Morgunblaðið - 06.11.2020, Page 35

Morgunblaðið - 06.11.2020, Page 35
Bestu leikmenn liðanna 2020 (22) – fjöldi leikja Samkvæmt -einkunnagjöf Morgunblaðsins Hilmar Árni Halldórsson (17) 11 Haraldur Björnsson (17) 9 Alex Þór Hauksson (16) 8 Heiðar Ægisson (17) 8 Daníel Laxdal (16) 7 Stjarnan 85 Patrick Pedersen (17) 14 Aron Bjarnason (18) 13 Sigurður Egill Lárusson (18) 11 Kristinn Freyr Sigurðsson (17) 10 Lasse Petry (17) 8 Valur 108 Brynjólfur Willumsson (17) 12 Viktor Karl Einarsson (14) 10 Thomas Mikkelsen (16) 9 Höskuldur Gunnlaugsson (18) 9 Kristinn Steindórsson (11) 8 Breiðablik 91 Steven Lennon (18) 15 Þórir Jóhann Helgason (18) 12 Gunnar Nielsen (17) 9 Jónatan Ingi Jónsson (16) 8 Guðmundur Kristjánsson (17) 8 FH 98 Ágúst Eðvald Hlynsson (18) 14 Óttar Magnús Karlsson (14) 7 Davíð Örn Atlason (15) 7 Ingvar Jónsson (15) 6 Erlingur Agnarsson (17) 6 Víkingur 86 Stefán Teitur Þórðarson (17) 14 Tryggvi Hrafn Haraldsson (17) 12 Ísak Snær Þorvaldsson (7) 6 Viktor Jónsson (9) 6 Brynjar Snær Pálsson (17) 6 ÍA 86 Valdimar Þór Ingimundarson (14) 13 Aron Snær Friðriksson (17) 8 Ásgeir Eyþórsson (18) 8 Daði Ólafsson (16) 7 Orri Sveinn Stefánsson (16) 6 Fylkir 83 Birnir Snær Ingason (18) 10 Valgeir Valgeirsson (15) 9 Ásgeir Marteinsson (14) 8 Ívar Örn Jónsson (11) 7 Leifur Andri Leifsson (15) 7 HK 86 Atli Sigurjónsson (17) 15 Kennie Chopart (16) 13 Pablo Punyed (16) 10 Kristinn Jónsson (16) 8 Óskar Örn Hauksson (17) 8 KR 85 Brynjar Ingi Bjarnason (18) 10 Rodrigo Gómez (15) 7 Mikkel Qvist (15) 7 Bjarni Aðalsteinsson (18) 7 Hrannar Björn Steingrímsson (17) 6 KA 71 Grétar Snær Gunnarsson (17) 7 Hans Viktor Guðmundsson (18) 7 Sigurpáll Melberg Pálsson (16) 6 Jóhann Árni Gunnarsson (18) 6 Ingibergur Kort Sigurðsson (12) 5 Fjölnir 63 Karl Friðleifur Gunnarsson (15) 11 Kristófer Orri Pétursson (18) 7 Kristófer Melsted (16) 6 Axel Sigurðarson (14) 5 Ástbjörn Þórðarson (14) 5 Grótta 62 Morgunblaðið birtir hér til hliðar samantekt um þá fimm leikmenn sem flest M fengu hjá liðunum tólf í einkunnagjöf blaðsins í Pepsí Max- deild karla í knattspyrnu í sumar. Árið var óvenjulegt vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiran hafði. Deildin hófst seint og gera þurfti hlé á henni auk þess sem dæmi voru um að leikmenn færu í sóttkví. Efstu menn í M-gjöfinni voru mjög jafnir, hver svo sem skýringin kann að vera á því. Atli Sigurjónsson úr KR og Steven Lennon úr FH fengu báðir 15 M og hafnaði Atli í efsta sæti þar sem hann lék 17 leiki en Lennon 18 leiki. Þar á eftir komu þrír leikmenn með 14 M. Ágúst Eðvald Hlynsson úr Víkingi, Stefán Teitur Þórðarson úr ÍA og Patrick Pedersen sem enn eitt sumarið var atkvæðamikill hjá Val. Fylkismaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson var í baráttunni um sigurinn í M-gjöfinni, ef þannig má að orði komast, þar til hann hleypti heimdraganum og gerðist atvinnu- maður í Noregi. ÍA, HK og Víkingur með 86 Þegar M-fjöldi liðanna er skoð- aður kemur í ljós að Íslandsmeist- ararnir í Val fengu töluvert fleiri en næsta lið. Þeir fengu 108 sinnum M í leikjunum átján. FH-ingar komu næstir með samtals 98 M og Breiða- blik fékk 91 M. ÍA, HK og Víkingur fengu 86 M og fengu því fleiri en leikmenn liða sem höfnuðu ofar á Ís- landsmótinu. Liðin sem þurftu að sætta sig við að falla úr deildinni, Grótta og Fjöln- ir, fengu fæst M. Fjölnir fékk 63 M og Grótta 62 M. Athyglisverð er nið- urstaðan hjá Karli Friðleifi Gunn- arssyni, leikmanni Gróttu. Af 62 M- um hjá Gróttu fékk hann 11 M og það í aðeins 15 leikjum. kris@mbl.is Meistararn- ir fengu flest M Morgunblaðið/Eggert FH Steven Lennon fékk 15 M eins og Atli. Þórir Jóhann Helgason (29) fékk 12 M. Morgunblaðið/Árni Sæberg Valur Á Hlíðarenda virðast menn geta treyst á stöðuga frammistöðu hjá Patrick Pedersen. Morgunblaðið/Eggert Fylkir Valdimar Þór Ingimundarson fékk 13 M í aðeins 14 leikjum áður en hann hélt utan. ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2020 Knattspyrnumaðurinn Einar Karl Ingvarsson hefur yfirgefið Íslands- meistara Vals og gert þriggja ára samning við Stjörnuna. Einar hefur síðustu fimm ár leikið með Val og í þrígang orðið Íslandsmeistari með liðinu og tvívegis bikarmeistari. Miðjumaðurinn átti ekki fast sæti í byrjunarliði Vals á tímabilinu og byrjaði einungis þrjá deildarleiki. Einar á að baki 118 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 11 mörk. Hann er uppalinn hjá FH en hefur einnig leikið með Fjölni og Grindavík á ferlinum. Íslandsmeistari í Garðabæinn Ljósmynd/Stjarnan Miðjumaður Einar Karl Ingvarsson skrifaði undir þriggja ára samning. Andrés Már Jóhannesson, leikja- hæsti leikmaður Fylkis í efstu deild karla í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Andrés, sem er 31 árs gamall, er uppalinn hjá Fylki í Árbænum og hefur leikið með félaginu allan sinn feril, að undanskildum tveimur tímabilum þar sem hann lék með Haugesund í Noregi. Andrés á að baki 191 leik í efstu deild þar sem hann hefur skorað 15 mörk. Þá lék hann einn A-landsleik fyrir Ísland gegn Sam- einuðu arabísku furstadæmunum árið 2016. Skórnir á hilluna í Árbænum Morgunblaðið/Ómar Hættur Andrés Már á að baki 243 meistaraflokksleiki með Fylki.  Knattspyrnuþjálfarinn Kristján Guð- mundsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna og mun þjálfa kvennalið félagsins næstu tvö árin. Kristján tók við Stjörnunni árið 2018 og hefur lokið tveimur tímabilum með lið- inu. „Það er gífurleg ánægja sem ríkir með störf Kristjáns og hlökkum við mikið til þess að fylgjast með þróun liðsins næstu ár. Liðið endaði í 6. sæti í Pepsi-Max deildinni þetta árið og er stefnan sett ofar næstu tímabil, segir í tilkynningu Garðbæinga. Kristján hefur á löngum þjálfaraferli þjálfað lið á borð við karlalið ÍBV, Leikni í Reykjavík, Keflavík, Val, ÍR og Þór á Akureyri.  Íslenska kvennalandsliðið í körfu- knattleik mætir Slóveníu og Búlgaríu í undankeppni EM dagana 12. og 14. nóv- ember næstkomandi en leikirnir fara fram á Krít í Grikklandi. KKÍ sótti um undanþágu frá æfinga- og keppn- isbanni yfirvalda hér á landi svo leik- menn íslenska liðsins gætu æft fyrir leikina mikilvægu. KKÍ sendi frá sér til- kynningu í gær þess efnis að íslensk stjórnvöld hefðu veitt sambandinu und- anþágu fyrir einstaklingsæfingum án þjálfara, frá og með síðasta mið- vikudegi. Liðið mun æfa í Smáranum í Kópavogi áður en það heldur út til Grikklands  Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ís- landsmeistari í golfi, verður á meðal þátttakenda á Saudi Ladies Int- ernational-mótinu, 12.-15. nóvember næstkomandi, en mótið fer fram í Sádi- Arabíu. Mótið er hluti af Evrópumóta- röðinni, þeirri sterkustu í álfunni, en þetta er í fyrsta sinn í sögu mótarað- arinnar þar sem keppt er í Sádi-Arabíu. Gríðarlega sterkir kylfingar á borð við Georgiu Hall, Önnu Nordqvist og Char- ley Hull taka þátt á mótinu, en atvinnu- kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er einnig með keppnisrétt en tekur ekki þátt að þessu sinni vegna meiðsla.  Knattspyrnukonan Mary Vignola er gengin til liðs við Val en þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær. Vignola, sem er 22 ára gömul, kemur til Vals frá Þrótti í Reykjavík þar sem hún sló í gegn í úrvalsdeildinni, Pepsi Max-deildinni, í sumar. Hún skoraði sex mörk í tólf leikjum í deildinni, þrátt fyrir að spila sem vinstri bakvörður, en hún gekk til liðs við Þróttara síðasta sumar frá Tennessee- háskólanum í Bandaríkjunum.  Knattspyrnudeild Þórs á Akureyri og Páll Viðar Gíslason hafa komist að samkomulagi um að Páll láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla. Vill félagið ráða þjálfara í fullt starf við þjálfun liðsins. Þór endaði í fimmta sæti í Lengjudeildinni í sumar, 1. deild. Páll þjálfaði Þór fyrst frá 2006 til 2014 og kom liðinu upp í efstu deild sumarið 2012. Leiðir skildi hjá Páli og Þór árið 2014 og hann tók við Völsungi og síðan Magna áður en hann tók aftur við Þór fyrir síðasta tímabil. „Palli Gísla eins og hann er alltaf kall- aður hefur undanfarið ár og að sjálf- sögðu mun lengur en það unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Það er nánast ógjörningur að þakka honum nægjanlega fyrir allt sitt framlag hingað til fyrir Þór enda Palli einn af mestu Þórsurum sem fyrir finnast,“ segir í tilkynn- ingunni frá Þór. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.