Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020
markaðir standa að baki síðunni, en
fyrirtækið hefur sömuleiðis haldið
fjölda hefðbundinna markaða síðustu
ár. Engir slíkir viðburðir hafa þó ver-
ið á dagskrá í ár sökum ástandsins.
Eyrún Anna Tryggvadóttir, einn eig-
enda POP-markaða, segir að tugþús-
undir Íslendinga hafi nýtt vefinn á
Degi einhleypra.
„Við erum að vona að þetta verði á
bilinu 60 til 100 þúsund manns sem
fara inn á heimapopup.is. Þetta er
miklu meiri umferð en í fyrra, við
finnum að þetta er algjörlega tímabil-
ið til að kaupa inn. Fólk vill gera
kaupin á netinu í stað þess að vera að
fara í verslanir þar sem eru miklar
takmarkanir,“ segir Eyrún og bætir
við að fyrirtækjum hafi haldið áfram
að fjölga á síðunni í gær. Þá hafi mikil
umferð verið á vefnum strax eftir
miðnætti í gær. „Það eru einhvern
veginn allir að taka þátt í þessu. Við
vorum enn að taka við umsóknum frá
fyrirtækjum á deginum sjálfum.
Þetta er góð yfirlitssíða þar sem fólk
getur séð afslættina og hverjir taka
þátt í átakinu.“
Spurð hvort margir nýti tækifærið
til að klára jólagjafakaup í gegnum
vefinn kveður Eyrún já við. Þá hafi
mikið selst af leikföngum og heim-
ilistækjum. „Það er auðvitað enginn
að fara utan til að klára jólagafirnar.
Það eru því kostir og gallar við þetta
ástand fyrir verslanir.“
leiðis einkar heppilegur til að para
saman einhleypa einstaklinga í Kína.
Netsala á Degi einhleypra nemur nú
mörg hundruð milljörðum króna á
heimsvísu.
Dagurinn hefur fest sig betur í
sessi hér á landi síðustu ár. Að-
spurður segir Guðmundur að ljóst sé
að fólk nýti góð kjör til að klára jóla-
gjafakaup. „Við sjáum rosalega mikið
fara af raftækjum og svo fara leik-
föng líka mikið. Það kemur sömuleið-
is á óvart hversu mikið fer af bókum.
Þær seljast í bílförmum. Það eru
margir að nýta tækifærið og kaupa
jólagjafir.“
Salan fór af stað á miðnætti
Á þriðja hundrað verslana tóku
þátt í Degi einhleypra í gegnum vef-
síðuna heimapopup.is í gær. Um er að
ræða síðu þar sem hægt er að nálgast
tilboð fjölda verslana, er síðan þar af
leiðandi eins konar yfirlitssíða. POP-
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Dagur einhleypra eða „Singles day“
var haldinn hátíðlegur hér á landi í
gær. Gríðarlegur fjöldi landsmanna
tók þátt í fjörinu, en um er að ræða
stærsta netsöludag heims. Guð-
mundur Magnason, framkvæmda-
stjóri Heimkaupa, segir að salan í ár
sé umtalsvert meiri en í fyrra. Þá sé
Dagur einhleypra nú orðinn lang-
stærsti netsöludagur ársins. „Okkur
grunaði að þeir sem hafa verið að
kaupa dagvöruna hjá okkur í faraldr-
inum myndu færa sig yfir í sérvöruna
þegar nær drægi jólum. Það er að
raungerast en auk þess erum við að
fá inn gríðarlegt magn af nýjum
kúnnum. Þetta er langstærsti dagur
ársins,“ segir Guðmundur sem ráð-
gerir að veltan í gær hafi hlaupið á
um hundrað milljónum króna. „Ég
held að ég geti fullyrt að við verðum
fyrir norðan hundrað milljónir
króna.“
Margir að kaupa jólagjafir
Dagur einhleypra á rætur að rekja
til tíunda áratugar síðustu aldar í
Kína. Dagurinn var þá tileinkaður
einhleypum einstaklingum, sem vildu
gera vel við sig og gefa sjálfum sér
gjafir. Frá þeim tíma hefur dagurinn
þróast yfir í að verða stærsti netsölu-
dagur heims. Þá þykir hann nú sömu-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Álag Gríðarlegt álag var á starfsfólki Heimkaupa í gær. Ráðgert er að veltan hafi verið um 100 milljónir króna.
Tugþúsundir tóku
þátt í Degi einhleypra
Mikil aukning milli ára Heimkaup veltu 100 milljónum
Guðmundur
Magnason
Eyrún Anna
Tryggvadóttir
Fjölskyldubingó mbl.is verður haldið í þriðja sinn í kvöld og hefst kl. 19 á
mbl.is og rás 9 í Sjónvarpi Símans. Stjórnendur sem fyrr eru Siggi Gunnars
og Eva Ruza. Tugþúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í bingóinu og í síðustu
viku flugu vinningarnir út, heildarverðmæti þeirra var um 600 þúsund krón-
ur. Okkar ástkæri söngvari Páll Óskar sá um að halda uppi stuðinu sem aldr-
ei fyrr.
Í kvöld kl. 19 verður blásið til áframhaldandi veislu en það er enginn annar
en Jón Jónsson sem ætlar að mæta í stúdíóið og syngja fyrir þátttakendur
bingósins.
„Ásóknin í bingóið í síðustu viku var gríðarlega
mikil og fundum við allhressilega fyrir því. En við
mætum til leiks í kvöld ennþá öflugri og með
margfalt fleiri vinninga svo fleiri fái að njóta,“
segir bingóstjórinn Siggi Gunnars. Heildar-
verðmæti vinninga kvöldsins er yfir 1,7 milljónir
króna og þátttaka er sem áður takmörkuð. Því
er mikilvægt að tryggja sér bingóspjald
sem allra fyrst. Allar
upplýsingar um
þátttöku og útsend-
ingu má finna með
því að fara á bingó-
síðuna
www.mbl.is/
bingo.
Fjölskyldubingó
á mbl.is í kvöld
Verðmæti vinninga yfir 1,7 milljónir
Bingó
Siggi
Gunn-
ars
og Jón
Jónsson
sjá um
fjörið í
kvöld.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Ríkisstjórnarflokkarnir ræða nú sín í
millum nýjar leiðir til þess að styrkja
rekstrarumhverfi fjölmiðla, en sem
kunnugt er hefur reynst erfitt að
þoka frumvarpi menningarmála-
ráðherra um fjölmiðlastyrki í gegnum
þingið. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er helst horft til þeirrar
lausnar, að í stað beinna styrkja til
einkarekinna fjölmiðla verði skatt-
kerfið notað til þess að skjóta styrkari
stoðum undir rekstrarumhverfi fjöl-
miðlanna í svipuðum mæli og í fyrra
frumvarpi.
Þingmenn, sem Morgunblaðið
ræddi við í gær, vörðust flestir allra
frétta, enda viðræður milli fulltrúa
stjórnarflokkanna á viðkvæmu stigi.
Þeir voru þó nokkuð bjartsýnir á að
með þessu móti mætti ná þeirri sam-
stöðu stjórnarflokkanna um málið,
sem skort hefði til þessa, en hug-
myndir um styrkjakerfi hafa staðið
mjög í þingflokki sjálfstæðismanna,
svo mjög að útilokað var að málið hlyti
afgreiðslu.
Með þessu móti væri hins vegar um
skattkerfisaðgerð að ræða, sem ekki
kallaði á sams konar íhlutun og eftirlit
hins opinbera með fjölmiðlum og
styrkjakerfið gerði ráð fyrir. Um leið
myndu umsvif eða eðli fjölmiðla ekki
skipta máli, þeir nytu breytingarinn-
ar allir jafnt, stórir miðlar sem smáir.
Margt er þó enn ófrágengið í þess-
um efnum og áherslumunur með
fulltrúum stjórnarflokkanna um ýmis
smáatriði, áður en unnt er að leggja
tilbúið mál fyrir þingflokka og ríkis-
stjórn.
Þar á meðal eru umsvif Ríkis-
útvarpsins á fjölmiðlamarkaði, sem
eru sjálfstæðismönnum þyrnir í aug-
um, en þeirra sjónarmiða mun þó
gæta víðar. Ekki er talinn munu vinn-
ast tími til stórfelldra breytinga að því
leyti, en rætt um táknræn fyrstu
skref.
Nýtt fjölmiðlafrumvarp í bígerð
Hugmyndir um styrkjakerfi einkarekinna fjölmiðla lagðar á hilluna Rætt um að beita skattkerfinu
til þess að bæta rekstrarumhverfi miðlanna Umsvif Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði enn órædd
Morgunblaðið/Eggert
Fjölmiðlar Ríkisstjórnarflokkarnir reyna nýja nálgun til að styðja fjölmiðla.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
auglýsir eftir umsóknum um styrki á
málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs og
landbúnaðarráðherra.
Styrkirnir eru ætlaðir til verkefna sem efla
atvinnulíf og nýsköpun.
Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2020.
Umsóknir berist rafrænt í gegnum
eyðublaðavef Stjórnarráðsins.
Allar nánari upplýsingar á anr.is
Styrkir til verkefna
og viðburða