Morgunblaðið - 12.11.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020
Enn verður bið á útkomu skýrslu
starfshóps sem samgönguráðherra
skipaði í sumar til að endurmeta
áætlanir um Sundabraut.
Vegagerðin leiðir starfið og stóð
til að skýrsla starfshópsins yrði
tilbúin í ágúst sl. Vinnan fór síðar af
stað en ætlað var vegna Covid og því
var skilum frestað fram í lok októ-
ber, upplýsir G. Pétur Matthíasson,
upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.
Síðan var ákveðið að leggja í frek-
ari vinnu með umferðarspár og arð-
semisgreiningar og því er búið að
fresta útkomu skýrslunnar fram í
lok nóvember. Það á svo eftir að
koma í ljós hvort sú áætlun stenst,
en vinnan gengur ágætlega hjá
starfshópnum að sögn G. Péturs.
Verkefni starfshóps ráðherra er
að endurmeta þá tvo kosti sem
starfshópur um Sundabraut á veg-
um ríkisins og Samtaka sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)
taldi fýsilegasta í skýrslu sinni sem
kynnt var í júlí í fyrra. Það eru jarð-
göng yfir í Gufunes og lágbrú sem
þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík.
Hópurinn á að gera tillögu að fram-
tíðarlausn sem fest yrði í skipulagi.
Í hópnum eru: Guðmundur Valur
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
þróunarsviðs Vegagerðarinnar,
Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri
höfuðborgarsvæðis Vegagerðarinn-
ar, Þorsteinn R. Hermannsson,
samgöngustjóri Reykjavíkurborgar,
Jón Kjartan Ágústsson, svæðis-
skipulagsstjóri höfuðborgarsvæðis-
ins, og Gísli Gíslason, fyrrverandi
hafnarstjóri Faxaflóahafna.
sisi@mbl.is
Sundabrautar-
skýrslan frestast
Morgunblaðið/Hallur Már
Landtaka Sundabrautin þverar Kleppsvík milli Gufuness og Sundahafnar.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nokkurrar óánægju gætir meðal
íbúa á norðanverðum Vestfjörðum
yfir strjálum flugferðum Air Iceland
Connect til og frá Ísafirði. Þegar
best lét fyrir nokkrum árum var fé-
lagið garnan með tvær ferðir á dag á
Ísafjarðarleiðinni, það er að morgni
og síðdegis. Vegna minni eftir-
spurnar hefur fé-
lagið fækkað
ferðum og í líð-
andi viku eru þær
aðeins fjórar; það
er sunnudag,
mánudag, mið-
vikudag og föstu-
dag. „Auðvitað
vildum við ekkert
frekar en vera
með stöðugar
ferðir hér á milli,
en veruleikinn býður ekki upp á
slíkt,“ segir Þorlákur Ragnarsson,
stöðvarstjóri flugfélagsins á Ísafirði.
Góð reynsla af Loftbrú
„Ferðaþjónustan er alveg í lá-
deyðu, atvinnulífið í hægagangi og
fólk er hvatt til þess að ferðast helst
ekki milli landshluta. Auðvitað sér
þessa stað í farþegatölum. Hingað
vestur er flogið á Bombardier Q200-
vélum sem taka 37 farþega og síð-
ustu vikurnar hefur sætanýtingin
verið mjög lítil. Af sjálfu sér leiðir þá
að við fækkum ferðum, þó líka sé
horft til samfélagslegrar ábyrgðar
með því að halda uppi lágmarksþjón-
ustu. Kjarni málsins er sá að flugið á
þessari leið nýtur ekki ríkisstyrkja
og reksturinn verður að bera sig,“
segir Þorlákur.
Snemma í haust kynntu stjórn-
völd Loftbrúna svonefndu, en skv.
henni býðst fólki á Vestfjörðum,
Norður- og Austurlandi 40% af-
sláttur af heildarfargjaldi fyrir allt
að 6 flugleggi á ári. Reynslan þarna
er góð, að sögn Þorláks. Fólk var að-
eins að taka við sér við að nota Loft-
brúna þegar þriðja bylgja kórónu-
veirusmitanna fór af stað. Vonandi
komist það aftur af stað þegar veir-
an gefur eftir.
Þurfa fyrirsjáanleika í flugi
Um miðjan apríl sl. þegar fyrsta
bylgja veirusmitanna gekk yfir
sömdu stjórnvöld við Air Iceland
Connect um reglulegar ferðir til Ísa-
fjarðar og Egilsstaða. Slíkt bakslag
var í farþegafjölda þá að flugið hefði
lagst af, hefði ríkisstuðningur ekki
komið til. Samningurinn var til
skamms tíma og hefur ekki verið
endurnýjaður eins og þörf er á að
mati Höllu Signýjar Kristjáns-
dóttur, þingmanns Framsóknar-
flokksins í Norðvesturkjördæmi.
„Við Vestfirðingar þurfum fyrir-
sjáanleika í flugsamgöngum, sem við
erum mjög háð meðal annars með
tilliti til heilbrigðisþjónustunnar. Þá
gengur ekki að aðeins sé flogið eftir
efnum og aðstæðum. Fólk ekur þá
frekar á milli þurfi að sækja eitthvað
til Reykjavíkur,“ segir þingmað-
urinn og ennfremur: „Einnig má
benda á að sýni vegna kórónuveir-
unnar sem tekin eru á Vestfjörðum
eru send suður til greiningar og þeg-
ar kemur nokkurra daga eyða í flug-
ið verður bið fólks sem er í sóttkví
alltaf talsvert lengri en ella væri. Til
þessa og margs annars þarf að horfa
hér vestra þar sem samöngur eru
oftar en ekki mál málanna.“
Hægt hefur á öllu
Bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ
fylgjast vel með stöðu mála í fluginu.
„Að ferðum sé fækkað meðan farald-
urinn gengur yfir er mjög skiljan-
legt. Vel er greinanlegt hvernig
hægir á öllu þegar fólk er bók-
staflega hvatt til þess að vera sem
minnst á ferð,“ segir Daníel Jak-
obsson, formaður bæjarráðs og hót-
elstjóri á Ísafirði. „Flugið er öllu hér
í bæ afar mikilvægt og ég trúi að
ferðum hingað verði fjölgað aftur
um leið og aðstæður leyfa slíkt.“
Fáar flugferðir og
fólk vestra er ósátt
Ísafjörður fjórum sinnum í viku Ríkið veiti stuðning
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ísafjarðarflug Vélin afísuð. Samgöngur eru alltaf mál málanna vestra. Halla Signý
Kristjánsdóttir
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir
hluta Laugavegar, milli Klapp-
arstígs og Frakkastígs, hefur verið
auglýst og er athugasemdafrestur til
11. desember nk. Í tillögunni felst að
hluti Laugavegar og Vatnsstígs
verður gerður að varanlegum
göngugötum og samhliða því er unn-
ið að hönnun ýmissa lausna til að
bæta götuna og umhverfið. Gert er
ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð,
hellur, gróður, götugögn og lýsingu.
Samþykkt var í borgarstjórn
Reykjavíkur 4.september 2018 að
fela umhverfis- og skipulagssviði að
útfæra Laugaveg og Bankastræti
sem göngugötur allt árið, ásamt
þeim götum í Kvosinni sem koma til
greina sem göngugötur.
Í kynningargögnum með tillög-
unni segir að Laugavegurinn sé
helsta verslunargata Reykjavíkur
frá fornu fari og hafi vegna sögu og
starfsemi mikið aðdráttarafl fyrir
gesti og gangandi bæði innlenda og
erlenda. Með umbreytingu og end-
urhönnun Laugavegar sé markmiðið
að gæða götuna enn meira lífi með
því að veita gangandi og hjólandi
vegfarendum aukið rými í henni frá
því sem nú er. Í dag sé lítið samræmi
á heildaryfirbragði götunnar og um-
hverfi hennar. Laugavegurinn beri
þess merki að vera unninn af mörg-
um hönnuðum á mismunandi tímum
svo ákveðinn heildarblæ skorti.
Með fyrirhuguðum endurbótum á
Laugaveginum gefist nú tækifæri til
að skapa nýtt heildaryfirbragð göt-
unnar.
Samhliða verði unnið að hönnun
ýmissa lausna til að bæta götuna og
umhverfið. Má þar nefna aðgangs-
stýringar, kantalaust yfirborð, bætt
aðgengi, leiðarlínur og aðgengi inn í
verslanir, dvalarsvæði og götugögn,
lýsingu og fjölgun bílastæða fyrir
hreyfihamlaða í aðliggjandi hliðar-
götum.Gert er ráð fyrir að endur-
nýja allt yfirborð, hellur (götugólf),
gróður, götugögn og götulýsingu.
„Allt yfirborð og götugögn skulu
valin af kostgæfni og þannig að
göturýmið sómi sér vel sem göngu-
svæði í miðborg. Lýsing skal vera
þægileg, listræn, stuðla að öryggis-
tilfinningu og vera án glýju eða til
óþæginda á efri hæðum bygginga.
Götugólf skal mynda heilsteypt og
rólegt yfirborð fyrir bætt aðgengi
allra,“ segir í kynningargögnunum.
Tillöguna má nálgast á vefnum
www.reykjavik.is, skipulag í kynn-
ingu. Eru þeir sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta hvattir til að
kynna sér tillöguna. Ábendingum og
athugasemdum við tillöguna skal
skila skriflega til skipulagsfulltrúa
eigi síðar en 11. desember 2020.
Morgunblaðið/Eggert
Laugavegur Gatan verður lagfærð og verður síðan göngugata allt árið.
Laugavegurinn
endurnýjaður
Vilja gæða götuna enn meira lífi