnalækni. Ég nokkru
eldri en hún en við náðum vel sam-
an, áttum oft gott spjall er tengd-
ist störfum okkar, en stundum
duttum við í að tala um sumarbú-
staðinn okkar eða börnin. Guðrún
talaði aldrei um Gullu, Fríðu eða
Magnús öðruvísi en Gulla mín,
Fríða mín og Magnús minn af
miklum kærleika og með miklu
stolti.
Fyrir nokkrum árum naut ég
þess að hún ásamt Gylfa og Magn-
úsi lögðu lykkju á leið sína til að
hitta mig þegar við vorum öll
stödd í sumarleyfi á grísku eyj-
unni Korfu. Við eyddum saman
ánægjulegum eftirmiðdegi á frek-
Guðrún
Sigmundsdóttir