Morgunblaðið - 06.11.2020, Side 29
var hve hann var hagyrtur og átti
auðvelt með að setja saman vís-
ur. Oft gerðist það á fundum að
úr penna Guðjóns rann vísukorn
og stundum teikning sem fangaði
augnablikið á kómískan hátt. Á
sinn hátt var Guðjón eins konar
hirðskáld bæjarstjórnar, samdi
vísur og söngtexta sem nýttust
vel í skemmtiatriði. Víst er að
margir samferðamenn Guðjóns
eiga eftir hann vísur, sem rifja
upp skemmtileg atvik og augna-
blik fortíðar.
Samstarfsfólk Guðjóns hjá
Sandgerðisbæ og Suðurnesjabæ
þakkar honum ánægjulega sam-
fylgd og einstakt samstarf um
árabil.
Við minnumst hans með þakk-
læti og hlýju, blessuð sé minning
heiðursmannsins Guðjóns Þor-
gils Kristjánssonar.
Fjölskyldu Guðjóns eru færð-
ar innilegar samúðarkveðjur.
Magnús Stefánsson,
bæjarstjóri
Suðurnesjabæjar.
Viðbrögð barnanna okkar
báru vott um mannkosti Guðjóns
heitins þar sem þau horfðu á okk-
ur spurnaraugum hvort góði
maðurinn með skeggið væri dá-
inn. Guðjón fékk kannski ekki
notið ævidaga langra en auðnað-
ist að fá notið hvers dags til að
gefa af sér, gleðjast, njóta, miðla,
vaxa og dafna – okkar börnum
nægðu einstaka samverustundir
með Guðjóni til þess að hann yrði
góði maðurinn í þeirra huga.
Guðjón var barn náttúrunnar
sem skilur eftir sig djúpt skarð,
skarð sem okkar er að fylla með
minningum um mætan mann, fal-
legu teikningunum, ljóðunum,
ræðunum, lífsspekinni, grallara-
skapnum, brosunum út í annað,
bestu sósunum og safaríkustu
steikunum, hlátrinum, göngulag-
inu, faðmlögunum, ímyndunar-
aflinu en síðast en ekki síst verð-
ur skarð hans fyllt með komandi
gleðistundum með fólkinu sem
honum þótti vænst um.
Björgvin og Harpa.
Deyr fé, deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Guðjón skólastjóri eins og
hann var gjarnan kallaður starf-
aði sem skólastjóri við Grunn-
skólann í Sandgerði frá árinu
1985 til ársins 2005 við afar góð-
an orðstír en áður hafði hann
starfað við kennslu í þónokkur
ár.
Guðjón var traustur, einstak-
lega vel liðinn, hjartahlýr og
sanngjarn enda áttu nemendur
skólans hug hans og hjarta og
hans einlægi ásetningur að koma
sem flestum til vits og ára á já-
kvæðan og uppbyggjandi hátt. Í
hans huga skiptu nemendur
mestu máli, velferð þeirra og að
þeim liði vel í skólanum. Hann
þekkti nemendur með nafni og
lét sig varða líðan þeirra og fjöl-
skyldna.
Guðjón hafði einnig að leiðar-
ljósi að allir gætu eitthvað og
enginn gæti allt, en að allir ættu
að gera sitt besta, hver á sínum
eigin forsendum. Hann var lista-
maður og skáld, hannaði m.a.
merki skólans, málaði myndir og
samdi vísur við hvert tækifæri
sem gafst.
Við starfsfólk skólans minn-
umst Guðjóns með hlýju í hjarta
og einlægu þakklæti fyrir hans
þátt í að gera skólann okkar að
því sem hann er í dag.
Blessuð sé minning Guðjóns
skólastjóra. Við sendum Ólöfu,
Björgvini, Sæunni, Kristjáni og
fjölskyldunni allri innilegar sam-
úðarkveðjur.
Minning um einstakan mann
lifir áfram.
Fyrir hönd starfsmanna skól-
ans,
Hólmfríður Árnadóttir og
Bylgja Baldursdóttir.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020
✝ GuðmundínaDía Ingadóttir
fæddist í Reykjavík
15. janúar 1943.
Hún lést 27. október
2020 á líknardeild
Landspítalans. For-
eldrar hennar voru
Ingi Guðmundsson
frá Þingeyri, verka-
maður í Freyju, f.
1.10. 1916, d. 30.3.
1971, og Gyða Guð-
mundsdóttir, húsmóðir og gang-
avörður, f. 21.9. 1918, d. 22.1.
1999. Systkini Díu eru: Birna, f.
4.12. 1937, Guðmundur Ingi, f.
1.5. 1939, d. 7.12. 1999, Gunnar, f.
24.6. 1940, d. 1.2. 1973, Skúli, f.
24.11. 1941, d. 5.4. 1961, Júlíus, f.
15.8. 1944, d. 23.11. 2012, Bettý,
f. 9.12. 1945, Ástríður, f. 30.11.
1948, Hulda Fríða, f. 29.6. 1950
og Sigurður, f. 3.12. 1957. Día
ólst upp í stórum systkinahópi í
Reykjavík, í Höfðaborg og síðar í
Bústaðahverfinu. Hún var
Reykjavíkurmær í beinan kven-
legg í fjóra ættliði. Día giftist
Sævari Reyni Ingimarssyni frá
Akureyri 2. mars 1963. For-
eldrar hans voru Sigurlaug Ing-
Elísabetar er Sigurjón Agnar
Daníelsson, f. 6.11. 1982. 2) Sig-
urlaug Kristín Sævarsdóttir, f.
11.11. 1963. Eiginkona hennar er
Valgerður Þ.E. Guðjónsdóttir, f.
18.4. 1958.
Día var í sambúð í nokkur ár
með Ólafi Ásgeiri Ásgeirssyni, f.
3.10. 1938, d. 9.8. 2010. Sonur
þeirra er Ólafur Reynir Ólafsson,
f. 28.12. 1976. Eiginkona hans er
Jóhanna Laufdal Friðriksdóttir,
f. 8.11. 1978. Börn þeirra eru
Friðrik Ýmir, f. 21.9. 2001 og
Embla Ósk, f. 5.9. 2005.
Síðar bjó Día um árabil með
Friðriki Alexanderssyni, f. 24.1.
1933, d. 17.11. 1995.
Halldór Guðjónsson, f. 14.12.
1937, var samferðamaður Díu
mörg síðustu ár og voru þau vin-
ir til hinstu stundar.
Día starfaði að mestu við
verslunarstörf. Fyrstu búskapar-
árin starfaði hún í Bústaðabúð-
inni og síðar í Árbæjarkjöri. Hún
var lengi verslunarstjóri í Snyrti-
vöruversluninni í Glæsibæ og
starfaði auk þess m.a. í nokkrum
tísku- og snyrtivöruverslunum.
Día greip einnig í módelstörf og
auglýsingaleik.
Útförin fer fram frá Árbæj-
arkirkju í dag, 6. nóvember 2020,
klukkan 13. Athöfninni verður
streymt á:
https://tinyurl.com/y2xal3t7
Virkan hlekk má nálgast á
www.mbl.is/andlat
unn Sveinsdóttir,
húsmóðir, sauma-
kona og verkakona,
fædd á Blönduósi en
bjó lengst af á Ak-
ureyri, f. 18.1. 1919,
d. 21.12. 2008 og
Kristján Ingimar
Benediktsson, hús-
vörður frá Barnafelli
í Ljósavatnssókn, f.
8.5. 1915, d. 20.3.
1979. Þau skildu og
Sigurlaug giftist síðar uppeldis-
föður Sævars, Sigurði Kristjáns-
syni frá Svarfaðardal. Sævar var
sjómaður og þau Día hófu búskap
í Stigahlíð en bjuggu lengst af í
Árbæjarhverfinu í Reykjavík sem
þá var í uppbyggingu. Sævar
drukknaði 1.2. 1973 með mót-
orbátnum Maríu. Börn þeirra Díu
og Sævars eru: 1) Ingimar Skúli
Sævarsson, f. 13.9. 1962, sambýlis-
kona hans var Elísabet Sigurjóns-
dóttir, f. 6.9. 1962, d. 23.9. 2020.
Dóttir þeirra er Aníta Sædís Ingi-
marsdóttir, f. 5.1. 1990, sambýlis-
maður hennar er Daði Elísson, f.
26.6. 1989 og sonur þeirra er
Skúli Daðason, f. 8.8. 2019, fóst-
ursonur Ingimars Skúla og sonur
Nú er mamma farin! Það er
undarlegt að líf sem er búið að
vera mér nátengt alla ævi sé allt í
einu ekki lengur þar. Mamma var
Reykjavíkurdóttir í fjóra ættliði í
kvenlegg og margt í fari hennar
og persónu bar þess glöggt vitni.
Hún var alin upp á líflegu og barn-
mörgu heimili af alþýðufólki. Afi
vann í Freyju og amma skúraði út
á heimilinu tvisvar á dag og hafði
styrka stjórn á fjörlegum barna-
hópnum. Mamma var fimmta í
röðinni af tíu systkinum og fór
ung að vinna fyrir sér. Sem ung-
lingur eldaði hún m.a. hádegismat
fyrir konur í hverfinu og fann svo
fjölina sína á bak við búðarborðið í
Ólabúð í Hólmgarði. Ástina fann
hún hins vegar á balli. Myndar-
piltur í of stuttum buxum. Þar var
kominn hann pabbi, sveitadreng-
urinn frá Akureyri, sem kominn
var til náms í Stýrimannaskólan-
um í Reykjavík.
Eftir að þau pabbi byrjuðu að
búa vann hún fyrir leigunni með
því að þrífa og þvo þvotta hjá fjöl-
skyldu á Laugarásvegi, þar sem
þau bjuggu. Seinna kölluðu versl-
unarstörfin á hana aftur og þá var
hún í essinu sínu, fyrst í Árbæj-
arkjöri og svo komst hún í snyrti-
vörubransann. Þar var nú glimm-
er og slör og mikið fjör. Mamma
naut sín á þessum vettvangi og
eignaðist þar marga vini og kunn-
ingja. Vinnudagarnir voru langir
og ég man að stundum lá við að
hún sofnaði ofan í súpuna á að-
fangadagskvöld eftir vinnutörn á
aðventunni. Á sunnudögum var
farið í fjörið í Hólmgarðinn til
ömmu Gyðu og þá drógum við um
það, systkinin, hvort okkar fengi
að fara með mömmu í strætó en
hitt gekk hitaveitustokkinn með
pabba. Mamma var skvísa frá
toppi til táar og lagði mikið upp úr
fallegum fötum, förðun og tísku.
Hún stóð á búðargólfum í áratugi
á háhæluðum skóm, sveipuð Cha-
nel nr. 5 og alltaf obbolítið lilluð og
bleik. Hún var ljósmyndafyrir-
sæta frá fermingaraldri, tók þátt í
tískusýningum og lék í auglýsing-
um. Það fannst henni gaman. Hún
átti líka spretti í félagsmálum, var
einn af stofnendum Fylkis og dug-
leg í kvenfélaginu í Árbæ á meðan
við fjölskyldan bjuggum þar.
Hennar mesta sorg var að missa
pabba í sjóinn þegar þau stóðu á
þrítugu og sá skuggi fylgdi henni
alla tíð. Hún bjó um nokkurra ára
skeið með barnsföður sínum,
Ólafi. Þá fengum við systkinin
ekki bara lítinn hálfbróður heldur
líka tvö stjúpsystkin í fjölskyld-
una. Það var fjör á heimilinu og
mamma hafði hjartarúm fyrir
stækkandi barnahóp. Þegar hún
var í stuði var mikið hlegið og
sungið og stutt í húmorinn, snarp-
an og beittan. Hún var keppnis-
manneskja og hafði afar gaman af
því að horfa á íslensku landsliðin í
handbolta. Eftir að knattspyrnu-
landslið karla komst á EM varð
hún, á nokkrum dögum, sérfræð-
ingur í knattspyrnu og lét strák-
ana heyra það, fyrir framan skjá-
inn, bæði þegar vel gekk og þegar
þegar á móti blés. Það var henni
erfitt þegar heilsan gaf eftir og
hún átti sína dökku daga en aldrei
missti hún skvísugenin og hafði
sérstaka unun af því að halda sér
til og vera flott. Nokkrum mínút-
um fyrir síðustu andartökin var
hún spurð af nærgætnum sjúkra-
liða á líknardeildinni hvort hana
vantaði eitthvað eða hvort henni
liði illa. Hún svaraði, veikum rómi,
„allt í gúddí“ og með þeim orðum,
sem voru alveg í hennar anda,
kvaddi hún okkur, Reykjavíkur-
mærin hún mamma. Takk fyrir líf-
ið, mamma mín!
Heim er hún komin hún mamma
í örugga höfn og finnur
ástina sveipa sig böndum
sveipa sig silkiböndum.
(Ingibjörg Haraldsdóttir)
Kristín Sævarsdóttir.
Elsku amma bleika, ég trúi því
varla að hún sé farin. Lífið er ansi
tómlegt án hennar. Hún var ekki
bara amma mín heldur einnig ein
besta vinkona mín og trúnaðarvin-
kona. Ég gat talað við hana um allt
og vissi hún nánast öll mín leynd-
ustu mál og ég hennar. Hún var
alltaf til staðar fyrir mig, sama
hvort það var að nóttu eða degi,
alltaf svaraði hún i símann og var
tilbúin að hlusta og gefa ráð.
Amma flutti i götuna þar sem ég
bjó með foreldrum mínum þegar
ég var um 6 ára. Mikið var ég
heppin að hafa hana bara í næsta
húsi, ég eyddi miklum tíma hjá
henni, við spiluðum mikið og lék ég
mér mikið með skartið hennar og
fannst ég algjör pæja. Amma átti
sko nóg til af alls konar skarti og
glingri, enda var hún glæsilegasta
kona sem ég hef þekkt.
Það var alltaf mjög gott sam-
band milli okkar og vorum við
perluvinkonur. Síðustu ár var ég
hjá henni nokkrum sinnum í viku
og fórum við oft i bæjarferðir sam-
an þar sem amma elskaði fátt
meira en að kaupa sér falleg föt og
skó, það var sameiginlegt áhuga-
mál hjá okkur.
Amma var líka mikill aðdáandi
íslenska landsliðsins i handbolta
og við horfðum saman á flest stór-
mót. Ef svo vildi til að ég kæmi
ekki alltaf þegar það var leikur, þá
vissi ég að kæmi símtal og spurn-
ingin hvar ég eiginlega væri. Svo
það þýddi lítið að reyna að sleppa
leik.
Mikið verða næstu áramót
skrítin þar sem það var orðin hefð
hjá okkur að vera bara við tvær
saman, að borða kjúkling og hafa
það kósý, þar sem við vorum hvor-
ug mikið fyrir sprengjurnar og
lætin sem fylgja því kvöldi. Síð-
ustu áramót voru aðeins öðruvísi
en fyrri því þá fjölgaði um tvo,
Daði og Skúli, litli gimsteinninn
okkar og langömmubarn hennar,
nutu kvöldsins með okkur. Mikið
er ég glöð og ánægð að hún hafi
fengið að fylgjast með Skúla fyrsta
árið hans. Það var einstakt sam-
band sem finnst varla en þannig
fannst mér sambandið vera á milli
þeirra tveggja. Skúli fær héðan í
frá að kynnast langömmu sinni í
gegnum okkur fjölskylduna, því
margar eru sögurnar af þessari
glæsilegu konu sem var einn mesti
karakter sem ég hef kynnst.
Ég er afar þakklát fyrir tímann
sem ég átti með ömmu minni, mik-
ið vildi ég að sá tími hefði samt
verið lengri.
Þú ert amman sem að allir þrá,
alltaf mun ég elska þig og dá.
Lífið þú gerir betra fyrir mig,
heppin ég er að eiga þig.
Aníta Sædís.
Í dag kveð ég þig, elsku systir,
margs er að minnast og margs að
sakna. Aðalsmerki þitt var að vera
alltaf glæsileg og „obbulítið lilluð“,
þannig fórst þú í gegnum lífið. Við
áttum saman þungbærar minning-
ar frá sjóslysinu 1973 þegar Sævar
þinn og Gunni bróðir okkar fórust,
það var harmleikur fyrir alla fjöl-
skylduna.
Minningarnar eru líka bjartar
eins og þegar þú heimsóttir okkur
Magga til Svíþjóðar með Huldu
systur og mömmu, ógleymanlegar
stundir. Heima í Hólmgarði hjá
mömmu var mikið glens og gaman
þegar við systkinin komum sam-
an, glatt á hjalla, spilað og spjallað.
Ógleymanleg er ferð okkar systra
með mömmu til Edinborgar um
árið.
Þegar við Maggi urðum fyrir
áföllum í okkar lífi, þá stóðst þú,
Día, með okkur og gafst okkur góð
ráð og styrk sem við varðveitum
vel.
Þín er sárt saknað, elsku Día, af
okkur og Dóra vini þínum. Við
Maggi sendum börnum þínum,
mökum þeirra og fjölskyldum okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð veri með ykkur.
Hvíl í friði, mín kæra systir.
Ásta systir.
Guðmundína
Ingadóttir
✝ Guðný JónaHansdóttir Wí-
um fæddist á Ask-
nesi í Mjóafirði í S-
Múl 3. nóvember
1930. Hún lést á
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 29. októ-
ber 2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Anna Ingigerður
Jónsdóttir, fædd
1.12. 1908 á Melum, Valþjófs-
staðarsókn, N-Múl., d. 6.9. 1977,
og Hans Guðmundsson Wíum, f.
21.10.1894 í Minni-Dölum, Mjóa-
fjarðarsókn, S-Múl., d. 24.7.
1982. Anna og Hans hófu bú-
skap á Asknesi en fluttu síðan að
Reykjum í sömu sveit eftir að
flóð eyddi byggð á Asknesi.
Systkini Guðnýjar Jónu eru:
Þórunn Stefanía, f. 1928, d.
1991; Inga, f. 1933, d. 1996, maki
Bjarni Hólm Bjarnason; Þór-
arna Sesselja, f. 1936, maki
Nikulás Már Brynjólfsson, d.
1997; Jón Arnar, f.
1938, d. 1997; Guð-
mundur Þór, f.
1938, d. 2020, maki
Kristlaug Páls-
dóttir; Gísli, f. 1941,
d. 1997, maki Sig-
urlína Sveinsdóttir;
Ólafur Óskar, f.
1943; Nanna Guð-
finna, f. 1945, maki
Karl Jensen Sig-
urðsson, d. 2011;
Sigríður Lilja, f. 1948, maki
Steinþór Hálfdánarson; Arn-
fríður, f. 1951, d. 2017, maki
Stefán Rúnar Jónsson.
Guðný Jóna verður jarð-
sungin frá Norðfjarðarkirkju í
dag, 6. nóvember 2020 kl. 14.
Athöfninni verður streymt á Fa-
cebook-síðu Norðfjarðarkirkju.
Slóð á streymið er:
https://www.facebook.com/
nordfjardarkirkja
Einnig má nálgast virkan
hlekk á:
https://www.mbl.is/andlat
Í dag kveðjum við elsku syst-
ur mína, við höfum fengið að
hafa hana í mörg ár því hún var
að verða níræð þegar hún
kvaddi. Þú varst að verða 15 ára
þegar ég fæddist, það kom mikið
á þig að passa mig og hin systk-
inin. Þegar þú fórst að heiman
þá var svo mikil tilhlökkun alltaf
þegar þú varst að koma heim á
sumrin. Þú varst á hússtjórn-
arskólanum á Laugum 1955-56,
við söknuðum þín mikið þau jól,
við fengum þá öll pakka frá þér
sem þú hafðir saumað eða útbúið
sjálf, þetta voru fallegar gjafir.
Þetta voru fyrstu jólin sem við
fengum pakka frá öðrum en
þeim sem voru heima. Svo liðu
árin og þú varst að vinna í mat-
sölunni á Aðalstræti 12, en Jóna
mín þú komst alltaf heim á
sumrin. Þú saumaðir ferming-
arkjóla á okkur yngri systurnar
þrjár. Svo fór ég suður 17 ára á
leið í hússtjórnarskóla, þú fórst
úr vinnu til að sækja mig með
leigubíl á flugvöllinn. Þá var
hresst upp á sig og við fórum
saman á ball um kvöldið, þú
dreifst mig í kjól af Guðnýju
móðursystur sem þú varst að
vinna hjá. Jóna mín, ég vil þakka
þér fyrir allar þær stundir sem
við bjuggum saman, fyrst í
Sigluvoginum og síðar í Aðal-
stræti 12, þar áttum við góðar
stundir saman. Við sátum fyrir
innan gluggann í Aðalstræti
þegar Gildaskálinn brann. Síðan
áttir þú íbúð í Stórholti, þar sem
þú ætlaðir að vera með menn í
fastafæði um tíma en það gekk
ekki vel því heilsan á þeim tíma
var ekki góð. Svo keyptir þú litla
íbúð í Skaftahlíðinni, þú varst að
hugsa um mig þar 1972, ég var
þá komin að því að eiga dóttur
mína elstu, því ég var ein. Þú
varst svo góð við öll börn og
þeim þótti vænt um þig, Adda
mín elskaði að fara til þín og
vera hjá þér, eins þótti yngri
börnum mínum tveim mjög vænt
um þig.
Ég þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við höfum átt
saman, þú hefur fengið hvíldina.
Þín systir
Nanna.
Guðný Jóna
Hansdóttir Wíum
Okkar ástkæri
KNUD RASMUSSEN,
Lundarbrekku 2,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
27. október.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
Guðrún Fríða Eiríksdóttir
Eiríkur Knudsson
Gunnar Hrafn Knudsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
KJARTAN THEOPHÍLUS ÓLAFSSON
vélfræðingur,
frá Látrum í Aðalvík,
síðar búsettur við Sogsvirkjanir
og á Selfossi,
lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn mánudaginn 2. nóvember.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 6. nóvember
klukkan 11. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstand-
endur viðstaddir en athöfninni verður streymt á facebook.com/
Streymi-á-útför-Kjartans-T-Ólafssonar-100773981848965/
Fjölskyldan þakkar starfsfólki Seltjarnar fyrir nærgætna og góða
umönnun.
Jökull Veigar Kjartansson
Ólafur Helgi Kjartansson Þórdís Jónsdóttir
Skúli Kjartansson Nancy Barish
Hjálmar Kjartansson Guðný Anna Arnþórsdóttir
Bergdís Linda Kjartansdóttir Þórður Kristjánsson
barnabörn og langafabörn