Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS
R
Heico lampar
sveppur 9.900,-
kanína 11.900,-
OYOY Tuskudýr
mörgæs / ljón – 6.390,-
OYOYmatarsett
ljón 3.590,-
OYOY Rúdolf
7.190,-
OYOY nagdót frá 2.290,-
Kay Bojesen
sængurverasett
8.490,-
Kay Bojesen
jólasveinn / jólasveinka
12.590,- stk
Moomin
matarsett
6.900,-
Design Letters
barnahnífapör
4.690,- 4stk
Kartell
barnastóll
15.900,-
Klippan
barnasvunta
3.990,-
Jólalukkutröll
frá 5.590,-
FY IR SMÁFÓLKIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Sænska fasteignaráðgjafarfyrirtæk-
ið Croisette Real Estate Partner
mun opna skrifstofur hér á landi í
komandi mánuði. Þetta staðfesta
forsvarsmenn fyrirtækisins í sam-
tali við Morgunblaðið.
Fyrirtækið var stofnað í Malmö
árið 2015 og rekur fyrir fimm skrif-
stofur á helstu mörkuðum sínum í
Svíþjóð. Aðaleigandi þess er Per
Svensson en meðal annarra eigenda
er m.a. Erik Selin, forstjóri Fastig-
hets AB Balder og einn umsvifa-
mesti fasteignafjárfestir Svíþjóðar.
Fyrirtækið sérhæfir sig í alhliða
ráðgjöf varðandi fasteignamarkaði,
m.a. kaup og sölu atvinnuhúsnæðis,
verðmat og leigumiðlun.
Samkvæmt heimasíðu félagsins
er það með yfir 1.000 rými til út-
leigu, allt frá smærra húsnæði og
upp í rými sem telur 42 þúsund fer-
metra. Eignirnar sé m.a. að finna í
Stokkhólmi, Malmö, Gautaborg,
Halmstad, Västerås, Helsingjaborg,
Lundi, Uppsölum og Kristianstad.
Meðal eigna séu verslunar- og skrif-
stofurými, lagerhúsnæði, veitinga-
og kaffihúsarými.
Fasteignafélögin stór
á markaðinum hér á landi
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins lítur fyrirtækið m.a. til
þess að hlutdeild fasteignafélaga á
skipulögðum hlutabréfamarkaði sé
hlutfallslega mikil hér á landi miðað
við hin ríkin á Norðurlöndum. Per
Svensson segir að félagið telji ís-
lenska markaðinn á svipuðum stað
hér á landi og markaðinn í Malmö
þegar fyrirtækið var stofnað 2015.
Hann sé stór en þó ekki nægilega
stór til að vera í forgangi hjá fjár-
festum. Í því felist hins vegar tæki-
færi sem fyrirtækið hyggist nýta.
„Hjá okkur hefur Ísland hins veg-
ar algjöran forgang og það eru mikl-
ir möguleikar á að finna samlegð-
aráhrif með öðrum mörkuðum
þegar fram líða stundir. Það er
sömuleiðis mikill kostur að Ísland
og Svíþjóð eru byggð á sömu grunn-
gildum,“ segir hann.
Hjá Croisette starfa í dag um 50
manns. Styrmir Bjartur Karlsson
hefur verið ráðinn framkvæmda-
stjóri til félagsins sem tekur til
starfa hér á landi og segir hann að
mikil tækifæri standi til þess að
opna markaðinn hér heima fyrir
beinum erlendum fasteignafjárfest-
ingum.
Mun opnun skrifstofunnar hér á
landi vera fyrsta skref af mörgum
sem fyrirtækið hyggst stíga inn á
markaði utan Svíþjóðar.
Sænskt félag í
fasteignaráðgjöf
horfir til Íslands
Fyrsta skref Croisette á erlenda grund
Styrmir Bjartur
Karlsson
Per
Svensson
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Tómas A. Tómasson, stofnandi
Hamborgarabúllunnar, segir rekst-
ur nýjustu Búllunnar í Reykjanes-
bæ hafa gengið framar vonum.
Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn
hafi aðsóknin verið góð.
Staðurinn var opnaður um miðj-
an október, í miðjum faraldri, og er
á horni Iðjustígs og Njarðarbrautar
í Keflavík. Handan Njarðarbrautar
er kjúklingastaðurinn KFC og til
suðurs hringtorgið inn að Hafnar-
götu.
Þetta er áttunda Búllan á Íslandi,
ef Trukkurinn í Skeifunni er með-
talinn. Þá eru níu Búllur í Evrópu.
Þekkir vel til suður með sjó
Guðlaugur Jónsson á og rekur Búll-
una í Keflavík en hann var lengi
fjármálastjóri Búllunnar.
Að sögn Tómasar þekkir Guð-
laugur vel til á Suðurnesjum. Hann
sé fæddur í Grindavík og eigi ættir
að rekja til Keflavíkur.
Tómas segir aðspurður að salan í
Keflavík skiptist til helminga milli
sölu í matsal og til viðskiptavina
sem sækja borgarana. Vegna
fjöldatakmarkana sé aðeins heimilt
að hafa tíu gesti í matsalnum í einu.
Búllan hélt sjó í fyrstu bylgju
faraldursins vegna eftirspurnar frá
viðskiptavinum sem tóku matinn
heim.
Matreiðsla á undanhaldi
Tómas segir sömu sögu að segja í
þessari bylgju faraldursins.
„Matreiðsla í heimahúsum er á
undanhaldi. Fólk hefur tilhneigingu
til að panta matinn heim eða sækja
hann. Þessi þróun hefur legið í loft-
inu og hefur staðið yfir síðustu 15-
20 ár,“ segir Tómas.
Spurður hvort þessir umbrota-
tímar feli í sér tækifæri í veit-
ingageiranum segist Tómas ekki
líta svo á. Málið snúist um að halda
verðinu í skefjum, á tímum aukins
atvinnuleysis, og hafa hraða þjón-
ustu.
Spurður hvernig reksturinn hafi
gengið í Evrópu segir Tómas ólík-
legt að Búllan í Róm verði opnuð á
ný en henni var lokað í mars vegna
faraldursins. Þá hafi salan verið góð
á tveimur Búllum í Kaupmannahöfn
og sömuleiðis á tveimur Búllum í
London en verið síðri í Oxford. Þá
hafi gengið vel á fyrstu Búllunni
sem var opnuð í Berlín en salan
verið lakari á hinum tveimur Búll-
unum í Berlín. Samkomubann hafi
dregið úr sölunni í Berlín.
Opna í miðjum faraldri
Ný Hamborgarabúlla hefur verið opnuð í Keflavík
Sú áttunda á Íslandi Búllu í Róm sennilega lokað
Í Keflavík Hamborgarabúllan nýja er norður af Hafnargötu.
Morgunblaðið/Baldur
Við grillið Nýja Búllan í Reykjanesbæ. Andi Tómasar svífur yfir vötnum.
Hlutabréf Icelandair Group hafa
verið á mikilli siglingu í Kauphöll Ís-
lands síðustu daga og hefur mark-
aður með þau verið líflegur. Þannig
hækkuðu bréf félagsins um 9,12% í
tæplega 690 milljóna viðskiptum í
gær. Kom sú hækkun í kjölfar þess
að bréfin hækkuðu um 15,65% á
þriðjudag í 483 milljóna króna við-
skiptum og 6,28% hækkunar á
mánudag í 260 milljóna viðskiptum.
Það sem af er þessari viku hafa
bréf félagsins því hækkað um 52%.
Er gengi bréfanna auk þess 37% yf-
ir útboðsgengi sem ákveðið var í
hlutafjárútboði félagsins í septem-
ber síðastliðnum.
Hefur hækkun bréfa félagsins
m.a. verið rakin til jákvæðra frétta
af þróun bóluefnis gegn kórónuveir-
unni. Þá hafa líkur einnig aukist á
því að Boeing 737-MAX-vélar fái
flughæfisskírteini fyrir lok þessa
árs.
Icelandair hækkar
Gengið 37% yfir útboðinu í september