Morgunblaðið - 12.11.2020, Side 36

Morgunblaðið - 12.11.2020, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkisútvarpiðhefur ítrek-að orðið uppvíst að því að fara ekki að lögum og væri það fyrir- tæki úti í bæ sem starfsmönnum væri illa við má telja víst að dramatískar þátta- raðir yrðu framleiddar til að fara yfir þau mál. Til verksins yrðu sjálfsagt að hluta til fengnir starfsmenn sem skráðir væru sem verktakar og greiðslur til þeirra yrðu svo skilgreindar sem greiðslur til „sjálfstæðra framleiðenda“ þó að engin lagaheimild sé til slíks. Þetta mundi vitaskuld ekki hindra Ríkisútvarpið því að það fyndi smugu í gömlum þjón- ustusamningi og teldi sig geta smokrað sér í gegnum hana. Ríkisútvarpið á að verja 10% af heildartekjum til kaupa af sjálfstæðum framleiðendum og er þetta gert til að stofnunin nýtist til að styðja við slíka starfsemi en sogi ekki allt til sín og skilji eftir sviðna jörð hjá einkaaðilum. Þetta er skýrt í lögum en í samtali við Morgun- blaðið sagði útvarpsstjóri: „Ég held að það sé ekkert óeðlilegt að það séu uppi mismunandi sjónarmið um hvernig þetta á að vera. Það er ekki alveg full- komið samræmi milli gamla þjónustusamningsins og svo laganna um það hvernig sjálf- stæðir framleiðendur eru skýrðir. Í samningnum getur fleira fallið þar undir.“ Vissulega er óheppilegt ef orðalag þjónustusamnings er annað en laganna þannig að starfsmenn Ríkisútvarpsins telji sig finna þar smugu, en það breytir auðvitað engu. Sjái starfsmenn Ríkisútvarpsins ósamræmi, sem þeir hefðu auð- vitað átt að vekja athygli á þeg- ar samningsdrögin lágu fyrir í stað þess að undirrita samning- inn, þá ber þeim engu að síður að fara að lögum. Þjónustusamn- ingur ríkisstofn- unar við ráðuneyti getur aldrei gengið framar lögum og breytir þá engu þó að stofnunin sé skreytt með ohf. Í samtali við Morgunblaðið finnur Brynjar Níelsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, að þessu framferði Ríkisútvarps- ins og segir nýja skýrslu fjöl- miðlanefnar um stofnunina gefa tilefni til allsherjarendurskoð- unar á starfsemi hennar. Þetta kalli á viðbrögð í þinginu og hann muni leggja til að brugðist verði við. Hann telur ástæðu til að Ríkisendurskoðun skoði þessi mál og bendir á að hún hafi skilað svartri skýrslu um Ríkisútvarpið fyrir ári. Frekari úttektir, svo sem hjá Ríkisendurskoðun, kunna að vera ágætar, en þó er hætt við að þær geri lítið annað en að tefja málið. Það liggur fyrir með nægilega skýrum hætti að Ríkisútvarpið fer ekki að lögum ef það er ósátt við lögin. Heildarendurskoðun á starf- seminni er löngu tímabær. Setja þarf Ríkisútvarpinu eðli- legri og mun þrengri skorður og gera skýra kröfu um að það fari ekki út fyrir þann ramma sem því er gefinn. Umsvifin þarf að minnka og stofnunina þarf að einskorða við þá starfsemi sem aðrir sinna ekki eða geta ekki sinnt. Vægi Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði er óeðlilegt og sú áhersla sem það leggur á að keppa við aðra fjölmiðla, bæði um tekjur og efni, veldur miklu tjóni. En umfram allt verður að gera þær breytingar að Ríkis- útvarpið hætti að telja sig hafið yfir lög og rétt og að starfs- menn þess sýni eðlilega hóf- semd í allri framgöngu. Ríkisútvarpið verður að taka breytingum og sýna hófsemd í stað hroka} Heildarendurskoðun Í sumar var ákveð-ið að fresta kosningum sem fara áttu fram í Hong Kong nú í haust fram á næsta haust. Réttlætingin var kórónuveiru- faraldurinn en ekki þurfti fjörugt ímyndunarafl til að láta sér detta í hug að kínversk stjórnvöld teldu ólguna í Hong Kong of mikla til að kjósa nú. Ljóst væri að lýðræðissinnar fengju yfirburðakosningu eftir það sem á undan var gengið. Ýmislegt hefur síðan gengið á. Um síðustu mánaðamót létu yfir- völd til skarar skríða og hand- tóku sjö stjórnarandstæðinga, þeirra á meðal fjóra þingmenn, fyrir meintar óspektir í þinginu í Hong Kong fyrr á árinu. Í þessari viku gerðist það svo að fjórum stjórnarandstöðuþing- mönnum í Hong Kong var vikið úr þinginu og í mót- mælaskyni sögðu allir félagar þeirra af sér. Eftir sitja því engir lýðræðissinnar á þinginu í Hong Kong, aðeins þingmenn þóknanlegir kínverska komm- únistaflokknum. Þróunin í Hong Kong er fyrir löngu orðin óviðunandi. Hún sýnir hvernig stjórnvöld í Pek- ing eru markvisst að brjóta Hong Kong undir sig og útrýma því takmarkaða sjálfstæði sem svæðið þó hafði. Um leið er þetta mikilvæg áminning um það að stjórnvöld í Peking eru ekki lýð- ræðislega kjörin, styðjast ekki við réttarríkið og gera allt sem þarf til að treysta völd sín. Þetta verða Vesturlönd alltaf að hafa í huga í samskiptum við Kína. Kínverski komm- únistaflokkurinn minnir á sig } Tökin hert í Hong Kong N ú virðist tilraun Katrínar Jak- obsdóttur forsætisráðherra um sérvaldar breytingar henn- ar á stjórnarskránni hafa strandað á skeri Sjálfstæðis- flokksins. Mér finnst óþolandi að segja: kem- ur þetta einhverjum á óvart, en það er engu að síður sú tilfinning sem kviknar. Á einum af fyrstu fundum nefndar Katrínar Jakobs- dóttur, sem skipuð var formönnum allra flokka er sæti eiga á Alþingi, lét formaður Sjálfstæðisflokksins bóka að hann liti ekki svo á að hann væri á nokkurn hátt skuld- bundinn niðurstöðum nefndarinnar, yrði hún sú að lagðar yrðu til breytingar á stjórnar- skránni. Var því alveg ljóst frá byrjun að rík- isstjórnarflokkarnir þrír voru ekki samstiga í þessum leiðangri og er tilfinningin óneitan- lega sú að um sýndarferð hafi verið að ræða. Ítrekað hefur því verið haldið fram af forsætisráð- herra, sem og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, að sem breiðust sátt þurfi að vera um hverja breytingu sem gera á á stjórnarskrá. Til þessa dags hefur slíkt orðalag einskorðast við það að Sjálfstæðisflokkurinn sé sáttur við óbreytt ástand og að málamiðlun sé ekki í boði. Aðr- ir þingmenn og almenningur verða þá að lúta því að einn flokkur sé sáttur en aðrir ósáttir. Hin breiða sátt snýst ekki um þjóðarvilja heldur vilja Sjálfstæðisflokks- ins. Það að í stjórnarsáttmála standi að gera eigi breyt- ingar á stjórnarskránni en að stjórnarflokkarnir ætli ekki að stuðla að því í sameiningu segir margt, því sá leiðangur sem nú hefur verið stundaður í nærri þrjú ár virðist nú opinberlega strand- aður á skeri. Engin breið sátt er til staðar. Líkur eru á að tveir til þrír þingmenn leggi fram fáein frumvörp til breytinga á stjórn- arskrá, að því er virðist ómeðvituð um að fram hafi farið þjóðaratkvæðagreiðsla fyrir rúmum þremur árum um nýju stjórnar- skrána eins og hún þá stóð eftir vinnu stjórnlagaráðs. Það er þyngra en tárum taki að viður- kenna enn einu sinni vanmátt Alþingis til að klára þetta mál. Það virðist ríkja algjör ómöguleiki hjá Alþingi að semja sínar eigin leikreglur um meðferð valds þess. Þingflokkar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins auk tveggja þingmanna utan flokka hafa lagt fram heildarfrumvarp til stjórn- skipunarlaga, frumvarpið sem byggt er á niðurstöðu stjórnlaganefndar sem þjóðin greiddi atkvæði um 20. október 2012. Frumvarp sem kom inn til Alþingis og var unnið áfram í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og borið undir merkar stofnanir eins og Feneyjanefndina. Sú framlagning er tilraun til að fá Alþingi til að við- urkenna vanmátt sinn gagnvart þessu verki. Þarna er- um við með vilja þjóðarinnar skýran og Alþingi á ein- faldlega að standa með þjóðinni og framkvæma vald hennar. Annað er hneyksli sem ekki má líðast í lýðræð- isþjóðfélagi. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Tilraunin strandaði á skeri Sjálfstæðisflokksins Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Forsetakosningarnar vest-anhafs í liðinni viku voruæsispennandi og samsær-iskenningar á báða bóga um kosningasvindl og deilur um gildi póstatkvæða. Repúblikaninn Donald Trump Bandaríkjaforseti ýj- ar að því, vill bíða lokatalna og um- fjöllunar dómstóla ef þarf og neitar í þokkabót að viðurkenna ósigur. Yfir því froðufella helstu mál- pípur demókrata þessa dagana og saka Trump um virðingarleysi, að hann vefengi kosningafyrirkomu- lagið og grafi undan lýðræðinu. Því til sönnunar hafa menn t.d. bent á skoðanakönnun Politico/Morning Consult, sem sýnir að 70% kjósenda repúblikana efi kosningaúrslitin, sem hafi aðeins átt við 35% þeirra fyrir þær. En þá gleyma menn því að fyrir tveimur árum gerði Eco- nomist/YouGov sams konar könnun, fjarri hita kosningabaráttu, þar sem 67% kjósenda demókrata sögðust viss um að rússneskir hakkarar hefðu gefið Trump sigurinn 2016. Hræsni á báða bóga Allt tóm della, auðvitað, en kannski ekki nema von að margir hafi trúað henni. Hillary Clinton er enn að hamra á því að þannig hafi verið í pottinn búið og að Trump hafi ekki verið réttkjörinn, sé bein- línis ólögmætur forseti. Ef stafn- búar í báðum flokkum segja að hverjar kosningarnar á fætur öðrum séu tómt svindl álykta margir að eitthvað hljóti að vera til í því. Það veikir traust og trúverðugleika lýð- ræðislegra stofnana. Það gerir allt þetta tal enn hræsnisfyllra, að repúblikanar efast um gildi atkvæða þegar úrslit for- setakosninganna eru rædd, en gleyma þá alveg að það voru þessir sömu atkvæðaseðlar sem færðu þeim kosningasigur í þinginu. Alveg jafnhræsnisfullt og söngur demó- krata um hvernig repúblikanar hafi skipulega aftrað kjörsókn í kosn- ingum þar sem Joe Biden fékk fleiri atkvæði en nokkur í sögu landsins, ríflega 77 milljónir, og kjörsókn var sú mesta í 120 ár. Það er erfitt að segja til um hve mikið menn meina með öllum þess- um samsæriskenningum, sem fæst- ar halda nokkru vatni. Um póst- atkvæðin má vafalaust deila, en til þessa hefur hvergi borið á nokkru skipulegu kosningasvindli og hefur lögfræðingamergð úr báðum flokk- um þó leitað með logandi ljósi. Hins vegar ættu menn ekki að leiða lagaleg álitaefni kosninganna hjá sér, þó ekki væri nema til að fyr- irbyggja að þau komi mönnum í koll í næstu kosningum. Kærkomið tækifæri dómstóla Í Pennsylvaníu hefur forskot Bidens á Trump mjakast upp í um 50.000 atkvæði og engin endurtaln- ing hnekkir slíkum mun. En það hefði getað farið verr. Samkvæmt kosningalögum þar í ríkinu verða utankjörfundaratkvæði að berast fyrir klukkan átta að kvöldi kjör- dags, en fyrir tveimur mánuðum komst hæstiréttur Pennsylvaníu nú samt að því, án lagastoðar, að þau mættu koma þremur dögum eftir kosningar og að póststimpill væri óþarfur. Í framhaldinu úrskurðaði dóm- ari við Hæstarétt Bandaríkjanna, að vissara væri að halda þeim atkvæð- um aðskildum, því ef þau myndu ríða baggamun á landsvísu þyrfti að taka lögmæti þeirra fyrir dóm en fyrr ekki. Það var skynsamlegt þar og þá, en ekki til frambúðar. Það kann að vera freistandi fyr- ir dómsvaldið að segja sem svo, að atkvæðamunurinn sé yfirgnæfandi, skipti því ekki máli og sleppa þannig við að sneiða það þrætuepli. En þá er það líka að missa af frábæru tækifæri til þess að gera út um mál- in án þess að breyta úrslitunum. Það skiptir máli hvort Biden vann ríkið með 49.000 atkvæða mun eða 43.000 atkvæðum, rétt þarf að vera rétt í þeim efnum. Með því væru dylgjur Trumps líka kveðnar niður fyrir fullt og fast. Mestu varð- aði þó sjálfsagt að setja skýr dóma- fordæmi, því undirréttir hafa verið að dæma út og suður hver í sinni sveit og lítið hirt um bókstaf laga eða stjórnarskrár. Þannig voru kosningarnar víða framlengdar mismikið, því svo snúið við fyrir áfrýjunarrétti kortér í kosningar, sem skildi atkvæðabunka eftir á flæðiskeri. Allar kosningar eru óvissu háð- ar og framkvæmdin snúin. Enn frekar meðan drepsótt geisar í land- inu. En það eykur óvissuna enn meir ef verið er að hræra í kosn- ingareglum fram á síðasta dag og jafnvel eftir þær. Umkvartanir Trumps geta verið tómt rugl eða engu máli skipt fyrir úrslitin, en þess þá heldur er ástæða fyrir dóm- stóla að skera úr um það, svo menn lendi ekki í nákvæmlega sömu vand- ræðum næst, en mögulega með af- drifaríkari afleiðingum. Hræsni og hálfsann- leikur um kosningar AFP Kosningar Kampakátur stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkja- forseta vill að kosningunum í eyðimerkurríkinu Nevada verði ekki stolið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.