Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 10

Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 Þegar frost er á fróni Þinn dagur, þín áskorun Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fiskeldi Austfjarða hefur fengið líf- ræna vottun samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins. Tryggir þetta fyrirtækinu eftirsóttan markað fyrir hágæða laxaafurðir í Evrópu. Aðeins fjögur önnur fyrirtæki í heiminum standast þessa vottun enda gilda um hana afar ströng skilyrði, að sögn Jónatans Þórðarsonar, þróunar- stjóra Fiskeldis Austfjarða. Þannig má ekki nota lyf eða önnur efni og að- eins hágæða fóður og aðrar vistvænar aðferðir við eldi laxins. Sem dæmi má nefna að litarefni fóðursins er fram- leitt úr brúnþörungum og er það jafn- framt afar öflugt andoxunarefni úr náttúrunni. Raunar eru öll hráefni í fóðrið lífrænt vottuð. Jónatan segir að vissulega sé meiru til kostað en í hefð- bundnu sjókvíaeldi en á móti fáist mun hærra verð fyrir afurðirnar. Allt selt fyrirfram Fiskeldi Austfjarða selur megnið af framleiðslu sinni til verslana Whole Foods-sælkerakeðjunnar í Banda- ríkjunum. Það er gert með samning- um til langs tíma þar sem verðið er ákveðið fyrirfram. Tekur söluverðið því ekki þeim miklu sveiflum sem ver- ið hafa á heimsmarkaðsverði á laxi undanfarin misseri. Jónatan segir að kröfur í lífrænni vottun ESB séu svip- aðar og þær kröfur sem Whole Foods gerir en þó ekki eins. Segir hann að vottunin skapi tækifæri fyrir fyrir- tækið í Evrópu og víkki þannig mark- aðssvæðið út. Þar sem svo lítið fram- boð sé á lífrænt vottuðum laxaafurðum og varan eftirsótt vegna gæðanna sé hægt að selja laxinn fyr- irfram á góðu verði. Það hafi þegar verið gert, bæði til Evrópu og Japan, auk Bandaríkjanna. Vottunin nær til sjókvíaeldis Fisk- eldis Austfjarða í Berufirði og Fá- skrúðsfirði og seiðastöðvarinnar Rif- óss í Kelduhverfi. Fá lífræna vottun á lax  Eitt af fjórum fyrirtækjum í heimi með vottun ESB Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Fáskrúðsfjörður Lífræn vottun fyrir laxeldi Fiskeldis Austfjarða í sjókvíum á Austfjörðum skapar fyrirtækinu ný sóknarfæri á markaði í Evrópu. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Unnið er að því þessa dagana að kanna hvort unnt er að leigja viðbót- arhúsnæði fyrir kennslu framhalds- skólanna svo fleiri nemendum verði gert kleift að stunda nám í staðnámi. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra vakti máls á þessu í grein í Morgunblaðinu fyrr í vikunni og sagði að verið væri að kanna hvort viðbótar- húsnæði, s.s. ráð- stefnusalir, kvik- myndahús og íþróttahús sem hafa staðið tóm, gætu nýst skól- unum svo ung- mennin lokist ekki inni í herbergjum sínum út veturinn. Spurð um viðbrögð við þessum hugmyndum sagði Lilja í samtali við Morgunblaðið í gær að margir hefðu sett sig í samband við sig vegna málsins. „Það er auðvitað skólanna að skipuleggja skólastarfið og þau vita að þessi valmöguleiki er fyrir hendi,“ segir hún. Leita allra leiða „Ég vil að sjálfsögðu koma unga fólkinu okkar í skólana sem fyrst. Við erum að leita allra leiða til þess að gera það í samvinnu við rektora og skólameistara og hvernig við get- um aukið staðnámið. Við höfum lagt okkur eins mikið fram og við höfum getað miðað við þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu. Við höfum verið að skoða mögu- leika á að fá viðbótarhúsnæði og ég hef beðið skólameistara og rektora að láta mig vita hvernig það kæmi út og hvort þeir gætu þá verið með fleiri nemendur í staðnámi,“ segir Lilja. Öllum möguleikum sé velt upp til að geta boðið upp á meira staðnám en hún bendir á að tekist hafi að halda verknámi og listnámi gang- andi í mörgum skólum við þessar að- stæður. Biskup Íslands hefur hvatt sóknir kirkjunnar til að bjóða fram safn- aðarheimili undir skólastarf. Spurð um þetta segir Lilja að þessu hafi verið komið til skila. Þetta sé já- kvæður kostur þar sem safnaðar- heimili eru í öllum hverfum því mik- ilvægt sé að viðbótarhúsnæði sé í grennd við skólana. Hafa staðið sig frábærlega Lilja segir að skólar á öllum skóla- stigum hafi staðið sig afskaplega vel allt frá því að veirufaraldurinn braust út. „Kennslu hefur auðvitað verið haldið uppi og við erum eitt fárra ríkja sem hafa haldið leik- og grunnskólum gangandi allan tímann í ferlinu. Skólastjórnendur, kenn- arar og nemendur hafa staðið sig frábærlega í þessu,“ segir Lilja. Hún bendir á að mælingar í fram- haldsskólunum sýni að brotthvarf sé minna en oft áður og segir að verk- efnaskil og undirbúningur prófa gangi vel. „Ég sem menntamála- ráðherra vil auðvitað að við séum með sem mest staðnám en við höfum gert umgjörðina þannig úr garði að við erum að tryggja nám,“ segir hún og bætir við að öllum sé ljóst að nemendur vilji líka komast í skólann og hitta félaga sína. Aðlaga að ólíkum aðstæðum Komið hefur fram að mikil óánægja er meðal nemenda með framkvæmd lokaprófa í mörgum framhalds- og háskólum og segja þeir að mikil þörf sé á meiri sveigj- anleika. Spurð um þetta segir Lilja að ráðuneytið hafi sett sig inn í þetta mál varðandi breytingar á náms- mati. „Við þurfum að sýna sveigj- anleika og geta aðlagað okkur að þessum ólíku aðstæðum og það er verið að gera það. Við byrjum vinnu við það mjög fljótlega. Námsmat er mismunandi eftir háskólum og líka í framhaldsskólum og það er verið að færa þetta meira í heimapróf og heimaverkefni,“ segir hún. Lilja ítrekar að samstarfið við skólasamfélagið, háskóla, fram- haldsskóla og grunn- og leikskóla hafi verið mjög gott. „Við þurfum að fara í gegnum þetta saman og við ætlum að gera það,“ segir hún. Hvetja skóla til að hafa samband Biskupsstofa hefur fengið upplýs- ingar um þrjár kirkjur sem hafa boðið safnaðarheimili sín undir skólastarf en þær eru Víðistaða- kirkja, Grafarvogskirkja og Lága- fellskirkja. „Vafalaust hafa fleiri kirkjur gert það líka þó svo við höf- um ekki beina vitneskju um það. Svo óskaði Klettaskóli eftir að fá að nota safnaðarheimili Háteigskirkju. Ekki hefur orðið af skólastarfi í þessum safnaðarheimilum enn sem komið er. En þessum skólum stendur það til boða,“ segir í skriflegu svari Pét- urs G. Markan, samskiptastjóra Biskupsstofu, við fyrirspurn blaðs- ins. Samkvæmt upplýsingum Péturs býðst öllum skólum að nota safn- aðarheimilin þar sem hægt er að koma því við. „Við hvetjum því skólana ekki síð- ur til að hafa samband ef sóknar- kirkjan getur aðstoðað eða létt undir starfinu á þessum tímum. Þjóð- kirkjan er kirkja fólksins og er hluti af viðbragði samfélagsins sem glímir við krefjandi tíma,“ segir hann. „Þurfum að sýna sveigjanleika“  Geti leigt viðbótarhúsnæði fyrir skóla  Breytingar á námsmati og mögu- leikar á heimaprófum eru til skoðunar  Safnaðarheimili standa til boða Morgunblaðið/Eggert Nám Nemendur í sjónlist í Borgarholtsskóla. Boðið hefur verið upp á verk- legt nám með staðkennslu í skólum en gæta þarf að sóttvarnaráðstöfunum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Hlutfall nýnema í framhaldsskólum landsins sem hófu nám í starfsnámi í haust jókst lítillega frá síðasta ári. Karlkyns nemendur sækja fremur í starfsnám en kvenkyns og eru 66% allra nemenda í starfsnámi fram- haldsskólanna en kvenkyns nem- endur eru 34%. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri samantekt Menntamála- stofnunar um val og innritun nýnema framhaldsskólanna og samsetningu nemendahópsins í 34 framhalds- skólum á yfirstandandi haustönn. Þar kemur einnig fram að ásókn í starfsnám eykst verulega með hækkandi aldri. Segir í samantekt- inni að það kunni að benda til þess að nokkur hluti nemenda hafi ekki unað sér á þeirri námsleið sem valin var í upphafi og fært sig yfir í starfs- nám síðar. Ef eingöngu er litið á þann hóp framhaldsskólanemenda sem eru orðnir 25 ára eða eldri þá eru lang- flestir þeirra eða 73,6% í starfsnámi. Hlutfallið meðal 17-18 ára sem eru í starfsnámi í framhaldsskólum er hins vegar 16,1%. Alls innrituðust 4.226 nýnemar í framhaldsskólana í haust eða sem samsvarar nærri 94% þeirra sem fæddir eru á árinu 2004. 72,2% voru innrituð í almennt bóknám, en 15,2% fóru í starfsnám og 12,6% í undirbún- ingsnám í haust. Alls voru 22.644 nemendur í fram- haldsskólum 1. október sl. Langflestir eru skráðir á stúdents- brautir, flestir á náttúrufræðibraut og félagsfræðibraut en meðal starfs- námsgreina eru húsasmíði og raf- virkjun fjölmennastar. Í starfs- nám með hærri aldri  66% nema í starfs- námi eru karlkyns

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.