Morgunblaðið - 06.11.2020, Qupperneq 40
PRÓFAÐU ÞÆGINDIN OG
SLÖKUNINA SEM ÞÚ FÆRÐ Í NÝJU
MODULAX HVÍLDARSTÓLUNUM
NÝTT
Á ÍSLANDI
SÆKTU APPIÐ MODULAX OG
SKOÐAÐU HVERNIG STÓLLINN
LÍTUR ÚT Á ÞÍNU HEIMILI.
JAMES
STÓLL MEÐ SKEMLI
verð 149.900
PANDORA
RAFSTILLANLEGUR
verð 219.900
Alla Modulax stóla er hægt að sérpanta sem lyftustóla.
IRIS
RAFSTILLANLEGUR
verð 209.900
MODULAX HVÍLDARSTÓLAR
HÖNNUN OG ÞÆGINDI Á HVERT HEIMILI
ZERO
GRAVITY
ZERO
GRAVITY MODULAX
• 3-mótora hvíldarstóll.
• Handvirk og þægileg
höfuðpúðastilling 42°.
• Innbyggð hleðslu-
rafhlaða. Endist 250
sinnum fyrir alla mótora.
NÝTT!
MODULAX
MARGAR GERÐIR
modulax.be
BALDURSNES 6 – AKUREYRI LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK
KYNNTU ÞÉR VÖRUÚRVALIÐ
OG VERSLAÐU Í RÓLEGHEITUM
Á SVEFNOGHEILSA.IS
FRÍR FLUTNINGUR
UM ALLT LAND
GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ
Hinir árvissu jólatónleikar Björgvins Halldórssonar,
Jólagestir Björgvins, munu fara fram í Borgarleikhús-
inu í ár og verða sýndir í beinni útsendingu 19. desem-
ber kl. 20. Tónleikarnir verða aðgengilegir í gegnum
myndlykla Vodafone og Sjónvarps Símans fyrir þá sem
vilja horfa á tónleikana í sjónvarpi og verður einnig
hægt að kaupa streymi hjá Tix.is og horfa á tónleikana í
tölvu eða snjalltækjum en nánari upplýsingar um miða-
sölu og tæknileg atriði verða kynnt á
næstu dögum.
Jólagestir láta ekki sitt eftir liggja á
krefjandi tímum Margir þekktir söngv-
arar munu koma fram á tónleikunum
og fjöldi hljóðfæraleikara, bæði í stór-
sveit og strengjasveit, og þrír kórar;
Reykjavík Gospel Company,
Karlakórinn Fóstbræður og
Barnakór Kársnesskóla og
dansarar úr Dansskóla
Sigurðar Hákonarsonar
munu einnig koma fram.
Jólagestir Björgvins í beinni frá
Borgarleikhúsinu 19. desember
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 311. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Í rauninni vorum við bara á æfingum hver fyrir sig. Ég
var eiginlega bara í hlaupaskónum og hljóp og hljóp. Ég
vissi að ég kunni alveg að sparka í bolta og átti ekki von
á að ég myndi gleyma því. Ég keyrði því frekar á hlaupin
og þolið en sparkaði varla í bolta. Ég æfði skallatækni í
samkomubanninu en það var nánast í eina skiptið sem
ég var með bolta á þeim tíma,“ segir Atli Sigurjónsson,
leikmaður KR, meðal annars um undirbúninginn síð-
asta vor í viðtali í blaðinu í dag. Atli varð hæstur í ein-
kunnagjöf blaðsins í sumar. »35
Atli hljóp og hljóp í samkomu-
banninu en sparkaði lítið í bolta
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Langisandur á Akranesi hefur kom-
ið sér vel vegna ýmissa athafna og á
svæðinu skammt frá Höfða hjúkr-
unar- og dvalarheimili sýnir Frið-
þjófur Helgason nú 20 nýlegar ljós-
myndir af mannlífinu á Skaganum.
„Svona er Akranes“ er fyrsta ljós-
myndasýningin við Langasand og
verður hún á svæðinu til áramóta.
Hún er hluti Vökudaga, sem hafa
staðið yfir síðan fyrir helgi og lýkur
á sunnudag.
Lista- og menningarhátíðin Vöku-
dagar hefur verið haldin árlega á
Akranesi á haustdögum síðan 2002.
Ella María Gunnarsdóttir, for-
stöðumaður menningar- og safna-
mála Akraneskaupstaðar, er helsti
skipuleggjandi hátíðarinnar og valdi
sýningarsvæðið fyrir ljósmyndir
Friðþjófs.
Samkomutakmarkanir vegna kór-
ónuveirufaraldursins hafa sett
skipuleggjendum ákveðnar skorður,
en þeir hafa aðlagað sig breyttum
aðstæðum og hugsað út fyrir boxið.
Myndlistarsýningar eru til dæmis í
gluggum fyrirtækja og á facebook
og ljósmyndasýningar í gluggum.
„Vegna faraldursins er ekki gott að
vera með sýningu í lokuðum sal, en
hérna fyrir ofan Langasand er nóg
pláss og fólk notfærir sér það að
skoða myndirnar um leið og það fer í
göngutúr um svæðið,“ segir Frið-
þjófur.
Fimmta bókin um Akranes
Friðþjófur hefur verið afkasta-
mikill ljósmyndari og kvikmynda-
tökumaður. „Til stóð að gefa út bók
með ljósmyndum eftir mig frá Akra-
nesi í haust og kynna hana á Vöku-
dögum en útgáfan frestast um ár og
því má segja að sýningin sé kynning
á bókinni,“ útskýrir hann.
Þetta verður fimmta ljósmynda-
bók Friðþjófs um Akranes. Bragi
Þórðarson í Hörpuútgáfunni gaf út
fyrstu tvær bækurnar. Vaxandi bær
á Vesturlandi kom út 1985 og Saga
og samtíð 1998. Kristján Kristjáns-
son, sem átti Uppheima á sínum
tíma, er útgefandi nýju bókarinnar,
en hann gaf út Akranes við upphaf
nýrrar aldar 2007 og Akranes milli
fjalls og fjöru 2012. „Akrafjallið er
alltaf á sínum stað en Sementsverk-
smiðjan, sem var á forsíðu fyrstu
bókarinnar, er farin og mannlífið
breytist jafnt og þétt,“ segir Frið-
þjófur, en 200 til 300 myndir eru í
hverri bók.
„Myndirnar hitta á einhverja
taug, því þær sýna Akranes, þetta er
Akranes,“ segir Haraldur Stur-
laugsson, en hann og Friðþjófur
hafa undanfarna mánuði unnið að
því að setja upp í Akraneshöllinni
varanlega ljósmyndasýningu með
skýringartextum um íþróttalíf á
Akranesi. Sýningin er að stofni til
önnur sýning, „Íþróttir í 100 ár“,
sem þeir útbjuggu í tilefni 100 ára
afmælis Ungmennafélagsins á Akra-
nesi fyrir áratug. Uppsetningin hef-
ur frestast vegna kórónuveirufarald-
ursins, en Friðþjófur segir að verkin
séu nánast tilbúin og sýningin verði
væntanlega fljótlega að veruleika.
„Þetta er allt að smella.“
Ljósmynd/Hilmar Sigvaldason
Vökudagar Ella María Gunnarsdóttir og Friðþjófur Helgason við ljósmyndasýninguna við Langasand.
„Svona er Akranes“
Friðþjófur með fyrstu ljósmyndasýninguna við Langasand