Morgunblaðið - 06.11.2020, Side 34

Morgunblaðið - 06.11.2020, Side 34
FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Atli Sigurjónsson hafnaði í efsta sæti í einkunnagjöf Morgunblaðsins í Pepsí-deild karla í sumar eins og fram kom í blaðinu á þriðjudag. Morgunblaðið hafði samband við Atla og spurði hvort 2020 hafi verið hans besta tímabil í boltanum til þessa? „Já ég held að það sé sanngjarnt að segja það. Ég hef reyndar ekki hugsað mikið út í það en ég hef lík- lega ekki fengið eins mikið hrós og í sumar. Ég hef heldur ekki fengið jafn góða umfjöllun áður. Líklega er þetta því besta tímabilið mitt hingað til,“ sagði Atli þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann segir ekki gott að átta sig á því hvers vegna hann sprakk út í sumar en telur líklegast að hann hafi smám saman bætt sig og hlutverk hans hjá KR hafi stækkað í takti við það. „Til að byrja með náði ég að festa mig í liðinu og það hjálpar auðvitað að ná miklum leikjafjölda í byrj- unarliði. Ég skoraði fleiri mörk í sumar og skilaði stærra framlagi fyrir liðið. Ég breytti ekki miklu en byggði bara ofan á síðasta ár. Hef líklega byggt jafnt og þétt ofan á frammistöðuna síðustu árin. Árið 2018 varð smá breyting því þá fannst mér ég ná að stimpla mig ágætlega inn aftur hjá KR. Í fyrra gekk allt upp hjá liðinu og ég byrjaði oft inni á. Á þessu tímabili gekk meira upp hjá mér en stigasöfnunin var ekki eins mikil hjá liðinu.“ Lagði áherslu á þolið Ef til vill mætti segja að merki- legt sé hversu vel Atli náði sér á strik í sumar í ljósi þess að und- irbúningstímabilið var óvenjulegt vegna kórónuveirunnar. Leikmenn liðanna æfðu hver í sínu horni í margar vikur í samkomubanni og mótið hófst ekki fyrr en í júní. „Í rauninni vorum við bara á æf- ingum hver fyrir sig. Ég var eig- inlega bara í hlaupaskónum og hljóp og hljóp. Ég vissi að ég kunni alveg að sparka í bolta og átti ekki von á að ég myndi gleyma því. Ég keyrði því frekar á hlaupin og þolið en sparkaði varla í bolta. Nú man ég reyndar eftir einu sem ég gerði á árinu til að reyna að bæta mig. Ég æfði skallatækni í samkomubanninu en það var nánast í eina skiptið sem ég var með bolta á þeim tíma. Þá tók ég kærustuna með út á völl og hún dældi boltanum inn á teig og ég skallaði. Það er allt- af hægt að finna einhverja staði til að æfa svona atriði,“ útskýrði Atli og segist hafa þurft að bæta sig sem skallamaður í ljósi þess að hann er með fremstu mönnum á vellinum sem kantmaður í 4-3-3 leikkerfinu. Hann segir ekki hafa verið vanþörf á. „Ég kunni eiginlega bara að skalla þegar einhver sendi fyrir frá hægri. En ég kem sjálfur inn í víta- teiginn frá hægri. Ég held að það hafi þróast þannig þegar ég var yngri og var að leika mér með Ottó vini mínum á Akureyri. Hann sendi fyrir á mig frá hægri og ég sendi fyrir á hann frá vinstri,“ rifjar Atli upp og hlær. Tók tíma að læra nýtt hlutverk Greinarhöfund rámar í að þegar Atli lét að sér kveða í efstu deild með Þór á sínum tíma hafi hann ver- ið á miðjunni. Verið skapandi leik- maður á miðsvæðinu. Með árunum hefur hann verið færður út á kant- inn sem nú skilaði góðum árangri. Þegar þetta er fært í tal þá segir Atli að tekið hafi tíma að ná tökum á nýrri stöðu. „Já klárlega. Ég hafði alltaf verið á miðjunni. Ef eitthvað þá var ég oftar aftarlega á miðjunni. Til dæm- is þegar Þór fór upp um deild á sín- um tíma en svo í efstu deild var ég færður framar. Síðar var ég settur út á kantinn og til að byrja með kunni ég ekki alveg á það. Ég spila stundum eins og miðjumaður á kantinum en er nú farinn að gera meira af því sem kantmaður á að gera á vellinum. Á kantinum er mað- ur eins og hálfgerður framherji og það tók tíma að ná tökum á því.“ Aðhald í Melabúðinni Atli á tvö ár eftir af samningi sín- um við KR og á honum má skilja að hann sé orðinn hálfgerður talsmaður fyrir Vesturbæinn. „Ég verð hjá KR næstu árin. Ég er fluttur í Vesturbæinn og er að reyna að fá fleiri í liðinu til að flytja í hverfið. Ég reyni að selja þeim sem eru í KR en búa ekki í hverfinu þá hugmynd að flytja. Fyrir okkur leik- mennina þá skiptir máli að anda að- eins að sér loftinu hérna og hitta fólkið í Melabúðinni. Ég hef rekið mig á það. Á sumrin rölti ég þrí- hyrninginn eins og ég kalla það. Þá er það sundlaugin, Melabúðin og KR-heimilið. Þá fer ég á röltið og hitti fólk. Fæ þá annaðhvort hrós eða skammir eftir því hvernig geng- ur. Í fyrra fékk ég til dæmis mjög mikið út úr þessu. Mér finnst mjög jákvætt að fá allt þetta pepp og þessi viðbrögð frá fólki sem þykir vænt um KR,“ sagði Atli en margir leikir voru í sumar þar sem stuðn- ingsmennirnir voru víðs fjarri. „Það sást á úrslitunum hjá okkur á heimavelli í ár. Við enduðum í 5. sæti og við skellum ekki skuldinni alfarið á þessa staðreynd en þetta sýnir samt hversu mikilvægir stuðn- ingsmennirnir geta verið fyrir KR.“ Náði tökum á hlutverkinu og blómstraði Ljósmynd/Þórir Tryggvason KR Atli Sigurjónsson unir hag sínum vel í Vesturbænum.  Skallaæfingar með kærustunni í samkomubanni skiluðu mörkum 34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020 Alfreð Gíslason stýrði þýska lands- liðinu til 25:21-sigurs gegn Bosníu í undankeppni EM 2022 í handknatt- leik í Düsseldorf í gær. Bosníumenn leiddu með fjórum mörkum í hálf- leik, 13:9, en það tók Þjóðverja að- eins fimm mínútur að jafna metin í síðari hálfleik og eftir það var leik- urinn eign þýska liðsins. Þetta var fyrsti leikur Þjóðverja undir stjórn Alfreðs sem tók við landsliðinu í febrúar á þessu ári. Þýskaland er með 2 stig í 2. riðli keppninnar, líkt og Austurríki, en Eistland og Bosn- ía eru án stiga. Öruggur sigur í fyrsta leik Alfreðs Ljósmynd/@DHB_Teams Þjálfari Alfreð Gíslason fylgist með leik gædagsins á hliðarlínunni. Anton Sveinn Mckee synti til sigurs í 200 m bringusundi í ISL- mótaröðinni í Búdapest í gærmorg- un. Anton kom í mark á tímanum 2:03.02 en Íslands- og Norður- landamet hans í greininni er 2:01.65. Það met setti hann fyrir fjórum dögum í Búdapest. Sigur Antons tryggði liði hans, Toronto Titans frá Kanada, 12 stig í stigakeppni mótaraðarinnar. Anton syndir 100 metra bringu- sund síðar í dag en síðasta mótið, fyrir undanúrslit stigakeppninnar, fer fram 9. og 10. nóvember. Morgunblaðið/Eggert Fremstur Anton Sveinn McKee er að gera það gott í Búdapest. Fyrstur í mark í UngverjalandiEvrópudeild UEFA A-RIÐILL: Roma – CFR Cluj..................................... 5:0 Young Boys – CSKA Sofía ...................... 3:0  Roma 7 stig, Young Boys 4, Cluj 4,CSKA Sofia 1. B-RIÐILL: Arsenal – Molde ....................................... 4:1  Rúnar Alex Rúnarsson var á vara- mannabekk Arsenal. Rapid Vín – Dundalk................................ 4:3  Arsenal 9 stig, Molde 6, Rapid Vín 3, Dundalk 0. C-RIÐILL: Hapoel Beer Sheva – Bayer Leverkusen 2:4 Slavia Prag – Nice .................................... 3:2  Slavia Prag 6 stig, Bayer Leverkusen 6, Nice 3, Hapoel Beer Sheva 3. D-RIÐILL: Lech Poznan – Standard Liége............... 3:1 Benfica – Rangers .................................... 3:3  Rangers 7 stig, Benfica 7, Lech Poznan 3, Standard Liége 0. E-RIÐILL: PAOK – PSV ............................................ 4:1  Sverrir Ingi Ingason var ónotaður vara- maður hjá PAOK. Omonia Níkósía – Granada...................... 0:2  Granada 7 stig, PAOK 5, PSV 3, Omonia Níkósía 1. F-RIÐILL: Real Sociedad – AZ ................................. 1:0  Albert Guðmundsson lék fyrstu 63. mín- úturnar með AZ. Rijeka – Napolí ......................................... 1:2  AZ Alkmaar 6 stig, Napoli 6, Real Socie- dad 6, Rijeka 0. G-RIÐILL: Leicester City – Braga ............................ 4:1 Zorya Luhansk – AEK Aþena ................ 1:4  Leicester 9 stig, Braga 6, AEK 3, Zorya Luhansk 0. H-RIÐILL: Celtic – Sparta Prag................................. 1:4 AC Milan – Lille ....................................... 0:3  Lille 7 stig, AC Milan 6, Sparta Prag 3, Celtic 1. I-RIÐILL: Sivasspor – Qarabag ................................ 2:0 Villareal – Maccabi Tel Aviv.................... 4:0  Villareal 9 stig, Maccabi Tel Aviv 6, Si- vasspor 3, Qarabag 0. J-RIÐILL: Ludogorets – Tottenham......................... 1:3 Antwerpen – LASK Linz......................... 0:1  Tottenham 6 stig, Antwerpen 6, LASK 6, Ludogorets 0. K-RIÐILL: Feyenoord – CSKA Moskva ................... 3:1  Arnór Sigurðsson lék allan leikinn með CSKA og Hörður Björgvin Magnússon fyrstu 78 mínúturnar. Dinamo Zagreb – Wolfsberger ............... 1:0  Dinamo Zagreb 5 stig, Wolfsberger 4, Feyenoord 4, CSKA 2. L-RIÐILL: Hoffenheim – Slovan Liberec ................. 5:0 Rauða stjarnan – Gent ............................. 2:1  Hoffenheim 9 stig, Rauða stjarnan 6, Slovan Liberec 3, Gent 0. Danmörk Ledöje-Smörum – Bröndby.................... 0:1  Hjörtur Hermannsson var ekki í leik- mannahópi Bröndby. Tyrkland B-deild: Akhisarspor – Etimesgut............ 0:0 4:5 (v)  Elmar Bjarnason kom inn á sem vara- maður hjá Akhisarspor á 78. mínútu.  Undankeppni EM karla 2. RIÐILL: Þýskaland – Bosnía .............................. 25:21  Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands. 3. RIÐILL: Úkraína – Rússland.............................. 27:27 7. RIÐILL: Danmörk – Sviss................................... 31:26 8. RIÐILL: Svíþjóð – Rúmenía................................ 33:30   Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er á leið í KR sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Grétar, sem er 23 ára, kemur til fé- lagsins frá Fjölni þar sem hann lék á nýafstaðinni leiktíð. Miðjumaðurinn skoraði eitt mark í sautján leikjum með Fjölnismönnum í úrvalsdeild- inni, Pepsi Max-deildinni, í sumar en liðið féll úr deildinni í haust ásamt Gróttu. Grétar Snær er uppalinn hjá FH en hann hefur einnig leikið með HK og Víkingi úr Ólafsvík hér á landi. Þá varð hann færeyskur meistari með HB undir stjórn Heim- is Guðjónssonar árið 2018. Grétar á að baki átján leiki fyrir yngri lands- lið Íslands. bjarnih@mbl.is Liðsstyrkur í Vesturbæinn Harry Kane var á skotskónum fyrir Tottenham þegar liðið heimsótti Lu- dogorets í Evrópudeildinni í knatt- spyrnu í Razgrad í Búlgaríu í gær. Framherjinn kom Tottenham yfir strax á 13. mínútu en leiknum lauk með þægilegum 3:1-sigri enska liðs- ins. Kane, sem er 27 ára gamall, hefur leikið með Tottenham allan sinn feril en þetta var mark númer 200 hjá framherjanum í einungis 300 leikjum. Ótrúlegt en satt þá hefur hann nú skorað 100 mörk á útivelli og 100 mörk á heimavelli fyrir Tottenham. Kane skýtur þar með mönnum á borð við Thierry Henry, Alan Shearer og Wayne Rooney ref fyrir rass. Það tók Henry 321 leik að skora 200 mörk fyrir Arsenal og Shearer 380 leiki að skora 200 mörk fyrir Newcastle. Þá tók það Rooney 405 leiki að skora 200 mörk fyrir Manchester United en Sergio Agüero skoraði 200 mörk í 293 leikjum fyrir Manchester City sem verður að teljast frábært afrek. bjarnih@mbl.is AFP Framherji Harry Kane heldur áfram að raða inn mörkunum hjá Tottenham. Harry Kane náði sögulegum áfanga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.