Morgunblaðið - 12.11.2020, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 12.11.2020, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS R Heico lampar sveppur 9.900,- kanína 11.900,- OYOY Tuskudýr mörgæs / ljón – 6.390,- OYOYmatarsett ljón 3.590,- OYOY Rúdolf 7.190,- OYOY nagdót frá 2.290,- Kay Bojesen sængurverasett 8.490,- Kay Bojesen jólasveinn / jólasveinka 12.590,- stk Moomin matarsett 6.900,- Design Letters barnahnífapör 4.690,- 4stk Kartell barnastóll 15.900,- Klippan barnasvunta 3.990,- Jólalukkutröll frá 5.590,- FY IR SMÁFÓLKIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sænska fasteignaráðgjafarfyrirtæk- ið Croisette Real Estate Partner mun opna skrifstofur hér á landi í komandi mánuði. Þetta staðfesta forsvarsmenn fyrirtækisins í sam- tali við Morgunblaðið. Fyrirtækið var stofnað í Malmö árið 2015 og rekur fyrir fimm skrif- stofur á helstu mörkuðum sínum í Svíþjóð. Aðaleigandi þess er Per Svensson en meðal annarra eigenda er m.a. Erik Selin, forstjóri Fastig- hets AB Balder og einn umsvifa- mesti fasteignafjárfestir Svíþjóðar. Fyrirtækið sérhæfir sig í alhliða ráðgjöf varðandi fasteignamarkaði, m.a. kaup og sölu atvinnuhúsnæðis, verðmat og leigumiðlun. Samkvæmt heimasíðu félagsins er það með yfir 1.000 rými til út- leigu, allt frá smærra húsnæði og upp í rými sem telur 42 þúsund fer- metra. Eignirnar sé m.a. að finna í Stokkhólmi, Malmö, Gautaborg, Halmstad, Västerås, Helsingjaborg, Lundi, Uppsölum og Kristianstad. Meðal eigna séu verslunar- og skrif- stofurými, lagerhúsnæði, veitinga- og kaffihúsarými. Fasteignafélögin stór á markaðinum hér á landi Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins lítur fyrirtækið m.a. til þess að hlutdeild fasteignafélaga á skipulögðum hlutabréfamarkaði sé hlutfallslega mikil hér á landi miðað við hin ríkin á Norðurlöndum. Per Svensson segir að félagið telji ís- lenska markaðinn á svipuðum stað hér á landi og markaðinn í Malmö þegar fyrirtækið var stofnað 2015. Hann sé stór en þó ekki nægilega stór til að vera í forgangi hjá fjár- festum. Í því felist hins vegar tæki- færi sem fyrirtækið hyggist nýta. „Hjá okkur hefur Ísland hins veg- ar algjöran forgang og það eru mikl- ir möguleikar á að finna samlegð- aráhrif með öðrum mörkuðum þegar fram líða stundir. Það er sömuleiðis mikill kostur að Ísland og Svíþjóð eru byggð á sömu grunn- gildum,“ segir hann. Hjá Croisette starfa í dag um 50 manns. Styrmir Bjartur Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri til félagsins sem tekur til starfa hér á landi og segir hann að mikil tækifæri standi til þess að opna markaðinn hér heima fyrir beinum erlendum fasteignafjárfest- ingum. Mun opnun skrifstofunnar hér á landi vera fyrsta skref af mörgum sem fyrirtækið hyggst stíga inn á markaði utan Svíþjóðar. Sænskt félag í fasteignaráðgjöf horfir til Íslands  Fyrsta skref Croisette á erlenda grund Styrmir Bjartur Karlsson Per Svensson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tómas A. Tómasson, stofnandi Hamborgarabúllunnar, segir rekst- ur nýjustu Búllunnar í Reykjanes- bæ hafa gengið framar vonum. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn hafi aðsóknin verið góð. Staðurinn var opnaður um miðj- an október, í miðjum faraldri, og er á horni Iðjustígs og Njarðarbrautar í Keflavík. Handan Njarðarbrautar er kjúklingastaðurinn KFC og til suðurs hringtorgið inn að Hafnar- götu. Þetta er áttunda Búllan á Íslandi, ef Trukkurinn í Skeifunni er með- talinn. Þá eru níu Búllur í Evrópu. Þekkir vel til suður með sjó Guðlaugur Jónsson á og rekur Búll- una í Keflavík en hann var lengi fjármálastjóri Búllunnar. Að sögn Tómasar þekkir Guð- laugur vel til á Suðurnesjum. Hann sé fæddur í Grindavík og eigi ættir að rekja til Keflavíkur. Tómas segir aðspurður að salan í Keflavík skiptist til helminga milli sölu í matsal og til viðskiptavina sem sækja borgarana. Vegna fjöldatakmarkana sé aðeins heimilt að hafa tíu gesti í matsalnum í einu. Búllan hélt sjó í fyrstu bylgju faraldursins vegna eftirspurnar frá viðskiptavinum sem tóku matinn heim. Matreiðsla á undanhaldi Tómas segir sömu sögu að segja í þessari bylgju faraldursins. „Matreiðsla í heimahúsum er á undanhaldi. Fólk hefur tilhneigingu til að panta matinn heim eða sækja hann. Þessi þróun hefur legið í loft- inu og hefur staðið yfir síðustu 15- 20 ár,“ segir Tómas. Spurður hvort þessir umbrota- tímar feli í sér tækifæri í veit- ingageiranum segist Tómas ekki líta svo á. Málið snúist um að halda verðinu í skefjum, á tímum aukins atvinnuleysis, og hafa hraða þjón- ustu. Spurður hvernig reksturinn hafi gengið í Evrópu segir Tómas ólík- legt að Búllan í Róm verði opnuð á ný en henni var lokað í mars vegna faraldursins. Þá hafi salan verið góð á tveimur Búllum í Kaupmannahöfn og sömuleiðis á tveimur Búllum í London en verið síðri í Oxford. Þá hafi gengið vel á fyrstu Búllunni sem var opnuð í Berlín en salan verið lakari á hinum tveimur Búll- unum í Berlín. Samkomubann hafi dregið úr sölunni í Berlín. Opna í miðjum faraldri  Ný Hamborgarabúlla hefur verið opnuð í Keflavík  Sú áttunda á Íslandi  Búllu í Róm sennilega lokað Í Keflavík Hamborgarabúllan nýja er norður af Hafnargötu. Morgunblaðið/Baldur Við grillið Nýja Búllan í Reykjanesbæ. Andi Tómasar svífur yfir vötnum. Hlutabréf Icelandair Group hafa verið á mikilli siglingu í Kauphöll Ís- lands síðustu daga og hefur mark- aður með þau verið líflegur. Þannig hækkuðu bréf félagsins um 9,12% í tæplega 690 milljóna viðskiptum í gær. Kom sú hækkun í kjölfar þess að bréfin hækkuðu um 15,65% á þriðjudag í 483 milljóna króna við- skiptum og 6,28% hækkunar á mánudag í 260 milljóna viðskiptum. Það sem af er þessari viku hafa bréf félagsins því hækkað um 52%. Er gengi bréfanna auk þess 37% yf- ir útboðsgengi sem ákveðið var í hlutafjárútboði félagsins í septem- ber síðastliðnum. Hefur hækkun bréfa félagsins m.a. verið rakin til jákvæðra frétta af þróun bóluefnis gegn kórónuveir- unni. Þá hafa líkur einnig aukist á því að Boeing 737-MAX-vélar fái flughæfisskírteini fyrir lok þessa árs. Icelandair hækkar  Gengið 37% yfir útboðinu í september
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.